Morgunblaðið - 23.11.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.11.2021, Blaðsíða 32
Efni í þætti kvöldsins: María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistuheimil- anna ræðir við þáttastjórnandann um svokallaða „Gylfaskýrslu„ sem samin var að beiðni ráðherra eftir áralangar deilur ríkisins og hjúkrunaheimila um rekstrarvanda heimilanna. Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur og fyrrv. ráðherra veltir fyrir sér hugmynd Helga Vilhjálms- sonar í Góu sem gengur út á að eldri borgarar selji fasteignir sínar á efri árum og njóta ávaxtanna og flytji sig í leiguhúsnæði sem Helgi vill að lífeyrissjóðirnir reisi og leigi til sjóðsfélaga. Pálmi V. Jónsson yfirlæknir öldrunarlækninga- deildar Landspítlans fjallar um vandamál bráða- móttöku Landspítala og hvaða áhrif það hefur á öldrunarþjónustu spítalans. Bárður Guðmundarson íþróttakappi og athafna- maður á Selfossi rifjar um gamla tímann á Selfossi allt frá barnæsku fram á daginn í dag. Ef hlutirnir fengust í Kaupfélaginu þurfti ekki að fara til Reykja- víkur í þá daga. Umsjónarmaður er Sigurður K. Kolbeinsson Lífið er lag kl. 21.30 á Hringbraut í kvöld Fylgstu með! Í kvöld á Hringbraut Bárður Guðmundarson María Fjóla Harðardóttir Rússneski píanistinn Slava Poprugin leikur í Norðurljósasal Hörpu í kvöld kl. 20 og með hon- um sellóleikarinn Ólöf Sigursveinsdóttir. Munu þau m.a. flytja Trois Piec- es fyrir selló og píanó eft- ir Nadiu Boulanger og sellósónötu Richards Strauss. Poprugin út- skrifaðist frá rússnesku Gnessin-akademíunni í Moskvu og vinnur með lista- mönnum á borð við Martin Fröst, Yury Bashmet og Alexander Kagan og er þekktur fyrir framúrskarandi og kraftmikinn flutning. Ólöf kemur reglulega fram, síðast í Hollandi á alþjóðlegri hátíð sellóleikara, og kynntist Poprugin síðastliðið sumar í Hollandi. Poprugin hefur leikið inn á fjölda hljómplatna og stjórnað fjölda hljóð- ritana sem upptökustjóri fyrir útgáfur á borð við Gram- ola, Live Classics og Artservice Music Publishing. Hann rekur nú eigið hljóðver. Poprugin og Ólöf í Norðurljósum ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 327. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. „Við stefnum eins hátt í deildinni og hægt er. Það væri draumur að ná Meistaradeildarsæti,“ segir Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, sem er í toppbaráttu með Aix í Frakklandi og í harðri baráttu um sæti í íslenska landsliðinu fyrir Evrópumótið í janúar. »27 Dreymir um sæti í Meistaradeild ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Frímerkja- og póstkortasafnarinn Reynir Sverrisson hefur staðið vakt- ina í Kolaportinu síðan 1. október 1994. Hann var á frímerkjasýningu og uppboði í Kaupmannahöfn í lið- inni viku, þar sem hann seldi frí- merki, kort og bréf sem tengjast Danmörku, og keypti stór íslensk söfn með merkjum frá 1873 til 1944. „Það er margt skemmtilegt í þessu góssi og ég segi gjarnan að ég komi heim með handritin,“ segir hann. „Ég er annars forfallinn safnari,“ heldur Reynir áfram. „Ég hef safnað frímerkjum frá barnsaldri en er nú fyrst og fremst á eftir tengdum hlut- um eins og gömlum íslenskum póst- kortum og gömlum umslögum frá því fyrir lýðveldisstofnun.“ Þegar Reynir var sex ára fékk hann hettusótt og lá veikur heima. „Þá færði amma mér gamlan skó- kassa fullan af frímerkjum og póst- kortum, sagði mér að leysa upp merkin og kenndi mér réttu hand- brögðin. Áráttan er því henni að kenna – eða þakka.“ Fjölskyldan hafi reglulega gaukað að honum merkjum og kortum og faðir hans hafi verið í siglingum og keypt pakka erlendis. „Þetta var mjög spennandi og ég lærði strax mikið af þessu.“ Frímerkjasafnið var orðið viða- mikið um fermingu. „Þá beindist áhuginn fyrst og fremst að íslensk- um frímerkjum og kortum,“ segir safnarinn. Auðvelt hafi verið að eign- ast flest útgefin frímerki hérlendis og þá hafi næsta skref verið að eign- ast frímerki á umslögum og finna merki með gömlu póststimplunum, sem hafi verið mismunandi um allt land. „Póstsagan er svo heillandi, því það er svo margt í henni, grúskið í henni er innlit í þjóðfræðina.“ Heillandi heimur Frá því Reynir fór út í verslunar- rekstur hefur hann fyrst og fremst hugsað um að útvega merki og kort fyrir aðra en látið gott heita með eig- ið safn. „Ég kaupi dánarbú og stórar einingar, flokka varninginn og út- vega söfnurum það sem þá vantar.“ Hann leggur áherslu á að þótt hann vanti ýmislegt í einkasafnið bæti hann ekki lengur í það. „Ég fæ alveg nóg út úr því að útvega mönnum það sem þá vantar, láta þá njóta þess, og freistast ekki til að láta hluti í bók hjá mér.“ Eldri viðskiptavinum hefur fækk- að í Kolaportinu og segir Reynir helstu ástæðuna vera skort á bíla- stæðum. „Við líðum fyrir það að bíla- stæðum hefur fækkað og gamla fólk- ið treystir sér þess vegna ekki til að koma í sama mæli og áður auk þess sem því er ekki vel við bílahúsin.“ Ferðamönnum hafi hins vegar fjölg- að eftir 2010. „Allir þurftu að eiga mynd af Eyjafjallajökli eftir gosið og stöðug sala er í merkjum og kortum af Gullfossi og Geysi.“ Þar sem til- tölulega auðvelt sé að eignast flest íslensk frímerki snúi safnarar sér gjarnan að annarri búgrein af sama meiði. Margar handbækur séu til um þessar hliðargreinar og þær auki áhugann. Frítími Reynis fer að mestu í áhugamálið. „Ég er oft skammaður fyrir að missa af afmælum um helgar en mæti alltaf í mat á réttum tíma. Það gengi ekki upp ef ég væri í hestamennsku eða golfi og ég uni mér í þessum heillandi heimi.“ Morgunblaðið/Óttar Geirsson Í Kolaportinu Reynir Sverrisson stendur vaktina um helgar og missir þá gjarnan af veislum. Heim með handritin - Hefur höndlað með frímerki og póstkort í nær þrjá áratugi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.