Fréttablaðið - 14.01.2022, Side 1
9 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 1 4 . J A N Ú A R 2 0 2 2
Tyrfingur með
nýtt leikrit
Birkir í hóp með
Grande og Eilish
Menning ➤ 16 Lífið ➤ 20
Bændur sagðir í miklum vanda
vegna verðhækkunar á áburði.
Milljónakostnaður leggst á býli
vegna orkuhækkunar erlendis.
Bændasamtökin sjá tækifæri
fyrir endurreista áburðarfram-
leiðslu innanlands.
bth@frettabladid.is
LANDBÚNAÐUR Áburður til bænda
hækkar að minnsta kosti tvöfalt í
verði milli ára. Kúabóndi í Svarfað-
ardal segir ástandið forkastanlegt.
Hækkunin eykur að mati Bænda-
samtakanna líkur á að framleiðsla á
áburði verði endurreist innanlands.
Meginástæða verðhækkunarinnar
er hækkun orkuverðs til framleiðslu
erlendis, verðhækkun hrávöru og
aðfangaskortur.
Trausti Þórisson og Ásdís Erla
Gísladóttir eru kúabændur á Hofsá í
Svarfaðardal. Þau eru með 60 kýr og
róbótafjós. Trausti segir að þau muni
kaupa minna af áburði í ár en í fyrra
til að reyna að bregðast við verð-
hækkunum. Eigi að síður muni þau
greiða 2,5 milljónum króna meira
fyrir áburðinn í ár en í fyrra.
„Ef við myndum kaupa sama
magn og áður værum við að tala um
3,3 milljónir króna fyrir utan vask,“
segir Trausti. „Þetta er forkastan-
legt ástand. Algjörlega fordæmalaus
hækkun.“
Í fyrra keyptu hjónin á Hofsá 48
tonn af áburði fyrir 3,35 milljónir.
Sami skammtur, sömu tegundir
myndu kosta 6,6 milljónir króna í ár.
„Maður er með hálfgert blóðbragð
í munninum eftir þessi útlát,“ segir
Trausti. Hann telur einboðið að
ástandið kalli á endurreisn áburðar-
verksmiðju hér á landi.
„Ef meðalbúið þarf að punga út
tveimur til þremur milljónum auka-
lega eru afskaplega fáir sem ráða við
það,“ segir Trausti.
Gunnar Þorgeirsson, formaður
Bændasamtakanna, segir að í fjár-
lögum sér 700 milljóna króna stuðn-
ingur til bænda vegna áburðarkaup-
anna nú. Fleira gæti komið til. „Já,
ég hef lengi verið þeirrar skoðunar
að við þurfum að endurreisa fram-
leiðslu á áburði, nýta græna orku og
horfa jafnvel til útflutnings.“
Gunnar segir vel koma til greina að
horft verði til fyrirhugaðrar grænnar
vetnisframleiðslu á Reyðarfirði með
það í huga að ný áburðarverksmiðja
verði þar. Gunnar bendir á að stór
áburðarframleiðandi í Noregi sé
búinn að endurræsa áburðarverk-
smiðju sem hafði verið lokað.
Varðandi fyrri áburðarverksmiðju
Íslendinga í Gufunesi, fyrstu stóriðju
landsins sem nýtti mikla orku til
starfsemi og framleiddi efni til 2001,
segir Gunnar að þegar borgin hafi
þanist út hafi staðsetning verksmiðj-
unnar gert út um framtíð hennar.
„Gufunes var allt í einu statt í
miðbæ Reykjavíkur.“
Vegna öryggissjónarmiða segir
Gunnar að ekki komi til greina að
hafa áburðarverksmiðju í þéttri
byggð, framleiðsla ammoníaks
og f leiri efna geti valdið sprengi-
hættu. n
Framleiðsla verði
hafin innanlands
á áburði til bænda
Ekkert lát er á framkvæmdunum við að reisa nýjan Landspítala við Hringbraut þrátt fyrir veður og vind. Undanfarna
daga hafa nágrannar nýja spítalans fundið fyrir höggi og hávaða af sprengingum þrisvar á dag á meðan rutt er fyrir
grunni hússins. Vonast er til þess að sjúkrahúsið verði tekið í notkun árið 2025. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Gunnar Þor-
geirsson, for-
maður Bænda-
samtakanna
Fjórhjóladrifinn
Alrafmagnaður
Audi e-tron 55 Quattro Advanced Verð 10.990.000 kr.
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · hekla.is/audisalur
COVID -19 Búist er við að ríkis-
stjórnin samþykki í dag hertar
sóttvarnaaðgerðir með vísan í nýtt
minnisblað sóttvarnalæknis.
„Stjórnvöld verða að styðja betur
við atvinnulífið og útvíkka lokunar-
styrki og önnur fjárhagsleg úrræði,“
segir Halldór Benjamín Þorbergs-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins.
„Þegar spurt er út í okkar sjónar-
mið bendum við á þetta orsakasam-
hengi á milli hlutanna,“ segir Már
Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúk-
dómadeildar Landspítalans.
SJÁ SÍÐU 2
Hertar sóttvarnaaðgerðir blasa nú við