Fréttablaðið - 14.01.2022, Síða 4

Fréttablaðið - 14.01.2022, Síða 4
Komum einstaklinga 67 ára og eldri á bráðamóttöku Landspítala á milli áranna 2019 og 2020 fækkaði um rúm sextán prósent. Ingi- björg Sigþórsdóttir og doktor Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir hafa rannsakað komur þessa aldurshóps á bráðamóttöku. birnadrofn@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Á milli áranna 2019 og 2020 fækkaði komum eldra fólks á bráðamóttöku Landspítala (LSH) um 2.600, úr rúmum 16 þús- und í um 13.400. Fækkunin nemur rúmum 16 prósentum og var mest í tengslum við bylgjur Covid í mars og október. „Áratuginn þar á undan hafði komum eldra fólks hins vegar fjölg- að í takt við fjölgun í þessum aldurs- hópi meðal þjóðarinnar,“ segir Ingi- björg Sigurþórsdóttir, sérfræðingur í bráðahjúkrun og teymisstjóri ráð- gefandi hjúkrunarfræðinga aldr- aðra (BÖR) á bráðamóttöku LSH. Hún og doktor Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, prófessor í bráða- hjúkrun við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og formaður Fagr- áðs í bráðahjúkrun á LSH, munu í dag fjalla um sameiginlega rann- sókn þeirra á komum 67 ára og eldri á bráðamóttöku Landspítala. Þær Þórdís og Ingibjörg segja að það sem helst hafi komið á óvart í rannsókninni sé að komuástæður hafi verið svipaðar milli áranna. Fækkunin hafi verið hlutfallslega jöfn milli sjúkdómsf lokka, nema aðeins fækkun vegna slysa og áverka og aðeins fjölgun vegna ýmissa sjúkdómseinkenna. „Þeir sem komu 2020 voru þó líklegri til að þurfa innlögn á legu- deildir en 2019, það er komuástæð- urnar virðast hafa verið bráðari,“ segja þær. „Í heildina voru því færri komur til dæmis vegna alvarlegra og bráðra veikinda eins og hjarta- og æðasjúk- dóma, heilaáfalla og sýkinga, sem okkur þykir áhugavert,“ segir Þórdís. Spurðar að því hvers vegna komum á bráðadeild hjá þessum aldurshópi hafi fækkað segja þær ástæðuna ekki augljósa. „Við vitum ekki hvað varð um þá sem ekki komu til okkar á bráðamóttökuna þar sem við höfum ekki gögn um þau en getum í besta fallið giskað,“ segir Þórdís. „Voru þau að bíða af sér faraldur- inn þó að þau væru veik heima?“ segir hún og bendir á að smitleiðir hafi verið færri milli fólks í faraldr- inum. ,,Fólk var líka minna á ferð- inni sem skýrir færri sýkingar og slys, en af hverju komu færri vegna annarra bráðra veikinda eins og hjarta- og æðasjúkdóma og heila- áfalla?“ bætir Þórdís við. „Kannski skipti einhverju máli að á reglulegum sjónvarpsfundum almannavarna var hvatt til heilsu- ef lingar,“ segir Ingibjörg og bætir við að fjar- og símaþjónusta heil- brigðiskerfisins gæti líka hafa skipt sköpum. „Við erum hins vegar hræddar um þann hóp sem einangraðist, gat ekki sótt dagþjálfun, reglu- bundið félagsstarf fyrir eldra fólk eða sjúkraþjálfun vegna sinna einkenna, að hrumleiki þeirra hafi getað aukist á þessum tíma sem birtist síðar í verra sjúkdóms- ástandi,“ segir Ingibjörg. Aðspurðar um áhrifin segja Þór- dís og Ingibjörg Covid-göngudeild Landspítala hafa skipt verulegu máli fyrir þjónustu bráðamóttöku spítalans á þessum tímum. „En við spyrjum, var eitthvað sem gert var í samfélaginu og heil- brigðisþjónustu í fyrstu bylgjum Covid árið 2020 sem draga má lær- dóm af til að bæta og efla forvarnir og þjónustu við aldraða? Hvernig ætlum við svo að þjónusta þá sem biðu lengi með sín einkenni? Þetta þarfnast umræðu og frekari rann- sókna,“ segir Þórdís. Erindi Ingibjargar og Þórdísar fer fram í beinu streymi á Fabook-síðu Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræði klukkan 15 í dag. n Eldri borgarar leita sjaldnar aðstoðar á bráðamóttöku í heimsfaraldrinum Mesta fækkunin átti sér stað í mars og októbermánuði þegar bylgjur kóróna­ veirufaraldurs gengu yfir landið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ingibjörg Sigurþórsdóttir, sérfræðingur í bráðahjúkrun Doktor Þórdís Katrín Þorsteins­ dóttir, prófessor í bráðahjúkrun við HÍ arib@frettabladid.is COVID-19 Sex voru á gjörgæslu Land- spítala í gær með Covid-19, þar af er einn með Omíkron-af brigði kóróna veirunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala eru fjórir smitaðir af Omíkron á Landakoti. Óvíst er hvernig smitin bárust þangað. Allir sjúklingarnir þar eru þríbólusettir og ekki veikir. Þá greindust þrjú smit á hjartadeild spítalans og er smitrakning í fullum gangi. Staðan á spítalanum er erfið og er meirihluti skurðstofa lokaður þar sem starfsfólk er að sinna sjúkl- ingum með Covid-19, eru dæmi um að beinbrot þurfi að bíða lengi. n Einn á gjörgæslu með Omíkron Miklar sóttvarnir eru til staðar á Landakoti. MYND/ÞORKELL ÞORKELSSON Fyrirtæki eru betur tengd með Vodafone Það þarf örugga tengingu þegar mannslíf eru í húfi LANDHELGISGÆSLAN ER HJÁ VODAFONE því stjórnkerfi okkar er með víðtækustu öryggisvottun íslenskra fjarskiptafélaga. elinhirst@frettabladid.is STJÓRNMÁL Guðmundur Árni Stef- ánsson sendiherra gefur kost á sér í 1. sætið í prófkjöri lista Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði fyrir bæjar- stjórnarkosningar í vor. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna, segir jákvætt að reynt fólk gefi kost á sér í bæjarmálin og til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem nú sé í bænum. Guðmundur Árni á langan póli- tískan feril að baki sem þingmaður, ráðherra, bæjarstjóri og bæjarfull- trúi í Hafnarfirði. Undanfarin sex- tán ár hefur hann gegnt embætti sendiherra. Á Fréttavaktinni á Hringbraut í gærkvöldi sagði Guðmundur Árni tíma kominn til þess að breyta stjórnarháttum í Hafnarfjarðarbæ. Þreytumerki séu á stjórn Sjálfstæðis- flokksins á bænum og opna þurfi stjórnsýsluna. Stjórnkerfið hafi lokast og fólk fái ekki úrlausn sinna mála. Guðmundur Árni stefnir hátt í bæjarstjórnarkosningum 14. maí og segist ætla að tvöfalda fylgi Sam- fylkingarinnar í Hafnarfirði. n Bæjarstjóri fagnar framboði Guðmundar Árna Rósa Guðbjarts­ dóttir, bæjar­ stjóri í Hafnar­ firði Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra kristinnpall@frettabladid.is ATVINNULÍF Atvinnuleysi meðal fólks á aldrinum 20 til 64 ára dróst saman um 1,8 prósent á þriðja árs- fjórðungi síðasta árs á Íslandi. Var hvergi minna atvinnuleysi í Evrópu. Alls voru 82,7 prósent 20 til 64 ára á Íslandi með vinnu sem er nær níu prósentum hærra en meðaltal í Evr- ópu. Þetta kemur fram í samantekt Eurostat, tölfræðiveitu ESB. Ísland er með naumt forskot á Holland þar sem 82,6 prósent aldurshópsins eru með vinnu en meðaltalið í Evrópusambandsríkj- unum er 73,5 prósent. Lægsta hlut- fallið mældist á Ítalíu þar sem 63,1 prósent aldurshópsins var í vinnu. n Atvinnuleysið minnst á Íslandi Atvinnuleysi dróst saman þegar líða tók á síðasta ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 4 Fréttir 14. janúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.