Fréttablaðið - 14.01.2022, Page 6
Meðalhitastigið í fyrra
í Bandaríkjunum var
0,84 gráðum hærra en
meðaltal 20. aldar.
Símaforrit fyrir rakningar
á Covid-smitum hafa verið
tekin upp í mörgum löndum
á meðan heimsfaraldur
stendur yfir. Margir hafa lýst
yfir áhyggjum af smáfor-
ritum sem þessum sem gætu
mögulega fylgst með ferðum
einstaklinga og mannamót-
um fyrir hönd yfirvalda.
urduryrr@frettabladid.s
PERSÓNUVERND Íslensk sóttvarna-
yfirvöld hafa gengið langt í því að
viðhalda persónuvernd við gerð
rakningarappsins Rakning C-19
og með nýjustu uppfærslum er svo
til ómögulegt að safna gögnum úr
forritinu og nýta í annað en smit-
rakningu, að sögn Persónuverndar
og Embættis landlæknis.
Annað er uppi á teningnum varð-
andi þýska appið Luca. Lögreglan í
Mainz í Þýskalandi fékk á dögunum
aðgang að gögnum úr þýska Covid-
19 rakningarappinu Luca til að
finna vitni að mögulegu morði.
Notendur appsins geta skráð við-
veru á veitingastöðum og viðburð-
um í appinu. Appið heldur utan um
það hve lengi einstaklingur dvelur
á hverjum stað fyrir sig. Lögreglan
fann 21 mögulegt vitni með upp-
lýsingum úr appinu.
Framleiðandi appsins segist fá
beiðnir frá lögreglu um aðgang að
gögnum nánast á degi hverjum
en aðeins heilbrigðisyfirvöld geta
ráðið úr dulkóðuninni. Að öllum
líkindum hafa heilbrigðisyfirvöld
hermt eftir smiti til að fá aðgang að
gögnunum í þessu tilfelli.
Þessi notkun á gögnunum er
harðlega gagnrýnd og er talin vatn
á myllu þeirra sem aðhyllast sam-
særiskenningar um faraldurinn.
Hólmar Örn Finnsson, per-
sónuverndar fulltrúi Embættis
landlæknis, segir samkvæmt sótt-
varnalögum ekki heimilt að nýta
upplýsingar úr íslenska smitrakn-
ingarappinu Rakning C-19 í öðrum
tilgangi en við smitrakningu. Lög-
reglan geti ekki og hafi ekki beðið
um gögn til notkunar í öðrum til-
gangi.
Jafnvel þótt lögreglan fengi
aðgang að gögnum forritsins væri
þar engar upplýsingar að fá. Gögnin
eru öll geymd í símum einstaklinga
og þar eru þau takmörkuð og dul-
kóðuð.
„Í dag eiga ekki að vera neinar
persónuupplýsingar eða staðsetn-
ingarupplýsingar í forritinu, þetta
eru í raun bara tilviljanakenndar
talnarunur samkvæmt þeim upp-
lýsingum sem við höfum fengið frá
Embætti landlæknis,“ segir Vigdís
Eva Líndal, sviðsstjóri erlends sam-
starfs og fræðslu hjá Persónuvernd.
„Hönnun smitrakningarforrits-
ins er dæmi um hvernig er hægt að
nýta tækni til að lágmarka vinnslu
persónuupplýsinga í nútímasam-
félagi þannig að friðhelgi einkalífs
borgaranna sé virt,“ segir Vigdís. n
Útilokað að mis nota rakningargögn
hér líkt og í morðmáli í Þýska landi
Lögreglan í Þýskalandi fékk að nota Covid-rakningarapp við leitina að vitnum í morðmáli. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
arib@frettabladid.is
VÍSINDI Alls verður úthlutað styrk
úr Rannsóknasjóði til 82 verkefna
í dag. Framlög til sjóðsins eru í ár
tæplega 3,9 milljarðar króna. Af
verkefnunum 82 eru sex svokölluð
öndvegisverkefni sem fá allt að 150
milljónir króna hvert á þremur
árum.
„Það eru 23 prósent af þeim sem
sóttu um sem fá styrk,“ segir Ágúst
Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri hjá
Rannís. „Hlutfallið var komið niður
fyrir 20 prósent á tímabili sem var
erfitt bæði fyrir umsækjendur og
okkur, þá náum við ekki styrkja
allar fyrsta f lokks umsóknir. Við
náðum því ekki alveg í ár heldur.“
Framlögin voru hækkuð úr 2,5
milljörðum króna í 3,7 milljarða í
fyrra, um er að ræða tímabundna
hækkun til þriggja ára. Ágúst segist
vona að stjórnvöld geri þá hækkun
varanlega. „Það yrði mjög erfitt
fyrir vísindasamfélagið ef farið yrði
aftur í fyrra horf.“ n
Um fjórðungur umsækjenda fær styrk
Ágúst Hjörtur
Ingþórsson,
sviðsstjóri hjá
Rannís
bth@frettabladid.is
HÚSNÆÐISMÁL Hagfræðingur Hús-
næðis- og mannvirkjastofnunar
(HMS) tekur undir orð formanns
Félags fasteignasala um að hlut-
deildarlán þurfi að hækka.
Í Fréttablaðinu kom fram í vik-
unni að færst hefði í vöxt að for-
eldrar þurfi að hlaupa undir bagga
með börnum vegna fyrstu íbúðar-
kaupa ungs fólks.
„Já, ég held að það sé alveg rétt
ályktað hjá formanninum. Foreldr-
ar eru gjarnan að aðstoða börnin sín
með útborgun við fyrstu kaup. Það
er líka rétt að hlutdeildarlánin fóru
vel af stað í upphafi en við erum að
sjá að það eru þó nokkrir komnir
með lánsloforð fyrir hlutdeild-
arláni en virðast ekki geta nýtt sér
það á markaðnum í dag,“ segir Kar-
lotta Halldórsdóttir, hagfræðingur
hjá HMS.
Lánaviðmið hlutdeildarlána, sem
ætluð eru tekju- og eignalitlum,
voru sett í lok árs 2020.
„Íbúðaverð hefur vissulega hækk-
að gífurlega síðan þá og því getur
verið erfitt í dag að finna íbúðir sem
passa inn í þau viðmið,“ segir Kar-
lotta.
Gert er ráð fyrir því í reglugerðinni
að lánaviðmiðin séu endurskoðuð
árlega og sú vinna stendur yfir nú.
„Hins vegar þarf líka að taka tillit
til þess að slíkar aðgerðir séu ekki til
þess fallnar að auka þenslu á hús-
næðismarkaði og hækki verðið enn
frekar,“ segir Karlotta. n
Hlutdeildarlánin halda ekki í við verðhækkanir
Karlotta Hall-
dórsdóttir,
hagfræðingur
hjá HMS
Nánar á frettabladid.is
Þetta eru í raun bara
tilviljanakenndar
talnarunur.
Vigdís Eva Líndal, sviðsstjóri
erlends samstarfs og fræðslu
hjá Persónuvernd
kristinnpall@frettabladid.is
NATO Fjölmiðlafulltrúi rússnesku
ríkisstjórnarinnar, Dmitry Peskov,
segir að þótt friðarviðræðurnar sem
hafa átt sér stað í vikunni hafi þok-
ast í rétta átt sé ekki hægt að segja
að þær hafi staðist væntingar. Við-
ræðurnar sem áttu sér stað í Genf,
Vín og Brussel hafi þokast í rétta átt
en að það sé enn ósætti um ákveðin
atriði.
Öryggis- og samvinnustofnun
Evrópu fundaði í Vínarborg í gær
þar sem ræddar voru öryggiskröfur
Rússa og ákvörðun rússnesku ríkis-
stjórnarinnar um að senda fjölda
hermanna og vopn að landamærum
Úkraínu.
Utanríkisráðherra Póllands,
Zbigniew Rau, hafði orð á því að
ástandið væri afar óstöðugt og sagði
að hættan á stríði hefði ekki verið
meiri í þrjátíu ár. n
Friðarviðræður
ekki borið ávöxt
Alexander Lúkasjevitsj sat fundinn í
Vín fyrir Rússa. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
kristinnpall@frettabladid.is
BANDARÍKIN Vísindamenn banda-
rísku haf- og loftslagsráðstefnunnar
NOAA segja að síðasta ár hafi verið
sjötta heitasta árið frá upphafi mæl-
inga árið 1880. Bandaríska geimvís-
indastofnunin, NASA, sagðist hafa
fengið sömu niðurstöður.
Fyrri mælingar sýndu fram á að
síðasta sumar hefði deilt metinu
yfir heitasta sumar frá upphafi með
sumrinu 1936. Þá er síðasti áratug-
ur sá heitasti frá upphafi mælinga.
Að sögn vísindamanna NOAA má
rekja hækkandi hitastig og auknar
sviptingar í veðurfari til hnatt-
rænnar hlýnunar. n
Sjötta heitasta ár
frá fyrstu mælingu
Foreldrar eru gjarnan
að aðstoða börnin sín
með útborgun við
fyrstu kaup.
6 Fréttir 14. janúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ