Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.01.2022, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 14.01.2022, Qupperneq 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. „Við kynntumst á skemmti- staðnum Broadway í desember 1982 þegar Elísabet heilsaði mér. Ég hafði aldrei séð hana áður og hafði ekki hugmynd um að hún væri Ungfrú Ísland 1980, Ungfrú Reykjavík og Ungfrú Útsýn, en taldi mig heppinn að vera ávarp- aður af þessari fallegu konu,“ segir Sigurður Matthíasson, eigandi Svefns og heilsu, um sín fyrstu kynni við eiginkonuna, Elísabetu Traustadóttur. „Mér fannst hann eitthvað kunnuglegur svo ég sagði bara „hæ!“,“ útskýrir Elísabet sem leist vel á pilt og sendi honum í kjöl- farið jólakort, en hún var iðin við jólakortaskrif í þá daga. „Ég hugsaði með mér að ef hann væri almennilegur þá hefði hann samband og þakkaði fyrir jóla- kortið, en ég sendi honum kortið því mig langaði að hann hefði sam- band, sem og hann gerði,“ greinir Elísabet frá. „Ég var glaður að fá jólakortið, mjög glaður. Það varð til þess að kveikja í mér. Það þarf ekki nema eitt jólakort til,“ segir Siggi Matt og hlær. „Ég hringdi strax á milli jóla og nýárs og svo hittumst við um áramótin. Ég bjó á Dalvík og kom suður til að hitta Elísabetu en varð veðurtepptur vegna mikillar snjókomu og fékk að gista heima hjá henni. Eftir það var ekki aftur snúið,“ segir Siggi Matt. „Kannski átti þetta að gerast og varð upphaf að fallegu ævintýri sem stendur enn og heldur áfram,“ segir Elísabet. Þau gengu í heilagt hjónaband 1985. „Elísabet er ákveðin og fylgin sér. Hún tók fyrsta skrefið þegar við kynntumst og ég náði ekki að biðja hennar, því hún varð fyrri til,“ segir Siggi Matt og brosir sæll að minningunni. Lenti óvart í rúmbransanum Ástarsaga Elísabetar og Sigga fór á flug. Þau fluttu til Bandaríkjanna þar sem íþróttakennarinn Siggi hóf nám í íþróttafræðum og fram- tíðarfræðum og Elísabet í fjöl- miðlafræðum og grafískri hönnun við Alabama-háskóla. Þar bjuggu þau í sex ár og á þeim tíma var Sigurður á íþróttastyrk og keppti í spjótkasti á vegum skólans. „Þegar við ákváðum að flytja heim til Íslands voru amerískar dýnur mjög vinsælar á Íslandi og ég var beðinn um að kippa með mér nokkrum slíkum fyrir vini og kunningja. Ég fór að skoða hvaða dýnur kæmu helst til greina og sá í neytendablaðinu Consumer Report að Chiropractic-dýnurnar voru að fá bestu dómana. Ég hafði því samband við verksmiðjuna og bað um að fá að skoða dýnurnar, bæði fyrir sjálfan mig og aðra,“ greinir Siggi frá, en þarna hófst innflutningurinn með einum gámi af dýnum rétt fyrir jólin 1991. „Eftir að heim kom byrjaði ég á að þjálfa frjálsar íþróttir hjá FH og KR, en seldi með það sama gám af dýnum og var strax beðinn um að flytja inn meira. Því var ég óvænt lentur í rúmbransanum, nokkuð sem ég ætlaði mér aldrei út í,“ segir Siggi um upphaf þess að þau hjónin stofnuðu Svefn og heilsu. „Ég þakka velgengnina miklum áhuga okkar hjóna og einstöku starfs- fólki sem flest hefur verið hjá okkur í mjög langan tíma. Við höfum aldrei sætt okkur við neitt annað en að vera með bestu vörurnar, að okkar mati. Það er ekki að ástæðulausu að okkur hefur tekist svona vel til og að viðskiptavinir séu ánægðir eftir þrjátíu ár.“ Þau Elísabet og Siggi segja algengan mis- skilning að Svefn og heilsa sé dýr verslun. Þar fáist rúm í öllum verð- flokkum og við allra hæfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Þessi auglýsing hitti þjóðina í hjartastað á sínum tíma, þegar Elísabet og Siggi ákváðu að flatmaga í hjónarúminu með börnum sínum fjórum og labrador. Í Svefni og heilsu fæst allt sem til þarf í svefnherbergið en líka æðislegir hæg- indastólar eins og þessi belgíski frá Modulax sem selst upp jafnóðum. Hannar dýnur fyrir heiminn Eftir því sem árin liðu fór Siggi að hanna dýnur fyrir Svefn og heilsu og undanfarin fimmtán ár hefur hann einnig hannað dýnur fyrir erlend fyrirtæki. „Í dag hef ég mikla reynslu í því hvernig dýnur eiga að vera uppbyggðar, þannig að þær henti sem flestum. Þá veljum við aldrei dýnur fyrir fólk í Svefni og heilsu, því fólk verðu að máta og velja þær sjálft. Allar dýnur í Svefni og heilsu eiga sameiginlegt að vera hann- aðar eftir sjö svæða skiptingu, líka þær ódýrustu sem eru hörkugóðar dýnur. Svæðaskiptar dýnur eru með mýkra axlasvæði, stuðningi við neðra bak og millistífar á mjaðmasvæði svo að rassinn sígi aðeins niður og veiti góðan bak- stuðning,“ upplýsir Siggi. Hann segir algengan misskiling að Svefn og heilsa sé dýr fyrir budduna. „Það er af og frá. Við seljum dýnur á mjög hagstæðu verði. Sem dæmi erum við með hjónarúm með botni og fótum á um hundrað þúsund krónur og sjálfur gæti ég vel hugsað mér að sofa á slíkri dýnu,“ segir Siggi Matt sem býður upp á tólf gerðir heilsudýna með mismunandi stífleika og sumar með íslenskum nöfnum. „Já, því ekki að hafa íslensk nöfn á íslenskri hönnun? Mér finnst það tilvalið og viðskiptavinir kunna vel að meta það,“ segir Siggi Matt. Stærst í sölu rúma Svefn og heilsa er með yfirburða stöðu á íslenskum rúmmarkaði en samkvæmt mælingum Gallup hafa um 25 prósent þjóðarinnar keypt sér rúm í Svefni og heilsu síðast- liðin ár. „Já, það er ljúf staðreynd,“ segir Siggi. „Um fjórðungur þjóðarinnar sefur værum nætursvefni í rúmum frá okkur. Fólk gengur að gæðunum vísum í Svefni og heilsu en við hömrum alltaf á því í auglýsingum að fólk geri gæða- og verðsaman- burð áður en það kaupir sér nýtt rúm. Við veljum aðeins dýnur með viðurkenndri alþjóðlegri vottun um að þær séu ekki með heilsuspill- andi efnum. Þar förum við mest eftir alþjóðlegri Oeko-Tex-vottun, en þeir sem hafa áhuga á að kynna sér slíka vottun geta farið inn á oeko-tex.com,“ greinir Siggi frá. Niðurstöður rannsókna sýna æ oftar mikilvægi góðs svefns fyrir heilsufarið. „Svefn er ein af grunnþörfum mannsins og hefur mikil áhrif á heilsu okkar og líðan. Það er tvennt sem maðurinn er í og notar; rúm og skór. Því skiptir höfuðmáli að rúmið sé gott. Það er okkar heilagi staður og sem betur fer hafa flestir efni á að eignast slíkan stað, því rúm eru ekki dýr í samanburði við endingu og svo margt annað,“ segir Siggi Matt. Sjálf sofa þau hjónin á Body- print-dýnum eftir hönnun Sigga, hvort á sinni dýnunni í stillanlegu rúmi. „Nýlega tókum við inn hæginda- stóla frá belgíska framleiðand- anum Modulax, sem eru langbestu stólar sem við höfum verið með, fallegir, taka ekki mikið pláss og hleðslan dugar í heilan mánuð. Það er sú vara sem hefur komið mér mest á óvart að undanförnu, þeir eru alltaf uppseldir og við höfum ekki undan að panta,“ segir Siggi. Heimsmet Sigga stendur enn Svefn og heilsa hefur frá upphafi verið fjölskyldufyrirtæki og í dag starfa þar tveir synir Elísabetar og Sigga. Margir muna eftir heillandi auglýsingum Svefns og heilsu þar sem fjölskyldan flatmagaði saman í breiðu hjónarúmi. Mörgum fannst sem þeir þekktu hjónin vegna auglýsinganna sem hittu í mark og komu inn á hvert heimili. „Það var skemmtileg hugmynd og ég hef verið að hugsa um að endurtaka leikinn, en fer að vísu verða of gamall í auglýsingar,“ segir Siggi Matt og skellir upp úr. Sjálfur var Siggi afreksmaður í íþróttum á árum áður. „Ég var frægastur fyrir hástökk án atrennu, á enn Íslandsmet og annan besta árangur í heimi sem stendur enn, 1,85 m hástökki. Svo kastaði ég spjóti yfir 80 metra með Einari Vilhjálmssyni og Sigurði Einarssyni í Alabama,“ segir Siggi sem er duglegur að rækta líkama og sál, en bæði hjónin stunda heilsurækt og passa upp á heilsu- samlegt mataræði og góðan nætur- svefn. „Ég æfi í World Class með Bjössa, en þar sé ég um að þjálfa hann því ég er íþróttakennari og íþrótta- fræðingur en Bjössi vélstjóri á bát,“ segir Siggi og hlær dátt. Samrýmd fjölskylda Hjónin hafa alla tíð verið einhuga og samstíga, jafnt í einkalífinu sem og verslunarrekstrinum. „Þetta hefur verið skemmtilegur tími og mér þykir alltaf jafn gaman og gefandi að hitta fólk í búðinni og geta hjálpað því að finna rúm sem hentar best. Við verjum jú þriðjungi ævinnar í rúminu og heilsan er númer eitt. Því þarf að vanda valið,“ segir Elísabet innan um dýrindis rúm, sængur, sængur- fatnað og allt sem viðkemur svefni í Svefni og heilsu. Börnin í auglýsingunum eru uppkomin, tveir strákar og tvær stelpur á aldrinum 21 til 34 ára. „Við erum samrýmd fjölskylda. Áhugamálin eru golf, ferðalög, góður matur og samverustundir með fjölskyldunni og vinum. Og svo auðvitað búðin. Hún er einlægt áhugamál okkar beggja.“ n Svefn og heilsa er á Engjateig 19. Sími 581 2233. Sjá nánar á svefnogheilsa.is Hjónin sofa saman í stillanlegu rúmi með Bodyprint dýnum. G Ó ÐUR S V E F N2 kynningarblað A L LT 14. janúar 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.