Fréttablaðið - 14.01.2022, Side 16
Þrátt fyrir að mann-
kynið hafi reynt að
komast að því frá örófi
alda, veit enginn af
hverju okkur dreymir.
Sérfræðingar hafa ekki
komist að niðurstöðu um
af hverju okkur dreymir.
Það er þó vitað að öll
dreymir okkur eitthvað á
hverri nóttu, hvort sem við
munum það eða ekki.
sandragudrun@frettabladid.is
Draumar geta verið misjafnir,
þeir eru stundum ánægjulegir,
stundum skelfilegir, stundum
kynæsandi og mjög oft furðu-
legir. Þó ekki sé vitað með vissu
hvað draumar okkar tákna hafa
rannsóknir samt leitt í ljós ýmsar
áhugaverðar staðreyndir um þá. Á
heilsuvefnum Healthline.com hafa
verið teknar saman nokkrar sann-
reyndar staðreyndir um drauma.
Hér eru nokkrar þeirra.
1. Skýrir draumar
REM-svefn eða draumsvefn er
svefnástand sem við upplifum
með reglulegu millibili yfir
nóttina. Meðan á þessu ástandi
varir eru draumar okkar skýr-
astir og líklegast að við munum
þá.
2. Morgunninn er bestur
Á morgnana dreymir okkur
lengstu draumana.
3. Helgar eru eftirminnilegar
Um helgar er líklegra að við
getum sofið út og þá er líklegra
að við munum draumana okkar
því hver lota af draumsvefni er
alltaf lengri en sú síðasta.
4. Lömunarástand
Á meðan á draumsvefni
stendur lamast flestir vöðvar
líkamans til að hindra að við
reynum að bregðast við draum-
unum með hreyfingu.
5. Mynddraumar
Okkur dreymir aðallega í
myndum. Flestir draumar eru
sjónrænir með lítið af hljóðum
eða hreyfingum.
6. Endurteknir draumar
Flest könnumst við við að
dreyma sömu drauma aftur
og aftur. Endurteknir draumar
hjá börnum tengjast oftast
ákveðnu þema. Þemun eru:
n Átök við skrímsli eða dýr
n Líkamsárásir
n Að detta
n Að vera elt
7. Skrýtið er eðlilegt
Draumar okkar eru oft skrýtnir.
Það er vegna þess að sá hluti
heilans sem ber ábyrgð á að
hlutir séu skiljanlegir er óvirkur
þegar okkur dreymir.
8. Þekkt andlit
Það er líklegast að okkur
dreymi aðeins andlit sem við
höfum þegar séð, í eigin per-
sónu eða í sjónvarpi/kvikmynd.
9. Minna stress, betri draumar
Það er líklegra að okkur dreymi
ánægjulega drauma ef við
upplifum litla streitu og erum
ánægð í lífinu.
10. Blautir draumar sjaldgæfir
Samkvæmt rannsóknum
eru ekki nema um 4 prósent
drauma okkar um kynlíf.
11. Stelling skiptir máli
Það er líklegra að dreyma um
kynlíf ef sofið er á maganum.
12. Konur dreymir frægt fólk
Það er tvöfalt líklegra að kon-
ur dreymi kynlífsdrauma um
frægt fólk, samanborið við
karlmenn.
13. Börn fá oftar martraðir
Martraðir hjá börnum byrja
oftast á aldrinum 3-6 ára og
þeim fækkar við 10 ára aldur.
14. Martraðir á svipuðum tíma
nætur
Það er langalgengast að fá
martraðir á síðasta þriðjungi
næturinnar.
15. Svefnrofalömun varir stutt
Svefnrofalömum er raunveru-
legt ástand sem um 8 pró-
sent fólks upplifa samkvæmt
rannsóknum. Þá er fólk eins
og á milli svefns og vöku, en
með meðvitund en getur ekki
hreyft sig líkt og í draum-
svefni. Þetta er óhugnanlegt
ástand fyrir þau sem upplifa
það en varir sem betur fer
mjög stutt.
16. Erfiðir jóladraumar
Það er líklegra að dreyma sorg-
lega drauma um látna ástvini í
kringum hátíðir.
17. Máltíð eykur líkur á martröð
Að borða rétt fyrir svefninn
eykur líkur á því að fá martröð.
Það er af því þá fer meltingin
í gang og sendir skilaboð til
heilans um að vera virkari.
18. Við sjáum öll í draumi
Blint fólk sér myndir í svefni.
19. Draumar gleymast
Fólk gleymir 95-98 prósentum
drauma sinna.
20. Margir draumar
Fólk eldra en 10 ára dreymir
4-6 drauma á nóttu.
21. Neikvæðir draumar algengir
Það er algengara að dreyma
neikvæða drauma en jákvæða.
22. Blótað upp úr svefni
Það er mjög algengt að blóta
upp úr svefni samkvæmt rann-
sókn frá árinu 2017.
23. Enginn veit hvað
draumar tákna
Þrátt fyrir að mannkynið hafi
reynt að komast að niður-
stöðu um hvað draumar tákna
frá örófi alda hafa rannsak-
endur enn ekki komist að því
af hverju okkur dreymir eða
hvort draumar þjóni ein-
hverjum tilgangi. n
Nokkrar staðreyndir um drauma
Það er fullkomlega eðlilegt að draumar okkar séu stórfurðulegir.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Sleepy dýnurnar hafa farið
sigurför um Evrópu enda
byggja þær á hátækni sem
tryggir þér og þínum góðan
og gleðilegan nætursvefn.
Sleepy dýnurnar koma til neyt-
enda í handhægum umbúðum líkt
og vinsælt er orðið á dýnumark-
aðnum í dag. „Það sem sker Sleepy
dýnurnar úr hjörð keppinauta
er sú staðreynd að Sleepy er einn
elsti dýnuframleiðandi í Evrópu.
Þetta er 40 ára gamalt heilsudýnu-
fyrirtæki sem byggir á allri þeirri
þekkingu og reynslu sem hefur
safnast á þessum árum. Á meðan
hafa keppinautarnir verið að
framleiða dýnur frá 2015, en það
var einmitt þá sem framleiðendur
fóru af stað með þróun á dýnum
sem koma í kassa, eða „mattress in
a box“. Munurinn í gæðum er því
ótvíræður og augljós,“ segir Pétur
Pétursson, umboðsaðili fyrir
Sleepy® á Íslandi.
Krúnudjásnið loksins á Íslandi
„Við erum með umboðið fyrir
Sleepy á Íslandi og hófum að selja
krúnudjásnið þeirra, Sleepy®
Original dýnuna, í janúar í fyrra.
Það eru fimm ár síðan Sleepy hóf
framleiðslu á þessum dýnum og í
dag er þetta langvinsælasta varan
þeirra í Evrópu. Dýnan hefur
sigrað í neytendakönnunum sem
besta dýna ársins í Evrópu. Neyt-
endakannanir skoða þá nokkur
atriði eins og öndunareiginleika,
gæði í framleiðsluferli, hráefni og
verð, til þess að ákvarða einkunn
hverrar dýnu fyrir sig.
Sleepy dýnurnar skora afar hátt
í öllum þessum flokkum. Dýnan
andar einstaklega vel og byggir
á hátækni sem tryggir öndunar-
eiginleika hennar.
Dýnurnar koma frá Belgíu og
eru framleiddar í Vestur-Evrópu
þar sem strangt eftirlit er með
vinnuaðstæðum og gæðum
hráefna. Kolefnissporið er því
einnig lágt í samanburði við það
ef dýnurnar væru sem dæmi fram-
leiddar utan Evrópu.
Neytendur hafa líka verið
himinlifandi yfir verðinu enda eru
Sleepy dýnurnar á frábæru verði á
sama tíma og þær búa yfir miklum
gæðum. Þar að auki er hver dýna
tvískipt hvað varðar stífleika, sem
gefur notanda möguleika á að velja
hvort hann vilji stífa eða miðlungs-
stífa dýnu. Þessi einstaki eiginleiki
breikkar til muna markaðshóp
vörunnar sem sýnir sig aftur í enn
betra verði.
Sleepy hefur tekið neytenda-
könnunum fagnandi og unnið
markvisst að því að betrumbæta
tæknina í takt við það sem neyt-
endur vilja. Þá hefur fyrirtækið
aflað sér upplýsinga frá þúsundum
einstaklinga til þess að fram-
leiða bestu dýnuna fyrir stærsta
markaðshópinn. Það er því ekki
að undra að fjöldi íþróttafólks og
fólks sem er áberandi í samfélag-
inu hefur hrósað Sleepy dýn-
unum í hástert. Sleepy® Original
dýnurnar eru til í öllum helstu
stærðum á lager hjá okkur á Íslandi
og það er enginn vandi að græja
séróskir.“
Góðar viðtökur
Pétur seldi fyrstu Sleepy®
Original dýnuna í janúar 2021
og eftir nokkrar seldar dýnur fór
boltinn að rúlla. „Við erum ung
á markaðnum og búum ekki yfir
jafnmiklu auglýsingafjármagni
og margir keppinauta okkar. Við
höfum því fyrst og fremst treyst
á að gæði vörunnar berist orð af
orði. Það hefur í raun verið lyginni
líkast hversu vel okkur hefur verið
tekið af íslensku neytendum enda
hefur salan gengið gríðarlega vel
síðan við hófum sölu og erum við
virkilega þakklát fyrir þessar hlýju
móttökur.
Sleepy vörurnar hafa verið
vinsælar á landsbyggðinni enda
kunna landsbyggðarbúar vel
að meta að við sendum Sleepy
dýnuna heim að dyrum fólki að
kostnaðarlausu, hvar sem er á
landinu.“
Langur prófunartími
Hægt er að koma við í sýningar-
rýminu í verslun Vest að Ármúla 17
og prófa Sleepy® Original dýnuna.
„Við gerum okkur grein fyrir að
það getur verið ósanngjarnt að
ætlast til að fólk taki svo stóra
fjárhagslega ákvörðun á stuttum
tíma og því bjóðum við upp á 120
nátta prófun án skuldbindingar
fyrir alla kaupendur. Það þýðir að
ef þú kaupir dýnu frá okkur, hefur
þú tæpa fjóra mánuði til að prófa
dýnuna og sofa á henni, áður en
þú ákveður að halda henni eða
skila gegn fullri endurgreiðslu.
Ef þú ákveður að skila dýnunni
spyrjum við eingöngu hvað hefði
mátt vera betra. Við höfum gríðar-
lega trú á þessari vöru enda hefur
það sýnt sig að afar fáir hafa skilað
dýnunni.“
Hitastillandi koddar
fyrir alla aldurshópa
„Við seljum einnig Original kodda
og svo Hybrid frá Sleepy. Original
koddarnir hafa verið vinsælir hjá
okkur enda anda þeir vel. Kodd-
inn inniheldur bakteríudrepandi
og rakastjórnandi bambuskol og
áklæðið sem umlykur koddann
inniheldur ICE trefjar sem veita
sérstaka kælitilfinningu.
Sleepy® Hybrid koddarnir
byggja hins vegar á einstöku
hátækniefni frá NASA sem kallast
Outlast. Efnið er hitastillandi sem
þýðir að líkamshiti notanda fer
aldrei yfir 37°C. Koddinn skiptist í
innri og ytri kodda. Sá innri inni-
heldur sérstakar svamprúllur sem
hægt er að fjarlægja eftir þörfum.
Þannig stillir þú þykktina á kodd-
anum. Ytra lagið byggir svo á Out-
last hitastillingartækninni.“ n
Sleepy® fæst í verslun Vest að
Ármúla 17. Nánari upplýsingar má
nálgast á vest.is.
Mæla öll með Sleepy Original heilsudýnunum
Þau treysta öll Sleepy® fyrir mikilvægum svefni sínum. MYND/AÐSEND
Pétur Pétursson er umboðsaðili
fyrir Sleepy® á Íslandi og segir við-
tökurnar hafa verið ótrúlega góðar.
MYND/AÐSEND
G Ó ÐUR S V E F N4 kynningarblað A L LT 14. janúar 2022 FÖSTUDAGUR