Fréttablaðið - 14.01.2022, Side 19

Fréttablaðið - 14.01.2022, Side 19
Þeir sem nota kæfisvefnsvél segja ómögulegt að sleppa úr nóttu, því annars sé næsti dagur ónýtur. Það er því mikill kostur að ferðakæfi­ svefnsvélar séu bæði öflugar og handhægar og AirMini vélina frá Stoð er auðvelt að taka hvert sem er. Ása Jóhannesdóttir, framkvæmda- stjóri Stoðar, er hjúkrunarfræðing- ur með sérþekkingu á svefni og Sara Lind Sveinsdóttir er með BS-gráðu í heilbrigðisverkfræði og þjónustar fólk sem vill kaupa sér kæfisvefns- vélina hjá Stoð. Þær geta því frætt fólk um allt sem við kemur kæfi- svefni og meðferðinni við honum. Kannast þú við eftirfarandi? Ertu þreytt(ur) á daginn og finn- urðu fyrir einbeitingaleysi, minnis- leysi eða óþolinmæði? Vaknar þú með höfuðverk, munnþurrk eða særindi í hálsi? Ertu jafnvel syfjuð/ syfjaður við akstur? Hefur þér verið sagt að þú hrjótir eða sért óróleg(ur) í svefni? Hefurðu bætt á þig auka- kílóum? Ferðu á klósettið á nótt- unni? Svitnar þú á nóttunni? Ef þú svarar þessum spurningum játandi gæti verið að þú sért með kæfisvefn. Hvað er kæfisvefn? Kæfisvefn er sjúkdómsástand sem einkennist af endurteknum öndunartruflunum í svefni og oft fylgja hrotur með. Öndunarvegur- inn lokast eða þrengist endurtekið í svefni í 10 sekúndur eða lengur og súrefnismettunin í blóðinu fellur svo í kjölfarið. „Við þetta rofnar svefninn, því einstaklingurinn verður í raun að vakna eitt augnablik til að ná and- anum og ná súrefnismettuninni upp aftur. Þetta ástand endurtekur sig svo aftur og aftur yfir nóttina,“ útskýrir Ása. Svefnleysið veldur skertum lífs- gæðum og súrefnismettunarfallið getur valdið alvarlegum fylgikvill- um kæfisvefns eins og hjarta- og æðasjúkdómum og háþrýstingi. Aðrir þekktir fylgikvillar eru ofþyngd, sykursýki týpa II og vél- indabakflæði. Hvaða áhrif hefur kæfisvefn á lífsgæði? Lífsgæði einstaklinga með kæfisvefn eru verri vegna þess að svefninn er svo truflaður. Ein- staklingurinn fær ekki jafnmikinn djúpsvefn og ekki jafnmikla hvíld og heilbrigður einstaklingur. „Kæfisvefnssjúklingar eru því þreyttir, finna fyrir minni orku, dotta á fundum og fyrirlestrum og geta jafnvel dottað undir stýri,“ segir Ása. „Þessir einstaklingar eru um leið oft með skerta athygli og einbeitingu og finna fyrir minnis- leysi.“ Hefur kæfisvefn áhrif á matarlyst? Sá sem lifir við skert svefngæði er oft með aukna matarlyst því svefn- leysið veldur brenglun á hormón- um sem stjórna svengd. Þetta sýna rannsóknir, auk þess sem maður getur einfaldlega spurt sig hvað þreyttur einstaklingur gerir. „Fólk drekkur kaffi og nær sér í orku úr mat, oft kolvetnaríkum mat,“ segir Ása. „Þannig skapast vítahringur orkuleysis, hreyfingar- leysis og aukinnar matarlystar. Einstaklingar sem fara á kæfi- svefnsmeðferð finna fljótt hvernig svefngæðin lagast með aukinni orku á daginn og þá fara auka- kílóin líka að hverfa.“ Kæfisvefn er líka áhættuþáttur fyrir sykursýki týpu II því svefn- leysi getur valdið skerðingu á sykurþoli. Þetta er flókið samspil kæfisvefns og sykursýki en offita er stóri áhættuþáttur beggja kvilla. Hvernig er kæfisvefn meðhöndlaður? Stór hluti þeirra sem greinast með kæfisvefn er fólk sem er á besta aldri og í fullri vinnu, ferðast og stundar áhugamál sín af kappi. Hjá Stoð er nú hægt að kaupa litla og meðfærilega kæfisvefnsvél sem hentar vel fyrir þá sem eru á ferðinni og veitir sömu meðferð og vélin frá spítalanum. „Fyrst þarf að fá greiningu og við ráðleggjum fólki að byrja á að tala við sinn heimilislækni og fá beiðni í svefnrannsókn. Í kjölfarið fer það í rannsókn og sefur með lítið svefngreiningartæki,“ útskýrir Sara Lind. „Ef einstaklingur greinist fær hann svo kæfisvefnsvél til afnota í gegnum Landspítala og Sjúkratryggingar Íslands. En við hjá Stoð bjóðum líka upp á þetta litla og meðfærilega tæki sem stenst fyllilega samanburð við stærri kæfisvefnsvélar og það auðveldar lífið á ferðalögum. Í stað þess að burðast með stóru vélina erum við með litla ferðavél sem er auðvelt að taka með í bústaðinn, veiðina, golfferðirnar, fríið og vinnuferðir bæði innan lands og utan,“ segir Sara Lind. AirMini ferðakæfisvefnsvélin er mögnuð „Ferðavélin frá ResMed heitir AirMini og það magnaða við hana er að þó að hún sé lítil er hún öflug, frá sama framleiðanda og veitir sambærilega meðferð og kæfi- svefns vélin sem fólk notar heima,“ segir Sara Lind. „Vélin er líka mjög einföld í notkun. Hún tengist snjallsíma og þar er hægt að fylgjast með framvindu meðferðar.“ Sara Lind segir það tímabært að vera loksins komin með lausn fyrir þá sem þjást af kæfisvefni og vilja litla og handhæga svefnöndunarvél til að ferðast með og segir að þeir sem ferðast mikið vegna vinnu sinnar eða sér til skemmtunar hafi verið að fjárfesta í vélinni. „Ég hef lært að þeir sem eru með kæfisvefn og nota kæfisvefnsvél taka ekki í mál að sofa eina nótt án vélarinnar. Þeir finna strax mun á sér og eru ómögulegir og úrvinda ef þeir sleppa henni,“ segir hún. „Því felst mikið frelsi í því að þurfa ekki að taka með stærri vélina og rakatækið sem er á náttborðinu, heldur geta einfaldlega kippt litlu ferðavélinni með í ferðatöskuna.“ Þjónustan hjá Stoð Sara Lind þjónustar einstaklinga sem hafa áhuga á kaupa ferða- vélina hjá Stoð og það er hægt að bóka þjónustutíma í ráðgjöf fyrir kæfisvefnsvélar á heimasíðu Stoðar, stod.is. „Fólk þarf bara að muna að koma með vélina sína og grímu í tímann,“ segir hún. Vélinni fylgir líka snjallforritið AirMini by ResMed sem er hægt að sækja í App Store og Play Store áður en komið er í tímann. „Ferðavélin tengist svo snjall- forritinu sem er einfalt í notkun og sérhannað til að fylgjast með framvindu meðferðar, veita yfirsýn og breyta stillingum. Þar er einnig hægt að nálgast upp- lýsingar mánuð aftur í tímann,“ útskýrir Sara Lind, en hún kennir á vélina þegar komið er í þjónustu- tíma og hann er innifalinn í verði vélarinnar. ■ Tveggja ára ábyrgð er á AirMini ferðakæfisvefnsvélinni. Ekki er hægt að skila vélinni né aukahlut­ um eftir að umbúðir hafa verið opnaðar. Allar nánari upplýsingar á stod.is. Ómissandi allar nætur Sara Lind Sveinsdóttir og Ása Jóhannes­ dóttir segja að AirMini ferða­ kæfisvefnsvélin sé frábær lausn fyrir þá sem þjást af kæfi­ svefni og vilja litla og hand­ hæga svefn­ öndunarvél til að ferðast með. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI AirMini ferðakæfisvefnsvélin er ótrúlega nett og meðfærileg. Nett og þægileg græja Rúnar Halldór Hermannsson hefur notað AirMini ferðavél­ ina síðan í september á síðasta ári og er mjög ánægður með hversu handhæg vélin er. „Ég var greindur með kæfisvefn fyrir meira en fimm árum síðan og hafði áhuga á að fá vél sem væri þægileg á ferðalögum, en vélin sem ég er með frá Landspítalanum er mikið stærri en þessi nýja og ég fór aldrei neitt með hana,“ segir hann. „Sú gamla tók allt plássið á náttborðinu en þetta er mikið nettari græja sem er auðveldara að ferðast með. Ég er búinn að fara með hana með mér í styttri ferðir innanlands sem og í utanlandsferðir til Þýskalands og Tenerife, þar sem ég er núna. Það er mjög þægilegt að grípa hana með og hún er líka mun einfaldari í notkun en sú gamla. Snjallforritið sem fylgir vélinni leyfir mér líka að fylgjast með gæðum svefnsins míns, sem er mjög gott,“ segir Rúnar. „Þessi vél hefur staðist allar mínar væntingar og ég myndi mæla með henni. Það er frábært hvað hún er lítil, nett og meðfærileg og það er mjög einfalt að nota hana,“ segir Rúnar að lokum. Rúnar Halldór Hermannsson er mjög ánægður með AirMini ferðakæfi­ svefnsvélina frá Stoð. MYND/AÐSEND Skannaðu kóðann og fáðu nánari upplýsingar BETRI HVÍLD Í FRÍINU MEÐ AIRMINI FERÐAKÆFISVEFNSVÉLINNI Trönuhrauni 8 - 565 2885 | stod.is ALLT kynningarblað 7FÖSTUDAGUR 14. janúar 2022 G Ó ÐUR S V E F N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.