Fréttablaðið - 14.01.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.01.2022, Blaðsíða 20
reynsla af þeim,“ segir Smári. Rúmfatalagerinn er með mikið úrval af vinsælum rúmum fyrir fermingarbörn. „Sleepwell hafa verið afar vinsæl ásamt glæsi- legri Luxury-dýnu sem hefur slegið í gegn hjá okkur síðustu ár. Luxury dýnan er byggð upp með 5 þægindasvæðum í gormum sem gefur mjög góðan stuðning við bak og mjaðmir, það er mýkra svæði við axlir sem léttir á þrýsting þar. Latex yfirdýna veitir frábæra mýkt í rúmið,“ segir Smári og bendir á að alltaf skuli nota dýnuhlíf. „Það kemur í veg fyrir skemmdir á dýnu og lengir líftíma hennar.“ Þegar fólk fær sér nýtt rúm leitar það oft að rúmgafli og náttborðum í stíl. Smári segir að Rúmfata lager- inn bjóði mikið úrval af slíkri vöru, auk þess hirslur til að geyma lök, sængurfatnað og rúmteppi. „Við erum mjög sterkir í rúmfötum með gríðarlegt úrval í öllum stærðum og frábær verð. Ég get vel mælt með norsku sængurverunum frá Höie sem standa alltaf fyrir sínu,“ segir hann. n Hægt er að skoða vöruúrvalið á heimasíðunni rumfatalagerinn.is sem jafnframt er vefverslun. Sumar dýnur eru sérstaklega hann- aðar fyrir fólk af ákveð- inni þyngd. Vertu því viss um að þú sért að skoða dýnur sem henta þinni líkamsþyngd. Rúmfatalagerinn er með mjög breitt vöruúrval af frábærum rúmum og hægt að velja um ýmsar gerðir af dýnum. Í sýningarsal er hægt að skoða rúmin og fá faglega ráðgjöf sérþjálfaðra starfsmanna. Smári Jón Hauksson, vörustjóri hjá Rúmfatalagernum, segir að amer- ískar dýnur séu langvinsælastar. „Það er ekkert skrítið þar sem þær eru á frábærum verðum og hafa staðist allar væntingar og kröfur sem viðskiptavinir okkar gera. Við erum með mjög breitt vöruúrval í rúmum og bjóðum upp á gorma- dýnur, latexdýnur, memorydýnur, svampdýnur og margt fleira. Stórir sýningarsalir eru á Smáratorgi og Bíldshöfða en þar getum við sýnt nánast allar gerðir okkar í rúmum og dýnum. Vörumerkin eru þekkt og get ég nefnt Dunlo- pillo, Temprakon og Höie sem fást í mörgum stærðum,“ segir Smári og bendir á að starfsfólkið sé sér- þjálfað og hafi sótt námskeið um allt sem varðar rúm og svefn. „Við erum tilbúin til að taka á móti viðskiptavinum og leiðbeina þeim við val á réttu rúmi. Margir eru óvissir og ég bendi þeim á að leita til söluráðgjafa okkar. Þeir spyrja ákveðinna spurninga til að greina hvað getur hentað fyrir við- komandi en svo eru líka viðskipta- vinir sem eru búnir að gera heima- vinnu sjálfir og vita einfaldlega hvað þeir vilja þegar þeir koma í verslunina. En aðalatriðið er að koma og máta rúmin í sýningar- sölum okkar,“ útskýrir hann. Sumir vilja rafmagnsrúm og Smári bendir á að þau hafi ákveðna sérstöðu þar sem þau bjóði upp á aukin þægindi. „Það er auðveldara að komast fram úr rúminu þar sem hægt er að lyfa upp baki sem er líka þægilegt fyrir þá sem lesa í rúminu. Einnig geta hrotur minnkað ef bak- hlutanum er lyft upp smávegis sem er sömuleiðis gott fyrir þá sem eru með bakflæði. Þá er mjög gott að geta lyft undir fæturna til að létta á blóðþrýstingi í þreyttum fótum. Einnig erum við með dönsku Temprakon-rúmin sem eru með þá sérstöðu að minnka hitasveiflur yfir nóttina ásamt að fjarlægja allan raka. Rúmin eru 200 cm að lengd en hægt er að sérpanta lengri rúm fyrir þá sem vilja 210 cm. Rúmin eru framleidd í Evrópu og Asíu. Luxury, Prestige og Unique koma meðal annars frá Asíu en við höfum verið með þær dýnur í sölu frá 2015 svo það er komin mjög góð Rúm fyrir þá sem gera kröfur Smári Jón Hauksson, vöru- stjóri hjá Rúm- fatalagernum, segir að rúmin standist allar þær kröfur sem fólk gerir. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Stór sýningar- salur er á Smára- torgi þar sem auðvelt er að ganga um og skoða úrvalið. Flest eyðum við um sjö til átta klukkustundum í rúm- inu á hverjum sólarhring. Og ef svo er raunin, þá er allsendis ljóst að rúmdýnan mun slitna á ákveðnum tímapunkti. jme@frettabladid.is Raunhæft er að skipta dýnunni út á tíu ára fresti eða svo. Taktu þó sér- staklega eftir vísbendingum sem líkaminn gefur frá sér. Ef þú finnur fyrir verkjum þegar þú vaknar getur það bent til þess að þú þurfir að skipta dýnunni út fyrr. Og ef þú hefur sofið einhvers staðar annars staðar en heima hjá þér, eins og heima hjá vini eða á hóteli, og þér finnst þú sofa betur en í eigin rúmi, þá uppgötvarðu kannski að þín eigin rúmdýna uppfylli ekki þarfir þínar. Til athugunar við val á dýnu Þegar kemur að því að velja nýja dýnu eru engin rétt eða röng svör. Þetta er allt mjög persónulegt og það er úr nægu að velja. Byrjaðu á því að þrengja niður leitina og miða við líkamsgerð þína. Sumar dýnur eru sérstaklega hannaðar fyrir fólk af ákveðinni þyngd. Vertu því viss um að þú sért að skoða dýnur sem henta þinni líkamsþyngd. Taktu þinn tíma. Liggðu á dýn- unni í lengri tíma en örfáar sek- úndur. Íhugaðu að fara í verslunina á tíma sem þú veist að það eru fáir í búðinni. Þá eru minni líkur á því að sjálfsmeðvitundin sé fyrir þér. Ef þú deilir rúmi með maka og þið getið ekki sammælst um stíf- leika, eða ef makinn eða þú þjáist af bakflæði og þarf að sofa með smá halla, þá er ekki vitlaust að skoða dýnur sem hægt er að stilla hvora hliðina fyrir sig. Ekki hika við að spyrja um tryggingar og skilafrest. Það eru líkur á því að þú finnir dýnu sem virkar fullkomin í búðinni, en þegar heim er komið uppfyllir hún ekki þarfir þínar. Það er engin leið að vita hvort rúmdýna henti þér með því að prófa hana í búðinni, því þú munt aldrei eyða jafnmikl- um tíma á henni þar eins og heima hjá þér. Sumar verslanir bjóða upp á prufutíma í mánuð og ef þér líkar varan ekki þá geturðu skipt henni út gegn smá gjaldi. Þægindi eru ómetanleg og dýr- ustu dýnurnar eru ekki alltaf þær bestu fyrir þig. Viljir þú ekki missa svefn yfir verði rúmdýnunnar er nauðsynlegt að taka til greina hverju þú hefur efni á. Rúmdýnur fást á breiðu verðbili og þær verða alltaf fjárfesting. Ákveddu því hversu miklum peningum þú ert tilbúin/n að verja í dýnuna. n Góð dýna er gulli betri Það er nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma við val á rúmdýnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Betri svefn með Lín Design Betri svefn með Lín Design Betri svefn með Lín Design www.lindesign.is Kíktu á bls. 4 í Allt blaðinu! sleepy.is - s: 620 7200 - Ármúli 17 8 kynningarblað A L LT 14. janúar 2022 FÖSTUDAGURG Ó ÐUR S V E F N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.