Morgunblaðið - 06.12.2021, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 6. D E S E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 286. tölublað . 109. árgangur .
18
dagar til jóla
Jólaleikir eru á
jolamjolk.is
SEGIR SKILIÐ
VIÐ STJÓRN-
MÁLIN
EVRÓPUMEISTARAR Í
FYRSTA SINN Í NÍU ÁR
BÚA SIG UNDIR
STÓRA LOÐNU-
VERTÍÐ
EM Í HÓPFIMLEIKUM 27 EIMSKIP Í SÓKN 11ANGELA MERKEL 14
_ Íbúasamtök Bústaða- og Foss-
vogshverfis hafa boðað til íbúa-
fundar næsta miðvikudag í Réttar-
holtsskóla. Tilefni fundarins er
fyrirhuguð þrenging Bústaðaveg-
ar og eru íbúar hverfisins ekki all-
ir sammála um framkvæmdirnar.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
og Eyþór Arnalds, oddviti sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn, hafa
boðað komu sína á fundinn. Gísli
Kr. Björnsson, formaður íbúa-
samtakanna, segir íbúa hverfisins
skiptast í tvennt hvað varðar af-
stöðu til framkvæmdanna. Þeir
sem mótfallnir eru þrengingu veg-
arins benda á aukið umferðarálag
í hverfinu og upplifa að borgar-
yfirvöld hlusti ekki á raddir íbú-
anna. Aðrir íbúar telja þéttingu
byggðar spennandi kost fyrir
hverfið. »4
Íbúar skiptast í
tvær fylkingar
Vetur í Reykjavík Ljóst er að veturinn er genginn í garð og í
raun gott betur. Óveðrið sem gekk yfir landið í gær olli tjóni
víða. Gul veðurviðvörun var í gildi fyrir stóran hluta landsins.
Björgunarsveitir fóru í rúmlega fimmtíu útköll í gær. Þak-
plötur og vinnupallar voru þá helst til vandræða á höfuðborg-
arsvæðinu auk þess sem síðustu útistandandi trampólín ársins
urðu sum hver vindinum að bráð. Vandræðin voru þó ekki
einungis á höfuðborgarsvæðinu, en loka þurfti veginum um
Öxnadalsheiði og Dynjandisheiði og ófært var víða um land.
Veðrið hafði einnig áhrif á flugsamgöngur en aflýsa þurfti
mörgum ferðum. Flugvél Play lenti þá á Akureyri í stað
Keflavíkur á leið sinni frá Berlín vegna veðurs.
Morgunblaðið/Óttar
Veðrið til
vandræða
víða um land
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri
meðferðarsviðs Landspítalans, segir
mörg lyf í þróun gegn alvarlegum ein-
kennum Covid-19. Spítalinn hefur
undanfarna mánuði notast við lyfið
Ronapreve og eru 72 skammtar af lyf-
inu Sotrovimab væntanlegir. Bæði
lyfin eru einstofna mótefni og þarf að
gefa þau í æð. Unnið er að því að fá
Molnupiravir á spítalann til meðferð-
ar en lyfið er af öðrum toga en hin tvö.
Um er að ræða veirulyf sem hemur
fjölgun kórónuveirunnar í frumum
líkamans, en einstofna mótefnalyfin
hindra aftur á móti að veiran komist
inn í frumurnar.
„Bæði einstofna mótefnin og Mol-
nupiravir hafa reynst hafa ávinning
þegar meðferð er hafin snemma eftir
smit hjá einstaklingum sem eru í auk-
inni áhættu að veikjast alvarlega,
annaðhvort þá einstaklingar sem eru
með áhættuþætti og ekki bólusettir
eða bólusettir einstaklingar sem eru í
aukinni áhættu, til dæmis fólk sem er
með alvarlega undirliggjandi sjúk-
dóma eða tekur ónæmisbælandi lyf,“
segir Runólfur. „Við höfum notað
þetta lyf, Ronapreve, hjá tugum
slíkra einstaklinga.“
Runólfur segir fleiri veirulyf en
Molnupiravir í pípunum. Eitt af þeim
lyfjum er lyf frá Pfizer, sem einnig er í
töfluformi. „Það verkar á veiruna og
hemur hana. En það sem er næst því
að komast í notkun er Molnupiravir,“
segir Runólfur í samtali við Morgun-
blaðið. „Við höfum verið að nota þetta
lyf, Ronapreve, hjá tugum slíkra ein-
staklinga og hefur það reynst vel.“
Bætist í vopnabúr Land-
spítalans gegn veirunni
- Unnið að því að fá veirulyf til meðferðar á göngudeild LHS
MHamlar fjölgun veirunnar »2