Morgunblaðið - 06.12.2021, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2021
ingja okkar, heiðursmannsins
Þórmundar Sigurbjarnasonar,
sem kvaddi lífið hér á jörð 25. nóv-
ember sl.
Þórmundur var einstakur mað-
ur á margan hátt. Hann var
fremstur meðal jafningja sem af-
burða rafeindavirki í útvarps-
tækni, flugfjarskiptatækni og öllu
sem viðkom flugvélum stórum
sem smáum. Ljósmyndari góður
og einhver besti fjallaferðafélagi
sem hægt er að hugsa sér, og þar
tölum við af reynslu.
Þórmundur ásamt félaga sín-
um Sigursteini Hersveinssyni rak
með miklum myndarskap radíó-
verkstæðið Hljóm hf. við Skip-
holt, en þar kom fyrst upp hug-
myndin um ferðirnar góðu og var
sú fyrsta farin sem dagsferð í
Eldgjá. Í Hljómi vorum við marg-
ir í þjálfun í útvarpsvirkjun fram
að sveinsprófi og margir unnu þar
í mörg ár. Þórmundur var meist-
ari margra nema í útvarpsvirkjun
og síðar rafeindavirkjun á sínum
starfsferli.
Í meira en 50 ár án undantekn-
inga ferðuðumst við saman fyrstu
helgina í október. Farið til fjalla
frá laugardegi til sunnudags,
stundum var farið á föstudegi, á
vel útbúnum bílum til fjallaferða,
gistum langoftast í fjallaskálum,
sem voru í ýmsu ástandi, en
margir alveg ágætir. Mörg árin
gengum við á fjöll sem næst voru
þeim stöðum sem dvalið var á, en
síðustu árin dró eðlilega úr slík-
um göngum, en í stað þess var ek-
ið um fjallasali og skoðuð mögnuð
náttúrufegurð. Þá var gott að
hafa „foringjann“ Þórmund, sem
þekkti landið sitt vel og gat frætt
okkur hina um alla staðhætti.
Fullyrða má að margir félaga í
þessum hópi hefðu aldrei kynnst
hálendi Íslands ef þeir hefðu ekki
farið þessar ferðir. Laugardags-
kvöldin í litlum og oft köldum
gistiskálunum voru stórskemmti-
leg. Snæddur var skrínukostur
sem hver og einn hafði með sér,
sagðar magnaðar sögur og spjall-
að saman fram eftir kvöldi. Vakn-
að snemma á sunnudegi og eftir
morgunsnæðing haldið í skoðun-
arferðir um svæðið. Oftast miðað
við að komið væri til byggða um
kvöldmatarleytið á sunnudegi.
Þórmundur var formaður FÍÚ
(Félag íslenskra útvarpsvirkja)
og var honum veitt heiðursmerki
félagsins fyrir störf sín 1998.
Hann var formaður Meistara-
félags rafeindavirkja í mörg ár og
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir félagið. Hann var í sveins-
prófsnefnd og gegndi þar einnig
formennsku. Það má segja að
hann hafi fylgst með þróun raf-
eindatækninnar í yfir 65 ár.
Við kveðjum Þórmund með
miklu þakklæti fyrir störf hans í
þágu rafeindavirkjunar þar sem
hann miðlaði yngri mönnum af
reynslu sinni og þekkingu.
Við sendum eftirlifandi eigin-
konu hans, Þóru Kristínu Filipp-
usdóttur, og fjölskyldu innilegar
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd RÁF-félaga (raf-
eindavirkja á ferð),
Birgir og Sveinn.
Látinn er góður vinur úr svif-
fluginu, Þórmundur Sigurbjarna-
son rafeindavirkjameistari, rétt
að verða 90 ára. Við höfum þekkst
undanfarin 60 ár frá því að ég
byrjaði að stunda svifflug hjá
Svifflugfélagi Íslands á Sand-
skeiði vorið 1961. Hann hafði
reyndar byrjað töluvert fyrr, og
var kvæntur Þóru Filippusdóttur,
systur þeirra bræðra Helga, Pét-
urs og Þórhalls, sem voru þekktir
frumkvöðlar í íslensku svifflugi.
Þórmundur var árum saman afar
virkur og harðduglegur formaður
Svifflugfélags Íslands og beitti
sér þá fyrir mörgum nýjungum
og framförum í starfsemi félags-
ins. Á árunum 1967-1982 keppti
hann á átta Íslandsmótum í svif-
flugi, og var síðan mótsstjóri 1984
og 1986, í síðara skiptið með Þor-
geiri Pálssyni.
Minnast má þriggja merkra
áfanga, sem allir tengjast ís-
lenskri flugsögu. Hinn fyrsti var á
árinu 1969 þegar Þórmundur og
Þórður Hafliðason luku endur-
smíði TG-4A svifflugunnar TF-
SAB, sem Svifflugfélag Íslands
hafði keypt til landsins árið 1946,
og var í almennri notkun til ársins
1958. Þetta var upphaflega
tveggja-sæta sviffluga, hönnuð
fyrir bandaríska flugherinn. Við
endursmíðina breyttu þeir Þór-
mundur og Þórður henni í eins-
sætis svifflugu, og Þórmundur
flaug henni á tveimur Íslandsmót-
um, 1970 og 1972. Því miður eyði-
lagðist þessi sögulega merka svif-
fluga í flugskýlisbrunanum á
Sandskeiði 8. júlí 1973.
Annar áfanginn var frumkvæði
Þórmundar um kaup fyrstu ís-
lensku mótorsvifflugunnar. Fyrir
valinu varð tveggja-sæta Scheibe
SF-28A Tandem Falke, sem hér
var skráð TF-SAA í júlí 1974, og
var síðan hér í notkun til ársins
2001. Þriðji stóráfanginn var síð-
an sumarið 1979, þegar þeir Þór-
mundur og Sigmundur Andrés-
son keyptu nýja þýska Grob 102
Astir CS77-svifflugu til landsins.
Hún var skráð hér 13. júlí sem
TF-SOL. Þetta var fyrsta ís-
lenska svifflugan, sem var alfarið
smíðuð úr nútíma glertrefjaefn-
um.
Þórmundur var árin 1955-1980
meðeigandi Radioverkstæðisins
Hljóms, en stofnaði síðar þjón-
ustufyrirtæki sitt, Flugradio sf.
Sá hann þá um eftirlit og viðhald á
fjarskipta- og flugleiðsögubúnaði
fjölda íslenskra loftfara og var
m.a. í þjónustu flugfélagsins Air
Atlanta á upphafsárum þess.
Ég á bara góðar minningar um
mætan svifflugvin minn, Þór-
mund Sigurbjarnason. Við Odd-
rún sendum Þóru og börnum
þeirra og fjölskyldum innilegar
samúðarkveðjur.
Leifur Magnússon.
Í dag kveð ég lærimeistara
minn og kæran vin.
Ég hitti Þórmund fyrst þegar
ég kom heim úr flugvirkjanámi
fyrir 20 árum síðan og var í at-
vinnuleit. Það varð mikið gæfu-
spor að Þórmundur réð mig til sín
hjá Flugradíó. Við urðum strax
góðir félagar og gekk vel að vinna
saman.
Að fá tækifæri til að vinna með
Þórmundi var dýrmætt. Hann
kenndi mér svo margt um flug-
vélar og allt sem þeim tengist, en
hann kenndi mér líka svo margt
um lífið og tilveruna sem er lík-
lega mikilvægara þegar upp er
staðið.
Kaffitímarnir voru alltaf gæða-
stundir fyrir mér, oft vorum við
bara tveir og fengum okkur te og
spjölluðum um heima og geima.
Þessar gæðastundir urðu svo að
einhverju miklu betra þegar frú
Þóra mætti til okkar með súkku-
laðikökuna sína og rjóma með, þá
heyrðist stundum í mínum manni
að það er fátt sem batnar ekki
með rjóma.
Þórmundur var ekki mikið fyr-
ir að hlífa sér eða kvarta yfir hlut-
unum, eða eins og dóttir hans
sagði einu sinni við kennarann
sinn „það tíðkast ekki að vera
veikur á mínu heimili“. Ég
skammaðist mín ef ég þurfti að
hringja til að segja að ég væri
veikur og yrði heima. Þórmundur
var hraustur maður og flestir
þekkja líklega þétt og traust
handtakið frá honum. Hraustustu
menn báðust vægðar þegar hann
ætlaði að taka í höndina á þeim.
Árið 2004 var Flugradíó sam-
einað Flugfélagi Íslands með
manni og mús, þar náðum við
Þórmundur saman tveimur árum.
Þórmundur var maður aðgerða
og lausna. Hann gafst aldrei upp
við að leysa flókin verkefni sem
bárust á borð til hans, það eru til
margar sögur af snilli hans við að
leysa skrítin og erfið vandamál.
Hann var líklega einn af bestu
rafeindavirkjum okkar tíma og
goðsögn í faginu.
Ég komst ekki með tærnar þar
sem hann hafði hælana þegar það
kom að viðgerðum á hinum ýmsu
tækjum úr flugvélum. Það var
gaman að hlusta á hann tala við
sjálfan sig þegar hann var kominn
á kaf í eitthvert tækið, við að
reyna að finna út hvað var að. Oft
komu gátur í vísuformi frá honum
á meðan hann var í djúpum hugs-
unum við að reyna að gera við ein-
hver tæki … ég gat aldrei komið
með svar við þessum gátum hans.
Ekki er hægt að tala bara um
Þórmund, því venjulega talar
maður um Þórmund og Þóru eða
Þóru og Þórmund þegar það er
talað um þessi samrýndu góðu
hjón. Börnin okkar, sérstaklega
elsta dóttir okkar, sagðist hafa
eignast nýja ömmu og afa því
þannig voru viðtökurnar sem við
fengum hjá þeim hjónum.
Með fráfalli Þórmundar er ein
goðsögnin í íslenskri flugsögu
flogin á brott í önnur verkefni.
Með söknuði og þakklæti kveð
ég Þórmund Sigurbjarnason
(Munda) og sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur til Þóru
og fjölskyldu.
Hvíl í friði gamli vinur.
Arnar, Vilborg og fjölskylda.
Útvarpssendingar og almenn
notkun útvarpsviðtækja á Íslandi
hófst fyrir rúmum 90 árum, eða
um það leyti sem Þórmundur Sig-
urbjarnason kom í þennan heim.
Útvarp, sími og önnur fjarskipti
voru á sínum tíma álíka stór skref
mannkyninu og tölvuöldin, þegar
hún gekk síðar í garð.
Faðir minn, Haukur Eggerts-
son (1913-2006) útvarpsvirkja-
meistari, var í hópi þeirra fyrstu
sem hösluðu sér völl á sviði út-
varpstækninnar. Árið 1944 stofn-
uðu þeir Eggert Benónýsson
(1908-1991) Viðtækjavinnustof-
una sem var fyrst til húsa á Grett-
isgötu 86 og síðar á Hverfisgötu
117 í Reykjavík. Þeir réðu
snemma til sín unga menn til að
nema útvarpsvirkjun, eða raf-
eindavirkjun, eins og það heitir
nú. Einn þeirra var Þórmundur,
þá tæplega tvítugur. Að iðnnámi
loknu stofnuðu Þórmundur og
Sigursteinn Hermundsson (1928-
2010), starfsfélagi hans hjá Við-
tækjavinnustofunni, Radíóverk-
stæðið Hljóm, sem var fyrst til
húsa í bílskúr föður míns í Barma-
hlíð 54, en flutti síðar í Skipholt 9 í
Reykjavík.
Haukur Eggertsson rak um
árabil iðnfyrirtækið Plastprent
hf. Vélbúnaðurinn var margbrot-
inn. Með árum og tækniframför-
um varð stýribúnaður hans æ
tölvuvæddari og flóknari viðfangs
fyrir leikmenn. Menntun og
kunnátta föður míns í rafeinda-
fræðum nýtist honum þá oft vel –
og leit hann stórt á sig á því sviði –
með réttu! Þó kom fyrir að hann
yrði ráðþrota. Þá greip hann
ávallt til sama úrræðisins; að kalla
á Þórmund.
Þórmundur var í hópi þeirra
lærisveina Hauks sem hann mat
einna mest fyrir kunnáttu, vand-
virkni, úrræðasemi og lipurð í
samskiptum. Sjálfur kynntist ég
Þórmundi fyrst þegar ég var
stráklingur og var eins og grár
köttur á Viðtækjavinnustofunni.
Ég sá einnig til hans þegar hann
kom okkur til aðstoðar í Plast-
prenti. Alla tíð síðan fann ég hvað
föður mínum var hlýtt til hans.
Fyrir þennan tíma og þessi kynni
og samskipti okkar feðga við Þór-
mund Sigurbjarnason vil ég
þakka að dagsverki hans loknu.
Eggert Hauksson, fv. fram-
kvæmdastjóri Plastprents hf.
Kæri Þórmundur ég má til með
að senda þér kveðju núna þegar
þú ert farinn. Kynnin hófust á
Sandskeiði líklegast um 1953-54
þegar við báðir vorum byrjendur í
svifflugi og í minningunni er þetta
afskaplega skemmtilegur tími.
Mér er minnisstætt hversu góða
nærveru þú hafðir sem hefur ein-
kennt þig alla tíð. Ef ég man rétt
voruð þið Þóra að byrja ykkar til-
hugalíf um þetta leyti.
Við kynntumst betur þegar ég
var að koma mér fyrir í lífinu og
var atvinnulaus og mér bauðst
starf á Radioverkstæðinu Hljómi
sem var fyrirtæki ykkar Sigur-
steins. Það var virkilega gott að
vinna með þér, alltaf léttur í
skapi, hjálpsamur og afburðafær í
faginu, fremstur meðal jafningja,
og kominn með mikla reynslu.
Síðan þegar ég hætti að starfa í
faginu og fór að ryðga í því og
þurfti aðstoð var alltaf fyrsta
hugsunin: ég hringi í Munda,
hann getur leiðbeint mér. Eða ef
ég þurfti að láta gera við alls kon-
ar tæki og tól var eins og við
manninn mælt, þú leystir úr öll-
um vandamálunum fljótt og vel og
aldrei þurfti ég að borga krónu.
Þakka þér vináttu og hjálpsemi
í 60 ár, sjáumst.
Kæra Þóra, votta þér og fjöl-
skyldum ykkar samúð mína.
Rúnar Guðbjartsson.
Svifflugmenn kveðja góðan fé-
laga í dag, Þórmund Sigurbjarna-
son. Þórmundur fylgdi svifflugi á
Íslandi frá unglingsaldri allt til
þessa árs er hann mætti á fund
hjá Svifflugfélagi Íslands.
Þórmundur var kennari í svif-
flugi til margra ára. Síðar formað-
ur Svifflugfélagsins til langs tíma
og að lokum einn heiðursfélaga
þess fyrir mikið framlag til svif-
flugs á Íslandi. Þórmundur stóð
fyrir miklum framförum í svif-
flugi og því að kaupa nútímasvif-
flugur til landsins og fylgdi því
þannig inn í nýja tíma.
Það sem einkenndi Þórmund
öðru fremur var rólyndi, yfirveg-
un og einstök hjálpsemi. Þór-
mundur var einstakt ljúfmenni
sem aldrei skipti skapi.
Þórmundur var snillingur í raf-
eindatækjum og mikil stoð
margra félaga við úrlausnir á því
sviði. Ósjaldan var farið með biluð
tæki til Þórmundar og menn bún-
ir að reita hár sitt við að reyna að
finna hvað var að. Þórmundur
skoðaði málið í rólegheitum og
fann oftar en ekki lausn.
Svifflugmenn líta oftar til him-
ins en aðrir og velta fyrir sér flug-
skilyrðum og uppstreymi í loftinu.
Þórmundur er kominn á betri
stað þar sem sól skín í heiði og
himininn lofar skemmtilegum æv-
intýrum. Við sendum samúðar-
kveðjur til aðstandenda.
Fyrir hönd Svifflugfélags Ís-
lands,
Steinþór Skúlason.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGMUNDUR TÓMASSON,
Sóleyjarima 9, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir 2. desember.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju
þriðjudaginn 14. desember klukkan 13.
Allir eru velkomnir í kirkjuna en verða að sýna fram á neikvætt
hraðpróf við innganginn, ekki eldra en 48 klst. Hraðpróf eru
pöntuð fyrirfram á hradprof.covid.is.
Anna Sigríður Ólafsdóttir Jensen
Ólafur Sigmundsson
Margrét Sigmundsdóttir Árni Viðar Sveinsson
Tómas Jón Sigmundsson Inga Dóra Björnsdóttir
afabörn og langafabörn
Ástkær sonur, faðir, tengdafaðir, afi
og unnusti,
HJÖRTUR EINARSSON,
Hallgerðargötu 14,
verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju
þriðjudaginn 7. desember klukkan 11.
Öll sem vilja fylgja honum eru velkomin en þurfa
að framvísa neikvæðu covid-hraðprófi við innganginn, það má
ekki vera eldra en 48 klst. Heimapróf eru ekki tekin gild.
Faðmlög eru afþökkuð í athöfn vegna covid.
Streymi má finna á:
https://www.youtube.com/watch?v=gg9z6O0XpZo
Helga Lára Jónsdóttir
Guðbjörg Hjartardóttir Elvar Már Sigurgíslason
Drengur Elvarsson
Rakel Svava Einarsdóttir Einar Ágúst Sveinsson
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR,
Sigga á Skeggjastöðum,
lést 26. nóvember. Hún verður jarðsungin
frá Selfosskirkju fimmtudaginn 9. desember
klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis hennar nánustu
viðstaddir athöfnina. Streymi verður aðgengilegt á síðu
Selfosskirkju, www.selfosskirkja.is.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
✝
Jóna Ingibjörg
Margeirsdóttir
fæddist 10. júlí
1940. Hún lést 4.
nóvember 2021.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jón
Margeir Jónsson, f.
23. nóvember 1916,
d. 18. júlí 2004, og
Ásta Ragnheiður
Guðmundsdóttir, f.
22. febrúar 1917,
d. 20. október 1999. Systkini
Jónu eru: Margrét, f. 27.3.
1942, Ásta Ragnheiður, f. 31.7.
1945, Margeir, f. 28.5. 1947,
Haukur, f. 7.2. 1949, Valur, f.
7.2. 1949, d. 8.4. 2015, Guð-
mundur, f. 6.5. 1952, og Arn-
þór, f. 6.12. 1956.
Jóna giftist 14. mars 1961
Beverley Welch, f. 3.2. 1939.
Þau slitu sam-
vistum. Dætur
Jónu og Bevs eru:
1) Karen Inga, f.
9.8. 1963, gift Carl
Daly, f. 16.3. 1957.
Börn þeirra eru:
Rachel Caroline, f.
4.4. 1996, og Matt-
hew, f. 2.11. 1998.
2) Kristjana Ingrid
Ásta, f. 4.7. 1972.
Börn hennar eru:
Daniele, f. 16.3. 1999, og Zach-
ary, f. 5.12. 2006.
Jóna og Bev fluttu til Ber-
múda 1960 og giftu sig þar og
bjó hún þar til 1987. Hún flutti
til Íslands 1987 bjó hér til
dauðadags.
Útför Jónu fór fram í kyrr-
þey frá Fossvogskapellu 23.
nóvember 2021.
Ó hve gott hún kom. Þessi setn-
ing hljómar í höfði mér er ég
minnist Jónu frænku minnar og
bestu vinkonu. Laxness var henn-
ar rithöfundur og vitnaði hún oft í
skrifin hans, enda mikill listunn-
andi og fylgdist vel með listalífinu.
Skrifaði sjálf og hafði gott vald á
rituðu máli. Hafði stundað nám
við Háskóla Íslands í bókmennt-
um, sem gaf henni mikið. Jóna var
falleg, gáfuð og skemmtileg kona,
sem við litum upp til. Hún var
okkur fyrirmynd á yngri árum.
Elst af átta börnum heiðurs-
hjónanna Ástu Guðmundsdóttur
og Margeirs Jónssonar útgerðar-
manns á Suðurgötu 47 Keflavík.
Jóna nýtti sér það sem var í boði í
Keflavík fyrir börn. Skátastarfið
var spennandi, svo og sumardvöl-
in á Úlfljótsvatni. Jóna var mikil
keppnismanneskja í sundi og var
kátt á hjalla er keppt var í Sund-
höll Reykjavíkur og vann Jóna
oftast og þá var gaman að eiga
hana fyrir frænku. Leiklistin var
einnig hennar yndi, svo og góðar
kvikmyndir. Oft minntist hún á
heiðursmennina Gunnar Eyjólfs-
son leikara og Gísla Alfreðsson
leikara, báðir Keflvíkingar. Jóna
vitnaði oft í bernskuárin. Hún átti
góða æsku, allt lék í lyndi. Hún fór
sem skiptinemi til Bandaríkjanna
og náði góðum tökum á enskunni.
Hennar beið björt framtíð. Ung
kynntist hún Bev, sem vann á
Keflavíkurflugvelli, þau giftu sig
og lá leið þeirra til Bermúda.
Dætur þeirra hjóna urðu tvær,
Karen og Ingrid, og barnabörnin
fjögur, sem nú syrgja móður sína
og ömmu. Eftir tuttugu og fimm
ára veru á Bermúda sneri hún aft-
ur til Íslands. Jóna var mikill Ís-
lendingur, elskaði land og þjóð.
Þetta var erfiður róður, sem Jóna
háði í lokin, en nú hefur elsku
Jóna fengið hvíldina og syrgjum
við hana sárt. Blessuð sé minning
hennar.
Jónína Herborg Jónsdóttir,
Heiðdalshúsi Eyrarbakka.
Jóna Ingibjörg
Margeirsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar