Morgunblaðið - 06.12.2021, Blaðsíða 4
Óöryggi Björg Loftsdóttir segir sjúkraliða sem starfa í efri byggðum upp-
lifa mikið óöryggi eftir að bílarnir voru teknir af nagladekkjum.
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
Björg Loftsdóttir, sjúkraliði hjá
Reykjavíkurborg, segir starfsmenn
sem sinna heimahjúkrun á vegum
Reykjavíkurborgar í efri byggðum
borgarinnar upplifa mikið óröyggi í
starfi eftir að ákveðið var að bílar á
vegum borgarinnar skyldu ekki vera
á negldum dekkjum í vetur. Hún
segir það einnig geta bitnað á þjón-
ustunni.
Bílar Reykjavíkurborgar voru
teknir af nagladekkjum fyrir ekki
svo löngu, eftir að kvörtun barst
vegna nagladekkjanna. Bílarnir
höfðu verið á nagladekkjum síðan í
október. Hún bendir á að ákvörð-
unin hafi verið tekin í flýti og kosti
skattgreiðendur háar fjárhæðir.
Björg sinnir heimahjúkrun í efri
byggðum borgarinnar og þarf oft að
keyra út á Kjalarnes. „Það er allt
annað verðurfar í efri byggðum. Ég
myndi ekki fara út í óveðri á mínum
bíl. En ég þarf að fara út í hvaða
veðri sem er til að sinna vinnu minni.
Ég er að fara til fólks sem er veikt.
Ég þarf að koma því í rúmið, gefa
því lyf,“ segir Björg í samtali við
Morgunblaðið.
Bitnar á þjónustu
Björg segir vanbúna bílana vel
geta bitnað á þjónustu við þau sem
þurfa á heimahjúkrun að halda. „Ef
ég festi mig, þá mun það taka mig
lengri tíma en ella að komast í að
sinna þeim verkefnum sem ég þarf
að sinna þann daginn. Þannig bitnar
þetta á þjónustunni.
Við þurfum að fara af stað
snemma á morgnana, oft áður en bú-
ið er að ryðja snjó í öllum hverfum.
Við förum langt inn í hverfi og
veðurfarið í efri byggðum er alls
ekki það sama og niðri í bæ,“ segir
Björg. Hún bendir á að bílarnir sem
standi sjúkraliðum til boða séu smá-
bílar á borð við Nissan Micra,
Toyota Yaris og Kia Rio.
Björg fór með bílinn sem hún hef-
ur til afnota í dekkjaskipti í síðustu
viku, en þá snjóaði einmitt talsvert á
höfuðborgarsvæðinu.
Það vakti athygli hennar á
dekkjaverkstæðinu að ekki voru sett
vetrardekk undir bílinn heldur not-
uð heilsársdekk. „Það kostar skatt-
greiðendur mikið að þurfa að standa
undir þessum kostnaði. Þetta hleyp-
ur ekki á einhverjum hundrað-
köllum, þetta eru tugir þúsunda fyr-
ir hvern bíl,“ segir Björg. Hún segir
að einfaldara hefði verið að halda
nagladekkjunum út veturinn og á
vormánuðum yrði skipt yfir á heils-
ársdekk.
Íhugar að segja upp
Björg segist hafa viðrað áhyggjur
sínar við yfirmenn sína og mætt
litlum skilningi. Þeir hafi reynt að
mótmæla ákvörðuninni en ekkert
hafi gengið. „Ég sagði þeim að ef ég
myndi festast einhver staðar í brjál-
uðu veðri, þá væri ég ekki að fara út
að ýta og moka. Ég myndi skilja bíl-
inn eftir, labba niður á stöð og sú
manneskja fengi ekki þjónustuna
sína þann daginn.“ segir Björg.
„Þegar ég spurði hvað ég ætti að
gera í þessum aðstæðum fékk ég
þau svör að ég ætti að koma niður á
stöð, fá leigubílakort og fara með
leigubíl í heimahjúkrunina,“ segir
Björg. Hún segist vera að íhuga að
segja upp starfi sínu.
„Ég þarf að fara innst inn í Mos-
fellsbæ um helgar og á kvöldin. Það
er ekki alltaf búið að ryðja þar. Ég
upplifi bara mikinn kvíða að hugsa
um að fara þangað á ónegldum
dekkjum.“
Upplifa óöryggi á
vanbúnum bílum
- Bílar heimahjúkrunar á vegum borgarinnar teknir af
nagladekkjum - Sjúkraliði íhugar að segja upp störfum
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2021
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
é
i
á
lík
A
h
ð
ð
b
á
f
i
595 1000
Skelltu þér í sól eftir jól!
ei
ðr
ét
3. janúar 2022 88.000
ug & hótel frá
8nætur
irv
ar
a.
ve
r
Kanarí
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
Nú á föstudag rennur út athuga-
semdafrestur vegna fyrirhugaðrar
þrengingar á Bústaðarvegi. Líkt og
oft vill vera þegar skipulagsmál eru
annars vegar þá
eru ekki allir á
eitt sáttir um
framkvæmdirn-
ar, en til stendur
að byggja báðum
megin við Bú-
staðaveg, heilt
yfir sautján fjöl-
býlishús eða á
bilinu 150-170
íbúðir.
Íbúasamtök
Bústaða- og Fossvogshverfis hafa
boðað til íbúafundar á miðviku-
dagskvöldið næsta í Réttarholts-
skóla. Fundurinn hefst klukkan
átta og hefur Gísli Kr. Björnsson,
lögmaður og formaður íbúasamtak-
anna, „skorað á Dag B. Eggertsson
borgarstjóra og Eyþór Arnalds,
oddvita sjálfstæðismanna í borg-
inni, að mæta á fundinn“. Eyþór
hefur boðað komu sína og segir
Gísli í samtali við Morgunblaðið að
Dagur stefni á að mæta, að öllu
óbreyttu.
Íbúar ekki sammála
í afstöðu sinni
„Það gætir ákveðinnar óánægju
meðal íbúa hverfisins með þann
hluta framkvæmdanna er snúa að
Bústaðavegi og um það snýst þessi
fundur.“
Gísli segir að íbúar hverfisins
skiptist í raun í tvennt í afstöðu
sinni til framkvæmdanna. Sumir
séu ánægðir með tillöguna en aðrir
telja hugmyndina um að þrengja
Bústaðaveg í raun fásinnu.
„Af þeim sökum hefur okkur í
íbúasamtökunum fundist eðlilegt
að það fari fram meiri umræða og
að það fáist aðeins meiri dýpt í
hana. Það er hvað þessar fram-
kvæmdir þýða fyrir hverfið.“
Framkvæmdirnar ríma vel við þá
stefnu sem hefur verið leiðandi í
borginni hvað varðar skipulagsmál.
Þétta eigi byggð og færa verslun og
þjónustu í nærumhverfi hverfanna.
Gísli segir þá einfaldlega ekki þörf
á slíkri aðgerð í hverfinu enda sé
það vel sett í þessu samhengi. „Við
erum með stórmarkaði og búðir allt
um kring og allt í göngufæri.“
Verið sé að þétta byggð umfram
það sem eðlilegt er og þörf er á.
Hann bendir á að reisa eigi fjögur
eða fimm fjölbýlishús á svæði norð-
an megin við Bústaðaveg, en sá
reitur er í raun umferðareyja.
Rauður þráður í viðhorfi
til borgaryfirvalda
Alla jafna er sama hvort um er að
ræða skipulagsmál, skólamál eða
hver önnur mál sem snúa að hverf-
um borgarinnar. Þeir sem eru
ósáttir virðast nær alltaf upplifa að
ekki sé hlustað á raddir íbúa hverf-
isins. Gísli segir þetta vera upplifun
margra íbúa. „Við sem erum á móti
þessum framkvæmdum, hvort sem
er að hluta til eða alfarið, okkur
finnst einfaldlega ekki hlustað á
okkar raddir. Þetta virðist vera
þráðurinn hjá borginni og hefur
verið lengi.“
Þeir sem eru mótfallnir fram-
kvæmdunum vísa þá helst til auk-
innar umferðar um hverfið enda
fylgi á annað hundrað nýrra íbúða
óhjákvæmilega aukin umferð. Gísli
segir áhrifin á umferðina í hverfinu
ekki hafa verið mælda nægilega vel
og bendir á að Bústaðavegur verði
einbreiður við þessa breytingu.
Hann segir ljóst að umferðin leiti
þá bara á aðrar götur hverfisins.
Aukist sem sagt alls staðar. Frem-
ur hefði Gísli viljað sjá fram-
kvæmdir sem stuðla að auknu um-
ferðaröryggi um veginn, til að
mynda brú sem gerði börnum kleift
að fara hættulaust yfir Bústaðaveg.
Lengri tími til meðferðar
Eins og áður segir rennur at-
hugasemdafrestur út nú á föstudag
og segist Gísli fremur vilja gefa
íbúum og sér í lagi húsfélögum
lengri tíma til þess að fjalla um
málið og senda inn athugasemdir.
„Húsfélögin eru í raun lögbæri að-
ilinn til þess að taka ákvarðanir um
skerðingar á lóðum, en nær alls
staðar er komið inn á lóðir húsanna
með þessum framkvæmdum.“
Gísli vonast eftir góðri mætingu
íbúa hverfisins og vonar að hlustað
verði á raddir sem flestra. Varð-
andi framhaldið segir hann: „Borg-
in segist reiðubúin til þess að
hlusta voðalega mikið á okkur, en
það verður bara að koma í ljós hvað
gerist.“
Framtíð Bústaðavegar rædd á fundi
- Borgarstjóri og Eyþór Arnalds hafa boðað komu sína - Íbúar hverfisins skiptast í tvennt í afstöðu
sinni - Þétting byggðar þegar ekki er þörf á þéttingu - Áhyggjur af aukinni umferð um Bústaðaveg
Gísli Kr.
Björnsson
Líneik Anna Sævarsdóttir hefur
ásamt öðrum þingmönnum Fram-
sóknar lagt fram tillögu til þings-
ályktunar þess efnis að skipaður
verði starfshópur til að vinna að-
gerðaáætlun við frekari eflingu
fjarnáms á há-
skólastigi. Í til-
lögunni má finna
áherslur í sex
liðum og lagt er
til að starfshóp-
urinn skili af sér
eigi síður en í
árslok 2022.
Í greinargerð-
inni stendur að
möguleikarnir á
því að nota stafræna kennsluhætti
til að tryggja aðgengi að námi og
bestu aðstæður til náms og
kennslu aukist stöðugt. Því vex
krafa samfélagsins um það að allt
nám á háskólastigi sem mögulegt
er að bjóða fram með stafrænum
hætti verði í boði sem slíkt.
Ályktunin snertir líka á ávinn-
ingnum fyrir samfélagið og þar er
talað um að samkeppnishæfni
byggða og þjóða byggist á mennt-
un íbúa. Því er fjárfesting í mennt-
un, fjárfesting til framtíðar. Tæki-
færin hafa aldrei verið betri en nú
og öflugt fjarnám getur auðveldað
íslenskum háskólum að koma til
móts við kröfur atvinnulífsins,
landsbyggðarinnar og ein-
staklinga sem búa við ólíkar að-
stæður.
Covid-faraldurinn hefur flýtt
stafrænni framþróun fjarnáms til
muna og eru nú flestallir mennta-
skóla- og háskólanemar mjög van-
ir því að mæta á Zoom-fyrirlestur.
Í ályktuninni er minnst á það að
mikilvægt sé að nýta reynsluna
sem fékkst í faraldrinum og halda
áfram hraðri þróun og ljúka við
það að gera nám sem mögulegt er
að bjóða í fjarnámi aðgengilegt
fyrir alla landsmenn. Í því felst
ákveðið tækifæri fyrir háskólana
þar sem þeir geta átt aðgang að
nemendum og kennurum utan
bygginga háskólanna.
logis@mbl.is
Vilja frekari efl-
ingu fjarnáms
- Stórt tækifæri fyrir háskólana
Líneik Anna
Sævarsdóttir