Morgunblaðið - 06.12.2021, Blaðsíða 12
Kristalina Georgieva, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins, segir líklegt að sjóð-
urinn muni þurfa að endurskoða
efnahagsspár sínar vegna út-
breiðslu nýjasta afbrigðis
kórónuveirunnar.
„Nýtt afbrigði sem dreifir sér
hratt á meðal fólks kann að
draga úr bjartsýni, og því líklegt
að við munum þurfa að lækka
þær spár sem við gerðum í októ-
ber um hagvöxt á heimsvísu,“
sagði Georgieva á blaðamanna-
fundi í lok síðustu viku.
Hefur Ómíkron-afbrigðið
greinst í a.m.k. 40 löndum og virð-
ist meira smitandi en fyrri af-
brigði veirunnar. Nýjustu tölur
gefa þó ástæðu til að vona að nýja
afbrigðið sé ekki líklegra en fyrri
afbrigði til að valda alvarlegum
veikindum.
Bakslag fyrir bataferlið
Óvissa ríkir um hversu mikla
vernd bóluefni veita gegn nýja af-
brigðinu en Reuters bendir á að
víða um heim hafi aðeins tekist að
bólusetja lítið hlutfall þjóða. Í
Indónesíu eru t.d. 35% lands-
manna fullbólusett en í Bandaríkj-
unum er hlutfallið 60%.
Stjórnvöld víða um heim hafa
gripið til hertra smitvarnaaðgerða
til að reyna að hamla útbreiðslu
Ómíkron-afbrigðisins, og eins til
að hægja á nýrri bylgju smita af
völdum Delta-afbrigðisins sem enn
er ráðandi á heimsvísu. Smitvarn-
irnar nú bitna ekki hvað síst á
þeim geirum atvinnulífsins sem
liðu fyrir þær aðgerðir sem beitt
var fyrr í heimsfaraldrinum, en
hefur smám saman tekist að koma
undir sig fótunum að nýju, s.s.
veitinga-, afþreyingar- og ferða-
þjónustugeira.
ai@mbl.is
Nýtt afbrigði
hægir á bata
AFP
Áhyggjur Kristalina Georgieva
reiknar með minnkaðri bjartsýni
fólks og fyrirtækja.
- Titringur í atvinnulífinu víða um
heim vegna Ómíkron-afbrigðisins
AFP
Saklausir BTS býr að einstaklega virkum aðdáendahópi. Óprúttnir aðilar virðast hafa séð sér leik á borði með út-
gáfu rafmyntar sem er auglýst sem leið til að tryggja hljómsveitarmeðlimunum fjárhagslegt öryggi fyrir lífstíð.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Fjármálaeftirlitið í Singapúr hefur
endurkallað starfsleyfi rafmynta-
markaðarins Bitget vegna sölu á
nýrri tegund rafmynta sem virðist
hafa verið sett á laggirnar til að hafa
fé af aðdáendum suðurkóreska
strákabandsins BTS.
Bitget var stofnað árið 2018, en til
marks um öran vöxt fyrirtækisins er
að Bitget gerði stuðningssamning við
ítalska knattspyrnuliðið Juventus
síðastliðið sumar og skarta búningar
liðsins merki singapúrska rafmynta-
salans.
Babb kom í bátinn í október þegar
umboðsskrifstofa BTS hótaði Bitget
málsókn vegna útgáfu og sölu raf-
myntarinnar army coin. BTS nýtur
mikilla vinsælda á heimsvísu og eru
aðdáendur hljómsveitarinnar þekktir
fyrir að sýna meðlimum bandsins
mikla tryggð og rausnarskap. Hafa
aðdáendurnir t.d. tekið upp á því að
taka höndum saman um að kaupa
rándýr auglýsingapláss á skiltum við
Times Square til að hampa hljóm-
sveitinni, og birta heilsíðuauglýsingar
í blöðum til að senda meðlimum
bandsins afmæliskveðju. Eru aðdá-
endurnir svo virkir að í daglegu tali
eru þeir kallaðir „BTS Army“, þ.e.
BTS-herinn, og er þar komin skýr-
ingin á heiti rafmyntarinnar sem
deilt er um.
Plata gjafmilda aðdáendur
Að sögn FT liggur ekki fyrir hver
stendur að baki útgáfu army coin en
rafmyntin hefur verið auglýst sem
leið til að veita meðlimum BTS fjár-
hagsstuðning ævina á enda. Er ekki
ljóst með hvaða hætti army coin ætti
að gagnast meðlimum strákabands-
ins og hefur BTS ekkert með útgáfu
rafmyntarinnar að gera. Segja tals-
menn BTS að um fjárplógsstarfsemi
sé að ræða.
Þrátt fyrir að mega ekki lengur
kaupa og selja rafmyntir í Singapúr
hefur Bitget enn rekstrarleyfi í
Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu.
FT greinir frá að annar rafmynta-
markaður, CoinTiger, hafi einnig
opnað fyrir viðskipti með army coin.
Mikið virðist um spákaupmennsku
á rafmyntamörkuðum og eygja
margir von um skyndigróða með því
að veðja á skammtímasveiflur í verði
lítt þekktra rafmynta. Hafa ótal
minniháttar rafmyntir eins og army
coin skotið upp kollinum og sumar
hækkað ógnarhratt í verði, en lækk-
að jafnharðan án þess að verðþróunin
hafi nokkuð að gera með undir-
liggjandi virði eða notagildi rafmynt-
anna.
BTS-rafmynt vek-
ur spurningar
- Army coin virðist ætlað að féfletta aðdáendur strákabands
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2021
Komdu til okkar í mat og drykk
Fjölbreyttur og spennandi matseðill þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi
Kringlan ... alltaf næg bílastæði
Borðabókanir á
www.finnssonbistro.is eða
info@finnssonbistro.is
Mamma og Pabbi
Klara
Finnur
6. desember 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.84
Sterlingspund 172.37
Kanadadalur 101.31
Dönsk króna 19.714
Norsk króna 14.25
Sænsk króna 14.207
Svissn. franki 141.14
Japanskt jen 1.1456
SDR 181.51
Evra 146.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.7837
Nýjasta afbrigði kórónuveirunnar er
kennt um að hlutabréfaverð meðal-
stórra fyrirtækja í Bandaríkjunum
lækkaði umtalsvert í síðustu viku. Í
umfjöllun Wall Street Journal kem-
ur fram að frá því Bandaríkjamenn
héldu þakkargjörðardaginn hátíð-
legan 25. nóvember hafi Russell
2000-vísitalan lækkað um 7,4%. Þeg-
ar verst lét mældist lækkunin 10% í
síðustu viku en til samanburðar hef-
ur S&P 500-vísitalan aðeins veikst
um 3,5% frá því fyrstu fréttir bárust
af að Ómíkron-afbrigði kórónuveir-
unnar væri farið á kreik.
Eins og heitið gefur til kynna
vaktar Russell 2000-vísitalan mark-
aðsverð tvö þúsund bandarískra
fyrirtækja sem flokkast sem meðal-
stór á bandarískan mælikvarða.
Þegar litið er á undirflokka fyr-
irtækja í vísitölunni kemur í ljós að
lækkunin var hvað mest hjá lyfja- og
líftæknifyrirtækjum, hugbúnaðar-
fyrirtækjum og verslanakeðjum.
Veitingastaðir og afþreyingarfyrir-
tæki fengu líka á sig skell og hefur
t.d. hlutabréfaverð veitingastaða-
keðjunnar Cheesecake Factory
lækkað um 6% frá því Ómíkron-af-
brigðið rataði í fréttir og skemmti-
garðafyrirtækið SeaWorld hefur
lækkað um 10%.
WSJ hefur eftir markaðsgrein-
endum að muninn á þróun Russell
2000 og S&P 500 megi ekki síst rekja
til þess að mörg þeirra stórfyrir-
tækja sem mynda S&P-vísitöluna
stundi fjölbreytta starfsemi og eigi
því auðveldara með að aðlagast
breytingum sem verða á rekstarum-
hverfi þeirra vegna Ómíkron-af-
brigðisins. ai@mbl.is
Maddie Meyer/GETTY IMAGES NORT
Vandi Veitingastaðir myndu líða
fyrir bráðsmitandi veiruafbrigði.
Russell 2000-vísi-
talan á niðurleið
- Veitingastaðir
og skemmtigarðar
fá á sig högg