Morgunblaðið - 06.12.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.12.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2021 ✝ Sjöfn Kristjáns- dóttir læknir fæddist í Reykjavík 4. júlí 1951. Hún lést á Droplaugar- stöðum 19. nóv- ember 2021. For- eldrar hennar voru Jóhanna Ósk Elías- dóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 7. des. 1910, d. 11. mars 1994, og Kristján Þorvarðsson læknir, sérfræðingur í tauga- og geðsjúkdómum, yfir- læknir í Reykjavík, f. 19. ágúst 1904, d. 8. nóv. 1993. Systkini Sjafnar eru; Andrea Elísabet, f. 1936, Margrét, f. 1941, maki henn- ar var Jón Friðgeir Einarsson, f. 1931, d. 2015, og Bragi, f. 1945, maki Bjarnfríður Árnadóttir. Eiginkona Sjafnar er Fríða Bonnie Andersen, f. 21. maí 1964. Þær staðfestu samvist sína á gamlársdag árið 2001 og stað- festu hjúskaparheit sín aftur í Neskirkju á gamlársdag 2020. Foreldrar Fríðu voru Margrét Björgvinsdóttir, f. 1925, d. 2008, og Richard C. Andersen, f. 1931, d. 2017. Sjöfn ólst upp á Grenimel og gekk í Melaskóla og Hagaskóla, ala á Íslandi, og frá árinu 2006 starfaði hún eingöngu á sinni einkareknu stofu og speglanaveri, lengst af í Læknasetrinu í Mjódd. Með þessu stundaði hún rann- sóknir og skrifaði greinar sem birtust í erlendum tímaritum. Sjöfn starfaði að ýmsum mann- réttindamálum á námsárunum í Danmörku og hér heima var hún meðal annars virkur meðlimur í Amnesty International. Hún var fyrsti formaður kvennadeildar Taflfélags Reykjavíkur við stofn- un hennar 1975. Sjöfn var formað- ur Félags sérfræðinga í meltingarsjúkdómum og forseti norræns þings meltingarsérfræð- inga sem haldið var í Reykjavík 2001 og 2007, einnig í stjórn Nor- rænna meltingarsérfræðinga. Hún var aðalmaður í yfirkjör- stjórn Reykjavíkur 1995-1999 og varamaður í yfirkjörstjórn Reykjavíkur 1999-2003. Læknisfræðin var alltaf aðal- áhugamál Sjafnar en hún naut þess líka að leika golf, fara í ferða- lög heimshorna á milli, leikhús, tónleika og lesa góðar bók- menntir. Útför Sjafnar verður gerð frá Neskirkju í dag, 6. janúar 2021, klukkan 13. Kirkjugestir eru beðnir að sýna neikvætt hraðpróf við komuna, sem er ekki eldra en 48 klst. Útförinni verður streymt á (stytt slóð): https://tinyurl.com/2azjf8ja Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat síðan lá leið hennar í Verslunarskóla Ís- lands, þaðan sem hún tók stúdents- próf úr máladeild 1972. Hún lauk læknisprófi frá há- skólanum í Árósum 1980. Amerískt út- lendingapróf (FMGEMS) 1984. Hún stundaði fram- haldsnám fyrst ís- lenskra lækna í Hollandi, var í sérfræðinámi í lyflækningum og meltingarsjúkdómum á We- steinde Ziekenhuis í Den Haag í Hollandi 1985-1990. Einnig bætti hún við sig námi og starfaði við Herlev Sygehus og Bispebjerg Hospital í Kaupmannahöfn 1990 og 1991. Árið 2006 bætti Sjöfn við sig MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, sér til skemmtunar. Hún starfaði sem sérfræðilæknir við Sjúkrahúsið á Akranesi og var yfirlæknir á hjúkrunarheimilinu Grund um tíma. Frá 1992 rak hún stofu í Reykjavík; í Læknastöðinni Landakoti, Læknasetrinu í Mjódd og Lífsteini í Álftamýri. Í janúar 2000 opnaði hún og rak fullkomið speglanaver, hið fyrsta utan spít- Sjötug 4. júlí. Hrun á nokkrum ár- um. Ég kynntist Sjöfn sumarið 1973. Hún kom með fjölskyldunni til Spán- ar og við fórum saman á diskótekin. Hún var systir stjúpu minnar Mar- grétar. Svo kom hún til Bolungarvík- ur. Við gátum kjaftað heilu næturn- ar. Amma og afi voru ánægð með þessa morgunhressu mágkonu pabba sem þau mættu á morgun- göngum sínum um víkina fögru. Við töluðum endalaust saman. Pældum í lífinu og tilverunni. Bæði á línunni, eins og hún sagði og hló. Samkynhneigð. Ég kom út með lát- um. Hún ekki. Trúði ekki á það þá. Við gátum hlegið mikið saman og skemmt okkur. Þegar hún fékk alz- heimer var það líka leyndó. Hún hélt verndarhendi yfir sínu. Vildi ekkert gefa upp en við vorum alltaf vinir. Átta ár á milli okkar. Á áttunda áratugnum flutti hún til Danmerkur í læknisfræði. Ég var þar í lýðhá- skóla á þeim tíma og fór oft til henn- ar. Svo fór hún í sérnám í Hollandi. Ég heimsótti hana stundum til Haag eftir djammið í Amsterdam. Þá töl- uðum við um HIV og alnæmi. Hommar. Auðvitað var þetta oft erfitt fyrir lesbíurnar líka. Það hent- aði Sjöfn að búa úti en hún flutti á Flyðrugrandann, í blokkina þar sem ég bjó, þegar hún kom heim úr námi. Samgangurinn var mikill. Við vorum fínir félagar. Hún reyndist mér á svo margan hátt vel. Það var gott að leita til hennar. Sjöfn var á fimmtugsaldrinum þegar hún kynntist Fríðu. Þær voru saman í aldarfjórðung. Voru eining og giftust. Sjöfn tengdist samfélagi samkynhneigðra kvenna í gegnum hana. Hún átti innihaldsríkt og skemmtilegt líf í kringum það og vann sem sérfræðilæknir. Hún kom oft heim til okkar Stigs og við Fríða skildum hvort annað þegar makar okkar fóru að missa minnið. Alzheimer breytti þeim. Það var alltaf gleði og lífsánægja yfir Sjöfn. Ljós í lífi hennar og mikill meðbyr. Hún var sterk en dul og Fríða lyfti dulunni af henni og stóð svo með henni í veikindunum. Sjöfn varð sjötug í sumar. Við vilj- um öll lifa lengur en það. Lifa góðu lífi og halda heilsu. Það fáum við ekki öll. Ég samhryggist þér Fríða inni- lega. Samhryggist þér, stjúpa mín. Einar Þór. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Föstudagsmorguninn 19. nóv- ember sofnaði líf æskuvinkonu okk- ar, Sjafnar Kristjánsdóttur. Við höfum leiðst hönd í hönd í gegnum lífið allt frá æskuárunum á Greni- mel. Samveru okkar hefur fylgt mikill hlátur og höfum við ekki hlegið jafnmikið með nokkrum öðr- um en Sjöfn. Sjöfn var glæsileg, hávaxin og með skarplegt andlit. Hún var afar sterkur persónuleiki, skemmtileg, víðlesin og með einstaka kímnigáfu. Gaman var að ræða við hana um pólitík, heimsmálin og tónlist. Hún hafði sérstaklega mikinn áhuga á heimsstyrjöldinni síðari og Evrópu yfirleitt en minna álit á Ameríku. Við ólumst upp við mikið ástríki á Grenimel. Fjölskylda Sjafnar bjó á Grenimel 30 og við á númer 25 og 24. Ósjaldan rifjuðum við upp minn- ingar frá Grenimel og þeim fylgdu oft bakföll af hlátri. Æska okkar einkenndist af útileikjum eins og bófahasar og þá fórum við um bak- garðana, yfir grindverk og upp á bílskúra. Við stofnuðum leynifélag og njósnuðum um fólk og skráðum hjá okkur ýmis atriði í bók sem sett var í vindlakassa og á hverju kvöldi grófum við hann niður í moldarbeð baka til á númer 30. Erfiðlega gekk okkur að fá Sjöfn með í dúkku- og dúkkulísuleik en hún var stundum til í læknisleik. Á glæsilegu heimili fjölskyldu Sjafnar ríkti mikil sam- heldni og ást. Kristján var vel met- inn læknir, glæsilegur en svolítið utan við sig. Frú Jóhanna var afar hlý, falleg og hæglát. Sjöfn var mik- il pabbastelpa og var hún einkar ná- in báðum foreldrum sínum og systkinunum, Braga, Duddu og Ellu. Við vinkonurnar höfum alla tíð hist oft og reglulega. Sjöfn var vin- mörg og var því oft glatt á hjalla á Lágholtsvegi á fallegu og menning- arlegu heimili þeirra Fríðu. Við fór- um líka oft út að borða og varð Jóm- frúin oft fyrir valinu enda dill-snafsinn í uppáhaldi. Skemmti- lega ferðin okkar til New York er ógleymanleg og þar hlógum við mikið eins og venjulega. Tímamun- urinn angraði okkur svolítið og eftir að hafa gengið allan daginn um borgina tvo fyrstu dagana ákváðum við að hvíla litlu þreyttu augnlokin svolítið áður en við færum út að borða. Það leiddi til þess að við sváf- um af okkur bæði kvöldin, en ákváðum að segja ekki nokkrum manni frá því. Síðasta kvöldsins nutum við hins vegar í botn, borð- uðum á Balthazar og sáum sýningu Complicité, The Chairs. Sjöfn var jafnheil í ástinni og öðru og var samband hennar og Fríðu einstaklega fallegt og gæfu- ríkt. Hún kallaði Fríðu gjarnan Guðsgjöfina og eru það orð að sönnu. Myndin af þeim saman sem var á vegg herbergis Sjafnar á Droplaugarstöðum lýsir ást þeirra svo vel. Hugar okkar eru fullir þakklætis fyrir vináttuna og samveruna. Minningin um kæra vinkonu er björt, falleg og full af hlátri. Við vottum Fríðu, Guðsgjöf Sjafnar, samúð og þökkum henni jafnframt fyrir að elska vinkonu okkar og hugsa svona vel um hana. Blessuð sé minning Sjafnar Kristjánsdótt- ur. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. (Davíð Stefánsson) Marta María Oddsdóttir og Kristín Jónsdóttir. Elsku Sjöfn. Í minningargrein þinni um ömmu Magg lýstir þú henni sem víðsýnni. Það orð átti svo vel við um ykkur báðar. Ég var ekki orðin táningur þegar ég kynntist þér fyrst. Þegar Daði bróðir spurði ömmu hver væri mað- urinn hennar Fríðu þá svaraði amma að Fríða ætti ekki mann heldur „rosalega góða konu“. Síð- ustu þrjú orðin voru sögð með áherslu. Því það varstu – rosalega góð. Þegar þið Fríða svo stofnuðuð til staðfestrar samvistar heiðraði amma tilefnið á táknrænan hátt – með því að kveikja á kerti. Síðan þá hefur þú lýst upp fjöl- skylduna okkar á fleiri vegu en margan skyldi gruna. Þú varst ljós- ið hennar Fríðu og þar með okkar allra. Þú hafðir lag á því að sjá fólk í réttu ljósi. Hjálpa því. Styðja. Lækna. Það vita þeir best sem til þín hafa leitað því þú hafðir ekki þörf fyrir að auglýsa það út á við. Það segir mikið um þig. Manstu þegar ég var í mennta- skóla og þú bauðst mér að vera með í speglunum. Þú kynntir mig óhikað sem „tilvonandi læknanema“ og ég stækkaði um nokkur númer. Í yf- irborðskenndum heimi kenndir þú okkur að konur væru alls konar og að það væri bara allt í lagi að vera eins og maður er og segja það sem manni finnst. Þú varst nefnilega hreinskilin en samtímis góð og nægjusöm. Þú kunnir að setja mörk. Þú hikaðir ekki við að heimta að fá að tala við „manager“ ef hlutirnir voru ekki eins og um hafði verið samið. Þú settir í glettni upp fyndinn svip þeg- ar um þetta var rætt. Þú skelltir oft upp úr á þinn einstaka hátt og sagð- ir að eitthvað væri „alger brandari“. Brandararnir voru reyndar margir. Þú varst fórnfús. Þegar þér var boðið eitthvað þáðir þú það ekki fyrr en þú vissir að aðrir hefðu nóg. Ein af síðustu góðu minningun- um er frá því þið Fríða komuð í heimsókn til okkar í Gautaborg. Við fórum í Liseberg og krakkarnir töl- uðu lengi eftir á um „FíoSjön“ og hvað þau söknuðu ykkar mikið. Nú eiga þau fallegar minningar og mynd af þér í ramma og horfa upp til himnaríkis á kvöldin til að bjóða þér góða nótt. Elsku Sjöfn. Þú varst okkur svo kær og svo mikil fyrirmynd. Ég hugsa til þess með þakklæti að hafa fengið að kynnast þér. Takk elsku Sjöfn fyrir allt. Við söknum þín og minnumst þín með hlýju í hjarta. Kær kveðja, Thelma. Við Sjöfn kynntumst þegar við báðar hófum nám í læknisfræði. Hún ekta Vesturbæingur með stúdentspróf úr Verslunarskólan- um, ég nýkomin heim eftir margra ára dvöl í Noregi. Einhvern veginn smullum við saman þótt bakgrunn- urinn væri ólíkur og ég gerðist heimagangur á Grenimelnum. Þar kynntist ég hennar góðu foreldrum og systkinum. Við lásum læknis- fræði í sama lessal og þess á milli lyftum við okkur upp. Oft rúntuðum við á Ford Maverick föður hennar og einu sinni fórum við yfir Hellis- heiðina eingöngu til að kaupa okkur tómata í Hveragerði. Við höfðum gaman af að taka lagið á góðum stundum þótt ég sé laglaus og hún ekki örugg á hálfnótunum. Það sem henni var skemmt þegar henni var bent á þetta með hálfnóturnar. Hlátur var reyndar eitt sem ein- kenndi Sjöfn. Hún hafði dillandi húmor sem stundum var svolítið svartur. Hún hafði næmt auga fyrir umhverfinu og var skarpgreindasta manneskja sem ég hef kynnst með mikla athyglisgáfu. Ekkert fór fram hjá henni og fólk gat lent í þriðju gráðu yfirheyrslu ef hún vildi kynnast því betur. Það var hún sjálf sem sagðist vera að setja tékklist- ann á fólk. Þessi athyglisgáfa og greiningarhæfileiki gerði hana að þeim frábæra lækni sem hún var. Ég syrgi góða vinkonu til 50 ára. Lífið er tómlegra án hennar. Hún var trygg og trú vinkona. Það var mikil reisn yfir henni alla tíð, líka eftir að alzheimersjúkdómurinn fór að leika hana grátt. Allt sem hún átti var valið af smekkvísi. Hún var réttsýn og þoldi ekkert ranglæti. Hafði ímugust á tækifærissinnum. Hún vann ötullega fyrir Amnesty International á yngri árum. Snobb fyrirfannst ekki hjá henni, hún kom eins fram við alla. Hreinskilni var henni í blóð borin, hún sagði óhrædd sína skoðun. „Sjöfn er svo skemmtilega hreinskilin,“ heyrði ég mann segja fyrir margt löngu. Hún hafði líka yndi af að rökræða ýmis málefni, henni fannst ekki verra ef einhver var ósammála henni. Ég held hún hafi gert þetta til að læra meira sjálf um málefnin. Hún vildi vita og skilja. Minningarnar sem ég á um Sjöfn eru margar og góðar og er það mik- il huggun. Ég hef undanfarið verið að rifja upp skemmtileg ferðalög með henni í gegnum tíðina. Flott- asta ferðin var án efa vikuferð til Champagne, þar sem við bjuggum í fornri konungshöll og kampavíns- framleiðendur voru heimsóttir dag- lega. Það átti nú við „hefðardöm- una“. Ekki er hægt að skrifa um Sjöfn án þess að minnast á Fríðu eigin- konu hennar til margra ára. Fal- legra samband er ekki hægt að hugsa sér. Það einkenndist af ást og virðingu eins og góð hjónabönd eiga að gera, einnig gleði og húmor. „Hún Fríða er Guðs gjöf,“ heyrði maður Sjöfn oft segja. Þær áttu gott og innihaldsríkt líf saman bæði í leik og starfi. Þegar heilsu Sjafnar fór að hraka var augljóst að hún setti allt sitt traust á Fríðu og það var aðdá- unarvert hvernig Fríða brást við því. Þar var ástúð í fyrsta sæti, svo gamansemi og umfram allt virðing. Enda fór Sjöfn ekki á hjúkrunar- heimili fyrr en í fulla hnefana og dvaldi þar stutt áður en hún lést. Elsku Fríða, þinn missir er mestur. Guðný Bjarnadóttir. Sjöfn og Fríða voru vinahjón okkar, merkilegt hvað þetta hvers- dagslega orð getur haft djúpa merkingu. Sjöfn var vel þekkt, en persónuleg kynni okkar hófust þeg- ar Fríða varð hennar lífsförunaut- ur. Guðsgjöfin mín sagði Sjöfn oft og hlý stroka um vanga Fríðu fylgdi gjarnan. Sjöfn var ekki hrædd við að opinbera ást þeirra tveggja, skil- yrðislaus ást þeirra sást langar leið- ir. Samkynhneigðir áttu almennt ekki að vera að bera ást sína á torg, að halda henni hjá sér var í lagi. Sjöfn kaffærði með beinskeyttu við- móti hvern þann sem vogaði sér að koma fram við hana af virðingar- leysi, enginn gerði það tvisvar. Bíla- sölumaðurinn hjá Saab áttaði sig ekki á hvaða kona kom inn til að skoða nýjan dýrindis Saab, Sjöfn var Saab-kona og hún hafði ákveðið að bílinn skyldi hún kaupa. Sölu- manninum þótti lítið til koma að mannlausar konur væru að skoða dýrgripinn, ekki tæki því að sýna konum svona bíl, hvar er maðurinn spurði hann. Hann fékk það víst óþvegið, Sjöfn fór beinustu leið í Brimborg og staðgreiddi flottasta Volvoinn sem var í búðinni. Sjöfn var skarpgreind, réttsýn, hrein og bein og afburða hlátur- mild, hafði mjög gaman af því að rifja upp skemmtilega tíma og mik- ið var hlegið. Sjöfn var vinsæll læknir, fær í sjúkdómsgreiningum og oft greindi hún sjúkdóma utan síns sérsviðs, hún fylgdi sínum sjúklingum vel eftir, varði heilu kvöldunum í að hringja í þá, upp- lýsa og ræða málin. Við erum þess fullvissar að hún bjargaði lífi ann- arrar okkar með einskærri færni í sinni sérgrein, það verður seint þakkað að fullu. Sjöfn var mjög hæfur meltingarfæralæknir, kröfu- hörð og vildi að hlutirnir gengju fumlaust fyrir sig, „Ordnung muss sein“ var oft sagt okkar á milli. Minningar um Sjöfn eru hlaðnar ánægjulegum stundum, oft á Jóm- frúnni eða í matarboðum. Erfitt var að fylgjast með sjúkdómnum ná yf- irhöndinni, sjá hana hverfa frá okk- ur smátt og smátt. Þessi skörungur þurfti að láta undan, enginn ræður við alzheimersjúkdóminn, ekki ennþá. Við vottum Fríðu guðsgjöf Sjafn- ar okkar dýpstu samúð. Hanna María og Sigurborg (Bogga). Það er gæfa að eiga góða vini og söknuðurinn verður mikill þegar góðir vinir hverfa á braut. Í dag kveðjum við Göngugarpar Sjöfn Kristjánsdóttur vinkonu okkar. Þessi gönguhópur, sem í upphafi voru tíu konur, á upphaf sitt í Versl- unarskóla Íslands, þar sem við vor- um í sama árgangi. Sumar okkar kynntust Sjöfn jafnvel enn fyrr og sumar voru einnig samtíða henni í námi erlendis. Við höfum því þekkst í rúma hálfa öld eða lengur. Í allmörg ár höfum við Göngu- garpar hist reglulega. Eins og nafn- ið bendir til höfum við gengið sam- an en ekki síst spjallað á göngu og eftir göngu, þegar við höfum tyllt okkur niður á veitingastað til að fá okkur hressingu. Það hefur líka verið til siðs að fara í jólagöngu í desember og þá höfum við litið í nokkrar verslanir og hvatt hver aðra til dáða í jólainnkaupum ásamt því að gera vel við okkur í jólamat. Ekki hefur okkur þótt nóg að ganga á Íslandi, við höfum farið í nokkrar ferðir saman til Skotlands, Þýska- lands og Frakklands, þar á meðal í afmælisferð til Parísar í tilefni af 60 ára afmælum okkar. Samveru- stundir okkar hafa alltaf verið góð- ar og gefandi. Enda hefur samver- an verið mikilvægust í vinskap okkar, en göngurnar hafa verið í aukahlutverki, þrátt fyrir nafn hópsins, og skrefatalning hefur verið víðs fjarri okkur. Sjöfn var alltaf mikill gleðigjafi. Grunnt var á gríninu hjá henni og því oft mikið hlegið á fundum okk- ar. Í umræðum um ýmis mál var Sjöfn oft með ákveðnar skoðanir, en ekki síst vildi hún uppfræða okk- ur um málefni sem tengdust fag- sviði hennar. Hún benti okkur á forvarnir vegna krabbameins í meltingarfærum og barðist gegn ýmsum bábiljum sem fóru á flug meðal almennings. Ef eitthvað am- aði að einhverri okkar var hún um- svifalaust tilbúin til að liðsinna okk- ur. Og það var sannarlega gott að leita til hennar. Hún var góð vin- kona og góður læknir. Þegar heilsu Sjafnar fór að hraka kom kona hennar, Fríða Bonnie, oft með henni til fundar við okkur. Samband þeirra var fallegt og farsælt. Fríða reyndist Sjöfn einstaklega vel í veikindum hennar. Við Göngugarpar höfum nú misst tvo félaga og erum því átta talsins í dag. Makar hafa tekið þátt í sumum viðburðum, einkum árshá- tíðum og utanlandsferðum. Við er- um öll þakklát fyrir að hafa átt samleið með Sjöfn. Vináttan við hana hefur verið okkur mikils virði og minning hennar mun lifa með okkur um ókomin ár. Fríðu send- um við innilegar samúðarkveðjur, en missir hennar er mestur. Við sendum líka fjölskyldu og vinum Sjafnar og Fríðu innilegar samúð- arkveðjur. Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, Ella Stefánsdóttir, Gillý Guðmundsdóttir, Hjördís Claessen, Ingibjörg Sigurðardóttir, Lára Valgerður Júlíusdóttir, Oddrún Kristjánsdóttir, Þórunn Þórisdóttir. Meira en hálf öld er frá því að leiðir okkar Sjafnar lágu saman í Verzlunarskóla Íslands. Eftir stúdentspróf vorum við hvor í sínu landinu í háskólanámi; hún í læknisfræði og ég í um- hverfisfræðum. Nokkru eftir að heim var kom- ið slógumst við í hóp skólasystra úr Verzló sem enn hittist reglu- lega, og köllum við okkur Göngu- garpa, þó svo að hvorki hafi alltaf verið gengið langt né lengi. Við vorum tíu og 600 ára afmæli okk- ar samanlagt var fagnað í París. Aldrei var Sjöfn hamingju- samari en eftir að hún kynntist Fríðu og samband þeirra var ein- stakt. Sjöfn kallaði Fríðu gjarnan „guðsgjöfina“ sína, sem svo sann- arlega var réttnefni. Þá var hún með sterka réttlætiskennd og hafði samúð með lítilmagnanum. Húmorinn var samt aldrei langt undan. Sjöfn var sérfræðingur í melt- ingarlækningum og var afar vin- sæll læknir enda sérlega fær í sínum fræðum og störfum. Engin færibandavinna þar, því hún gaf sér góðan tíma með hverjum sjúklingi og ósjaldan uppgötvaði hún sjúkdóma alls ótengda henn- ar sérgrein. Ekki minnkaði vinátta okkar þegar ég tók að mér bókhalds- störf fyrir læknastofuna hennar, og árshátíðir fyrirtækisins eru ógleymanlegar. Þá höfum við Leifur átt dásamlegar stundir með þeim Sjöfn og Fríðu og við fjögur ferðuðumst víða, s.s. til Kína, Ástralíu og Suður-Amer- íku. Veislum var slegið upp af minnsta tilefni og ekki voru þær sístar árlegu Eurovision-veisl- urnar, ýmist í Borgarfirði eða Reykjavík, með Ellu vinkonu okkar. Það er þyngra en tárum taki að hafa fylgst með heilsu Sjafnar smám saman hraka. Enginn hefði getað stutt hana betur í veikindunum en Fríða; hún um- vafði hana með ást sinni alla tíð og hennar missir er mestur. Við Leifur sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur til Fríðu og fjölskyldna þeirra Sjafnar beggja. Oddrún Kristjánsdóttir. Sjöfn Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.