Morgunblaðið - 06.12.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.12.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2021 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Boðinn Bingó kl. 13. Myndlist kl. 13. Sundlaugin er opin kl. 13.30-160. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Postulínsmálun kl. 9-12. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9.45-10. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heimaleik- fimi á RÚV kl. 13-13.10.Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Poolhópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 12.40. Bridge og tvímenningur í Jónshúsi kl. 12.30-15.40. Stólajóga kl. 11 í Kirkjuhv. Vatnsleikf. Sjál. kl. 15/15.40 og 16.20, Zumba Gold kl. 16.30. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könnunni. Samvera og spjall kl. 9.30-10. Leikfimi fyrir eldri borgara í ÍR kl. 10-11. Kóræfing kl.13-15. Skráning stendur yfir í jólabingó, sem verður fös. 10. des. Allir alltaf velkomnir. Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 7. desember verður opið hús fyrir eldri borgara í Grafarvogskirkju. Opna húsið er kl. 13-15. Margt er til gamans gert. Boðið er upp á kaffi og meðlæti að opna húsinu loknu. Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir. Kyrrðarstund hefst kl. 12. Að henni lokinni er hádegisverður gegn vægu gjaldi. Allir hjartanlega velkomnir! Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9- 11. Sögustund kl. 12.10-13.30. Samsöngur kl. 13.30. Allir velkomnir. Sönghefti á staðnum, veitingar seldar eftir á. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall kl. 8.30-10.30. Útvarpsleik- fimi kl. 9.45. Minningahópur kl. 10.30. Jóga með Ragnheið Ýr kl. 12.20. Zumba með Carynu kl. 13.10.Tálgun – opinn hópur kl. 13-16. Bridge kl.13. Hádegismatur kl. 11.30-12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er leirmótun í smiðju 1. hæðar kl. 9-13. Jólakaffi og smákökur í setustofu 2. hæðar kl. 10. Bókabíllinn Höfðingi mætir á svæðið, Skúlagötumegin, kl. 13.10-13.30. Þá er boc- cia í setustofu kl. 13.15-14. Einnig er opin handavinnustofa kl. 13-16. Þá verður farið í tveggja tíma jólaljósaferð um borgina kl. 17 (skráning nauðsynleg). Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna frá kl. 9. Leir, Skólabraut kl. 9. Billjard, Selinu kl. 10. Jóga/leikfimi í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13. Eitthvað jólalegt föndur í boði. Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Nýr 2021 Nissan Leaf Tekna 40 kWh battery. Drægni um 270 km. Evrópubíll í fullri ábyrgð. Eigum hvíta, Dökk grá og svarta til afhend- ingar strax. 840.000 undir listaverði á aðeins 4.350.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. Húsviðhald Húsaviðgerðir www.husco.is Sími 555 1947 Gsm 894 0217 með morgun- !$#"nu Vantar þig rafvirkja? FINNA.is Bróðir okkar Ingvar G. Guð- mundsson hefur kvatt þennan heim. Hann lést á sjúkrahúsinu í Keflavík eftir viku- dvöl þar, umvafin fjölskyldu sinni bæði dag og nótt. Ingvar lifði löngu og gæfuríku lífi. Kennsla var ævistarf hans. Jórunn man hann sem kennara í nýju skólahúsi í Keflavík árið 1952, en hún var í fyrsta bekknum sem hann kenndi þar, hún man best framhaldssöguna sem hann sagði bekknum, sem varð til hjá honum um leið og hún var sögð. Hann bjó og starfaði í Keflavík, lengst af sem aðstoðarskólastjóri í Holtaskóla, einnig kenndi hann hermönnum íslensku á Keflavík- urflugvelli. Honum bauðst að fljúga með orrustuþotu banda- ríska flughersins og sagði hann skemmtilega frá þeirri reynslu. Ingvar var einn af stofnendum skátafélagsins Heiðabúa og fór m.a. á jamboree í Grikklandi. Hann var einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Keflavíkur og félagi alla tíð. Félagi var hann í Golf- klúbbi Suðurnesja og spilaði golf meðan heilsan leyfði. Eftir að hann lauk störfum sem kennari varði hann löngum stundum við tölvuna og mörg áhugaverð verk- efni vann hann, m.a. „Annál Lionsklúbbs Keflavíkur“, sem ber frásagnargáfu hans og vandvirkni glöggt vitni. En fyrst og síðast var það fjöl- skyldan og heimilið sem hugur hans brann fyrir og voru þau Hera heimakær og heimili þeirra við- komustaður fjölskyldunnar og vina, margt var þar rætt yfir kaffi- bolla og kræsingum. Við systurn- ar og fjölskyldur okkar þökkum ykkur allar ánægjustundir sem við höfum átt saman. Kæri bróðir, við kveðjum þig Ingvar G. Guðmundsson ✝ Ingvar G. Guð- mundsson fæddist 16. maí 1928. Hann lést 13. nóvember 2021. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hins látna. með söknuð í huga. Elsku Hera og fjöl- skylda, við sendum ykkur innilegar sam- úðarkveðjur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Minning um kæran bróður mun lifa um ókomin ár. Ingveldur, Svanhildur, Jórunn, Guðrún og fjölskyldur. Frændi minn, Ingvar Guð- mundsson, er látinn, 93 ára aldri. Með honum er genginn mikill öð- lingur og drengskaparmaður. Ungur leit ég upp til frænda míns og því engin tilviljun að ég fetaði sömu braut og hann til menntunar og starfsferill okkar varð um margt áþekkur. Ingvar lauk prófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1951 og frá þeirri stundu naut heimabær hans, Keflavík, starfs- krafta hans. Kennsla og stjórnun- arstörf í skólum bæjarins varð ævi- starf hans. Hann ávann sér velvilja samferðamanna sinna, vinsæll og vel liðinn af öllum sem hann átti í samskiptum við. Áhugamál hans voru félagsmál og ritstörf. Hann var ritstjóri tveggja blaða um skeið, Reykjaness og Keflavíkur- tíðinda, og naut sín vel á þeim vett- vangi. Hann var einn af stofnend- um Lionsklúbbs Keflavíkur og skátahreyfingunni lagði hann lið. Heimsóknir til Ingvars og Heru, eiginkonu hans, kalla fram ljúfar minningar. Bæði höfðingjar heim að sækja. Ingvar var víðlesinn og fróður og gaman að ræða við hann um málefni líðandi stundar. Hann bjó yfir ríkri frásagnargáfu og miðlaði óspart af þekkingu sinni. Yfirleitt fremur alvörugefinn en stutt í gamanyrðin ef því var að skipta og átti auðvelt með að draga fram broslegar hliðar tilverunnar. Kominn á eftirlaun sat hann ekki auðum höndum. Ritstörfin toguðu í hann og talsvert efni átti hann í handraðanum. Hann sýndi mér sumt af því sem hann hafði unnið að og fannst mér mikið til þess koma. Ég kveð frænda minn með virðingu og með þakklæti fyrir góð og gjöful kynni. Við Óla sendum Heru og fjölskyldu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Gísli Steinar Sighvatsson. Fallinn er frá Lionsfélagi okkar Ingvar Guðmundsson, fv. kennari og síðar aðstoðarskólastjóri við Holtaskóla í Reykjanesbæ. Ingvar var stofnfélagi Lionsklúbbs Kefla- víkur 7. apríl 1956 og var hann mjög virkur við hreyfinguna allt þar til á síðustu misserum. Ingvar vann að mikilvægu verkefni fyrir okkar Lionsklúbb en hann hélt skrá yfir alla Lions- félaga sem gengu til liðs við klúbb- inn frá upphafi og viðhélt hann þessari skrá allt þar til nú síðari ár. Þar eru miklar heimildir um starfsemi klúbbsins frá upphafi. Ingvar tók virkan þátt í gróð- ursetningarferðum klúbbsins og einnig aðalfjáröflun okkar sem var á fyrri tímum okkar vinsæla peru- sala, sem fór fram á hverju hausti. Nú er aðalfjáröflun klúbbs okkar sjávarréttakvöld og kútmaga- veisla en Ingvar var einnig þátt- takandi í okkar árlegu kútmaga- hreinsun. Ingvar sinnti ýmsum ábyrgðar- störfum fyrir klúbbinn, var for- maður klúbbsins 1959, var í rit- nefnd á 40 ára starfsafmæli klúbbsins og hlaut hann Melvin Jones-viðurkenninguna 1989. Við Lionsfélagar hans stöndum í mikilli þakkarskuld við Ingvar fyrir hans framlag til Lionshreyf- ingarinnar og sér í lagi fyrir fram- lag hans til Lionsklúbbs Keflavík- ur. Við sendum Heru og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. F.h. Lionsklúbbs Keflavíkur, Axel Jónsson. ✝ Þorbjörg Stein- ólfsdóttir fædd- ist í Reykjavík 12. maí 1934. Hún lést á Hrafnistu Laugar- ási 11. nóvember 2021. Foreldrar henn- ar voru hjónin Vig- dís Magnúsdóttir, f. 26. júní 1900, d. 23. júní 1969, og Stein- ólfur Benediktsson, f. 1. ágúst 1892, d. 8. júlí 1972. Samfeðra bróðir var Hilmar, f. 17. júlí 1925, d. 7. janúar 2008, uppalinn á Siglufirði. Þorbjörg giftist 15. apríl 1954 Val Ragnarssyni, f. 10. nóvember 1931, d. 2. janúar 2014, sonur Lilju Oddsdóttur og Ragnars Brynjólfssonar. Börn Þorbjargar og Vals eru Vigdís, gift Bjarna Ásgeirssyni, Ragnhildur, gift Tino Nardini, Lilja, gift Erni E. Gísla- syni, og Steinar Benedikt, kvæntur Kristínu Jóhanns- dóttur. Ömmubörn- in eru 11 og lang- ömmubörnin 18. Þorbjörg ólst upp í Reykjavík, Þing- holtunum og Skerja- firði. Hún útskrif- aðist gagnfræðingur frá Ingimarsskóla og hóf skrifstofustörf í framhaldi af því. Þorbjörg og Valur bjuggu í Laug- arneshverfinu, lengst af á Rauða- læk tæp fimmtíu ár og síðustu ár- in í Jökulgrunni. Hún hóf störf sem móttökuritari árið 1979 á læknastofu og á Læknavaktinni. Útför Þorbjargar fór fram í kyrrþey í Áskirkju 26. nóvember 2021. Mamma fæddist að vori, kom sem sólargeisli inn í líf foreldra sinna sem flutt höfðu til Reykja- víkur, afi að austan frá Borgar- firði eystri, amma frá Borgarfirði syðri. Ekki einungis glæddi hún líf þeirra, heldur stóð að henni stór samheldinn frændgarður, amma hennar, föðursystkini og vinir. Fyrstu árin bjuggu þau í Þingholtunum þar sem mamma þekkti hverja götu og hvert húsa- sund. Síðar fluttu þau í litla Skerjafjörð sem þá var sem lítið þorp, hún þekkti alla og allir þekktu hana. Húsakostur var ekki stór en nóg rými fyrir alla. Með alla þessa ást og umhyggju lagði hún af stað út í lífið. Mamma var mjög félagslynd, var í skáta- hreyfingunni og stundaði skíði. Mátti aldrei missa af neinu, eign- aðist vini og vináttu sem entist út lífið. Um fermingu kynntist hún hálfbróður sínum samfeðra og varð strax náinn systkinakærleik- ur þeirra á milli. Um tvítugt stofnaði hún fjöl- skyldu en áfram bjuggu allir í ein- um hnapp, mamma, pabbi, amma, afi og eldri börnin sem fæddust eitt af öðru. Við urðum fjögur, stóru stelpurnar fyrst, litlu krakk- arnir síðar. Á þessum árum beind- ist hugurinn að fjölskyldunni, koma okkur á legg, sinna foreldr- um og endurgjalda alla þá ást sem hún hlaut í æsku. Bílpróf tók hún snemma og ekki dugði að deila heimilisbílnum með pabba, sjálf- stæð kona þurfti eigin bíl og gat þá skutlað öllum frændgarðinum, vinum og vinum þeirra til læknis, tannlæknis, í verslunarferðir, jafnvel út á land og við sátum í aft- ursætinu. Okkur þótti oft nóg um þetta vesen í henni og sjálfsagt pabba líka en hún hugsaði sjálf- stætt, lifði eftir eigin sannfæringu. Á Rauðalæknum, þar sem við ólumst upp, eignaðist mamma yndislega nágrannakonu, Sig- rúnu, þær ræktuðu einstaka vin- áttu, deildu sömu kunnáttu og áhuga á matargerð, bakstri, sauma- og prjónaskap, sem og garðinn sem var sá fallegasti að þeirra eigin mati. Tæplega fimm- tug fór hún að vinna utan heimilis- ins og á sama tíma fóru ömmu- börnin að fæðast. Hún gaf ekkert eftir, var ætíð til staðar fyrir fjöl- skylduna. Hún hélt öllum ungun- um sínum saman, planaði útilegur, dagsferðir, sumarbústaðaferðir, matarboð og hóaði öllum saman af minnsta tilefni. Þegar um fór að hægjast, börn og barnabörn orðin sjálfbjarga og sjálfstæð, fór mamma að sinna aft- ur félagsmálum og sjálfri sér. Hún sótti menningarviðburði, mætti á söngæfingar, leikfimi, kaffisam- sæti og frænkuboð. Síðast en ekki síst ræktaði hún vinskap við æskuvinkonurnar og vinina í Skerjafirðinum. Hún mátti ekki missa af neinu, lífið var ljúft. Þegar fór að halla að hausti í lífi mömmu, pabbi látinn og hún að hverfa inn í sinn litla heim sýndi hún hversu auðugt það er að hljóta gott og fallegt uppeldi. Allir dagar voru jákvæðir og fallegir, allir í kringum hana góðir og allar minningar yndislegar. Síðustu misserin hjálpuðu hennar bestu æskuvinkonur, Ranna og Stína okkur svo og Kaja, að hlúa að henni og stytta dagana. Einnig frænka hennar og jafnaldra Svana. Hjartans þakkir fyrir ykk- ar einstöku vináttu. Þegar vetur var nýgenginn í garð lokaði mamma augunum sín- um, hvíslaði kveðju til hvers okkar og hvarf til allra þeirra sem henni þótti svo undurvænt um og horfn- ir voru. Af sömu umhyggju og hún bar til ömmubarnanna og leiddi þau út í lífið, báru þau ömmu sína síðasta spölinn, sorgmædd en þó stolt yfir að vera komin af svo sterkri en hljóðlátri konu. Sofðu rótt, elsku mamma. Meira á www.mbl.is/andlat Steinar, Lilja, Ragnhildur og Vigdís. Þorbjörg Steinólfsdóttir Amma mín og nafna, Birna Unnur Valdimarsdóttir kvaddi okkur sunnudaginn 14. nóvember sl. Hún Birna amma var mér al- veg einstaklega kær svo ekki sé Birna Unnur Valdimarsdóttir ✝ Birna Unnur Valdimars- dóttir fæddist 28. febrúar 1936. Hún lést 14. nóvember 2021. Útför Birnu Unnar fór fram 24. nóvember 2021. meira sagt. Á svona stundum streyma fram ótal minningar sem ég ætla ekki að telja upp hér. En við þeirra glóð mun ég ylja mér við um ókomin ár. En eins mikið og þakklæti er mér efst í huga eftir allan þann tímann sem ég fékk með henni ömmu minni. Þá er að sama skapi gríðarlegri sorg og söknuði fyrir að fara í hjartanu. Börnin mín þrjú voru svo heppin að fá að kynnast henni vel og var hún þeim mjög náin og kær enda samgangurinn mikill í gegnum tíðina. Söknuður þeirra og missir er því mikill. Það eru forréttindi að fá að alast upp í kringum ömmur og afa og hvað þá langömmur og langafa. Birna amma upplifði gríðar- legar þjóðfélagsbreytingar á sinni tíð. Allt frá uppvaxtarárun- um í Aðalvík, hvar aðstæður voru mjög frumstæðar og yfir í nú- tímann með öllum tilheyrandi snjalltækjum og munaði. Birna amma var alltaf glæsileg í fari og fasi. Hún setti gríðarlega mikið og gott fordæmi fyrir af- komendur sína með allri sinni til- urð. Blessuð sé minning Birnu ömmu. Heiðar Birnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.