Morgunblaðið - 06.12.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
CHAN MADDEN NANJIANI McHUGH HENRY RIDLOFF
BARRY
KEOGHAN
DON
LEE
WITH KIT
HARINGTON
WITH SALMA
HAYEK
AND ANGELINA
JOLIE
O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T
94%
Frábær ný Fjölskyldumynd frá Disney
sýnd með Íslensku og Ensku tali
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Þegar hljómsveitir breytast í matar-
klúbba, Einar Áskell veitir inn-
blástur og heimsfaraldur geisar þá
fer boltinn að rúlla. Hljómsveitin
Kig & Husk, sem er skipuð Frank
Hall úr Ske og Höskuldi Ólafssyni,
sem margir ættu að kannast við úr
Quarashi, gaf út sína fyrstu breið-
skífu, Kill the Moon, 11. nóvember
síðastliðinn. Platan inniheldur 10
frumsamin lög.
„Við erum búnir að þekkjast
lengi, bróðir minn og Hössi eru vin-
ir. Svo var ég í hljómsveit sem heitir
Ske, eða er. Hljómsveitir hætta
aldrei, þær breytast bara í mat-
arklúbba. Hössi kom inn í þá hljóm-
sveit, þannig kynntumst við al-
mennilega,“ segir Frank um kynni
þeirra Höskuldar.
„Svo eins og gengur breyttist
hljómsveitin Ske dálítið í matar-
klúbb en mig langaði að fara að gera
eitthvað og Hössa líka svo við próf-
uðum að gera eitthvað tveir saman.
Það eru örugglega sjö ár síðan. Plat-
an var að mörgu leyti tilbúin fyrir
nokkrum árum en hún lá bara á hill-
unni. Í fyrra ákváðum við að klára
þetta bara.“
Spurður hvort það hafi skapast
aukið rými til þess að klára plötuna í
faraldrinum segir Frank: „Það var
einmitt dálítið þannig. Það var
minna að gera í öðru.“ Þeir fé-
lagarnir ákváðu að nýta tímann eins
og margt tónlistarfólk virðist hafa
gert á þessum tíma. „Ég ætlaði ekki
að segja þetta af því að þetta er
eiginlega orðin klisja en maður get-
ur ekki logið neinu um það.“
Bara gaman að vera Kig
Það var hálfgerð tilviljun hvernig
Höskuldur og Frank römbuðu á
hugmyndina að nafni hljómsveit-
arinnar. „Við vorum að vandræðast
með hvað við ættum að kalla okkur.
Við vorum með alls konar pælingar.
Ég var mikið búinn að hugsa um
eitthvert nafn með „&“, eins og ein-
hver heildsala eða eitthvað eins og
Bang & Olufsen. Það voru alls konar
svoleiðis hugmyndir. “
Einn daginn var Höskuldur síðan
að lesa Einar Áskel fyrir son sinn.
Þeir voru með minnisspil sem teng-
ist barnabókunum frægu og heitir
Kig & Husk á dönsku sem þýðir ein-
faldlega „kíktu og mundu“. Þar var
hugmyndin komin og nafnið varð til.
„Ég er Kig og hann er Husk. Hössi
er stundum kallaður Husky, svo það
passaði vel, og mér finnst bara gam-
an að vera Kig.“
Hljóðfæraleikur, söngur, forritun,
útsetningar og hljóðblöndun er í
höndum Kig & Husk en nokkrir
hljóðfæraleikarar hjálpuðu þó til við
gerð plötunnar: Kjartan Guðnason,
Paul Maguire og Hallgrímur Jón
Hallgrímsson allir á trommur, Óttar
Sæmundsen á bassa og Pétur Ben á
gítar.
Höskuldur sér að mestu leyti um
textagerðina. „Það er einhvern veg-
inn þannig að söngvarar þurfa að
fíla alveg og treysta því sem þeir eru
að syngja. Ég hef kynnst því í gegn-
um tíðina að það getur alveg verið
erfitt að semja ofan í söngvara. Ég
hef ekkert mikið verið að semja
textana en ef það er eitthvað sem
mér finnst alveg hrikalegt þá segi
ég það bara og líka ef mér finnst
eitthvað alveg geggjað. Oft ræðum
við um hvað við ætlum að tala, erum
sammála um konseptið. Svo erum
við bara saman í músíkinni. Ég hef
verið að gera tónlist fyrir kvikmynd-
ir, sjónvarp og leikhús og oft er
þetta eitthvert gamalt svoleiðis stöff
sem við síðan byggjum ofan á og
bætum. Þetta er bara mjög jafnt
samstarf.“
Þurfa þessa útrás
Frank segist ekki alveg vita
hvernig hann eigi að lýsa tónlist
þeirra félaga. „Þetta er einhvers
konar popp-rokk, kannski frekar
nær rokki en samt engan veginn
klassískt rokk. Við erum að prófa
alls konar þótt við setjum þetta í
hefðbundinn popplagabúning.
Stundum eru þetta ekki alveg hefð-
bundnar rokk- eða popplagasmíðar.
Við erum til dæmis hrifnir af Bo-
wie og The Flaming Lips og ein-
hverju sem er líka svolítið „indie“.
Við erum báðir miklir Tom Waits-
aðdáendur líka þótt það sé nú
kannski ekki mjög áberandi þarna.
Ég vildi að ég hefði svona flott orð
eins og Bubbi, „gúanórokk“. Við eig-
um ekkert svoleiðis. Kannski
„gúanópopp“.“
Frank segir þá langa að halda út-
gáfutónleika en það verði líklega
einhvern tímann eftir áramót þegar
jólaösin er búin. Þeir félagar stefna
síðan á að halda samstarfinu áfram.
„Ég á ekkert von á öðru. Við höfum
báðir gaman af þessu og finnst gam-
an að vinna saman. Við þurfum ein-
hvern veginn báðir að fá útrás fyrir
að búa eitthvað svona til.“
Þeim þykir góð tilbreyting að
sinna Kig & Husk enda báðir á kafi í
öðruvísi verkefnum. „Ég er að gera
tónlist fyrir bíó og sjónvarp og
Hössi er í alls konar, hefur til dæmis
verið á auglýsingastofu og að þýða.
Það er svo allt annað að búa til
svona músík en þá sem ég er alltaf
að gera. Þarna er maður að gera
músík á eigin forsendum sem er svo-
lítið það sem mann langar alltaf að
gera. Þótt mér finnist hitt æðislegt
þá blundar alltaf í manni að gera
tónlist sem lifir sínu sjálfstæða lífi.“
Ljósmynd/FBH
Skrautlegt Ljósmyndaverk frá fjörugu hljómsveitinni Kig & Husk.
Tónlist sem lifir sjálfstætt
- Hljómsveitin Kig og Husk gaf út sína fyrstu plötu, Kill the Moon - Frank Hall
og Höskuldur Ólafsson eru báðir á kafi í öðrum verkefnum en fá þarna útrás
Norðurírskur 11 manna aktívista-
hópur á myndlistarsviðinu, Array
Collective, hlaut Turner-verðlaunin
í ár en þau eru þekktustu verðlaun
sem veitt eru á Bretlandseyjum fyr-
ir samtímamyndlist. Verðlaunin
fékk hópurinn fyrir „Krá án leyfis“.
Það vakti athygli að á tímum
heimsfaraldurs voru engir ein-
staklingar tilnefndir að þessu sinni
heldur fjórir hópar sem vinna sam-
an að myndlistartengdum verk-
efnum. Ellefumenningarnir eru
fyrstir norðurírskra listamanna til
að hreppa Turner-verðlaun frá
stofnun þeirra árið 1984. Verð-
launaféð nemur 25.000 pundum,
um 4,3 milljónum króna, en hinir
hóparnir sem voru tilnefndir fá
10.000 pund hver. Sýning á verkum
frá öllum tilnefndum stendur nú yf-
ir í Coventry.
Sigurvegarar Myndlistarhópurinn Array
Collective er norðurírskur, frá Belfast.
Array Collective
hreppti verðlaunin
Aðalheiður S.
Eysteinsdóttir
myndlistarkona
hefur opnað ár-
lega sýningu sína
á aðventu í
Kompunni í Al-
þýðuhúsinu á
Siglufirði. Sýn-
inguna nú kallar
Aðalheiður
„Samtal“ og hún
vann hana á haustmánuðum, verk á
krossvið þar sem „lífrænt flæði
gróðurs og blóma sameinast á
myndfletinum,“ eins og segir í til-
kynningu. Samhliða sýningunni
hefur hún opnað „jólamarkað í
Anddyri Alþýðuhússins þar sem sjá
má lítil verk eftir mig sem ratað
gætu í jólapakka“.
Samtal Aðalheiðar
í Kompunni
Aðalheiður S.
Eysteinsdóttir