Morgunblaðið - 06.12.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.12.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2021 Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 25 ára 1996-2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þess sjást nú fyrstu merki að eftir nokkurra missera óróa sé að mynd- ast jafnvægi milli vöruframboðs og afkastagetu í alþjóðlegum flutn- ingakerfum, sem er sterkur áhrifa- þáttur í viðskiptalífi heimsins. Staðan er þó enn viðkvæm og þar ráða miklu takmarkanir vegna kórónuveirunnar sem oft eru settar á fyrirvaralítið. „Eitthvað er að slakna á spennunni. Smám saman aðlögumst við nýjum veruleika,“ segir Vilhelm Þorsteinsson, for- stjóri Eimskips. Samdráttur ekki langvarandi Í höfuðborginni má fylgjast með ferðum flutningaskipa sem þétthlaðin sigla inn og út úr Sunda- höfn – og eftir atvikum öðrum flutningahöfnum landsins. „Á margan hátt er magnið í flutninga- kerfum okkar, þá sérstaklega í inn- flutningi, ágætur hitamælir á stöð- una í þjóðfélaginu. Frá í september alveg fram í desember er alltaf mikið flutt inn vegna jólaverslunar. Raunar hefur verið jöfn stígandi og aukning í öllum flutningum á heimsvísu nú í meira en eitt ár,“ segir Vilhelm. „Þegar áhrifa Covid-19 fór að gæta fyrir alvöru á öðrum ársfjórð- ungi í fyrra dróst allt flutn- ingamagn mikið saman, en þau áhrif voru þó ekki langvarandi. Þá höfðu skipafélög um allan heim hins vegar dregið úr flutningagetu sinni, það er fækkað ferðum, auk þess sem afgreiðsla skipa tók lengri tíma. Fyrir vikið mynduðust stíflur í kerfunum sem hefur tekið tíma að vinda ofan af, sumpart vegna mjög sterkrar eftirspurnar eftir flutningum. En nú sjást merki þess að frekara jafnvægi sé að skapast.“ Loðnan boðar betri tíð Á Íslandsmarkaði er innflutn- ingur á bílum nú talsvert minni en var á besta tíma ferðaþjónustunnar fyrir 3-4 árum. Þar ræður miklu að bílaleigurnar kaupa færri ökutæki en var. Á móti kemur að undan- farið hefur mikið verið flutt inn af til dæmis timbri, svo sem pallaefni, raftækjum og almennri neyslu- vöru. Í útflutningi eru sjávaraf- urðir og ál allsráðandi. Í stóra sam- henginu hallar hins vegar á útflutninginn; í október var virði innflutnings til landsins tæplega 13 milljörðum kr. meira en útflutn- ings. En bráðum kemur betri tíð! Vænst er að loðnuvertíð á nýju ári verði gjöful og meira magn verði veitt en gerst hefur um langt árabil. „Já, að undanförnu hafa sjávarútvegsfyrirtækin verið að skipuleggja og undirbúa sig fyrir komandi vertíð, meðal annars með því að selja afurðir fyrri vertíðar úr geymslum og flytja út til að skapa sér geymslupláss,“ segir Vilhelm forstjóri. „Ef að líkum lætur verður loðnuvertíðin mikil áskorun fyrir alla, hvort sem það er í veiðum, vinnslu, flutningum eða á mörk- uðum. Hér hjá Eimskip höfum við farið heildstætt yfir stöðuna og sett upp ýmsar sviðsmyndir, til að átta okkur á flutningaþörf. Hvað fer mikið af loðnunni í bræðslu, frystar afurðir og hvert verður magn hrognanna sem fara á Japans- markað. Þetta þarf að kortleggja; hvað þarf marga gáma, skip og svo framvegis.“ Í flutningum Eimskips líða stundum ekki nema örfáir sólar- hringar frá því sjávarafurðir fara í skip hér heima uns þær eru komn- ar á markaði í Bretlandi og inn á meginland Evrópu. Frá Færeyjum, þar sem Eimskip starfrækir dóttur- fyrirtækið Faroe Ship, er ferskur lax fluttur frá Þórshöfn til Skrabs- ter í Skotlandi – og þaðan áfram með flugi frá Bretlandi vestur um haf eða til Asíu. Varan fer í skip í Færeyjum á mánudegi og er komin til viðskiptavina í fjarlægum lönd- um um miðja viku. Þessi hraði skapar að hluta til verðmætin. Með góðri kælitækni er líka hægt að halda vörunni ferskri alla leið, eins og viðskipavinir gera kröfu um. Umhverfismálin spennandi Frá Íslandi eru sjávarafurðir að mestu fluttar með skipum á er- lenda markaði, enda margfalt ódýrari og umhverfisvænni máti en til dæmis flugfrakt. „Við getum tekið dæmi um fisk sem fluttur er með flugi til Boston í Bandaríkj- unum frá Íslandi. Fari varan hins vegar með skipi til nærliggjandi hafnar í Portland í Maine-ríki mun- ar um 94% í kolefnisspori. Þetta er atriði sem horft er meira til og ræð- ur miklu í viðskiptum. Hvað varðar umhverfisáhrifin hafa skipaflutn- ingar algjöra yfirburði yfir aðra flutningamáta. Í Evrópu er meðal annars verið að reyna að koma sem mestu af flutningum á sjó á milli landa og af hraðbrautum í fljóta- báta,“ segir Vilhelm. Hjá Eimskip er í dag unnið að fjölmörgum umhverfisverkefnum og raunar eru slík mál aldrei langt undan í daglegri starfsemi. „Sumt eru einföld verkefni, eins og að draga úr pappírs- og rafmagns- notkun, auka flokkun sorps yfir í að skipta út tækjum eins og gáma- krönum, gámalyfturum og smærri bílum fyrir umhverfisvænni kosti. Næsta sumar verður stigið stórt skref þegar stærstu skip okkar, Brúarfoss og Dettifoss, sem komu ný í þjónustu okkar í fyrra, verða landtengd rafmagni. Þau verða með fyrstu gámaskipunum í heim- inum sem verða með slíka teng- ingu. Fyrir vikið verður hætt notk- un ljósavéla um borð á meðan skipin eru við bryggju í Sundahöfn. Stærsti hlutinn í kolefnisspori Eim- skips tengist útgerð flutningaskip- anna og þar er tækifæri til að gera betur, með því að fínstilla ýmis at- riði í starfseminni og hugsa mál upp á nýtt. Sú vegferð er spenn- andi.“ Samgöngubótum miðar hægt Landflutningar eru stór hluti af flutninganeti Eimskips. Úti á þjóðvegunum eru stórir trukkar á ferðinni með frakt og eru fljótir í förum. Hver verður framtíðin þar? „Að ætla að taka alfarið upp strandsiglingar í stað flutninga á landi er óraunhæf rómantík,“ segir Vilhelm. „Afurðir úr sjávarútvegi verða að komast sem fyrst í vinnslu eða á markað. Innflutt ferskvara sem kemur til landsins í dag þarf samkvæmt óskum kaupmanna og viðskiptavina að komast í verslanir úti á landi á morgun. Þessum ósk- um er svarað með því að fara land- leiðina, en samgöngukerfið á stór- an þátt í allri verðmætasköpun á Íslandi. Nú er jólaverðtíðin í innan- landsflutningnum í fullum gangi og margir sem nýta sér það að geta sent pakka hvert á land sem er með afhendingu daginn eftir. En því miður miðar samgöngubótum of hægt. Oft aka bílstjórarnir okkar við erfiðar aðstæður sem verður að bæta, enda eru vegirnir og flutn- ingar um þá lífæðar samfélagsins.“ Innflutningur er mikill og loðnuvertíð skapar væntingar, segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips Stjórnandi Jöfn stígandi og aukning í öllum flutningum á heimsvísu nú í meira en eitt ár,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. Flutningamagn hitamælir þjóðfélagið - Vilhelm Már Þorsteinsson er fæddur árið 1971 og tók við starfi forstjóra Eimskips snemma árs 2019. Áður starf- aði hann í um tuttugu ár hjá Ís- landsbanka. Var síðast fram- kvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestasviðs og sat í fram- kvæmdastjórn bankans. - Starfsmenn Eimskips, í 20 löndum, eru um 1.650 talsins. Skipin eru 17 og velta fyrir- tækisins í fyrra var um 100 milljarðar króna. Hver er hann? Lagarfoss 17 eru skip í flota Eimskips. Í kerfi félagsins er Þórshöfn í Færeyjum einn viðkomustaða, en þar er þessi mynd af stórskipinu tekin. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Trukkur Að ætla að taka alfarið upp strandsiglingar í stað flutninga á þjóð- vegum landsins er óraunhæf rómantík, að mati forstjóra Eimskips „Símasamband á hringveginum er allt of víða götótt og verður tafar- laust að bæta. Þetta er brýnt örygg- ismál,“ segir Jakob Frímann Magn- ússon, alþingismaður Flokks fólksins. Hann er fyrsti flutningsmaður frumvarps til breytinga á fjar- skiptalögum þar sem lagt er til að sú kvöð verði sett á símafyrirtækin að tryggja óslitið farsímasamband á þjóðvegunum. Er í því sambandi vísað til alþjónustu en þar er um að ræða fjarskipti af tilteknum lág- marksgæðum sem bjóða skal öllum á viðráðanlegu verði, óháð staðsetn- ingu. Í frumvarpi Jakobs Frímanns er lagt til að inn í fjarskiptalög verði sett ákvæði um að til alþjónustu telj- ist óslitið farsímasamband á hring- veginum. Einnig að Fjarskiptastofu verði heimilt að leggja kvaðir á síma- fyrirtæki um að koma upp og reka virki eða möstur með sendibúnaði sem þetta tryggja. „Ef fjarskiptafyrirtæki sjá sér ekki hagnaðarvon í því að tryggja ör- yggi á vegum landsins þá verða stjórnvöld að grípa inn í og útrýma þeim markaðsbresti,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Fyrir alþingiskosningar í septem- ber síðastliðnum fór Jakob Frímann víða um Norður- og Austurland og kynnti sér mannlíf og staðhætti. „Mér kom á óvart hvað símasam- band er víða slæmt. Á Töllaskagan- um, í nágrenni Siglufjarðar, eru dauðir punktar í fjarskiptakerfinu og eins í Hörgárdalnum, rétt fyrir utan Akureyri. Staðirnir eru satt að segja óteljandi. Verst er staðan þó á Austurlandi, til dæmis á Fagradal, milli Héraðs og Fjarðabyggðar,“ segir þingmaðurinn um stöðu mála. Ótækt að bíða eftir Brüssel Í umræðunni hefur verið um margra missera skeið, segir Jakob Frímann, að hlýða í fjarskiptamálum fjölþættu kalli ESB sem samgöngu- ráðherra hafi látið sig varða. Það mál hafi lent í flakki milli nefnda og gæti tekið mörg ár að tryggja Íslending- um, sem hér er um rætt, eðlilegt fjarskiptasamband enda innleiðing margra tuga evrópskra laga undir. Slíkt sé góðra gjalda vert, en mikil- vægt sé að fylla tafarlaust í þau göt fjarskiptakerfisins sem fyrr er lýst. Ótækt sé að bíða eftir skipunum frá Brüssel. sbs@mbl.is Fyllt verði í farsímagötin - Slitrótt á hringveginum - Jakob Frímann vill úrbætur Jakob Frímann Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.