Morgunblaðið - 06.12.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2021 ✝ Þórmundur Sigurbjarna- son fæddist í Reykjavík 6. des- ember 1931. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 25. nóvember 2021. Foreldrar hans voru hjónin Sigur- bjarni Tómasson, f. 1908, d. 1957, og Sigurbjörg Þórmundsdóttir, f. 1909, d. 1940. Fósturmóðir var Jódís Bjarnadóttir, f. 1907, d. 1975. Alsystir Þórmundar var Helga Ólöf, f. 1934, d. 2019, og hálfsystir hans var Sigurbjörg Sigurbjarnadóttir, f. 1945, d. 2016. Fósturbróðir var Birgir Jakobsson, f. 1932, d. 2016. Þórmundur giftist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Þóru Kristínu Filippusdóttur, f. 30. október 1935, hinn 23. maí 1954. Þórmundur og Þóra hófu bú- skap á Þórsgötu 19 í Reykjavík en byggðu sér síðan raðhús í Sólheimum 48 árið 1961 og bjuggu þar allt til ársins 2017 að ið 1955 sem var til húsa í Skip- holti 9. Þeir hættu þeirri starfsemi 1980, Þá hafði Þór- mundur menntað sig í raf- eindabúnaði loftfara („av- ionics“) og stofnaði Flugradíó sem var til húsa á Reykjavík- urflugvelli. Þórmundur kenndi einnig sitt fag við Iðnskólann í Reykjavík, sat þar í sveinsprófsnefnd og var formaður sveinsprófs- nefndar. Þórmundur starfaði svo að félags- og menntamálum stéttar sinnar og var formaður Meist- arafélags rafeindavirkja. Þegar Þórmundur varð 70 ára 2001 ákvað hann að selja fyrirtækið til Flugfélags Íslands og fylgdi hann kaupunum og starfaði til 75 ára aldurs með nýjum eigendum. Þórmundur starfaði einnig erlendis við fag sitt, m.a. í Laos og Sádi-Arabíu. Svifflug var hans aðaláhuga- mál og var hann formaður Svif- flugfélags Íslands í 13 ár. Útför Þórmundar fer fram í Bústaðakirkju í dag, 6. desem- ber 2021, klukkan 13. Gestir eru beðnir að framvísa neikvæðu Covid-hraðprófi ekki eldra en 48 klst gömlu. Streymt verður frá athöfn- inni: https://streyma.is/streymi/ Einnig er tengill á: https://www.mbl.is/andlat þau seldu og fluttu í Miðleiti 5 í Reykjavík. Börn Þórmundar og Þóru eru: 1) Sig- urbjörg, f. 1955, gift Ómari Frið- þjófssyni, f. 1951. Þau eiga fimm börn og ellefu barnabörn. 2) Sig- urbjarni, f. 1957, giftur Lindu Maríu Jónsdóttur, f. 1964. Þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. 3) Kristín, f. 1962, gift Þorsteini Sigvaldasyni, f. 1960. Þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. 4) Trausti, f. 1971, giftur Kristínu Guðmundsdóttur, f. 1973. Þau eiga þrjá syni. Þórmundur var í Reykholti í Borgarfirði sína grunn- skólagöngu og dvaldi þá á heimavist skólans. Að grunnskólanámi loknu hóf hann nám við Iðnskólann í Reykjavík í útvarpsvirkjun og lauk sveins- og meistaraprófi í því fagi. Þórmundur stofnaði ásamt Sigursteini Hersveins- syni radíóverkstæðið Hljóm ár- Elskulegur tengdafaðir minn, Þórmundur Sigurbjarnason hef- ur kvatt þennan heim. Fimmtu- dagskvöldið 25. nóvember sl. var komið að leiðarlokum á langri ævi hans og fékk hann friðsælt andlát, umvafinn sínum nánustu. Þær eru svo óteljandi minning- arnar sem sækja á hugann þegar ég tek þessi orð saman. Allar eru þær hver annarri betri og fal- legri og fjalla um samskipti okk- ar frá því að ég kom fyrst á heim- ili þeirra hjóna með Sigurbjarna syni þeirra fyrir tæplega 40 ár- um síðan. Þórmundur var einstaklega vel gerður maður sem hugsaði vel um Þóru, eiginkonu sína og börnin þeirra fjögur, Sigur- björgu, Sigurbjarna, Kristínu og Trausta, og fengu þau öll gott veganesti úr foreldrahúsum til að takast á við lífið. Eins og gengur stækkaði hópurinn ört þegar við bættust tengdabörn, afabörn og langafabörn og hjarta tengdaföður míns stækk- aði bara og allir áttu sinn sér- staka sess í hjarta hans og fengu sinn skerf af ást og umhyggju. Hópurinn hans telur í dag rúm- lega 50 manns sem öll syrgja þennan vandaða og einstaka mann. Í dag, 6. desember þegar hann er lagður til hinstu hvílu er jafn- framt fæðingardagurinn hans og hefði hann orðið 90 ára gamall. Ætlunin var að fagna þeim degi með honum ásamt öllum þeim sem voru honum svo kærir, en í stað þess fylgjum við honum síð- asta spölinn. Þakklæti er mér efst í huga fyrir líf þessa einstaklega vand- aða manns og allrar þeirrar um- hyggju sem hann veitti mér og minni fjölskyldu frá fyrstu stundu. Ég vil kveðja elskulegan tengdaföður minn með þessu fal- lega ljóði sem er svo lýsandi fyr- ir, hver hann var og um leið þakka fyrir allt og allt. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi og vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“er orð sem best lýsir þér. (Teri Fernandez) Kveðja, Linda María Jónsdóttir. Genginn er góður drengur, tengdafaðir minn Þórmundur Sigurbjarnason. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að finna eldri dóttur hans, hana Sibbu, í lok árs 1978, við rugluðum saman reytum og hef ég því verið samferða Þórmundi í góð fjörutíu ár. Ekki er hægt að nefna nafn Þórmundar nema nefna Þóru konu hans í sömu andrá, þau voru sem eitt en ástina sína fann þór- mundur á Sandskeiði við svifflug- nám árið 1953 en þá voru þau bæði að læra svifflug þar. Eitt það fyrsta sem ég tók eftir, nýr á heimilinu, var sá kærleikur sem ríkti meðal þeirra hjóna, en t.a.m. þakkaði Þórmundur ávallt sinni heittelskuðu konu fyrir mat- inn með kossi á kinnina, þannig upplifði ég þeirra samband alla tíð, ást og virðing og eftir að hann flutti á Sóltún dvaldi hún hjá hon- um daglega. Þórmundur var ekki margmáll en kunni vel hina kómísku list, til- svör hans voru stutt, hnitmiðuð og bráðfyndin, því var oft hlegið. Annað sem einkenndi tengdaföð- ur minn var handtak hans, engan mann hef ég þekkt sem tók jafn þétt í hönd manns. Þórmundur stofnaði Flugradíó eftir árin með Hljóm og hafði að- setur á Reykjavíkurflugvelli. Flugradíó fékk Evrópuvottun EASA fyrir þekkingu og tækja- búnað. Nafn hans var þekkt meðal ferjuflugmanna og sagan segir að þegar verkstæði annarra landa réðu ekki við verkefnið þá var ráð að heilsa upp á Thormund in Ice- land. Konan hans Þóra kom svo Þór- mundi til aðstoðar þegar umsvifin urðu mikil hjá Flugradíó og starf- aði með sínum manni þar til þau seldu fyrirtækið til Flugfélags Ís- lands árið 2001. Ég velti því oft fyrir mér hversu öflugur tengdafaðir minn var á tæknisviðinu því á þeim ár- um sem hann spannar urðu bylt- ingar á því sviði en hann var vak- andi yfir öllum þessum nýjungum og því sat hann oft á kvöldin í hægindastólnum sínum og las tækni- og fagblöð. Svifflugið átti hug hans og hjarta og starfaði hann að þeim málum í um 70 ár. Hann breytti svifflugum og betrumbætti. Hann kunni þá list að fljúga slíkum flyg- ildum og er einn þeirra rúmlega tuttugu manna sem hafa fengið svokallaðan Demant fyrir flug sitt. Svifflugmótin á Hellu gleym- ast seint þegar fjölskyldurnar settust að í vikutíma á flugvellin- um þar í keppninni um Íslands- meistaratitilinn. Þórmundur keypti ásamt félaga sínum Sig- mundi Andréssyni fyrstu trefja- fluguna sem kom til landsins sem þeir nefndu TF SOL. Þórmundur var þeirrar mann- gerðar að hann var til forystu val- inn þar sem hann var hvort sem var við leik eða störf. Hann var formaður Svifflugfélags Íslands, og formaður Félags íslenskra út- varpsvirkja, varð heiðursfélagi þess og var einnig sæmdur gull- merki þess félags. Þá var hann einnig foringi ferðafélagsins RÁF en þar voru rafeindavirkjar á ferð. Ég var svo heppinn að ferðast með honum og hans RÁF- félögum og varð vitni að því ein- staka sambandi og virðingu sem var milli þeirra og læriföðurins. Það sagði meira um mannkosti míns gengna tengdaföður en margt annað. Ég vona að tengdafaðir minn eigi nú góða ferð fyrir höndum um leið og ég þakka samfylgdina. Ómar Friðþjófsson. Í dag, 6. desember, hefði tengdafaðir minn Þórmundur Sigurbjarnason orðið níræður. Mig langar að minnast hans með þakklæti í huga fyrir svo margt sem hann gerði fyrir mig og fjöl- skyldu mína í gegnum tíðina. Það var um mitt ár 1982 sem ég kynn- ist verðandi tengdaföður mínum og konu hans Þóru eftir að hafa ruglað saman reytum við dóttur þeirra Kristínu. Ári seinna og fyr- ir velvild þeirra hjóna fluttist ég inn á heimili þeirra í Sólheimum 48 og vorum við Kristín undir þeirra verndarvæng fyrstu þrjú árin okkar í sambúð. Minningar frá þeim árum eru mér ljúfar og fyrsta barn mitt og Kristínar, Berglind, fæddist með heimili þar. Mér er minnisstætt að á fyrstu jólum mínum í Sólheimum fékk ég möndluna í jólaísnum. Ör- verpið á heimilinu, Trausti, var nú ekki alls kostar ánægður með það og sagði yfir jólaborðið að það væri ekki sanngjarnt að eitthvert aðskotadýr fengi möndluna. Tengdapabbi, með sínu æðru- leysi, upplýsti Trausta um að nú væri systir hans komin með kær- asta og hann væri orðinn hluti af fjölskyldunni og hefði sama rétt til möndlunnar og aðrir í fjöl- skyldunni. Eftir þetta var ég orð- inn einn af fjölskyldunni. Er við Kristín fórum að byggja voru ófáar vinnustundir sem Þór- mundur kom og aðstoðaði okkur við ýmislegt. Eftir að ég kynnist Þórmundi sá maður að þar fór duglegur maður til vinnu. Var hann með fyrirtækið Flugradíó sem var hans starfsvettvangur í 26 ár. Þar var hann mjög virtur í sínu fagi, fór í vinnu klukkan sjö og var yf- irleitt aldrei kominn heim fyrr en um kvöldmat. Vílaði hann ekki fyrir sér að fara eftir kvöldmat og um helgar ef einhver þurfti lausn á sínum máli tengt radíó. Þrátt fyrir mikla vinnu alla tíð átti Þór- mundur sína frítíma sem hann notaði í ferðalög með stórfjöl- skyldunni sem við eigum ljúfar minningar úr. Að lokum vil ég þakka Þór- mundi fyrir mig og mína í gegn- um tíðina. Ég mun ávallt minnast hans sem mikils velgjörðar- manns. Návist hans var mann- bætandi og munum við fjölskyld- an sakna hans mikið. Elsku Þóra, þinn missir er mik- ill og sendi ég þér mínar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þórmund- ar Sigurbjarnasonar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Þorsteinn Sigvaldason. Elsku afi, í dag hefðir þú orðið níræður. Við ætluðum að halda þér veislu í gær en í staðinn erum við sameinuð hér í dag til að fylgja þér síðasta spölinn. Fyrir mér var eins og þú værir ódauðlegur, þú varst einfaldlega bara bestur og gast allt og þá meina ég allt. Ef eitthvað bilaði var farið með það til afa, ef afi gat ekki lagað það þá var það ónýtt. Í minningunni gerðist það örsjald- an. Allt frá sjónvarpsfjarstýring- um upp í startara á bíl, leystir nokkrar skrúfur, lóðaðir upp á nýtt, saman aftur og allt virkaði upp á 10. Svona varstu, vildir allt fyrir mann gera. Þú hafðir mikið dálæti á okkur krökkunum og þegar við hittumst hjá ykkur ömmu var alltaf tæki- færi til að festa okkur frænd- systkinin á filmu, fyrst í sófanum í stofunni og svo þegar fjölga fór í hópnum í stiganum í Sólheimun- um. Við vorum orðin heimsmeist- arar í að sitja kyrr og brosa með- an þú græjaðir myndavélina. Svo þegar allt var tilbúið, allir prúðir og fínir … þá gleymdi afi að trekkja filmuna og uppskar alltaf mikil hlátrasköll. Ég naut þess að sniglast í kringum ykkur ömmu á verk- stæðinu þegar þú áttir Flugradíó, mér fannst frábært að þú gætir lagað flugvélar og ættir meira að segja þína eigin svifflugu. Ég fyll- ist alltaf pínu stolti þegar ég keyri fram hjá Sandskeiðinu og bendi krökkunum mínum oft á það að þarna ætti langafi svifflugu og við fylgjumst alltaf með hvort við sjáum svifflugu við Vífilfellið ef veðrið er gott. Það er gott að ylja sér við allar minningarnar, allar góðu stund- irnar. Ferðalögin, útilegurnar, fjölskylduboðin. Þegar við fórum saman til Flórída og ég fékk að sjá staðinn þar sem þið amma eydduð saman góðum hluta á hausti hverju. Þegar þið amma gistuð óvænt hjá okkur í Dan- mörku, þegar varð smá klúður með flugmiðana. Það er lengi hægt að rifja upp. Elsku afi minn, mikið sem ég á eftir að sakna þín. Við verðum dugleg að passa upp á hana ömmu fyrir þig, ást ykkar á lífinu og hvort á öðru var alveg einstök. Yndislegt samband sem þið áttuð og miklar fyrirmyndir fyrir okkur fólkið ykkar. Elsku afi minn, ég elska þig. Láttu uppstreymið bera þig áfram. Góða ferð. Þín Berglind. Með ást og þakklæti hugsa ég um allar þær góðu stundir sem ég átti með elsku afa. Öll skemmti- legu ferðalögin sem við fórum saman um Ísland, talstöðvarnar sem voru ómissandi og tjaldstæð- in sem voru ekkert endilega tjald- stæði. Afi kunni ráð við öllu og gat lagað allt sem hægt var að laga. Hann var húmoristi og hafði alltaf svör við öllu. Molinn með kaffi- bollanum, sterka handabandið hans og hlýju knúsin hans er eitt- hvað sem mun alltaf fylgja mér. Afi var einstakur maður, ljúfur, hlýr, einlægur og alveg einstak- lega þolinmóður. Elsku afi, takk fyrir allar okkar stundir, takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur og takk fyrir að vera besti afi og langafi sem hægt er að hugsa sér. Við elskum þig. Þín Þóra Dögg. Elsku afi, mikið sem ég er heppin að hafa átt þig sem afa og að hafa haft þig í mínu lífi. Ég elska húmorinn þinn og skemmti- legu svörin. Allt sem þú gerðir gerðir þú vel og verður það mér alltaf minnisstætt hvað þú gafst þér alltaf langan tíma í að taka myndir, það þurfti að stilla myndavélina, laga flassið og jú passa að allir væru enn inni á myndinni loksins þegar mynda- vélin var klár. Þú hafðir alltaf gaman af því að laga hluti og hafð- ir unun af því að vinna í Fordinum þínum. Þú vildir laga allt sem bil- að var og ætlaðir þér að laga ipod- inn minn þó það væri langsótt. Ferðalögin okkar saman eru mér einnig minnisstæð og auðvitað var mesta sportið að fá að vera í ferðabílnum ykkar ömmu og að fá hressingu í kaffitímanum í For- dinum. Elsku afi ég elska þig svo mik- ið. Þín Diljá. „Elsku drengurinn, við skipt- um um kúplinguna – þurfum bara handbók bílsins.“ „Já komdu bara með nýja öxulinn, við skellum bílnum inn í skúr og setjum hann undir.“ Afi í Sóló, alltaf tilbúinn að hjálpa, ekkert vesen. Ég ylja mér yfir yndislegum minningum af fjölskylduferðalög- um um landið þar sem maður hossaðist um í aftursætinu á gamla jeppanum, yfir öllum gæðastundunum í Sólheimunum með ykkur ömmu, yfir æðru- leysinu sem ávallt ríkti yfir hverju sem þú tókst þér fyrir hendur, yf- ir skilyrðislausu hjálpseminni, yf- ir húmornum og öllu því sem þú hafðir upp á að bjóða. Þó þér hafi á síðari tímum þótt óttalegt vesen á sjálfum þér að hringja í mig og fá aðstoð með tölvurnar þá gerði það mig svo óskaplega glaðan að geta endur- goldið eitthvað af góðmennsku og þolinmæði þinni og það var alltaf svo notalegt að kíkja til ykkar ömmu í Sólheimana. Elsku afi minn, þín verður sárt saknað um aldur og ævi en minn- ingin lifir áfram í hjörtum allra sem fengu að kynnast þér. Að hafa verið svo heppinn að eiga svona yndislegan, duglegan, kláran og góðan afa er ólýsanlegt – og til að enda þetta á þínum orð- um sem ég heyrði svo oft „Maður getur ekki kvartað“. Bless í síðasta skipti elsku afi og takk fyrir allt. Þórmundur Helgason, barnabarn. Elsku afi, þín verður sárt sakn- að. Ég gleymi því aldrei þegar ég var polli í pössun hjá ömmu og afa. Amma fór með mig í Flugra- díó þar sem ég drakk súrmjólk með hnetu- og karamellubragði. Síðan fór afi með mig í flugskýlið þar sem flugvélarnar voru geymdar og leyfði mér að setjast inn í eina. Síðan eru það öll fjöl- skylduferðalögin, á morgnana að fara í tjaldvagninn til ömmu og afa eða í Fordinn þeirra, finna kaffilyktina og jafnvel fá eitthvað gott í gogginn. Allar stundirnar sem við áttum eru litaðar gleði, kærleika og væntumþykju. Hvíl í friði elsku afi. Sælir dagar – grátum ekki horfna daga, heldur gleðjumst vegna þeirra sem við áttum. Guðmundur Freyr Ómarsson. Við ferðafélagar og vinir í ferðafélaginu RÁF (rafeinda- virkjar á ferð) minnumst hér for- Þórmundur Sigurbjarnason Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR frá Kirkjubæ, Vestmannaeyjum, lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 28. nóvember. Útför hennar verður frá Landakirkju 9. desember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á vef Landakirkju, landakirkja.is. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Hraunbúða, reikn.nr. 0582-26-200200, kt. 420317-0770. Guðrún R. Jóhannsdóttir Þórarinn Sigurðsson Jónas S. Jóhannsson Þorbjörg Þorfinnsdóttir Pétur S. Jóhannsson Vilborg Stefánsdóttir Jóhann Þór Jóhannsson Hafdís Hannesdóttir Kristín Antonsdóttir ömmubörn og langömmubörn Fallegi sólargeislinn okkar, pabbi, bróðir og frændi, GUNNAR SVANUR STEINDÓRSSON, listamaður og hönnuður, fæddur 1. júní 1978 í Neskaupstað, lést í Búdapest 5. nóv. 2021. Bálför fór fram ytra en þau sem vilja minnast hans eru velkomin til minningarathafnar í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 8. desember kl. 17. Minnt er á hraðpróf vegna Covid-19. Streymi verður að finna á mbl.is/andlat. Ronja Auður Gunnarsdóttir systkini hans foreldrar fjölskyldur og frændfólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.