Morgunblaðið - 06.12.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2021
Gyðingastjarnan var
og verður um ómunatíð
tákn helfarar sem þjóð-
arleiðtogar sammælast
reglulega um að megi
aldrei endurtaka sig.
Jafnvel þótt mögulega
megi viðurkenna arð-
ránstilburði auðugra
gyðinga gagnvart svelt-
andi samlöndum sínum
á kreppuárunum fyrir
stríð eru flestir sammála um að gyð-
ingar Þriðja ríkisins hafi verið gerðir
að blórabögglum flóknari samfélags-
vanda og hvað sem öllu því líður hafi
ekkert getað réttlætt hina eitruðu
hugmyndafræði nasista og þá aðskiln-
aðarstefnu sem þeir höfðu í frammi
gagnvart gyðingum og öðrum minni-
hlutahópum. Sama má segja um að-
skilnaðarstefnu hvítra og svartra í
Suður-Afríku. Hvorug stefnan gekk
upp og varð langlíf.
Í þessu ljósi sæti því furðu að há-
værar raddir skuli nú heyrast úr röð-
um nútímalegra og jafnréttissinnaðra
þjóðarleiðtoga, sem og virtra fræði-
manna, víða um heim, um mikilvægi
þess að skilja að bólusett fólk og
óbólusett í stríðinu við hina þraut-
seigu og næsta ósýnilega veiru, Co-
vid-19, hvað þá berja
niður mótmæli gegn
slíkum áformum og
víkja um leið strangvís-
indalegum og sið-
fræðilegum kröfum til
hliðar til lengri eða
skemmri tíma.
Þótt vissulega megi
færa rök fyrir því að
bólusetningar þær sem
við þekkjum nú í glím-
unni við veiruna kunni
líklega að fækka sjúkra-
innlögnum benda aðrar
rannsóknir til þess að bólusettir smiti
ekkert síður en óbólusettir. Öðru nær.
Þeir sem bólusettir séu kunni jafnvel
að vera kærulausari í samskiptum við
aðra en hinir sem ekki hafa látið bólu-
setja sig og þar að auki grunlausir um
að þeir megni að smita aðra ein-
kennalausir með öllu, eins og rann-
sóknir benda nú til. Þá virðast fæstir
vita hvenær lyfin byrja nákvæmlega
að virka eða hve lengi þau virka.
Á sama tíma og þessum rann-
sóknum fjölgar samfara fleiri efa-
semdaröddum um heim allan verða
birtingarmyndir hinnar nýju aðskiln-
aðarstefnu æ öfgafyllri og afdrátt-
arlausari: Í Austurríki var nýverið
komið á útgöngubanni ætluðu óbólu-
settum og í Ástralíu stendur jafnvel
til að skipuleggja sérstakar búðir til
að einangra óbólusetta frá hinum
bólusettu. Okkur berast fregnir frá
Danmörku og öðrum vinveittum lönd-
um þar sem óbólusettum hefur verið
gert að bera grímu á ýmsum vinnu-
stöðum, óbólusettir fá ekki lengur að
sækja opinbera viðburði, veitingahús
eða fjölmenna staði. Þessi aðskiln-
aðarstefna minnir óneitanlega á
aðskilnaðarstefnur Þriðja ríkisins og í
Suður-Afríku forðum.
Þótt við Íslendingar höfum enn
sem komið er ekki gengið jafn langt í
hinni nýju aðskilnaðarstefnu hafa
sumir hér á landi tekið undir hug-
myndir í svipaða veru, þar á meðal
Kári Stefánsson hjá Íslenskri erfða-
greiningu, sem lagði það á sig að leit-
ast við að uppræta gyðingafordóma
skáksnillingsins Bobbys Fischers. Þá
halda íslensk stjórnvöld og sóttvarna-
yfirvöld áfram að herja á allan al-
menning, líka börn og gamalmenni,
með endalausum bólusetningaráróðri,
aldraðir og fatlaðir fá ekkert svigrúm
til að verjast endurteknum sms-
skilaboðum um að mæta í Höllina í
enn einu bólusetningarátaki Big
Farma í boði örvæntingarfullra vald-
hafa án þess að hann sé spurður leyfis
eða þurfi að gefa upplýst samþykki og
án þess að siðfræðingar eða heim-
spekingar rísi upp – ekki endilega til
að mótmæla heldur þó ekki væri
nema til að ljá röddu gagnrýnnar
hugsunar lið.
Vitnað er látlaust í rannsóknir Big
Farma þó að gígantískir fjárhagslegir
hagsmunir þeirra ættu einir og sér að
hringja aðvörunarbjöllum og leyni-
legir samningar þeirra við stjórnvöld
víða um heim – líka á Íslandi – í krafti
einokunar og trygginga um engar
skaðabætur hljóti að vekja allt hugs-
andi fólk til umhugsunar.
Í skrifum sínum hefur ísraelski
metsöluhöfundurinn Yuval Noah
Harari varað við einræðistilburðum
stjórnvalda í baráttunni við Covid-19
og dregið upp býsna dökka mynd af
framtíðinni. Skyldu stærstu fjölmiðlar
heims halda áfram að hampa honum
nú þegar þeir þurfa að taka afstöðu
gegn helstu styrktaraðilum sínum?
Sjálfur var ég á meðal þeirra fyrstu
sem báru grímu á Íslandi þegar
fyrstu smit bárust til landsins og fékk
bágt fyrir. Sóttvarnalæknar margra
landa, m.a. Íslands, vöruðu við fölsk-
um forvarnaráhrifum grímanna. Nú
hefur þeim sömu snúist hugur og hika
ekki við að boða grímuskyldu með
reglulegu millibili.
Getur verið að í fyllingu tímans
muni nýjar rannsóknir og reynslan af
bóluefnunum og þeim aðferðum sem
beitt er nú leiða í ljós slælega virkni
þeirra, ágalla eða jafnvel skaðsemi og
um leið afhjúpa vítaverða afstöðu
þeirra sem stóðu að innleiðingu og út-
breiðslu bólusetningarlyfjanna, sem
enginn vill þurfa að axla ábyrgð á?
Ég veit ekki um ykkur en ef ég
væri starfandi heilbrigðisstarfsmaður
eða ábyrgur stjórnmálamaður myndi
ég leyfa sem flestum að njóta vafans í
þessum efnum og leggja mestu
áhersluna á forvarnirnar og að
vernda þá sem veikastir eru fyrir
gagnvart hinni skæðu veiru. Skipu-
lögð útskúfun þeirra sem ekki treysta
í blindni bólusetningarherferðum
þeim sem nú standa yfir gegn Co-
vid-19, sem þar að auki hafa ekki enn
sannað gildi sitt til fullnustu, ætti
aldrei að verða örþrifaráð neinna
valdhafa. Hvorki hér né annars stað-
ar. Fyrr né síðar.
Hin nýja aðskilnaðarstefna
Eftir Benedikt
S. Lafleur »Það sætir furðu að
háværar raddir skuli
heyrast úr röðum nú-
tímalegra og jafnréttis-
sinnaðra þjóðarleiðtoga,
sem og virtra fræði-
manna, um að skilja að
bólusett fólk og óbólusett
í stríðinu við Covid-19.
Benedikt S. Lafleur
Höfundur er rithöfundur.
Það dynja á okkur
þessa daga og undan-
farna 20 mánuði til-
mæli um að „óttast“.
Við eigum að óttast
neyðarástand, sótt,
dauða, smit, einangrun
og ekki síst annað fólk.
Hér ætla ég að ræða
aðeins hlut sérfræði-
menntaðra í að við-
halda og spana upp
skelfingu og dómsdagsstemningu.
Allnokkur hluti þjóðarinnar virðist
lamaður af hræðslu við ósýnilegan
óvin, veiru sem veldur önd-
unarfærasýkingu. Kórónuveiran er
enda iðulega útmáluð sem stór-
hættuleg drápsveira sem þó er veru-
lega ofmælt. Það hefur margoft
komið fram að veiran er nánast að-
eins skæð eldra fólki og þeim sem
eru með slæma undirliggjandi sjúk-
dóma. Dauðsföll meðal þessa hóps
eru þó mun færri en predikað var í
upphafi. Í langflestum tilvikum lifir
jafnvel hrumasta fólk þessa veiru-
sýkingu af. Minna má á þá gömlu og
seigu og óbólusettu Guðrúnu Valdi-
marsdóttur sem 100 ára hristi af sér
þessa skítaflensu og fann aðeins fyr-
ir sínum „venjubundnu
letiköstum“.1) Hvað
gengur þá þessu fólki
til að tala um neyð, ótta
og að við verðum að
nota „harðar aðgerðir“
til þess að koma í veg
fyrir „neyðarástand“.
Hverjir græða á þess-
um sífelldu óttaskila-
boðum? Ekki er það al-
menningur, svo mikið
er víst. Það er nefni-
lega ekki æskilegt að
lifa í ótta.
Hinn óbólusetti
ógnvaldur
Nýjustu skilaboðin eru líka fremur
andstyggileg, nú á að óttast hina
óbólusettu. Þeir eru hinn nýi ógnvald-
ur samfélagsins. Hræðsluframlag
Ingileifar Jónsdóttur, starfsmanns
Íslenskrar erfðagreiningar, var þann-
ig ótvírætt. Hún hélt því fram að
óbólusettir smituðu miklu meira,
„50% meira en hinir bólusettu“. Þetta
voru að vanda rannsóknir „utan úr
heimi“ og „nýjustu rannsóknir“ en
ekkert getið um heimildir.2) Hér virð-
ist því frekar um að ræða hinn venju-
bundna áróður fyrir „bólusetningum
allra“ sem iðulega má heyra frá frú
þessari enda á ráðgjafalaunum hjá
Global Vaccine and Immunization
Research Forum.
Það sem hékk á spýtunni var að nú
þyrfti að leita þessa einstaklinga uppi
og fá þá til þess að bólusetja sig.3) Þessi
herskái tónn og umræða um sérstaka
„smithættu hinna óbólusettu“ er vara-
söm. Hætt er við að hinir óbólusettu
verði gerðir að sökudólgi. Fólk beini
ómeðhöndluðum ótta, reiði og örvænt-
ingu að hinum nýja óvini; hinum óbólu-
settu smitberum. Þá er viðbúið að
dregin verði upp mynd af hinum
óbólusetta sem fóstbróður veirunnar
og heppilegum blóraböggli alls þess
sem afvega fer.
Kynt undir hatri
og sundrungu
Sú mynd hefur því miður raungerst
í skrifum og tali fjölmiðlamanna og al-
mennings á undanförnum dögum.
Fréttir og leiðarar dagblaða jafnt sem
Ríkisútvarpið slá þennan skamm-
arlega tón. Fyrirsögn eins og „óbólu-
settir baggi á samfélaginu“ er ekkert
einsdæmi. Ritstjóri Fréttablaðsins
spyr hvort „fullt frelsi óbólusettra“ sé
verjanlegt. Ofsafengin ummæli „virkra
í athugasemdum“ gefa til kynna ótta,
hatur og sundrungu: „Óbólusett fólk
er að skemma fyrir þjóðinni.“ „Það eru
þessir óbólusettu sem eru að gera allt
vitlaust.“ Skyndilega er ástandið orðið
þessum fámenna hópi óbólusettra að
kenna og fólk jafnvel farið að óttast
hann eins og svartadauða. Þetta er
varla samfélag sem við viljum?
Sérfræðiveldi og ofsatrú
Sérfræðingar þeir sem hér hafa ráð-
ið mestu um hvernig bregðast skuli við
faraldrinum vísa gjarnan í „erlenda
sérfræðinga“. Þar er á ferð ákveðið val
og virðist örla á einstefnu. Nýjar að-
gerðir sem benda í aðra átt en hinn
leyfði rétttrúnaður eru hunsaðar.
Þannig var ekkert hlustað á doktor
Martin Kulldorff og félaga sem var
umhugað um að rétta kúrsinn í því fá-
dæma taugaveiklunarkasti sem heltók
vestræn samfélög á útmánuðum
2020.4) Vísindaleg umræða er í skötu-
líki en fyrirmæli og minnisblöð skrifuð
og lögð fram eins og um trúarlega op-
inberun sé að ræða. Almenningur á að
„sjá ljósið“, fá örvunarskammt hið
snarasta, og þarf ekki einu sinni að láta
mæla mótefnið. Heilagur Þórólfur og
sankti Alma vita allt best. Vér erum
vísindin og fólk á bara að trúa oss í
blindni og hlýða er hið dulda stef.
Langvarandi trúleysi, tilgangsleysi og
sífelldur hræðsluboðskapur fer oft illa
með greint og grandvart fólk, þannig
byrja sumir að trúa með ofstæki á orð
og tilgátur misviturra sérfræðinga.5)
Vísindin eða réttara sagt fámennur
hópur sérfræðimenntaðra verður stað-
gengill Guðs og haldreipi í lífsins ólgu-
sjó. Það er ekki laust við að þessi nýi
ofsatrúarhópur samfélagsins valdi mér
kvíða.
1) 100 ára og finnur engin eftirköst kór-
ónuveirunnar – Vísir (visir.is).
2)Í Morgunblaðsgrein doktors Jóns Ívars
Einarssonar og Erlings Óskars Krist-
jánssonar er með tilvísun til rannsókna
efast um slíkar fullyrðingar. Hvaða
vandamál leysa bóluefnapassar? – Heild-
armyndin (kofid.is).
3)Viðtal við Ingileifi Jónsdóttur í Silfri Eg-
ils 6. nóv.
4) Great Barrington Declaration (gbdecl-
aration.org).
5) Doktor Matthias Desmet, prófessor við
háskólann í Ghent í Belgíu, hefur greint
samfélagsástandið á tímum kórónuveir-
unnar sem fjöldamúgæsingu. Mass
Formation – Dr Mattias Desmet: Pro-
fessor of Clinical Psychology – YouTube.
Eftir Auði
Ingvarsdóttur » Þessi herskái tónn
og umræða um sér-
staka „smithættu hinna
óbólusettu“ er varasöm.
Hætt er við að hinir
óbólusettu verði gerðir
að sökudólgi.
Auður Ingvarsdóttir
Höfundur er sagnfræðingur.
audur@akademia.is
Yfirdrifinn ótti
Fyrir 154 árum
ákvað stjórn Banda-
ríkjanna að kaupa
Alaska af Rússum, fyr-
ir sjö milljónir dollara,
þegar andstaða þings-
ins í Washington var
höfð að engu. Sjö ára-
tugum seinna dró til
tíðinda þegar japanski
flugherinn gerði harð-
ar árásir 1939 á Pearl
Harbour, sem enginn
sá fyrir. Í beinu framhaldi af þessum
árásum hafði alríkisstjórnin í Wash-
ington áhyggjur af því að Japanir
gætu á örstuttum tíma komið fyrir
hernaðarmannvirkjum í Alaska til að
gera innrás í Norður-Ameríku. Þá
svöruðu Bandaríkjamenn fyrir sig
með því að leggja 2.500 km langan
og 8 m breiðan bílveg með 233 brúm
frá borginni Dawson Creek í
Bresku-Kólumbíu alla leiðina til
borgarinnar Fairbanks
í miðju Alaska. Síðan
hefur þetta samgöngu-
mannvirki verið kallað
Alaska-brautin.
Fram kemur í göml-
um heimildum að
danskur sægarpur í
rússneskri herþjónustu
hafi fyrstur manna 1741
kannað Alaska. Og árið
1744 lýsti Rússland
landið eign sína, en það
hefur síðustu áratugina
verið kallað kæliskápur
Bandaríkjanna. Nú
vakna spurningar um hvort Rússar
hefðu þegar seinni heimsstyrjöldin
braust út árið 1939 flýtt sér að setja
upp herstöðvar og meðaldrægar eld-
flaugar í Alaska ef þingið í Wash-
ington hefði stöðvað ákvörðun alrík-
isstjórnarinnar 1867 um kaupin á
þessu landi. Þar var í lok seinni
heimsstyrjaldarinnar sett upp keðja
af radarstöðvum, sem mynda þvert
yfir nyrsta hluta Ameríku viðvör-
unarlínu fyrir hervarnarkerfi
Bandaríkjanna og Kanada. Að öllum
líkindum hefðu Bandaríkjamenn
aldrei komið sér upp herstöðvum í
Alaska og byggt þar upp hafnir fyrir
kafbáta búna eldflaugum hefði þing-
ið í Washington haft betur í þessum
hörðu deilum við alríkisstjórnina
sem taldi sig vita betur um hvað
kaupin á þessu landi snerust.
Ég spyr: Vildu þeir sem lýstu fyr-
irlitningu sinni á þessum kaupum ár-
ið 1867 ekkert um það vita hvaða af-
leiðingar það gat haft í för með sér
1939 ef andstæðingum alríkisstjórn-
arinnar í Washington hefði tekist sjö
áratugum áður að stöðva þessi um-
deildu kaup á Alaska? Það vekur
spurningar um hvort vígbún-
aðarkapphlaup stórveldanna hefði
þegar Kúbudeilan komst í fréttirnar
haustið 1962 orðið ennþá hættulegra
ef Rússar hefðu árið 1939 eða ’45
neitað að selja Bandaríkjamönnum
Alaska. Engar heimildir eru til um
hvort efnahagsástandið í Rússlandi
hafi verið svo slæmt að þarlend
stjórnvöld hafi neyðst til að láta
Alaska af hendi fyrir sjö milljónir
dollara. Fullvíst þykir að góð og gild
rök hafi verið færð fyrir þessum
kaupum á Alaska án þess að vitað sé
hvort andstæðingar alríkisstjórn-
arinnar í Washington hafi þurft að
sitja uppi með skömmina og við-
urkennt ósigur sinn í þessum hörðu
deilum. Viðbúið er að viðvera rúss-
neskra hernaðarmannvirkja í Alaska
hefði strax farið illa í stjórnir Kan-
ada og Bandaríkjanna þegar Japanir
biðu ósigur árið 1945.
Önnur spurning: Hefði hættan á
átökum milli stórveldanna orðið enn
meiri þegar heimurinn rambaði á
barmi styrjaldar í Kúbudeilunni
haustið 1962 ef Rússar hefðu aldrei
sleppt hendinni af Alaska þar til fall
Sovétríkjanna sálugu komst fyrst í
fréttirnar strax í janúar 1991? Eina
samgönguleiðin við umheiminn í
þessu nyrsta ríki Bandaríkjanna er
áðurnefnd Alaska-braut, sem heima-
menn kalla á sínu móðurmáli Alaska-
Canadian Highway. Hún liggur frá
járnbrautarendastöðinni Dawson
Creek í Bresku-Kólumbíu og endar í
miðju Alaska. Þar er samanlagt flat-
armál jöklanna talið vera vel á stærð
við Sviss. Flugvöllur er sunnan við
borgina Fairbanks og þaðan er álíka
langt til borganna þriggja, New
York, Tókýó og Leníngrad. Strand-
fjallgarðurinn er yst víða sundurslit-
inn af sjó og áframhald þeirra eyja
eru Aleútaeyjarnar sem liggja í boga
sunnan við Beringshaf langleiðina að
Kamtsjatkaskaga. Á þessum slóðum
eru mörg eldfjöll. Um höfin þarna
fljóta borgarísjakar um leið og skrið-
jöklar Alaska ganga í sjó fram.
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
Guðmundur Karl
Jónsson
»Árið 1744 lýsti Rúss-
land landið eign sína,
en það hefur síðustu ára-
tugina verið kallað kæli-
skápur Bandaríkjanna.
Höfundur er farandverkamaður.
Gátu Rússar neitað að selja Alaska?