Morgunblaðið - 06.12.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2021
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur
beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann.
Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum.
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
HÁTT
HITAÞOL
Á þriðja fundi þessa þings, á
fimmtudag í liðinni viku, var
tekinn fyrir dagskrárliðurinn óhóf-
legt upphlaup af litlu tilefni. Þetta
er ekki nýr dagskrárliður en hefur
verið að aukast
að tíðni og vöxt-
um og er það
ekki síst að
þakka þing-
mönnum Pírata
sem iðulega
hafa forystu um umræður þessar þó
að þeir njóti gjarnan stuðnings frá
systurflokkunum Samfylkingu og
Viðreisn.
- - -
Á fimmtudag var tilefni umræð-
unnar að formaður fjárlaga-
nefndar hafði ákveðið að senda út
umsagnarbeiðnir vegna fjárlaga-
frumvarpsins í því skyni að gefa um-
segjendum rýmri tíma en ella. Fékk
formaðurinn fyrir þetta miklar
skammir þingmanna fyrrgreindra
flokka sem létu móðan mása í tæpa
klukkustund og virtist mikið niðri
fyrir, sem er þýðingarmikið í slíku
leikverki.
- - -
Flestir þingmenn drógu úr
skömmunum þegar formað-
urinn baðst einlægrar afsökunar á
mistökunum og hét því að bæta ráð
sitt, en það dugði ekki öllum. Pírat-
ar stigu þá enn í pontu, sögðust ekk-
ert gera með afsökunarbeiðnina og
bættu fremur í skammirnar en hitt.
- - -
Fyrir áhorfendur streymis Al-
þingis, sem væntanlega mun
taka að sér að reka nýja streymis-
veitu ríkisins með innlendu dag-
skrárefni, er þessi dagskrárliður
ásamt óbilgirni píratanna sér-
staklega þakkarverður.
- - -
Auk skemmtigildisins, sem er
ótvírætt, sýnir hann málefna-
fátækt og veikleika stjórnarandstöð-
unnar. Ekki er ónýtt að slíkt liggi
fyrir strax á fyrstu dögum þingsins.
Ómissandi
dagskrárliður
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Gert er ráð fyrir að rekstur Vest-
mannaeyjabæjar á næsta ári verði
235,8 milljónir króna í plús, eða sem
nemur 6,6%. Áætlaðar tekjur eru
7.093 m.kr. og hækka um 437 m.kr.
milli ára. Tekjur eru varlega áætl-
aðar og ekki gert ráð fyrir að þær
verði hærri en í ár. Ekki er í breyt-
unni að gert er ráð fyrir mikilli
loðnuveiði á næsta ári, en tekjur af
því gætu skilað bænum drjúgu.
Í fjárhagsáætluninni eru rekstrar-
útgjöld á næsta ári áætluð 6.970
m.kr. Fræðslu- og uppeldismál eru
stærsti einstaki málaflokkurinn í
áætluninni. Tæpum milljarði króna
verður varið til uppbyggingar. Þar
ber hæst framkvæmdir við nýbygg-
ingu við Hamarsskóla, endurbætur á
ráðhúsi, fráveituframkvæmdir, bún-
ingsklefa í íþróttamiðstöð, flóðlýs-
ingu og gervigras á Hásteinsvelli.
Álagningarprósenta útsvars verður
áfram 14,46%. Fasteignaskattur
íbúðar- og atvinnuhúsnæðis lækkar.
Gjaldskrár fyrir ákveðna þjónustu
Vestmannaeyjabæjar hækka ekki
milli ára og meira er sett í rekstur
leikskóla til að tryggja pláss fyrir
börn frá 12 mánaða aldri. „Það eru fá
sveitarfélög sem geta státað af álíka
góðri skuldastöðu. Engar lántökur
eru áætlaðar, enda allar fram-
kvæmdir fjármagnaðar með hand-
bæru fé,“ segir Íris Róbertsdóttir
bæjarstjóri. sbs@mbl.is
Áætlun í Eyjum um útkomu í plús
- Sterk staða - Fasteignagjöld lækka
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vestmannaeyjar Ýmsar fram-
kvæmdir eru á áætlun næsta árs.
Guðjón Ingvi Stef-
ánsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri
Samtaka sveitarfélaga
í Vesturlands-
kjördæmi, er látinn 82
ára að aldri. Hann lést
á hjartadeild Land-
spítala eftir stutt veik-
indi.
Guðjón Ingvi giftist
Guðrúnu Broddadótt-
ur. Þau skildu. Börn
þeirra eru Elín, hag-
fræðingur í fjármála-
og efnahagsráðuneyt-
inu, Þorbjörn hjarta-
læknir og Stefán Broddi, sérfræð-
ingur hjá Arion banka. Hann átti
fimm systkini: 1) Árni Stefánsson,
lektor við Kennaraháskóla Íslands,
d. 2006, 2) stúlka sem lést á fyrsta
ári, 3) Unnar Stefánsson, viðskipta-
fræðingur og fyrrverandi ritstjóri,
4) Guðmundur Stefánsson hljóð-
færasmíðameistari, 5) Atli Stef-
ánsson tæknifræðingur.
Guðjón var fæddur og uppalinn í
Hveragerði. Foreldrar hans voru
Elín Guðjónsdóttir húsfreyja og
Stefán Jóhann Guðmundsson,
byggingarmeistari og hreppstjóri í
Hveragerði. Hann var stúdent frá
Menntaskólanum að Laugarvatni
1959 og verkfræðingur frá DTH í
Kaupmannahöfn 1968. Eftir heim-
komu sína var hann
verkfræðingur hjá
Hochtief við hafnar-
gerð í Straumsvík og
hjá Rannsóknar-
stofnun byggingariðn-
aðarins.
Hann var fram-
kvæmdastjóri Skák-
sambands Íslands
þegar heimsmeistara-
einvígið í skák milli
Bobbys Fischers og
Boris Spasskys var
haldið hér á landi
1972 og sat í stjórn
Skáksambands Ís-
lands 1969 til 1973.
Guðjón flutti ásamt fjölskyldu
sinni í Borgarnes árið 1973 þegar
hann varð fyrsti framkvæmdastjóri
Samtaka sveitarfélaga í Vestur-
landskjördæmi. Því starfi sinnti
hann til ársins 2000. Síðustu starfs-
árin kenndi hann stærðfræði við
Tækniskólann.
Guðjón, sem var heyrnardaufur
frá barnsaldri, starfaði ötullega að
hagsmunamálum heyrnardaufra.
Hann var þrívegis formaður
Heyrnarhjálpar og sat um árabil í
stjórn Heyrnar- og talmeinastöðvar
Íslands, svæðisstjórn um málefni
fatlaðra á Vesturlandi og stjórn
Verndaðs vinnustaðar á Vestur-
landi.
Andlát
Guðjón Ingvi Stefánsson