Morgunblaðið - 15.12.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021
Söfnum í jólasjóðinn hjá
Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt
okkur lið er bent á
bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Jólasöfnun
Guð blessi ykkur öll
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Fjórtán daga nýgengi kórónuveiru-
smita innanlands hefur farið hækk-
andi síðastliðna daga og því ljóst að
yfirstandandi bylgja faraldursins er
ekki á niðurleið eins og vonir stóðu
til. Þetta sagði
Þórólfur Guðna-
son sóttvarna-
læknir í samtali
við Morgunblaðið
í gær. Sérfræð-
inganefnd Lyfja-
stofnunar Evrópu
(CHMP) um lyf
fyrir menn sam-
þykkti notkun
bóluefnisins
Comirnaty (Pfi-
zer/BioNTech) hjá börnum á aldrin-
um 5 til 11 ára þann 25. nóvember og
á mánudag greindi Þórólfur frá því í
samtali við mbl.is að börnum í ofan-
greindum aldurshópi yrði boðin
bólusetning hér á landi í janúar.
Spurður segir hann afstöðu sína til
bólusetninga barna í þessum aldurs-
hópi hafa breyst með tilkomu Delta-
afbrigðis veirunnar og nú hins nýja
Ómíkron-afbrigðis, sem virðist smita
meira en en fyrri afbrigði veirunnar,
og með samþykki CHMP á notkun
bóluefnisins Comirnaty hjá þessum
börnum.
„Það verður að horfa á þetta í því
ljósi að fyrri afbrigði veirunnar sem
við vorum að eiga við voru ekki að
valda miklu smiti hjá börnum,“ segir
hann. „Börn eru að smitast miklu,
miklu meira af Delta-afbrigðinu sem
við erum að eiga við núna. Við erum
með upplýsingar frá útlöndum sem
sýna hversu alvarlega þau geta
veikst af veirunni.“
Í samantekt Sóttvarnastofnunar
Evrópusambandsins (ECDCI) frá 1.
desember sl., sem birt var á covid.is í
vikunni, kemur fram að 0,6% barna á
aldrinum 5-11 ára sem smitast af
Covid-19 þurfi á spítalainnlögn að
halda, 10% þeirra þurfi að leggjast
inn á gjörgæslu og 0,006% smitaðra
barna hafi látist.
„Ef við yfirfærum þessar tölur á
okkar hóp, sem telur um 32.000 börn
og þau mundu öll smitast af
Covid-19, þyrftu um 150 þeirra á
spítalainnlögn að halda, þar af þyrftu
15 þeirra að leggjast inn á gjör-
gæsludeild og 1-2 börn myndu lát-
ast,“ segir Þórólfur. „Þannig að börn
geta veikst alvarlega þó það sé ekki
eins algengt og hjá fullorðnum og því
fyllsta ástæða til að bjóða þeim bólu-
setningu til að koma í veg fyrir það.“
Þá segir hann ekki síður mikil-
vægt að reyna að draga úr þeirri
miklu truflun sem veiran veldur á
daglegu lífi barna og foreldra þeirra
sem lenda gjarnan í sóttkví eða í ein-
angrun þegar börnin smitast.
„Menn hafa mikið talað um að þeir
hafi áhyggjur af andlegri heilsu
barna sem þurfa að vera í einangrun
eða sóttkví. Virki bólusetningin jafn
vel og rannsóknir benda til ætti hún
að koma í veg fyrir þessa truflun
líka.“
Aðspurður segir Þórólfur mögu-
legar aukaverkanir af bólusetning-
um barna lítið hafa verið rannsak-
aðar enda séu bóluefnin tiltölulega
nýtilkomin og fá börn hafi enn verið
bólusett.
„Ég bendi þó á niðurstöður upp-
gjörs sem Lyfjastofnun og Embætti
landlæknis stóðu fyrir þar sem trufl-
un á tíðarhring kvenna var til skoð-
unar en samkvæmt þeim niðurstöð-
um var einungis í örfáum tilvikum
talið að bólusetningin væri orsökin.“
Það sé þó vitað að 30-50% þeirra
sem smitast af Covid-19 glími við al-
varlegar aukaverkanir vegna sýk-
ingarinnar til lengri tíma og því séu
ókostirnir við að smitast langtum
fleiri en ókostirnir við bólusetningu,
að sögn Þórólfs.
„Eins og staðan er núna og miðað
við þær upplýsingar sem við höfum
er ólíku saman að jafna um auka-
verkanir af bólusetningunni og auka-
verkanir af Covid-19,“ segir hann.
„Við vitum ekki hvernig staðan verð-
ur eftir tvö ár, þegar menn gera upp
bæði afleiðingar af Covid-sýkingum
og svo hugsanlegum afleiðingum af
bólusetningum, en ef við ætlum að
bíða með að bólusetja núna þá gæt-
um við misst af lestinni og staðið
frammi fyrir því að fleira fólk fái
Covid.“
Veik rök væru fyrir því að ráðast í
útbreiddar bólusetningar gegn veir-
unni í aldurshópnum 5-11 ára, væru
börn í þeim hópi ekki að smitast jafn
mikið og þau gera núna, segir Þór-
ólfur, inntur eftir því.
Tenglar á fleiri rannsóknir um
áhrif Covid á börn eru á www.co-
vid.is//fra-sottvarnalaekni.
Ávinningurinn meiri en áhættan
- Sóttvarnalæknir segir afstöðu sína til bólusetninga barna hafa breyst með tilkomu nýs afbrigðis
- Ávinningurinn af þeim sé líklega meiri en áhættan þótt aukaverkanir hafi lítið verið rannsakaðar
175
150
125
100
75
50
25
0
165 ný innanlands-
smit greindust
sl. sólarhring
Fjöldi innanlandssmita frá 12. júlí
1.390 erumeð virkt smit
og í einangrun2.442 einstaklingar
eru í sóttkví
14 einstaklingar eruásjúkrahúsi,
þarafþrírágjörgæslu
36hafa látist, þar af einn
einstaklingur sl. föstudag
Staðfest smit
7 daga meðaltal
Fjöldi innlagðra á LSH
með Covid-19 smit
154
32
14
H
ei
m
ild
:
co
vi
d
.is
júlí ágúst september október nóvember des.
165
129
Þórólfur
Guðnason
Framkvæmd bólusetningar barna
við Covid-19 er nú í undirbúningi um
allt land eftir að ákvörðun sótt-
varnalæknis um bólusetningar
barna á aldrinum 5-11 ára var kynnt
í fyrradag.
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæð-
inu hefur þegar sett fram áætlun
sína um framkvæmd. Þar segir að
bólusetningar barnanna muni fara
fram í skólum þeirra vikuna 10. til
14. janúar og boð verði send á for-
eldra í vikunni á undan. Þá segir í
áætluninni að skólahjúkrunarfræð-
ingar verði í lykilhlutverki við skipu-
lag innan hvers skóla en einnig sé
gert ráð fyrir lækni og sjúkraflutn-
ingamanni á staðnum.
Fá strikamerki
Lögheimilisforeldrum verður boð-
ið að skrá barn sitt í bólusetningu,
skrá aðra sem heimilt er að fylgja
barni í bólusetningu eða hafna/bíða
með bólusetningu barns. Með skrán-
ingu barns í bólusetningu verður
strikamerki sent á lögheimilis-
foreldri. Gert er ráð fyrir að bólu-
setningardagur verði stuttur vinnu-
dagur barnanna í skólanum þar sem
yngstu börnin mæta fyrst.
Fyrirkomulag bólusetninga elstu
barna í leikskóla, sem náð hafa til-
skildum aldri, verður kynnt síðar.
karitas@mbl.is
Bólusetning barna
í þriðju viku ársins
- HH langt komin með skipulag
AFP
Bóluefni Börnum á aldrinum 5-11
býðst bráðlega bólusetning.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Slysavarnafélagið Landsbjörg hóf
nýverið að selja svissnesk úr til að
afla fjár fyrir starfsemi félagsins.
Sala úranna bætist því við sölu á
flugeldum og sölu á Neyðarkallinum
hjá Landsbjörg.
Á heimasíðu
Landsbjargar
segir að úrin, sem
framleidd eru af
Luminox, henti
fyrir krefjandi ís-
lenskar að-
stæður, dag sem
nótt, enda búi þau
yfir sérstakri
nano-tækni sem
geri þeim kleift
að lýsa í myrkri. Úrin kosta frá
69.000 krónum og upp í 104.000
krónur.
Kristján Þór Harðarson, fram-
kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, segir að úrin séu
framleidd fyrir erfiðar aðstæður.
Merki Landsbjargar er á úrunum.
„Þetta eru falleg úr og það er
alltaf einhver áhugi á þeim.
Við erum ekki að selja þau í
bílförmum en það hafa
margir áhuga enda eru
þetta góð úr og vönduð.“
Undirbúningur
stendur nú yfir fyrir
flugeldasölu björg-
unarsveita og mót-
ast hann nokkuð af
áhrifum alheims-
faraldurs kórónu-
veiru. Flutningar
milli landa, einkum
og sér í lagi frá
Kína, hafa reynst tor-
veldari en áður og
beita hefur þurft
kænsku til að allt gengi
upp. „Okkur hefur tekist með
hjálp góðra manna og fyrir-
tækja að ná inn því sem við
pöntuðum. Síðustu gámarnir
koma í næstu viku,“ segir Krist-
ján. Flugeldarnir
koma nokkuð seinna
til landsins í ár en alla
jafna og því er minni
tími til undirbún-
ings en ella.
„Nú er allt á út-
opnu og verið að
vinna við pökkun og
undirbúning. Það
verður nóg að gera í
næstu viku og síðustu
dagana fyrir gamlárs-
kvöld. Þau eru nokkuð
mörg handtökin sem eru eftir,“ segir
Kristján sem kveðst þó vera bjart-
sýnn á að allt gangi upp. Hann segir
aðspurður að svipað magn flugelda
sé flutt inn og áður, aðeins meira í ár
en í fyrra en meira hafi verið keypt
inn á árum áður. Sölutímabilið var
enda stytt og er nú síðustu þrír dag-
arnir fyrir áramót.
Ekki þarf að óttast miklar verð-
hækkanir á flugeldum að sögn Krist-
jáns þó kostnaður hafi aukist.
„Gengið var hagstæðara og það vó
upp á móti tugprósenta hækkunum
á flutningskostnaði. Í heildina erum
við bara mjög ánægð með það
hvernig til tókst. Verðhækkanir
verða vel innan við tíu prósent, ætli
þær verði nema um fimm prósent.“
Svissnesk úr bætast við
fjáröflun Landsbjargar
- Flugeldarnir seint á ferð í ár - Verð hækkar um 5-10%
Kristján Þór
Harðarson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áramót Margir fá fiðring í magann þegar flugeldasala hefst.
Gæði Lum-
inox-úrin
kosta allt að
104.000 kr.