Morgunblaðið - 15.12.2021, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021
Verði tekjur af samkeppnis-
rekstri, eins og þær eru kall-
aðar í reikningum Ríkisútvarps-
ins, svipaðar á næsta ári og verið
hefur á liðnum árum, um tveir
milljarðar króna, fara heildar-
tekjur ríkismiðilsins yfir sjö millj-
arða króna í
fyrsta sinn.
Ástæðan er sú
að í fjárlaga-
frumvarpi
næsta árs er
gert ráð fyrir
að útvarps-
gjaldið hækki verulega, um 430
milljónir króna, og verði nær 5,1
milljarður.
Útvarpsstjóri skýrir þetta með
því að Ríkisútvarpið hafi þurft að
taka á sig tekjulækkun á þessu
ári og það gangi að hluta til baka
á því næsta.
- - -
Frá sjónarhóli skattgreiðenda
horfir málið dálítið öðruvísi
við. Þeir horfa upp á það að
greiðslur þeirra til Rúv. hækki
um nær 1,3 milljarða króna, eða
ríflega þriðjung, frá árinu 2016
til 2022. Á sama tíma hækkar
vísitala neysluverðs um það bil
um fimmtung. Rúv. hefur þannig
fengið mun meira í sinn hlut en
sem nemur verðlagsþróun, sé lit-
ið nokkur ár aftur í tímann.
- - -
Við þessar tekjur hafa svo bæst
um tveir milljarðar árlega
sem teljast til tekna af samkeppn-
isrekstri, sem eru fyrst og fremst
auglýsingatekjur. Þær tekjur eru
teknar af samkeppnismarkaði,
það er að segja frá öðrum sem
bjóða auglýsingabirtingar, fyrst
og fremst af fjölmiðlum í einka-
eigu.
- - -
Er ekki orðið tímabært að
gera Rúv. að hagræða í
rekstri og hlífa annaðhvort skatt-
greiðendum við stöðugum hækk-
unum útvarpsgjalds eða einka-
reknum fjölmiðlum við
samkeppni Rúv?
Digrir sjóðir Rúv.
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Sauðárkrókur | Sveitarfélagið
Skagafjörður tók í gær formlega á
móti nýjum dráttarbáti fyrir
Sauðárkrókshöfn. Báturinn var
keyptur í Skotlandi og kom til hafn-
ar í lok nóvember sl. Hann er 20
metra langur og sjö metra breiður,
búinn tveimur Caterpillar-vélum
sem gefa honum 28 tonna togkraft.
Við athöfnina í gær blessaði sr.
Sigríður Gunnarsdóttir bátinn og
bað honum og áhöfn hans alls vel-
farnaðar. Ingibjörg Huld Þórðar-
dóttir, formaður hafnarstjórnar, gaf
fleyinu nafnið Grettir sterki, með
hefðbundinni aðferð.
Að sögn hafnarstarfsmanna hefur
báturinn verið reyndur og gefist vel
og segja þeir að um verulegt örygg-
isatriði sé að ræða þar sem aftur hef-
ur fjölgað komum stórra flutninga-
og fiskiskipa í höfnina.
Grettir sterki í
Sauðárkrókshöfn
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Dráttarbátur Ingibjörg Huld gaf bátnum nafnið Grettir sterki.
Björgvin Friðgeir
Magnússon lést aðfara-
nótt mánudagsins 13.
desember, 98 ára að
aldri.
Björgvin fæddist í
Reykjavík 29. sept-
ember, sonur hjónanna
Magnúsar Guðbjörns-
sonar póstfulltrúa og
Guðbjargar Sigur-
veigar Magnúsdóttur
húsfreyju. Móðir
Björgvins lést þegar
hann var fjögurra ára
og hann ólst upp hjá
afa sínum og ömmu, Magnúsi Vig-
fússyni og Sólveigu Jónsdóttir á
Kirkjubóli við Laugarnesveg.
Björgvin lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1942,
stúdentsprófi frá MR 1946, embætt-
isprófi í guðfræði frá HÍ, gerðist
kaþólskur, var vígður djákni árið
1953 og var djákni í Hafnarfirði í
átta ár hjá Kaþólsku kirkjunni.
Hann lauk kennaraprófi frá Kenn-
araskóla Íslands og prófi í náms-
ráðgjöf frá San Francico-háskóla.
Björgvin kenndi við Gagnfræða-
skóla Reykjavíkur 1946-55, var
skólastjóri heimavistarskólans á
Jaðri 1955-74, yfirkennari Vörðu-
skóla 1974-77 og kennari við Öldu-
selsskóla 1977-86. Eft-
ir að Björgvin hætti að
sinna skólamálum varð
hann fjármálastjóri og
umsjónarmaður hús-
næðis Þjóðskjalasafns-
ins. Þaðan fór hann til
Viðlagatryggingar Ís-
lands.
Björgvin gekk ung-
ur í skátahreyfinguna,
sá um sumarbúðir fyr-
ir drengi, var sendur af
Bandalagi íslenskra
skáta í Gilwell-þjálfun
á Gilwell Park utan við
London, var skólastjóri Skátaskól-
ans á Úlfljótsvatni um langt árabil
frá 1947 en 1959 fékk hann leyfi til
að vera í forsvari fyrir Gilwell-skáta
í Íslandi. Hann var einnig virkur fé-
lagi í Oddfellow-reglunni í 70 ár.
Björgvin var sæmdur hinni ís-
lensku fálkaorðu fyrir störf að upp-
eldis- og skólamálum og var sæmdur
Silfurúlfinum, æðsta heiðursmerki
skáta, árið 1991 og 70 ára fornliða-
merki Oddfellow-reglunnar.
Eiginkona Björgvins var Margrét
Kristinsdóttir, sjúkraliði og nuddari.
Þau skildu. Dóttir þeirra er Edda
leikari. Sambýliskona Björgvins var
Sigrún Sigurjónsdóttir, hún lést
2011.
Andlát
Björgvin Friðgeir
Magnússon