Morgunblaðið - 15.12.2021, Síða 9

Morgunblaðið - 15.12.2021, Síða 9
DAGMÁL Andrés Magnússon andres@mbl.is Hildur Björnsdóttir segist ekki vera að bjóða sig fram á móti Eyþóri Arn- alds með því að sækjast eftir efsta sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík í komandi borgarstjórnarkosn- ingum. „Við Eyþór erum fínir fé- lagar,“ segir hún og kveðst hafa sagt honum frá fyrirætlan sinni áður en hún tilkynnti framboð sitt, hún vildi að hann heyrði það frá sér. „Ég lít ekki svo á að ég sé að hjóla í Eyþór, ég er bara að bjóða mig fram til forystu. Hann gerir það líka og svo gefst kjósendum kostur á að velja á milli,“ segir Hildur og kveðst eiga von á drengilegri, heiðarlegri og málefnalegri baráttu. Hún á von á því að sjálfstæðis- menn í Reykjavík velji í efstu sæti lista síns með almennu prófkjöri, sem sennilega verði haldið hinn 26. febrúar á komandi ári, þótt ekki sé það frágengið enn. Góð reynsla af prófkjörum „Ég held að reynslan af próf- kjörum til þingsins, þar sem 20 þús- und sjálfstæðismenn alls staðar að af landinu komu og völdu fólk á lista, hafi verið gríðarlega sterk. Það var ánægja með þetta fyrirkomulag og engin ástæða til annars en að halda áfram með það inn í sveitarstjórn- arkosningar.“ Markmið Hildar er þó ekki það eitt að komast í efsta sæti listans, hún vill verða borgarstjóri. „Þetta hefur verið eyðimerkur- ganga hjá okkur um 27 ára skeið og ég ætla að binda enda á hana.“ Hildur segir að borgarpólitíkin hafi verið of undirlögð af menningar- stríði, pólitískri umræðu í skot- gröfum. „Við sjáum það að meirihluta- flokkarnir – og Viðreisn gengur inn í það og tekur þátt í því – hafa svolítið öfgafulla stefnu, t.d. í skipulags- málum, þau vilja ganga svakalega langt og skipa fólki í fylkingar. Sum- ir líta svo á að eina svarið við þessu sé að fara í öfgarnar alveg í hina átt- ina. Þetta á ég erfitt með að skilja af því að mín pólitík og trú á frelsið fer ekki saman við þetta,“ segir Hildur. „Mér finnst stórkostlegt ef við getum þróað borg sem er fjölbreytt. Mér finnst stórkostlegt ef borgar- hverfin fá að þróast sjálfstætt, þann- ig að þau séu fjölbreytt. Það á ekki að vera neitt hættulegt að borgarhverfin í Reykjavík fái að vera svona ólík, því að það fjölgar valkostunum fyrir fólk Það hefur stundum gerst í þessari umræðu að meirihlutaflokkarnir vilja ráðast að fólki, sem velur að búa í úthverfi eða þarf nauðsynlega að nota bíl í sínu daglega amstri. Mér hefur stundum þótt sem fólki þyki eina svarið við þessum öfgafulla málflutningi vera að láta fólk sem vill hjóla leiðar sinnar eða drekka latte fara í taugarnar á sér. Eigum við ekki bara öll að fá að vera eins og við erum? Við sem trúum á frelsið vitum að ein grunnforsenda frels- isins er umburðarlyndið og við þurf- um að geta sýnt valkostum annarra umburðarlyndi. Ég vil bara fjöl- breytta borg fyrir fjölbreytt fólk, þar sem allir geta valið sinn lífsstíl eftir eigin höfði og við látum það bara í friði.“ Borgarlínan þarf betri útfærslu Borgarlínan er eitt helsta deilu- efnið í borgarmálunum og þar hafa sjálfstæðismenn ekki verið fyllilega samstiga. Hildur segir að þar verði að gera greinarmun á samgöngu- sáttmála höfuðborgarsvæðisins, sem hún kveðst styðja, og þeirri útfærslu sem Reykjavíkurborg hefur sett fram um borgarlínuna. Hún telur hana að mörgu leyti ófullkomna og erfitt að mynda sér skoðun um hana meðan svo er. „Ég skil mjög vel að fólk sé áhyggjufullt um borgarlínuna,“ seg- ir hún og telur að einmitt þess vegna þurfi sjálfstæðismenn að koma að málum. „Þessar útfærslur eru ekki í samgöngusáttmálanum, þetta eru útfærslur Reykjavíkurborgar, þetta eru útfærslur núverandi meirihluta. Borgarlínan þarf ekki að vera þann- ig úr garði gerð að hún taki akreinar frá öðrum farkostum. Ég vil ekki að hún sé árás á aðra fararmáta. Það hafa verið útfærslur þessa meiri- hluta, það eru ekki útfærslur í sam- göngusáttmálanum, sem ég styð.“ Nauðsynlegt sé að skoða fleiri lausnir en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi lagt fram, fara verði vel með opinbert fé og lausnin þurfi að vera hagkvæm og skilvirk. Hún tekur hins vegar undir að sam- göngusáttmálinn kunni að vera í uppnámi vegna vanefnda. „Reykja- víkurborg er að draga lappirnar.“ Virkar Reykjavík ekki? „Nei, mér finnst hún ekki virka og um það má nefna fjölmörg dæmi,“ segir Hildur og tínir til samgöngu- málin, húsnæðismál, leikskóla, grunnskóla … „Kerfið virkar ekki fyrir atvinnurekendur og fjármálin virka ekki. Fyrir ótrúlega marga virkar borgin ekki. Þess vegna sjáum við fyrirtæki og fjölskyldur fara annað.“ Það segir hún erindi sitt og ástæð- una fyrir því að hún vilji verða borg- arstjóri. „Ég er ekki að segja að það verði einfalt, en það þarf að leysa þessi mál.“ Skiptir öllu máli að vera númer eitt Morgunblaðið/Hallur Reykjavík Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi er gestur Dagmála í dag. - Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi í viðtali - Væntir heiðarlegrar baráttu í prófkjöri í lok febrúar - Reykjavík virkar ekki fyrir ótrúlega marga - Kveðst vilja fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 25 ára 1996-2021 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nýja Fossvogsbrúin mun hafa áhrif á starfsemi Siglingaklúbbsins Siglu- ness og Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar í Nauthólsvík. Eins mun þurfa að flytja skeljasand á Yl- ströndina landleiðina í framtíðinni. Lokast út á Skerjafjörð Nýja brúin breytir í raun litlu fyr- ir Siglingaklúbbinn Siglunes að sögn Óttars Hrafnkelssonar, forstöðu- manns klúbbsins sem hefur aðstöðu í Nauthólsvík. Siglunes er í eigu Reykjavíkurborgar og heldur sigl- inganámskeið fyrir 9-12 ára börn og siglingaklúbb fyrir 10-16 ára börn og unglinga á sumrin. „Við erum mikið á Nauthólsvík- inni og Fossvoginum framan við að- stöðu okkar. Við höfum líka siglt út á Skerjafjörðinn,“ segir Óttarr. Hann segir að minnstu seglbátarnir muni geta siglt undir brúna á fjöru en ekki þegar hærra er í sjó. Siglingasvæði Sigluness mun því ninnka. Óttarr segir Fossvog og Nauthóls- vík ákjósanleg svæði fyrir byrjendur til að æfa siglingar því þar myndast ekki stórar öldur þótt hann blási. Eftir því sem færnin eykst vilji sigl- ararnir þó takast á við meira krefj- andi aðstæður. Brokey þarf nýtt svæði „Við börðumst mikið á móti þess- ari brú en sáum fljótt að það þýddi ekki neitt,“ segir Ólafur Már Ólafs- son, formaður Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar. Félagið er með aðstöðu fyrir kænusiglingar í Nauthólsvík, innan við væntanlega brú. Kænunámskeið og kænuæfing- ar eru þar á hverju sumri, aðallega fyrir börn og yngra fólk. Starfsemin verður óbreytt næsta sumar. „Við sáum hag okkar í að fara í viðræður við Reykjavíkurborg um að koma okkur fyrir utan við brúna, í stað þess að slást á móti þessu,“ segir Ólafur. Hann minnir á að verið sé að kynna frummatsskýrslu um landfyll- ingu í Nýja Skerjafirði. Mögulega geti þar skapast aðstaða fyrir sigl- ingar á Skerjafirði. Brokeyjarmenn hafa haft nokkrar áhyggjur af neyðarlúgu í fráveitu- kerfinu utan við Skeljanes í firðin- um. Hún opnast þegar fráveitukerfið hefur ekki undan og ómeðhöndlað skólp fer þá í sjóinn. Ólafur sagði óþægilegt fyrir siglarana að vera of nærri yfirfallinu þegar það er opið. „Óþynnt skólpið er heilsuspillandi og getur valdið útbrotum og öðru. Þetta getur verið slæmt,“ segir Ólafur. Hann segir gott ef sett væri upp við- vörunarljós eða einhver merki gefin þegar lúgan er opin. Ekki lengur skipgengt Sanddæluskip Björgunar flutti á sínum tíma fyllingarefni og skelja- sand vegna Ylstrandarinnar í Naut- hólsvík. Ljóst er að stór sanddælu- skip komast ekki lengur inn á Fossvog eftir að brúin kemur. Eysteinn Dofrason, verkefnastjóri hjá Björgun, segir þetta minnsta áhyggjuefni í heimi. Vanti skelja- sand í Nauthólsvík sé hægt að koma honum þangað með flutningabílum. Nýja brúin mun þrengja að siglingum - Tveir siglingaklúbbar eru með aðstöðu við Nauthólsvík Morgunblaðið/Árni Sæberg Nauthólsvík Sanddæluskipið Sóley kom með fyllingarefni og skeljasand í Ylströndina 2014. Ekki verður skipgengt þar inn þegar nýja brúin er komin. Morgunblaðið/Unnur Karen Námskeið Siglunes og Brokey kenna siglingar í Nauthólsvík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.