Morgunblaðið - 15.12.2021, Side 11

Morgunblaðið - 15.12.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Til jóla fyrir dömur og herra Ilmir • Gjafakassar • Blússur Peysur • Bolir • Buxur Silkislæður • Hanskar Töskur • Skart Herra- og dömutreflar Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Þrátt fyrir 1.255 vísbendingar og skýrslugjöf 250 vitna stendur lög- reglan í Toronto í kanadíska fylkinu Ontario ráðþrota gagnvart ráðgát- unni um hver myrti Barry og Honey Sherman, hjón á áttræðisaldri og þekkta milljarðamæringa í Toronto, á heimili þeirra, líklega að kvöldi 13. desember 2017, fyrir réttum fjórum árum. Engin merki um innbrot Barry Sherman komst í miklar álnir sem stofnandi samheitalyfja- framleiðandans Apotex og þau hjón- in voru kunn að góðgerðarstarfsemi sinni, sem meðal annars fólst í veg- legum fjárframlögum þeirra til sjúkrahúsa, háskóla og stofnana í eigu gyðinga. Þau fundust fullklædd við innisundlaug á heimili sínu 15. desember 2017 og var dánarorsök beggja kyrking með einhvers konar áhaldi. Engin merki var að finna um innbrot eða átök. Síðasta hálmstrá lögreglunnar í rannsókn málsins er myndskeið úr öryggismyndavél skammt frá heimili Sherman-hjónanna, sem sýnir per- sónu á gangi um snæviþakið hverfið að kvöldi 13. desember og hefur lög- reglan lýst því yfir að þessi vegfar- andi, hver sem hann eða hún er, sé grunaður um víg hjónanna. Einfald- lega vegna þess að þar sé komin eina manneskjan, sem sést á upptökum á svæðinu, sem lögreglu hefur ekki tekist að bera kennsl á. „Þessi einstaklingur kemur inn á mjög afmarkað svæði, er þar um stund og fer svo aftur,“ sagði Brand- on Price, stjórnandi rannsóknarinn- ar, við kanadíska fjölmiðla í gær. Lögreglu hefði ekki tekist að varpa ljósi á hvaða erindi grunaði, eða grunaða, hefði átt í hverfið auk þess sem ferðalag viðkomandi hefði verið „mjög grunsamlegt“. Milljarður í boði Ekki er þó á vísan að róa þar sem ómögulegt er að greina kyn, aldur, þyngd eða hörundslit af myndinni, lögregla kveðst ekki hafa annað að styðjast við en að þarna gangi ein- hver, sem er 168 til 175 sentimetrar á hæð með einkennandi göngulag. Aðstandendur hjónanna eru allt annað en ánægðir með að lögregla hafi ekkert annað að hengja hatt sinn á eftir fjögurra ára rannsókn en óljósa mynd úr öryggismyndavél, sem sýnir manneskju á gangi að kvöldlagi í íbúðahverfi. Árið 2018 létu aðstandendurnir þau boð út ganga að tíu milljónir kanadískra dala, nánast sléttur milljarður ís- lenskra króna, skyldi falla hverjum þeim í skaut er veitt gæti þær upp- lýsingar sem leiddu til handtöku og sakfellingar í máli Sherman- hjónanna. Staðfesti lögregla í gær að þessi fundarlaun stæðu enn til boða. Ljósmynd/Lögreglan í Toronto Lokamöguleiki Eini vegfarandinn sem lögreglan hefur ekki getað útilokað. 250 vitni dugðu ekki til - Lögreglan í Toronto í blindgötu eftir víg hjóna á áttræðisaldri - Kyrkt á heimili sínu í desember 2017 - Síðasta hálmstráið myndskeið af manneskju á gangstétt Áhöfn dönsku freigátunnar Esbern Snare skildi ef til vill milli feigs og ófeigs í kjölfar þess er henni bárust í fyrradag upplýsingar um að hugsan- lega væri sjóræningjafar á ferð um al- þjóðlegt hafsvæði nálægt eynni Bioko, sem tilheyrir Afríkuríkinu Miðbaugs-Gíneu á vesturströnd Afr- íku. Tók Esbern Snare stefnuna á vett- vang á meðan áhöfnin gerði árangurs- lausar tilraunir til að ná sambandi við önnur skip á svæðinu, sem hugsan- lega gætu legið vel við höggi sjóræn- ingja. Seahawk-þyrla hóf sig í fram- haldinu á loft frá dönsku freigátunni til að kanna aðstæður. Gámaskip í nauðum statt Þegar þyrluáhöfnin nálgaðist áfangastað barst henni neyðarkall frá gámaflutningaskipi, sem statt var þar á svæðinu, og er að var komið reynd- ist sjóræningjafley liggja við síðu þess. Ræningjarnir lögðu þegar á flótta og köstuðu ýmsu lauslegu út- byrðis til að komast hraðar yfir. Um borð hjá þeim var fólk, sem augljós- lega var haldið í gíslingu, og hélt þyrluáhöfnin hæfilegri fjarlægð til að stofna því ekki í hættu. Hvarf þyrlan að lokum til Esbern Snare á ný, en freigátunni er ekki heimilt að veita sjóræningjum eftirför á alþjóðlegu hafsvæði. Maður í áhöfn gámaskipsins reyndist hafa orðið fyr- ir skoti og var særður á fæti. Var hann fluttur yfir í dönsku freigátuna þar sem hann komst undir læknis- hendur auk þess sem mannskapur af Esbern Snare fór um borð í skipið til að aðstoða við leit að tveimur úr áhöfn, sem saknað var eftir árásina, og voru þeir enn ófundnir í gærmorg- un. Stökktu sjóræn- ingjum á flótta - Danir til bjargar við strendur Afríku AFP Freigátan Esbern Snare á æfingu með norska sjóhernum árið 2014. Lögregla og björgunarsveitir í Vestur-Noregi höfðu í nógu að snú- ast í gær þegar gjörningaveður gerði í strandfylkjunum eins og gjarnan um þetta leyti árs. Féll skriða á E16-veginn svo loka þurfti honum, áður hafði þó vörubifreið ekið upp á stóreflis grjót sem festist undir henni. Gangandi vegfarandi og annar á rafhlaupahjóli urðu fyr- ir bíl nánast á sömu mínútu í Berg- en og franskur ferðamaður lenti í ógöngum við útsýnisstaðinn Troll- tunga við Harðangursfjörðinn en komst í neyðarskýli. Hafði hann slegist í för með þýskum og amer- ískum ferðamönnum en týnt þeim og leituðu björgunarsveitir þeirra enn í gærkvöldi. NOREGUR Ljósmynd/Norski Rauði krossinn Björgunarsveitir á leið til leitar í gær. Ákeyrslur, skriður og týndir ferðamenn Frönsk yfirvöld hafa borið kennsl á 26 af 27 líkum flóttamanna sem drukknuðu á Ermarsundi 24. nóvember þegar gúmmíbátur þeirra sökk. Meðal fórn- arlambanna voru 16 íraskir Kúrdar, þar á meðal tveir vinir frá sama bænum í Írak, þeir Rezhwan Hassan og Afrasia Mohammed. Ræddi breska rík- isútvarpið BBC við fjölskyldur þeirra og kveðst Dahin Hama, frændi Hassans, hafa reynt að telja honum hughvarf. „Hann sagðist ekki geta búið hér, ekkert líf væri eftir til að lifa hérna,“ sagði Hama um frænda sinn, sem var trésmiður og dreymdi um betra líf á Englandi. FRAKKLAND „Ekkert líf væri eftir til að lifa hérna“ Rezhwan Hassan Alþjóðaveðurfræðistofnunin, WMO, hefur staðfest að 38 stiga hiti, sem mældist í rússneska bænum Verkhoyansk í Jakútíu, stærsta héraði Rússlands, 20. júní í fyrra sé hæsta hitastig, sem nokkru sinni hefur mælst norðan heimskautsbaugs. Verkhoyansk, sem er 115 kílómetra norðan baugsins, er fjórði minnsti bær Rússlands með sína 1.311 íbúa. WMO greindi frá þessari niður- stöðu sinni í gær auk þess sem forstjóri stofnunarinnar, Petteri Taalas, kvað óvenjuháar hitatölur sums staðar í heiminum hringja viðvörunarbjöllum um hækkandi hitastig á jörðinni. Nefndi Taalas þar sérstaklega tölur, sem stofn- unin ynni nú að því að staðfesta, 54,4 stiga hita í Dauðadal í Kali- forníu í fyrra og nú í ár, ásamt 48,8 gráðum á Sikiley í sumar, sem, fáist mælingin staðfest, er hæsta hitastig sem mælst hefur í Evrópu. Stofna nýjan flokk rannsókna „Skráningardeild veðuröfga hjá WMO hefur aldrei áður unnið að svo mörgum rannsóknum sam- tímis,“ er haft eftir Taalas í frétt WMO um nýju hitametin á heima- síðu stofnunarinnar í gær þar sem enn fremur segir af því, að nefnd sérfræðinga á vegum hennar hafi ákveðið að stofna nýjan efnisflokk innan hitastigsrannsókna, sem fjalli um mesta mælda hita norðan heimskautsbaugs, en ýmissa grasa kennir í rannsóknum WMO og falla þar reglulega met, sem snúa að hitastigi, regni, mestu hagl- éljum, lengstu þurrkatíð, sterk- ustu vindhviðum, lengst varandi eldingaglömpum og veðurtengdum dauðsföllum svo eitthvað sé nefnt. Með tilkomu nýja norðurskauts- flokksins eiga bæði heimskautin sér veðuröfgaflokka hjá rannsak- endum WMO, en suðurheim- skautið fékk eigin flokk árið 2007. Mesti hiti á heimskautinu staðfestur - WMO aldrei áður sinnt svo mörgum veðuröfgarannsóknum samtímis AFP Jakútía Algengara hitastig en +38.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.