Morgunblaðið - 15.12.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.2021, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Dekurmolar í jólapakkann fyrir þig og þína úr jólaverksmiðju L’Occitane erumVIÐ RÆKTENDUR FRAMTÍÐARINNAR Hugmyndir um að merkja fólk og mis- muna eftir því hvort eða hversu marga skammta bóluefnis við kórónaveirunni það hefur fengið eru var- hugaverðar. Við þessu er réttilega varað í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sunnudaginn 12. des- ember og vísað til sögunnar. Því miður virðast alltof fáir gera sér grein fyrir að öll slík mismunun, sama hversu sakleysislega hún lítur út í byrjun, vindur ávallt upp á sig. Sá sem er mismunað er brenni- merktur. Brennimerkingin leiðir til æ harðari mismununar, sem aftur styrkir brennimerkinguna. Á end- anum er sá sem er mismunað útilok- aður með öllu. Við sjáum þessa þró- un nú þegar í ýmsum nágrannalöndum okkar. Í Austur- ríki er óbólusett fólk nú innilokað á heimilum sínum og eftir áramót er stefnt að fangelsun þess. Því miður örlar nú þegar á sömu tilhneigingu hérlendis. Taktinn slá meðal annars Kári Stefánsson sem farið hefur fram á lífstíðarfrelsis- sviptingu þeirra sem ekki þiggja bóluefnin1), og Þórólfur Guðnason sem kallar eftir mismunun barna2); jafnvel enn óhugnanlegri krafa, ekki síst í ljósi áhættunnar, en nýverið mælti franska lækna- akademían gegn bólu- setningu heilbrigðra barna sem ekki búa með fólki í áhættuhóp- um3), og finnsk yfirvöld hyggjast fylgja sama fordæmi.4) Vísindalegar for- sendur að baki mismun- uninni eru veikar. Ekk- ert samhengi er milli bólusetningarhlutfalls og smittíðni5) og ljóst að samfélagslegt ónæmi næst aldrei með hinum svonefndu bóluefnum,6) sem af þeim sökum væri kannski réttara að kalla fyrirbyggjandi lyf. Þau gagnast vel fólki í áhættuhóp- um, en ungt og heilbrigt fólk hefur hins vegar enga þörf fyrir þau, og nokkur ungmenni hérlendis hafa þegar orðið fyrir varanlegum skaða vegna lyfjagjafarinnar. Það kemur ekki á óvart, enda er tíðni tilkynn- inga um alvarlegar aukaverkanir vegna þeirra allt að þúsundföld mið- að við fyrri reynslu.7) Innlagnir vegna aukaverkana eru nú þegar orðnar 149 talsins, sem dregur síður en svo úr álagi á heilbrigðiskerfið.8) Það er ástæðulaust að við Íslend- ingar eltum mistökin sem gerð eru í sumum nágrannalöndum okkar. Góðu heilli hefur nýr heilbrigðis- ráðherra, Willum Þór Þórsson, ítrekað talað fyrir umburðarlyndi og lýst skýrri andstöðu sinni við hug- myndir um mismunun og útilokun fólks eftir bólusetningarstöðu, sem bendir til að hann skilji vel hvert slíkt getur leitt okkur. Ég vona að sú manneskjulega og heilbrigða lífssýn sem endurspeglast í afstöðu ráð- herrans hafi yfirhöndina hér á okkar litla landi. 1) Kári Stefánsson, Morgunblaðið, 26. nóv- ember 2021: „Svo það má færa rök fyrir því að koma eigi þeirri skyldu á að þeir ein- staklingar sem ekki vilja láta bólusetja sig verði skikkaðir í sóttkví að eilífu.“ 2) visir.is 7.12.2021: „3. Undanskilja börn yngri en 16 ára sem fengið hafa grunn- bólusetningu (tvo skammta) frá fjöldatak- mörkunum og hraðgreininga- eða PCR prófum fyrir viðburði.“ 1) Le Monde og BFMTV, 17. nóvember 2021: „Les vaccins anti-Covid ne doivent pas être donnés à tous les enfants mais certains d’entre eux devraient en bénéfi- cier, a estimé mercredi l’Académie fran- çaise de médecine, prenant une position médiane face à un regain de polémiques sur le sujet.“ Mælt er með því að bólusetja ein- ungis börn í áhættuhópum og þau sem búa með fólki í áhættuhópum. 4) Reuters, 2. desember 2021: „Finland to li- mit children’s COVID-19 vaccines to high- risk households.“ 5) Subramanian, Kumar: „Increases in CO- VID-19 are unrelated to levels of vacc- ination across 68 countries and 2947 coun- ties in the United States“, European Journal of Epidemology, 2021. Rannsóknin sýnir enga fylgni milli smita og hlutfalls bólusettra. 6) Kampf: „The epidemiological relevance of the COVID-19-vaccinated population is inc- reasing“, The Lancet Regional Health – Europe, 2021. Sýnir að vernd bóluefna gegn smiti fer síminnkandi. Einnig: Nord- ström, Ballin: „Effectiveness of Covid-19 Vaccination Against Risk of Symptomatic Infection, Hospitalization, and Death Up to 9 Months: A Swedish Total-Population Co- hort Study“, The Lancet (preprint), 2021. Sýnir að vernd bóluefna hverfur nær alveg á fáeinum mánuðum. 7) Sigurlaug Tara Elísdóttir: Bólusetning gegn inflúensunni á Íslandi, B.A.-ritgerð 2015, bls. 10: „Rannsóknir hafa sýnt að einn af hverjum 500.000-1.000.000 bólusettum gæti þróað með sér alvarlegar aukaverk- anir.“ https://www.lyfjastofnun.is/frettir/ covid-19-sundurlidun-tilkynninga-vegna- gruns-um-alvarlega-aukaverkun-i-kjolfar- bolusetningar-20/: 249 tilkynningar höfðu borist þann 9. desember eftir ríflega 280 þúsund bólusetningSar, sem eru tæplega 900 á hverja milljón. Tólf tilkynningar höfðu borist vegna örvunarskammta. (stytt slóð: http://mbl.is/go/gy84a ) 8) https://www.lyfjastofnun.is/frettir/ covid-19-sundurlidun-tilkynninga-vegna- gruns-um-alvarlega-aukaverkun-i-kjolfar- bolusetningar-20/ (stytt slóð: http://mbl.is/go/747fn ) Útilokun á aðventu Eftir Þorstein Siglaugsson Þorsteinn Siglaugsson » Það er ástæðulaust að við Íslendingar eltum mistökin sem gerð eru í sumum ná- grannalöndum okkar Höfundur er hagfræðingur. Gegnum tíðina hef ég tryggt hjá Sjóvá en sú saga telur áratugi. Fyrir þó nokkrum ár- um lærðist mér hins vegar að fastir kúnnar með sjálfvirka end- urnýjun þar fá ekki að njóta þeirrar tryggðar sem þeir sýna fyrir- tækinu. Almennt má segja að fastir kúnnar þar fái verri kjör en þeir sem koma nýir inn í viðskipti. Tjónasaga mín er frekar fábrotin en þó var gengið í kaskótryggingu vegna skemmd- arverka sem unnin voru á lakki nýrr- ar bifreiðar í minni eigu árið 2020. Ekki stóð reyndar til að láta lagfæra þessar skemmdir en þar sem Sjóvá fullyrti að þetta yrði ekki til að skerða framtíðarkjör mín lét ég slag standa. Fyrir allar tryggingar hjá Sjóvá hafði ég greitt iðgjöld fyrir ár- ið 2020 upp á 575 þúsund en inni í þeim telja þrjár bifreiðar, íbúðarhús, sumarhús, ferðavagn o.fl. Þegar mér barst svo greiðslukrafa í lok ársins 2020 vegna ársins 2021 fyrir ná- kvæmlega sömu tryggingar kom hins vegar í ljós að kjör mín átti að skerða vegna fyrrnefnds tjóns og hafði þá heildarpakkinn hækkað um 60 þúsund eða í 635 þúsund samtals. Ég leitaði tilboða hjá hin- um tryggingunum og færði mig í framhald- inu til Varðar. Ég hef reyndar verið í við- skiptum við Vörð áður og ekki hef ég orðið var við að þjónustan þar sé lakari en á hinum staðnum nema síður sé. Fyrir stuttu leitaði ég svo aftur tilboða hjá öll- um tryggingafélög- unum vegna nákvæmlega sama pakka og áður. Hjá Verði stóðu ið- gjöldin nánast í stað frá fyrra ári og hefur nú verið endurnýjað þar fyrir árið 2022. Það tilboð sem skar sig hins vegar verulega úr var frá Sjóvá, en sá pakki sem fyrir árið 2021 kost- aði 635 þúsund kostar 970 þúsund fyrir árið 2022. Það verður að teljast nokkuð rífleg hækkun, tæplega 53%, og ber þess að geta að algjört tjón- leysi hefur verið á árinu 2021. En þá ber á það að líta að Sjóvá brynnti ný- lega hlutabréfakálfunum sínum með því að ganga í bótasjóði sem safnast hefur hressilega í, greinilega vegna oftekinna iðgjalda. Hlutabréfakálfar Sjóvár sugu nefnilega nýlega til sín gegnum spena bótasjóða félagsins 2.500 milljónir. Slík ofurfóðrun hlýt- ur að kalla á að rétta þurfi sjóðina við og þá er nærtækast að ganga á tryggingataka, sem á endanum borga veisluna fyrir kálfana. Flestir tryggingatakar segja nefnilega aldr- ei neitt og borga bara þegjandi og hljóðalaust. Þetta dæmi er enn ein staðfestingin á því að við endurnýjun trygginga er full ástæða til að fá til- boð frá öllum tryggingafélögunum á hverju einasta ári. Þeir sem það gera ekki mega búast við því að vera hafð- ir að féþúfu. Þá er rétt að geta þess að félagi minn sem býr í Noregi, þar sem verðlag er ekki ósvipað og hér, greiðir NOK 3.000 eða ISK 45.000 í iðgjald fyrir ábyrgðartryggingu á sambærilegum bíl og ég er með til- boð í frá Sjóvá upp á ISK 145.000. Eru Norðmenn svona miklu betri ökumenn en við hér á Fróni að tjón eru ekki nema þriðjungur þar á við hér? Hlutabréfakálfunum brynnt hjá Sjóvá Eftir Örn Gunnlaugsson »Enn ein staðfest- ingin á að við endurnýjun trygginga er full ástæða til að fá tilboð frá öllum tryggingafélögunum á hverju einasta ári. Örn Gunnlaugsson Höfundur er fv. atvinnurekandi. orng05@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.