Morgunblaðið - 15.12.2021, Side 16

Morgunblaðið - 15.12.2021, Side 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 Afi minn var skemmtilegri en afi þinn. Við bræðurnir áttum allir sérstakt samband við afa okkar. Afi var aldrei í vondu skapi og hann var einstaklega þolinmóður. Hann var Valsari. Þegar við strákarnir gistum hjá ömmu og afa þá spiluðum við afi skák. Afi vann mig reglulega með því að taka mjög langan tíma að gera og ég varð óþolinmóður og spilaði af mér skákina. Afi elskaði áramótin. Hann var mjög sprengiglaður. Afi og amma mættu á allt og þeim fannst við alltaf vera lang- bestir í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Elsku afi við söknum þín. Þínir Sigmundur Nói, Benedikt Snær og Óskar Tumi. Valur sér á bak góðum fé- lagsmanni nú þegar Sigmundur Tómasson hefur kvatt. Sigmund- ur gekk ungur til liðs við félagið Sigmundur Tómasson ✝ Sigmundur Tómasson fæddist 13. janúar 1940. Hann lést 2. desember 2021. Sigmundur var jarðsunginn 14. desember 2021. og stundaði knatt- spyrnuna af áhuga og lék upp alla yngri flokka og eignaðist marga vini sem fylgdu honum í gegnum lífið. Síðar meir tók skíða- mennskan við og vann Sigmundur mikið og gott starf fyrir skíðadeild Vals, sem lengi var starfrækt í tengslum við skíða- skála félagsins í Sleggjubeinsdal, og sat í fyrstu stjórn deildarinn- ar. Þar var oft kátt á hjalla og kunni félagsskapurinn vel að nýta sér skálann, sem var í þægi- legri nálægð við bæinn. Sigmund- ur starfaði lengi hjá vini sínum eðal-Valsaranum Ásgeiri Óskars- syni í Gúmmíbátaþjónustunni og þar hefur málefni félagsins sjálf- sagt oft borið á góma. Valur sendir samúðarkveðjur til fjöl- skyldu og vina og þakkar áratuga tengsl. F.h. Knattspyrnufélagsins Vals, Lárus Loftsson og Halldór Einarsson. Kær vinur og félagi hefur kvatt og haldið í sumarlandið. Leiðir okkar Simma lágu sam- an fyrir nokkrum tugum ára. En fyrir 30 árum höguðu atvikin þannig til að við fimm félagar völdumst í hússtjórn Kiwanis í Brautarholti þar sem Simmi var formaður og hófst þá vinátta sem hefur bara eflst með árunum. Hússtjórn sá um salinn og auk þess m.a. um nýjársfagnað, grillhátíð í júní og fyrsta vetrar- dagsgleði fyrir Kiwanisfélaga en þá voru eiginkonur okkar félaga sem voru í hússtjórn virkjaðar til að koma að undirbúningi. Þarna myndaðist því góður vinahópur sem varð til þess að þegar hús- stjórn var aflögð, við sölu salarins þegar flutt var á Engjateig, héld- um við áfram að hittast. Simmi formaður var auðvitað upphafið að „Tíunni“ og hittumst við reglu- lega þrisvar til fjórum sinnum á ári í matarboði hvert hjá öðru eða í sumarbústöðum og höfum átt ógleymanlegar stundir. Margar eru svo utanlandsferðirnar sem „Tían“ hefur farið í saman og geyma þær góðar minningar, bæði siglingar, rútuferðir í Evr- ópu og sólarstrendur. Í einni ferðinni þegar komið var á hót- elherbergi til Önnu og Simma þá voru evruseðlar um allt rúm. Þá kom í ljós að Simmi hafði farið í sturtu og gleymdi að taka pen- ingapunginn af sér svo allir pen- ingarnir blotnuðu. Þetta kölluð- um við auðvitað peningaþvott. Margar sögur væri hægt að segja frá samverustundum okkar og sumar ekki prenthæfar. Simmi var frábær félagi og sjálfskipaður formaður „Tíunnar“ enda vel skipulagður, fastheldinn, gat ver- ið þrjóskur en var samt góður málamiðlari. Skaplyndi hans og þrjóska hefur komið honum í gegnum veikindi hans sem hann hefur tekist á við undanfarin ár. Aldrei kvartaði hann og tók öllu af æðruleysi. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með þeim hjónum takast á við veik- indin enda Simmi og Anna sem eitt. Simmi var mikill Valsmaður og unni sínu félagi og starfaði einnig fyrir skíðadeild Vals. Þetta feng- um við hin að finna fyrir því oftast þegar við komum saman og lagið var tekið þá var það „Valsmenn léttir í lund“ sem var sungið há- stöfum af öllum KR-ingum,Vík- ingum og Frömmurum í hópnum og mun það væntanlega hljóma í blómabrekkunni í Sumarlandinu með Simma sem forsöngvara. Valsmenn, léttir í lund leikum á sérhverri stund. Kætin kringum oss er, hvergi er fjörugra en hér. Lífið er okkur svo kunnugt og kært kringum oss gleðin hún hlær látum nú hljóma í söngvanna sal já, sveinar og meyjar í Val. Við kveðjum góðan vin með söknuði og sendum hlýjar sam- úðarkveðjur til Önnu Sigríðar og fjölskyldunnar. Tían, Sveinn og Sigríður J., Þór Ingi og Margrét, Sigurður og Ingibjörg, Þorlákur og Sigríður G. Í dag kveðjum við góðan vin og félaga, Simmam, eins og hann var ávallt kallaður. Við kynntumst þegar ég gekk í Kiwanisklúbbinn Elliða fyrir 45 árum. Hann var mikill Kiwanis-maður, gegndi hinum ýmsu störfum fyrir klúbb- inn og Kiwanis-hreyfinguna þar sem hann skilaði öllu sem hann tók að sér með mikilli prýði. Við störfuðum saman í ýmsum nefnd- um innan klúbbsins. Hann var ráðagóður og gott að starfa með honum. Eftir að við hættum að vinna hittumst við nokkrir félagar og áttum margar góðar stundir á kaffifundum okkar á miðvikudög- um þar sem mörg mál voru leyst. Ég vil þakka Simma góða vin- áttu í gegnum árin. Hví þú í friði, minn kæri. Innilegar samúðarkveðjur til Önnu Sigríðar og fjölskyldu frá okkur hjónunum. Ragnar Engilbertsson. Góður vinur og samstarfsmað- ur okkar félaganna í Kiwanis- klúbbnum Elliða í Reykjavík, Sigmundur Tómasson, er látinn. Hann lést 2. desember síðastlið- inn á Hjúkrunarheimilinu Eir. Sigmundur gekk í Kiwanis- klúbbinn Elliða 6. október 1975 og hefur starfað þar allar götur síðan. Sigmundur var góður og traustur félagi sem dreif áfram þau verkefni sem honum voru fal- in. Þau hjónin Sigmundur og Anna Sigríður kona hans voru boðin og búin að taka að sér ýmis verkefni fyrir klúbbinn og studdi Anna Sigríður mann sinn í öllu sem hann tók að sér. Sigmundur var tvisvar forseti klúbbsins, fyrst árið 1982-1983 og síðar 2001-2002, og skilaði því verkefni, eins og öðru sem hann gerði fyrir klúbbinn, með miklum sóma. Sigmundur hafði starfað í öllum nefndum klúbbsins og oft sem formaður. Sigmundur var formaður hús- stjórnar og sá mikið um rekstur hússins okkar Elliðafélaga á Grensásveginum. Hann var svæðisstjóri Þórssvæðis 1996 til 1997. Störf Sigmundar fyrir um- dæmið Ísland-Færeyjar voru einnig eftirtektarverð. Hann var mörg ár formaður hússtjórnar Kiwanishússins í Reykjavík, sem umdæmið átti í Brautarholti, og í stjórn þar til fjölda ára. Mér sem rita þessa grein fyrir félagana í Elliða er sérstaklega minnisstætt þegar Sigmundur var formaður þingnefndar á um- dæmisþinginu á Akureyri 1994, þar sem við störfuðum mikið saman. Var aðdáunarvert hvern- ig hann sá um að þetta þing gengi vel fyrir sig, enda var eins gott að hafa öflugan formann, þar sem þetta var eitt stærsta umdæmis- þing Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi, eða um 550 manns sem sóttu lokahóf þingsins. Sigmund- ur stýrði þessari þingnefnd með miklum sóma, þannig að tekið var eftir. Síðustu ár glímdi Sigmundur við veikindi, en það var alveg sama; hann reyndi að mæta alls staðar enda var hann ekki þekkt- ur fyrir að gefa neins staðar eftir. Við félagarnir í Elliða þökkum Sigmundi Tómassyni fyrir sam- ferðina í gegnum öll þessi ár í Kiwanis og vitum að erfitt verður að fylla hans skarð. Við vottum Önnu Sigríði konu hans og allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Far þú í friði góði vinur og félagi. F.h. félaga í Kiwanisklúbbnum Elliða í Reykjavík, Sæmundur H. Sæmundsson. Elsku amma Matta. Í dag fylgj- um við þér síðasta spölinn og heiðrum minningu þína og lífshlaup. Ég minnist þín sem sterkrar og duglegrar konu, og þú verður fyrirmynd í mínu lífi alla tíð. Ég á þér og afa mikið að þakka og á margar góðar minn- ingar um tímann okkar saman sem ég mun varðveita eins og gull. Þær fyrstu eru úr Kjalarland- inu. Þau voru ófá skiptin sem við spiluðum þar saman á spil, byggðum spilaborgir og spiluðum Mikado á meðan við sátum í stig- anum. Mér fannst alltaf gaman að kíkja í heimsókn í Fossvoginn, fá að horfa á Simpsons á vídjóspólu og smakka á kóngabrjóstsykri úr fallegu glerkrukkunni þinni. Heima hjá þér og afa var til krik- ketsett sem var oftar en ekki Matthildur Gestsdóttir ✝ Matthildur Gestsdóttir fæddist 29. sept- ember 1936. Hún lést 30. nóvember 2021. Útför Matthildar fór fram 14. desem- ber 2021. dregið fram og stillt upp í garðinum. Þar minnist ég blóma- brekkunnar sem var alltaf svo vel hirt og garðurinn fallegur. Ég fékk að prófa að slá garðinn með handknúnu sláttu- vélinni ykkar og fannst ég vera orðin svo stór og dugleg að mega hjálpa til. Þið áttuð til litabækur og liti og ég man líka eftir marglitu viðar- kubbunum sem við byggðum mikið úr. Það voru oftar en ekki til heimabakaðar mömmukökur sem voru í sérstöku uppáhaldi hjá mér og ég tala nú ekki um pönnu- kökurnar sem þú bakaðir alla tíð, þær bestu í heimi með bláberja- sultunni hans afa. Þú varst mikil prjónakona og ég fylgdist með þér prjóna lopapeysur á færi- bandi. Ég man líka vel eftir því að hafa skroppið til Ólafsfjarðar á ættarmót með ykkur afa og tjald- vagninn í eftirdragi. Þetta fannst mér ægilega spennandi og ég á mikið af góðum minningum frá þeim ferðum. Í seinni tíð hafið þið afi hreiðr- að um ykkur í Kópavoginum og skapað ykkur notalegt heimili. Þar voru fjölskyldumót á nýársdag eftirminnileg. Það hefur alltaf ver- ið ljúft að kíkja í kaffi til ykkar því móttökurnar hafa verið hlýjar og góðar í sérhvert sinn. Við höfum haldið góðu sambandi í gegnum árin með heimsóknum eða í gegn- um síma þegar ekki var hægt að kíkja. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín mikið og krakkarnir mínir eiga sömuleiðis eftir að sakna ömmu lang sem var þeim alltaf svo góð. Allar minningar um þig einkenn- ast af hlýju og öllum þeim stuðn- ingi sem þið afi hafið veitt okkur í gegnum tíðina. Það er ómetanlegt að eiga svona góða að og útbreidd- an faðm sem tekur á móti manni af eins mikilli væntumþykju líkt og þið hafið ætíð gert. Þú varst dug- leg að hvetja mig áfram í einu og öllu og ég lagði mig fram við að gera þig stolta. Það er heiður að bera nafnið þitt og mér finnst þú alltaf vera nálægt mér og hluti af mér á einhvern hátt. Ég veit að það bíður þín fallegur englahópur í sólheimum sem faðmar þig og um- vefur. Elsku amma, það voru for- réttindi að eiga svona yndislega ömmu eins og þig. Takk fyrir allt. Matthildur og fjölskylda. Elsku amma. Hér sitjum við að reyna að kveðja þig í hinsta sinn. Línan „ömmur vita alltaf hvað manni finnst best og geyma það í eldhúsinu sínu“ á vel við í þínu til- felli. Amma hafði alltaf upp á eitt- hvað að bjóða, sama hvaða tíma sólarhringsins maður mætti í heimsókn, og aldrei mátti maður mæta saddur. Að minnsta kosti var orðið saddur ekki til í orðabók ömmu. Pönnukökur, skyr, jóla- kökur, fiskibollur og margt fleira. Allur matur var betri á bragðið ef hann var útfærður af ömmu enda var hún kokkur af guðs náð. En það var ekki eina sem þú varst góð í. Þvert á móti. Ég á eftir að sakna þess að taka í spil og tapa á móti þér í rommí, spjalla við þig meðan þú leggur kapal og horfa á eldgamla margendursýnda þætti í sjónvarpinu og kvarta yfir því með þér. Sama hvað, þá var alltaf aðeins skemmtilegra að gera það með þér. Þegar ég hugsa um þig þá hugsa ég um jólin. Þegar ég var lítill fannst mér ekkert skemmti- legra en að koma í heimsókn, skreyta fyrir jólin, trekkja kirkjuklukkuna í jólakirkjunni þinni og horfa á bílana þeytast fram hjá Smáralind. Þá voru jólin komin í mínum augum. Við Hulda erum þakklát fyrir að hafa átt þig að, getað leitað til þín og afa og lofum að passa upp á afa eins og þú munt passa upp á mömmu og Gunna þangað til við hittumst öll á ný. Þorgeir Örn og Hulda Ósk. Nú þegar við kveðjum Möttu ömmu þá hugsum við til baka um allar góðu minningarnar sem við áttum saman. Amma var dugleg að leika við okkur og spilaði oft fótbolta með Björgvini Smára og rommí með Gunnhildi. Hún hafði engar áhyggjur þó að skraut- munir í stofunni yrðu fyrir tjóni þegar fótboltinn var spilaður og var alveg jafn spennt að vinna rommí-ið og Gunnhildur, sem þær spiluðu oft klukkutímum saman. Það var alltaf gott að koma í kaffi til Möttu ömmu og þiggja góðgæti sem hún hafði bakað og þegar maður gisti hjá ömmu þá fékk maður aukakvöld- kaffi sem manni þótti nú ekki slæmt. Við erum virkilega heppin að hafa átt svona góða ömmu og hennar verður sárt saknað. Gunnhildur Kristjáns- dóttir og Björgvin Smári Kristjánsson Í dag kveðjum við Matthildi Gestsdóttur, föðursystur mína. Matta frænka var mér mjög kær og hún og eiginmaður hennar, Björgvin Kristjánsson, og börn þeirra, Gunnar, Kristján og Guð- laug, hafa verið mikilvægur hluti af stórfjölskyldu minni sem á rætur í Ólafsfirði. Þar fæddist Matta og ólst upp en fór ung suð- ur, kynntist sínum manni, hann að vestan og þau settust að í höf- uðborginni. Það var í Reykjavík sem ég kynntist Möttu frænku. Ég var stelpuhnokki í heimsókn hjá föð- urbróður mínum heitnum, Árna, og konu hans Önnu og við mætt- um í brúðkaup Möttu og Björg- vins. Mig minnir að Matta frænka hafi unnið á Mjólkur- barnum með Önnu frænku og ég hafi kynnst henni þar. Ég á skemmtilegar og góðar minning- ar frá brúðkaupi þeirra sem við Matta og Björgvin rifjuðum upp ekki alls fyrir löngu og hlógum dátt. Það var þó ekki fyrr en ég var flutt til Reykjavíkur og búin að eignast Ásdísi mína að Matta frænka kom sterk inn í líf mitt. Föðursystur mínar, Matta og Magga, heimsóttu mig á sæng- ina, eins og sagt var, og minntu á sig. Sjálfsagt varð það til þess að ég hringdi í ofboði til Möttu frænku á öðrum degi heima með litlu dóttur mína og kallaði eftir hjálp. Matta fékk pössun fyrir Gullu sína, tók strætó úr Foss- voginum niður í Þingholt og bjargaði málunum. Þremur mán- uðum seinna var hún orðin dag- mamma okkar og við daglegir gestir í Kjalarlandinu. Þannig ól- ust frænkurnar Gulla og Ásdís upp saman sín fyrstu ár undir handleiðslu Möttu. Gulla var árinu eldri og undursamlega góð við litlu frænku sína. Við áttum athvarf hjá Möttu þegar eitthvað bjátaði á og vantaði pössun, við fórum líka í Kjalarland til að Björgvin gæti tekið flís úr putta á Ásdísi. Hann var smiður og kunni handtökin. Dóttir mín treysti mér ekki fyrir slíkum að- gerðum. Þarna urðu til hlý og góð fjölskyldutengsl sem ég hef alltaf kunnað að meta. Þau urðu enn sterkari þegar Matta og Björgvin komu með afgerandi hætti inn í líf fjölskyldu minnar með fallegri frændsemi og aðstoð eftir að pabbi dó og mamma þurfti að koma reglulega suður til að sækja læknisþjónustu. Fyr- ir hönd okkar systkina vil ég þakka sérstaklega fyrir þá rækt- arsemi. Matta og Björgvin hafa þurft að ganga í gegnum raunir sem ekkert foreldri á að þurfa að lifa. Þau misstu tvö af börnum sínum alltof snemma, frumburðinn Gunnar árið 2009 og síðan Gullu sem lést eftir stutta og harðvít- uga baráttu fyrir réttum tveimur árum. Þessi sári tvöfaldi missir hafði mikil áhrif á frænku mína og skiljanlega átti hún erfitt með að sætta sig við hann. En hún var um leið óendanlega þakklát fyrir að eiga að Kristján son sinn og eiginkonu hans Hrefnu, þeirra börn og nýtt langömmubarn, Matthildi, dóttur Gunnars og hennar börn og svo Þorgeir Örn son Gullu. Matta frænka var ekki kona margra orða og ekki mikið fyrir að láta í ljósi tilfinningar en hún vissi hvað skipti máli. Elsku Björgvin, Kristján, Hrefna og Þorgeir Örn og önnur ömmu- og langömmubörn. Við syrgjum Möttu en leitum trausts í þeirri vissu að sorgin breytist smátt og smátt í fallega minn- ingu. Stefanía Traustadóttir. Elskuleg frænka okkar, JÓHANNA BJARNADÓTTIR frá Eyjólfsstöðum, lést á HSN Blönduósi fimmtudaginn 2. desember. Útför fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 18. desember klukkan 14. Hægt verður að nálgast streymi frá facebook-síðu Blönduóskirkju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök HSN á Blönduósi. Aðalheiður Ingvarsdóttir Jenný Th. Ingvarsdóttir Steingrímur Ingvarsson Bjarni Ingvarsson Lárus B. Jónsson Bjarni J. Jónsson Jakob J. Jónsson Sveinn E. Jónsson Jón Baldvin Jónsson og fjölskyldur Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdadóttir og systir, HALLFRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR leikskólakennari, lést á Landspítalanum við Fossvog 7. desember. Útför verður 16. desember klukkan 13 frá Grafarvogskirkju. Gestir vinsamlegast framvísi gildu hraðprófi. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlát. Bragi Már Valgeirsson Sólrún Braga Bragadóttir Eiður Örn Bragason Gabríela Brá Bragadóttir Elín Jónsdóttir Friðbjört Gunnarsdóttir Þórir Jónsson Valgeir Guðmundsson Hildur Bæringsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.