Morgunblaðið - 15.12.2021, Qupperneq 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021
✝
Hólmfríður
Stella Helga
Ólafsdóttir fæddist
í Reykjavík 7. nóv-
ember 1959. Hún
lést 3. desember
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Ólafur S.
Þórarinsson, f.
21.7. 1928, d. 7.7.
2010, og Kristín
Óla Karlsdóttir, f.
24.2. 1930, d. 31.8. 2018.
Systkini Hólmfríðar Stellu
eru Guðbjörg, f. 6.4. 1951, Þór
Fannar, f. 31.8. 1953, Hallur
Einar, f. 13.4. 1955, Karl Rúnar,
f. 6.1. 1957, Þorkell Ingi, f. 16.9.
1961, Þórarinn Vignir, f. 25.3.
1964, Sævar Óli, f. 23.2. 1967,
Guðmundur Páll, f. 10.11. 1969
og Magnús Már, f. 31.12. 1972.
Hólmfríður Stella giftist Ró-
8.11. 1989, börn þeirra eru Vikt-
or Snær, f. 24.6. 2008 og Hall-
dóra Karítas, f. 31.1. 2012.
Hólmfríður Stella ólst upp á
Háfi í Þykkvabæ ásamt 9 systk-
inum. Gekk í Barnaskólann í
Þykkvabæ og Gangfræðaskól-
ann á Hellu. Þaðan fer hún í
Húsmæðraskólann á Laug-
arvatni og útskrifast þaðan
1975. Hólmfríður Stella hóf
störf í Landsvirkjun ung að
aldri og vann lengst í Hraun-
eyjum sem aðstoðarmaður í eld-
húsi og ýmislegt fleira. Árið
1996 stofnuðu Hólmfríður Stella
og Róbert jarðvinnufyrirtæki og
það var farsælt til ársins 2012.
Svo flutti hún austur fyrir fjall á
Selfoss.
Hún hafði mjög gaman af
allri handavinnu og var mikil
listakona. Hólmfríður Stella
veiktist árið 2016, þá greindist
hún með blóðkrabbamein, barð-
ist við krabbameinið í fimm ár.
Útförin fer fram frá Selfoss-
kirkju í dag, 15. desember 2021,
klukkan 13. Athöfninni verður
streymt á www.selfosskirkja.is.
https://www.mbl.is/andlat
bert Braga Guð-
mundssyni, f. 9.8.
1956. Þau slitu
samvistum 2012.
Börn þeirra eru: 1)
Jón Karl Róberts-
son, f. 8.6. 1977,
maki hans er Ingv-
eldur Sævarsdóttir,
f. 9.11. 1969, börn
hans eru Brynjar
Máni, f. 4.3. 1999,
sonur Brynjars er
Dagur Blær Diego, f. 9.8. 2021,
Sædís Alda, f. 29.3. 2001 og Sól-
ey Helga, f. 27.8. 2008. 2) Þor-
geir Gunnar Róbertsson, f. 9.2.
1982, d. 29.6. 1982. 3) Kristrún
Eva Róbertsdóttir, börn hennar
eru Gabríel Róbert, f. 16.5. 2007
og Maríana Ósk, f. 30.4. 2010. 4)
Sigurbjörg Sara Róbertsdóttir,
f. 16.11. 1988, maki hennar er
Ármann Magnús Ármannsson, f.
Eitt af því dýrmætasta í lífinu
er falleg og sönn vinátta. Stella
hafði allt sem góða vinkonu prýð-
ir. Hún var heilsteyptur persónu-
leiki sem vildi öllum vel, um-
hyggjusöm og einkennandi fyrir
hana var létt lund og glaðværð.
Við hlógum mikið saman að
mörgu, stundum bara að smá-
munum og oft að okkur sjálfum.
Vinátta hennar var mér mikils
virði og fyrir hana þakka ég af
heilum hug. Ég mun aldrei
gleyma stundunum sem við átt-
um þar sem við töluðum um allt,
svo mikið að við gleymdum
stundum tímanum. Þær geymi ég
í hjartanu mínu að eilífu.
Elsku vinkona það er komið að
leiðarlokum samveru okkar hér,
en við munum hittast á nýjum
stað. Þakka þér fyrir yndislega
vináttu. Guð blessi þína minningu
og veri með börnunum þínum á
erfiðum tímum.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans
fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver
und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta
blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva
og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Elsku Nonni, Kristrún, Sibba
og fjölskylda, mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Guð gefi ykkur styrk í þessari
miklu sorg.
Nína.
Hólmfríður Stella
Helga Ólafsdóttir
✝
Búi Guð-
mundsson
fæddist 27. mars
1939 á Patreks-
firði. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu, Eski-
völlum 21a í Hafn-
arfirði, 6. desem-
ber 2021.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Sigurðsson og
Hjördís Þórarinsdóttir, gjarn-
an kennd við Hliðskjálf á Pat-
reksfirði. Búi var annar í röð
tíu systkina, sjö komust til
fullorðinsára en þrjú létust í
frumbernsku.
Að lokinni hefðbundinni
skólagöngu útskrifaðist hann
frá Vélskóla Ís-
lands og stundaði
störf við vélstjórn
til sjós og lands
til starfsloka.
Búi var kvænt-
ur Rannveigu
Helgadóttur, f.
14. ágúst 1939.
Hún lifir mann
sinn. Þau bjuggu
lengst af í Hafn-
arfirði.
Útför Búa fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 15.
desember 2021, klukkan 13,
að viðstöddum nánustu ætt-
ingjum og vinum. Streymt
verður frá útförinni.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Nú skilur leiðir og okkur
systkinin langar í nokkrum
orðum að minnast bróður okk-
ar, Búa Guðmundssonar.
Búi var elstur eftirlifandi
systkina þegar hann yfirgaf
þennan heim. Það eru ótal-
margar minningarnar sem
koma upp í hugann og stutt í
bros því sögurnar eru ófáar
skemmtilegar og lýsa hans
léttu lund. Endalaust gátum
við sótt hjá Búa fróðleik og
upplýsingar er tengdust sögu
og ættfræði því þar lá hans
áhugasvið. Búi vissi svo margt
um líf og störf forfeðra okkar
og -mæðra og sagði frá af mik-
illi tilfinningu, hann vissi hvað-
an hann kom. Fyrsta sagan af
mörgum ferðalögum Búa er
sennilega sagan af því er hann,
ásamt foreldrum okkar og
eldri bróður Sverri, lagði í
langferð yfir Patreksfjörð á
bát föður okkar þar sem fjöl-
skyldan var að flytja frá Nesi
(Sellátranesi) í litla þorpið
handan við fjörðinn. Þegar
glitta fer í fjöruna á nýjum
heimaslóðum verður Búa á orði
„Sverrir sjáðu, þeir eru búnir
að eyðileggja fjöruna!“ Þeir
bræður voru vanir gylltri sand-
fjörunni á Nesi en fjaran á
nýju heimaslóðunum var svört
malarfjara.
Þessi bátsferð var ein af
fjölmörgum þar sem Búi byrj-
ar að stunda sjóinn ungur. Búi
vissi að hann vildi mennta sig.
Um tvítugt fer hann til
Reykjavíkur og stundaði þar
nám við Vélskóla Íslands. Ást-
in hans, hún Rannveig, fylgdi
honum svo í borgina en sam-
búð þeirra hjóna hófst á náms-
árum Búa. Eftir að Búi útskrif-
ast sem vélstjóri stundaði
hann sjóinn og starfsævi hans
var helguð vélstjórn til sjós og
lands.
Þau hjón lögðu svo land
undir fót árið 1978, þangað
sem fjörurnar hafa sennilega
verið meira framandi en mal-
arfjaran við Geirseyri, til Bali í
Indónesíu. Búi starfaði við vél-
stjórn og kennslu á vegum
Matvælastofnunar Sameinuðu
þjóðanna og dvöldu þau þar í
þrjú ár. Þetta ferðalag og
dvölin á þessum framandi slóð-
um var ekki síður ævintýri
fyrir okkur systkini Búa, þar
sem við fengum margar
skemmtilegar sögur af dvöl
þeirra hjóna í þessum heimi
sem var svo ólíkur öllu sem við
þekktum. Þessi tími var þeim
hjónum mjög dýrmætur og
minningarnar ljúfar, þetta var
sennilega þeirra blómatími.
Lengst af bjuggu þau hjónin
í Hafnarfirði, fyrst á Suður-
götunni og svo þessi síðustu ár
á Völlunum.
Við systkinin erum alin upp
með það að leiðarljósi að við
létum okkur falla, eins og hún
mamma orðaði það, hvað sem
á bjátaði. Það segir margt um
hann Búa okkar að aldrei hall-
aði orði á milli okkar og alltaf
var traust að leita til hans,
með þá fullvissu að þau ráð
sem við fengjum yrðu okkur
farsæl, því ekki var hann Búi
bara vel gefinn heldur var
hann líka svo vel gerður. Það
er okkur systkinunum ómet-
anlegt hversu vel hann hugsaði
um hana mömmu okkar síð-
ustu árin hennar. Það að vita
af því að ekki leið sá morgunn
að Búi byrjaði ekki daginn á
því að kanna hvort mamma
væri ekki örugglega komin á
fætur, hvort ekki logaði á eld-
húskrónunni í Miðvanginum.
Við kveðjum hann bróður
okkar með þakklæti og sökn-
uði, minningu um einstakan
mann, hans skarð verður vand-
fyllt.
Elsku Rannveig, við sendum
þér okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Systkinin frá Hliðskjálf,
Sigríður Fjóla, Hjörleifur,
Jóna, Sigríður og Ólafía.
Fallinn er frá góður vinur og
mágur, Búi. Ég talaði við hann
í síma, eins og við gerðum oft,
um tíuleytið á sunnudagskvöld
og bað hann að fara vel með
sig. Búi endaði slík tilmæli á
sinn hátt; að lífið væri allt að
láni og því yrði skilað þegar
kallið kæmi. Búi vinur minn
skilaði lífinu nokkrum klukku-
stundum síðar um nóttina.
Við vinirnir áttum samleið
megnið af hans lífslengd, báðir
aldir upp í þorpinu fyrir vest-
an, stunduðum hefðbundna
vinnu unglinga þá, við fisk-
vinnslu og í bland handfæra-
veiðar á sumrum. Við tengd-
umst síðan fjölskylduböndum
er hann gekk að eiga systur
mína Rannveigu.
Við völdum báðir að fara iðn-
skólaleiðina. Búi útskrifaðist
frá Iðnskólanum á Patreksfirði
og iðnnáminu lauk hann í vél-
smiðjunni Loga á staðnum. Ég
lauk mínu námi í Reykjavík.
Leiðir okkar lágu aftur sam-
an er við lukum báðir námi í
Vélskóla Íslands.
Búi var lengi vélstjóri á
fiskiskipum, lengst á aflaskip-
inu Helgu Guðmundsdóttur
BA, síðan lá leið hans til Heklu.
Búi var mikill áhugamaður
um sögu og ættfræði sveitar
okkar, því ættir okkar beggja
koma úr gamla Rauðasands-
hreppi. Ef ættfræði kom til
tals, og ekki allar upplýsingar
lágu fyrir, var ávallt sagt: Töl-
um við Búa.
Búi var einstakur mann-
kostamaður, vel af Guði gerður
og hugsaði vel um fjölskyldu
sína. Hann var mikill fagmaður
og hafði traust allra sem hann
þjónaði og kynntist. Það var
gott að leita til hans og ræða
ýmis mál er varða vélfræði og
lífsins gang.
Það kom okkur sem þekkt-
um hann vel ekki á óvart að
hann var ráðinn til Sameinuðu
þjóðanna, deildar FAO, fisk-
veiðideildar, sem staðsett var í
Róm. Starfsstöð Búa var á Balí
í Indónesíu og bjuggu þau hjón
þar á fjórða ár.
Búi varð yfirvélstjóri á stóru
hafrannsóknaskipi sem stund-
aði rannsóknir á því mikla haf-
svæði. Búi hafði margar sögur
að segja frá veru sinni á þess-
um slóðum. Ein er mér minn-
isstæð, því Búi taldi að sér hefi
verð sýnt það mesta þakklæti
er hann hefði orðið fyrir á lífs-
leiðinni. Í einum af leiðöngrum
sínum sigldu þeir fram á sex
manna lítinn fiskibát á reki,
vélvana og matarlausan, úti á
opnu hafi. Búi var sendur um
borð í bátinn, og kom vélinni í
gang. Sem þakklæti klæddu
þeir Búa úr skóm og sokkum,
og allir kysstu þeir fætur hans.
Töldu að hann væri sendur af
almættinu! Svo kann að vera,
því hann þekkir jú sitt fólk.
Farinn er góður drengur
sem verður sárt saknað. Mun
fjölskyldan taka höndum um
Rannveigu og styðja hana í
sorg hennar.
Hvíl í friði.
Guðbjartur Einarsson.
Búi Guðmundsson
Okkar ástkæri
GUÐJÓN INGVI STEFÁNSSON
verkfræðingur
lést á hjartadeild Landspítalans
laugardaginn 4. desember.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 17. desember klukkan 13. Gestir eru beðnir að
framvísa neikvæðu Covid-prófi sem er ekki eldra en tveggja
sólarhringa gamalt. Athöfninni verður streymt á slóðinni
www.streyma.is.
Elín Guðjónsdóttir Stefán Arnarson
Þorbjörn Guðjónsson Þórdís Bragadóttir
Stefán Broddi Guðjónsson Þuríður Anna Guðnadóttir
Guðrún Broddadóttir
Heba Björk, Tómas, Stefanía Bergljót, Friðrik Þjálfi,
Guðni Snær, Ingvi Freyr og Óskar Máni
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SVEINN ÞÓRARINSSON,
landgræðsluvörður og bóndi
í Krossdal í Kelduhverfi,
verður jarðsunginn frá Garðskirkju
í Kelduhverfi laugardaginn
18. desember klukkan 14. Athöfnin er öllum opin en gestir þurfa
að sýna viðurkennt hraðpróf eigi eldra en 48 klst.
Beint streymi verður á facebook-síðu Garðskirkju í Kelduhverfi.
Ólöf Sveinsdóttir Matthías Guðmundsson
Ingveldur Guðný Sveinsd. Þorsteinn Guðjónsson
Þórarinn Sveinsson Regina Bailing
og fjölskyldur
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUNNAR AÐALSTEINSSON,
Baugakór 12, Kópavogi,
var bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn
5. desember. Útför fer fram fimmtudaginn
16. desember klukkan 11.
Vegna aðstæðna í samfélaginu verða eingöngu nánustu
aðstandendur viðstaddir athöfnina. Streymt verður frá
athöfninni, hlekk má nálgast á heimasíðu Digraneskirkju,
https://www.digraneskirkja.is.
Soffía Jóhanna Gestsdóttir
Emilía Maí Gunnarsdóttir Hrafnhildur Skúladóttir
Valgerður Dís Gunnarsdóttir Halldór Margeir Hönnuson
Sólrún Aspar
Baldur Blær, Sara Jóhanna
Gunnar Skúli, Sædís Hera, Anton Emil
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORSTEINN RÚNAR SÖRLASON,
Sóleyjarima 21,
Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar 2. desember.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Edda Aspelund
Georg A. Þorsteinsson S. Ósk Olgeirsdóttir
Guðrún Þorsteinsdóttir Ágúst Valgeirsson
Lilja Björk Þorsteinsdóttir Óskar Þór Jónsson
afa- og langafabörn
Hjartans pabbi okkar, sonur, afi, bróðir
og mágur,
FJÖLNIR GEIR BRAGASON
húðflúrlistamaður,
lést laugardaginn 11. desember.
Útför að hætti ásatrúar verður frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. desember klukkan 13.
Gestir þurfa að framvísa neikvæðu hraðprófi sem er ekki eldra
er 48 klst. við komu. Í ljósi fjöldatakmarkana og þess hve Fjölnir
var vinmargur eru vinir hans hvattir til að safnast saman og
fylgjast með útförinni með streymi:
https://youtu.be/M98ky-QMc0U
Atli Freyr Fjölnisson
Fáfnir Fjölnisson
Fenrir Flóki Fjölnisson
Kolbrún Benediktsdóttir
Fjölnir Myrkvi, Ísabel Dimma og Indíana Nótt
Bragi Agnar (Brian), Júlía, Ásgeir Reynar og Helga María,
Símon Jóhann, Kolbrá Þyri
Kæra Gíslína Ólöf.
Takk fyrir samfylgdina í lífinu. Vertu
sæl og hvíldu í friði.
Þessi kveðja er frá frænku þinni, Svönu,
og fjölskyldum mínum.
Við sendum aðstandendum þínum sam-
úðarkveðjur.
Svanhildur Guðbjartsdóttir.
Gíslína Ólöf
Ingibergsdóttir
✝
Gíslína Ólöf Ingibergsdóttir frá
Stóra-Múla, Dalasýslu, fæddist 29.
apríl 1957. Hún lést 20. október 2021.
Útför hennar fór fram í kyrrþey.