Morgunblaðið - 15.12.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.12.2021, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 Skólar & námskeið fylgir Morgunblaðinu mánudaginn 3. janúar 2022 NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA fyrir klukkan 12 fimmtudaginn 23. desember SÉRBLAÐ Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám. –– Meira fyrir lesendur 50 ÁRA Lára er Reykvíkingur, ólst upp í Breiðholti, en býr í Hafnarfirði. Hún er með einkaþjálfarapróf frá Danmörku, verklegur hönnuður frá Iðnskólanum í Reykjavík og lýsingahönnuður frá Tækniskólanum. Hún starfar sem lýsingahönnuður á verkfræði- stofunni Lotu, þar sem Lára kemur að lýs- ingahönnunini á nýja Landspítalanum. „Það er stórt og mikið verkfeni en við erum að sjá fyrir endann á því.“ FJÖLSKYLDA Eiginmaður Láru er Guð- mundur Pétur Yngvason, f. 14.12. 1971, sölustjóri hjá Ó Johnson & Kaaber. Börn Láru eru Helgi Aron Ágústsson, f. 1993, og Kristófer Thor Ágústsson, f. 2000. Stjúp- börn Láru eru Elvar Andri Guðmundsson, f. 1993, og Sandra Karen Guðmundsdóttir, f. 2001. Foreldrar Láru voru Örlygur Pétursson og Helga Jóna Helgadóttir, bæði látin. Lára Sigríður Örlygsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Fólk sem þú telur þig þekkja út og inn getur komið þér á óvart og það á já- kvæðan hátt. Leggðu þig því fram um að sýna þínar bestu hliðar. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú getur treyst eðlisávísun þinni varðandi peningamál og viðskipti. Þol- inmæði þrautir vinnur allar og það mun sannast á þér á næstu dögum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þín sérgrein er að skipuleggja svo þú skalt vera óragur við að flagga þeim hæfileika þínum. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Reyndu að rífa þig upp úr gamla farinu þótt ekki sé nema að gera hlutina í annarri röð en í gær. Láttu öfund annarra ekki fara í taugarnar á þér. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þegar maður sinnir stóru verkefni er orkan oft tvístruð. Slakaðu á en þó ekki of lengi. Mundu að svo uppsker maðurinn sem hann sáir til. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það er ekki hyggilegt að hleypa mál- um af stað án þess að reyna að sjá fram- vinduna fyrir. Gefðu þér tíma til að rækta sálarlíf þitt en forðastu allar öfgar. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þeir eru margir sem vilja hitta þig að máli svo þú átt erfitt með að skipuleggja tíma þinn. Mundu að gæði og magn fara ekki endilega saman. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þér finnst engu líkara en ein- hver sé að leggja fyrir þig sérstakt próf og ert óöruggur þess vegna. Fátt er eins dýr- mætt og að kunna að verja sjálfan sig. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú ættir að láta hendur standa fram úr ermum því dagurinn býður upp á mörg tækifæri. Treystu víðsýnum félaga fyrir viðkvæmu málefni. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Viðleitni þín til þess að fram- kvæma eitthvað í hópi eða samstarfi við aðra verður stöðvuð tímabundið. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það getur reynst þér erfitt að fylgja nákvæmri dagskrá, þar sem eitt og annað kemur upp á og þú þarft líka að sinna því. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú gætir fengið óvænta peninga eða gjöf, annaðhvort beint eða í gegnum einhvern nákominn. Hugaðu að ferðalögum og leiðum til að auka menntun þína. baka finnst mér að það hafi alls ekki verið mér fjötur um fót að vera ein örfárra kvenna í hópi lögfræðinga heldur hafi það að sumu leyti gefið mér frekari tækifæri.“ Margvísleg trúnaðarstörf Meðal helstu trúnaðarstarfa sem Guðríður hefur gegnt eru að hún var formaður Jafnréttisráðs 1979-1985, fulltrúi Íslands í Jafnréttisnefnd nor- rænu ráðherranefndarinnar 1983- 1985, og formaður nefndarinnar 1984-1985. Hún sat í sendinefnd Ís- lands á kvennaráðstefnu Sameinuðu G uðríður Þorsteinsdóttir fæddist 15. desember 1946 í Reykjavík. Fyrstu árin ólst Guð- ríður upp í Höfðaborg, en síðan í Smáíbúðahverfi til 20 ára aldurs. Hún var eitt sumar í sveit að Þverfelli í Lundarreykjadal. Hún vann við blaðburð, var í unglinga- vinnu og fiskvinnu. Frá 16 ára aldri vann hún ýmis skrifstofustörf á sumrin og með skóla. Guðríður gekk í Laugarnesskóla, Breiðagerðisskóla, Réttarholtsskóla og tók landspróf í Gagnfræðaskól- anum við Vonarstræti. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966 og lögfræðingur frá Háskóla Íslands 1972. „Fyrsta kon- an, Auður Auðuns, lauk embættis- prófi í lögfræði frá HÍ árið 1935, en á þeim tæplega fjörutíu árum sem liðu þar til ég útskrifaðist luku aðeins 16 konur embættisprófi í lögfræði frá HÍ.“ Guðríður varð héraðsdómslög- maður 1983, hæstaréttarlögmaður 1995 og lauk MA-prófi í heilbrigðis- lögfræði og heilbrigðissiðfræði frá Kinǵs College/London University 2009. Enn fremur stundaði hún sænskunám við Háskóla Íslands 1974-1975, nám í heilsuhagfræði við HÍ 1990 og nám í þýðingafræði og bókmenntum við enskudeild Háskóla Íslands 2017-2019. Guðríður var framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna 1972-1983, rak eigin lögfræðiskrifstofu 1983- 1987, var starfsmannastjóri Ríkis- spítala (Landspítala) 1987-1996, skrifstofustjóri lögfræðiskrifstofu heilbrigðisráðuneytisins 1996-2010, settur ráðuneytisstjóri heilbrigðis- ráðuneytisins 2010, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu 2011-2014 og sérfræðingur í velferðarráðuneytinu í hlutastarfi 2015-2018. „Þegar ég hóf nám við HÍ stóð val- ið milli náms í tungumálum og bók- menntum og lögfræðinnar. Ég hef aldrei séð eftir að hafa valið lögfræð- ina, enda tekur hún á öllum sviðum mannlegs lífs og gefur möguleika á störfum á ólíkum sviðum. Starfsfer- illinn hefur verið bæði fjölbreyttur og skemmtilegur. Þegar ég lít til þjóðanna í Kaupmannahöfn 1980 og í Nairobi 1985. „Það var mjög áhuga- vert og skemmtilegt að taka þátt í þessum stóru ráðstefnum, kynnast konum sem búa við mjög ólíkar að- stæður og taka þátt í umfjöllun um mikilvæg málefni sem varða réttindi kvenna. Mér er þó líka minnisstætt hvernig reynt var að nýta þennan vettvang í pólitiskum tilgangi. Eftir ráðstefnuna í í Nairobi ferðuðumst við maðurinn minn um Kenía ásamt fleirum og það var mikið ævintýri.“ Guðríður var fulltrúi Íslands í stjórn- arnefnd Evrópuráðsins um líf- siðfræði, Steering Committee on Bioethics (CDBI) 2001-2010 og sat í stjórn CDBI 2006-2007, þá var hún um árabil í yfirkjörstjórn við alþing- iskosningar og sveitarstjórnarkosn- ingar í Reykjavík. Hún sat í samn- inganefnd ríkisins 1989-1996 og í endurmenntunarnefnd Háskóla Íslands 1983-1991. Hún hefur enn fremur setið í fjölda nefnda á vegum heilbrigð- isráðuneytisins og velferðarráðu- neytisins. „Ég hef m.a. stýrt nefnd- um sem undirbúið hafa löggjöf á heilbrigðissviði svo sem undirbún- ingsnefnd nýrrar heildarlöggjafar um heilbrigðisþjónustu og laga um landlækni og nefnd sem undirbjó löggjöf um vísindarannsóknir á heil- brigðissviði. Ég átti stóran þátt í samningu flestra frumvarpa á sviði heilbrigðisráðuneytisins þann tíma sem ég gegndi embætti skrif- stofustjóra, en á því tímabili voru nær öll lög á sviðinu endurskoðuð eða samin ný lög.“ Á árunum 2018- 2021 hefur Guðríður verið formaður í hæfnisnefndum sem fjallað hafa um hæfni umsækjenda um embætti í heilbrigðisráðuneytinu. Hún hefur sinnt stundakennslu við HÍ og kennslu hjá Endurmenntun HÍ og haldið fjölda fyrirlestra hjá ýmsum félögum og stofnunum. Helstu áhugamál Guðríðar eru bókmenntir, tungumál, tónleikar, leikhús, ferðalög og gönguferðir. „Fyrir rúmlega þrjátíu árum stofn- uðum við, fern hjón sem þekkst höfðu frá því í menntaskóla, göngu- klúbb sem við kölluðum Smáspöl og um tuttugu ára skeið fórum við sam- Guðríður Þorsteinsdóttir lögfræðingur – 75 ára Amman Guðríður ásamt dóttur sinni Ingibjörgu og dótturdætrum, Þorbjörgu og Nínu, en nú er Guðríður orðin langamma. Ein fárra kvenna í lögfræði Hjónin Á 25 ára brúðkaups- afmæli þeirra árið 1992. Afmælisbarnið Á Jakobsveginum. Til hamingju með daginn Garður Hafþór Ingi Ragnarsson fæddist 4. febrúar 2021 kl. 12.30 í Reykjavík. Hann vó 3.288 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Ragnar Þór Baldursson og Erla Ósk Ingibjörnsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.