Morgunblaðið - 18.12.2021, Qupperneq 4
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
vill ekki fallast á tillögur sem fram
hafa komið um að virðisaukaskatts-
ívilnun (VSK-ívilnun) vegna tengil-
tvinnbíla verði framlengd um ára-
mótin. Þetta kemur fram í umfjöllun
ráðuneytisins um umsagnir sem bor-
ist hafa við fjárlagafrumvarpið.
Bílgreinasambandið, Samtök fyr-
irtækja í ferðaþjónustu og Samtök
verslunar og þjónustu gerðu í sam-
eiginlegri umsögn athugasemdir við
að ívilnunin vegna tengiltvinnbif-
reiða muni lækka skv. frumvarpinu
úr 960 þús. kr. á hverja bifreið í 480
þús. kr. og renni sitt skeið á enda
þegar viðmið um 15 þúsund tengil-
tvinnbifreiða hámarki verður náð,
sem talið er að verði á fyrri hluta
næsta árs.
Í ítarlegri greinargerð ráðuneyt-
isins eru tekin af öll tvímæli um að
ekki sé rétt að ráðast í framlengingu
á VSK-ívilnun vegna tengiltvinnbíla.
Tillögur samtakanna um áframhald-
andi aðgerðir í formi VSK-ívilnana
fyrir tengiltvinnbíla hafi í för með
sér gífurlegan kostnað fyrir ríkis-
sjóð. Hann gæti samkvæmt grófu
mati verið um 20 milljarðar kr. Það
sé niðurstaða ráðuneytisins að ekki
sé rétt að ráðast í framlengingu á
þessari ívilnun vegna tengiltvinnbíla.
Tugmilljarða kostnaður
Ríkið hefur veitt rafmagns-, ten-
giltvinn- og vetnisbílum VSK-íviln-
anir í tæp tíu ár og hafa þær frá upp-
hafi numið 21,2 milljörðum kr., þar
af 11,4 milljörðum vegna tengiltvinn-
bíla. Fjöldi tengiltvinnbíla er kominn
upp í 13.226 samkvæmt upplýsing-
um Skattsins og til samanburðar eru
rafmagnsbílar liðlega tíu þúsund.
Bent er á í greinargerðinni að
orkuskipti í samgöngum eru komin á
fullt skrið. Ríkisstjórnin hafi sett sér
metnaðarfull markmið um að Ísland
nái kolefnishlutleysi og fullkomnum
orkuskiptum eigi síðar en árið
2040 og verði þá óháð jarðefnaelds-
neyti fyrst ríkja. Er vísað til þess að í
Noregi hafi gengið hraðast að ná upp
hlutdeild rafbíla og þar í landi beinist
VSK-ívilnanir eingöngu að hrein-
orkubílum.
„Með því að ívilna einungis hrein-
um rafmagnsbílum verða þeir mun
hagkvæmari kostur fyrir þá sem
vilja fara í orkuskipti. Samhljómur
er um það meðal framleiðenda og
annarra fagaðila að hreinorkubílar
séu varanleg lausn og tengiltvinnbíl-
ar séu tímabundin lausn,“ segir í
greinargerð ráðuneytisins.
Til þess að halda áfram og ljúka
orkuskiptum getur að mati ráðu-
neytisins reynst árangursríkara að
fara í sértækari aðgerðir, s.s. að
beina sjónum að nýjum markhópum
líkt og tekjulægri heimilum og
hleðsluinnviðauppbyggingu um allt
land. „Fjármála- og efnahagsráðu-
neytið telur að framlenging á VSK-
ívilnun tengiltvinnbíla yrði ekki
kostnaðarskilvirk aðgerð í loftslags-
málum,“ segir í umfjölluninni.
Skilvirkasta leiðin að skatt-
leggja heildarakstur
Orkuskipti í samgöngum hafa
mikil áhrif á tekjur ríkissjóðs af
skattheimtu af ökutækjum og elds-
neyti. Ríkisendurskoðandi fjallar um
það í umsögn við fjárlagafrumvarpið
og bendir á að tekjur af þeim séu
áætlaðar 39,8 milljarðar á næsta ári.
Fyrir liggi að ríkið þurfi að taka upp
nýtt tekjuöflunarkerfi til að fjár-
magna samgönguframkvæmdir eftir
því sem hlutdeild ökutækja sem knú-
in eru jarðefnaeldsneyti minnkar.
„Eftir því sem slíkum [rafknúnum]
ökutækjum fjölgar verður brýnna að
útfæra leiðir til að skattleggja einnig
slík ökutæki sé ætlunin að láta eig-
endur þeirra taka þátt í kostnaði við
samgöngukerfið,“ segir hann og
bendir á mögulegar leiðir í nýju
tekjuöflunarkerfi. „Skilvirkasta leið-
in til þess er líklega sú að skattleggja
heildarakstur hvers ökutækis en til
þess eru ýmsar leiðir, svo sem að eig-
endur ökutækja tilkynni kílómetra-
stöðu skv. ökumæli bifreiðarinnar og
þær upplýsingar væru síðan sann-
reyndar við reglulegar skoðanir við-
urkenndra skoðunarstöðva.“
Ívilnun tengiltvinnbíla felld niður
- Fjármálaráðuneytið fellst ekki á tillögur um framlengingu á ívilnun virðisaukaskatts fyrir tengil-
tvinnbíla - Ber fyrir sig gífurlegan kostnað sem gæti numið 20 milljörðum og aðgerðir í loftslagsmálum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bílaumferð Rafmagns- og tengiltvinnbílar eru 56% nýskráninga bifreiða það sem af er þessu ári.
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er slatti farinn út til ýmissa
klúbba sem verða með skötuveislur
en ég er með 4-500 kíló hérna í búð-
inni og fæ meira á mánudag. Það er
nóg til og ekki veitir af,“ segir Sigfús
Sigurðsson, Fúsi fisksali í Skipholti.
Margir hugsa sér gott til glóð-
arinnar í næstu viku enda sjálf
jólahátíðin fram undan og kannski
ekki síður hinn heilagi forleikur,
sjálf skötuveislan. Fúsi fisksali segir
að margir bjóði upp á saltaða skötu
eða dauft kæsta. Sjálfur vill hann
hafa skötuna þykka og mikið kæsta.
„Þetta á að vera alvörukæsing. Ef
menn eru að þessu á annað borð þá á
að vera bragð af. Menn eiga helst að
svitna aðeins við að borða skötuna!
Einhver sagði við mig að skatan
væri best þegar hún er svo kæst að
það flagnar innan af gómnum við að
borða hana svo það verður líka
skötubragð af jólamatnum,“ segir
hann og hlær hrossahlátri.
Úlfar Finnbjörnsson mat-
reiðslumeistari verður með skötu-
veislu á Grand hóteli á Þorláks-
messu. Þar verður á boðstólum kæst
vestfirsk skata, smáskata, saltfiskur,
reykt og nætursöltuð ýsa, sköt-
ustappa og hnoðmör svo fátt eitt sé
nefnt. Úlfar segir að uppselt sé í
veisluna og mikil eftirvænting hjá
gestum. „Þarna eru sömu hóparnir
og hittast ár eftir ár. Það var farið að
hringja í okkur í ágúst til að spyrja
hvort það yrði ekki skata í ár. Við
gætum auðvitað að öllum takmörk-
unum og allir þurfa að sanna að þeir
séu hreinir af öllum veirum enda
ætlum við ekki að missa af þessu
fjöri.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vígalegur Fúsi fisksali hefur í nógu að snúast við að selja þykka og vel kæsta skötu fyrir veislur næstu viku.
Menn eiga helst að svitna
aðeins við að borða skötu
- Annir hjá Fúsa fisksala - Uppselt í skötuveislu á Grand
Ekki er lengur til staðar þörf á
framlengingu úrræðanna í
tengslum við átaksverkefnið All-
ir vinna, sem hefur falist í tíma-
bundnum 100% endurgreiðslum
virðisaukaskatts við byggingar-
framkvæmdir, bílaviðgerðir o.fl.
Þetta er mat skrifstofu skatta-
mála í fjármálaráðuneytinu, sem
sent hefur efnahags- og við-
skiptanefnd ítarlegt minnisblað
um þessar aðgerðir, sem að
óbreyttu falla niður um áramót.
100% endurgreiðslurnar voru
ákveðnar við upphaf kórónu-
veirufaraldursins til að mæta
efnahagslegum áhrifum hans.
Fram kemur að ef endur-
greiðslur vegna íbúðarhúsnæðis
yrðu áfram 100% í stað 60% á
næsta ári megi áætla að tekju-
tap ríkissjóðs yrði 8,5 milljarðar
kr. Ef útvíkkanir þessa úrræðis
til annarra tegunda starfsemi
yrðu framlengdar á næsta ári
megi gróflega áætla tekjutap
vegna þess upp á 3,5 milljarða
kr. Ef þessi úrræði öll sem ákveð-
in voru vegna faraldursins yrðu
framlengd óbreytt yrði sam-
anlagt tekjutap vegna þess um
12 milljarðar á árinu 2022. Á yfir-
standandi ári hefur Skatturinn
móttekið 61 þúsund umsóknir
um endurgreiðslur virðis-
aukaskatts.
Framlenging
sögð óþörf
ÁTAKIÐ ALLIR VINNA
MANNDÝRIÐ
EINAR
ÞORGRÍMSSON
MANN
DÝRIÐ
er beint
framhald
af Óðali óttans
sem seldist vel
Fæst í Eymundsson
Veitir lesendum dýpra skyn á jákvætt samhengi í mótun umhverfis
og hvetur til eigin hugsana í opnum skipulagsumræðum
FLÉTTAÐ INN Í BORGARVEFINN
OG LANDSLAGIÐ
Penninn • Forlagið • Bóksala stúdenta • Mál og menning
Verð
2.990 kr.