Morgunblaðið - 18.12.2021, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021
Skeifan 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
Í JÓLAPAKKANN
MOM& DAD bolli 3.290,- stk
SISTER & BROTHER bolli 3.290,- stk
GRANDAD & GRANDMOM bolli 3.990,- stk
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Í
venjulegu árferði er
mikið að gera hjá okkur í
desember því flest fyrir-
tæki eru með jólaböll,
jólahlaðborð og aðra jóla-
gleði, og við erum pantaðir á marg-
ar slíkar samkomur til að skemmta
fólki. Þegar covid kom þá duttu all-
ar sýningar niður hjá okkur, líkt og
hjá öðru sviðslistafólki. Okkur
finnst mjög skrýtið að hafa ekkert
að gera og það er ekki gaman að
vera atvinnulaus trúður og töfra-
maður. Við erum ofvirkir og nennum
ekki að sitja á rassinum og gera ekki
neitt, svo við bjuggum okkur til
þessa nýju vinnu, að búa til bók.
Þannig snerum við covid-ástandinu
upp í tækifæri fyrir okkur,“ segja
þeir Lárus Blöndal Guðjónsson og
Lee Nelson, eða Lalli töframaður og
Wally sirkustrúður, en þeir eru höf-
undar nýrrar bókar sem heitir
Skemmtikrafturinn, töfrabrögð,
sirkusbrellur og grín. Í bókinni
kenna þeir 26 brögð og brellur og
veita líka ráð um sviðsframkomu,
hvernig skuli skapa sér skemmtilega
sviðspersónu, búninga og fleira.
„Við viljum með þessari bók
hvetja krakka til að stíga fram og
hjálpa þeim við það. Bókin geymir
alvöru leyndarmál fjöllistafólks og
töframanna, hún er leiðarvísir um
hvernig maður á að koma sér upp á
svið og hvernig á að gera það al-
mennilega. Þó maður læri allskonar
trikk og kunni að gera eitthvað snið-
ugt, þá er það ekki nóg, því það þarf
líka að kunna að sýna og láta það
virka fyrir áhorfendur. Sýningu þarf
að byggja upp, láta hana flæða eins
og góða sögu, með upphaf, hápunkt
og endi. Framkoma er rosalega stór
hluti af sýningu, maður getur til
dæmis farið upp á svið með einföld-
ustu atriði, en verið með stórkost-
lega sýningu samt sem áður,“ segja
þeir Lárus og Lee, og bæta við að
þegar þeir voru strákar þá hefðu
þeir sannarlega viljað hafa aðgang
að svona bók.
„Til að gera þau töfrabrögð sem
eru í bókinni þarf ekki að kaupa sér-
stakt dót, heldur lesa vel leiðbein-
ingar, nota það sem til er á heimilinu
og æfa sig vel og lengi. Það skiptir
máli að vanda sig, því það krefst
mikillar æfingar og einbeitingar að
verða góður í þessu,“ segja þeir Lár-
us og Lee og taka fram að þó bókin
sé hugsuð fyrir krakka og unglinga,
þá sé hún ekki síður fyrir fullorðna.
Fílahirðir og svaf í tjaldi
Í bókinni segja þeir Lárus og
Lee svolítið frá sjálfum sér og því
hvernig Lalli töframaður og Wally
sirkustrúður urðu til. Þar kemur
fram að Lalli ólst upp á litlum
bóndabæ, er örvhentur á báðum, var
einkabarn og besti vinur hans var
strákurinn sem bjó í steini og var
öðrum hulinn. Wally fæddist inn í
sirkusfjölskyldu sem ferðaðist um
Ástralíu og hann hugsaði um fílana
og svaf í tjaldi. Seinna flutti hann til
Kaupmannahafnar þar sem hann
vann sem sirkustrúður, en til Ís-
lands kom hann fyrir fimmtán árum
og hefur æ síðan starfað sem trúður.
Hann stofnaði Sirkus Íslands 2007.
Báðir eiga þeir Lalli og Wally það
sameiginlegt að fylgja hjarta sínu og
gefast ekki upp þó á móti blási.
Þegar þeir eru spurðir að því
hvar og hvenær leiðir þeirra hafi
legið saman, segir Lee að þeir hafi
kynnst á sviði fljótlega eftir að hann
flutti til Íslands.
„Ég hef hitt Lalla töframann
ótal sinnum í gegnum tíðina í græna
herberginu baksviðs og í stiganum á
leiðinni upp á eða af sviði,“ segir Lee
og Lalli bætir við að hann sé góðvin-
ur Sirkuss Íslands, sem Lee stjórn-
ar.
„Þau fá mig oft með sér í lið
þegar þeim finnst kominn tími til að
Lalli töframaður stígi á svið hjá sirk-
usnum og geri eitthvað með þeim.
Núna þegar við kynnum bókina þá
höfum við Wally sett saman sýningu
þar sem við erum að gera skemmti-
lega hluti saman og sýnum atriði úr
bókinni. Við köllum þetta bókasýn-
ingu, en aðrir höfundar bóka eru
með bókaupplestur.“
Að lokum er ekki úr vegi að
spyrja hvað sé svona frábært við að
starfa sem töframaður og sirkus-
trúður.
„Allt er skemmtilegt við það,
starfsheitin fela það í raun í sér sjálf.
Við erum vissulega ekki í stabílli
fastri vinnu, en það sem heldur okk-
ur gangandi í því að vinna við þetta
er gleðin í því sem við gerum. Í
grunninn vinnum við við það að
gleðja fólk, börn og fullorðna, í alls-
konar mögulegum og ómögulegum
aðstæðum. Okkur finnst það æðis-
legt og það er voðalega erfitt að
hætta því, þess vegna erum við enn í
þessum bransa, lesblindur töframað-
ur og trúður með athyglisbrest.“
Æðislegt að vinna við að gleðja fólk
„Það sem heldur okkur gangandi í því að vinna við
þetta er gleðin í því sem við gerum,“ segja þeir Lalli
töframaður og Wally sirkustrúður sem kenna ýmis
töfrabrögð og fleira í nýrri bók, Skemmtikrafturinn.
Fullkomin rós Lalli og Wally kenna hvernig búa skal til rós úr servíettu.
Hissa Appelsínan
fljúgandi er ein
af brellunum sem
þeir félagar
kenna í bókinni.
Megaprump
Hér gerir Lalli
hina klassísku
brellu, að fram-
kvæma prump.