Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 24
Tölvuteikning/Icelandair Group Bylting Útlit véla Icelandair mun taka miklum breytingum á nýju ári og fyrstu vélar með nýju lagi koma til landsins snemma 2022. Ekki fer fram hjá neinum hvert heiti félagsins er. þarna fór aðeins forsmekkurinn að enn meiri útlitsbreytingum sem teygja munu sig yfir alla ásýnd fé- lagsins, bæði innanlands og utan. Morgunblaðið settist niður í líð- andi viku með Gísla S. Brynjólfssyni, markaðsstjóra fyrirtækisins, og ræddi þær breytingar sem nú eru í farvatninu. Að mestu óbreytt frá 2006 „Það var kominn tími á að fara í gegnum allt sem viðkom vörumerk- inu Icelandair. Sú nálgun sem við höfum unnið með frá árinu 2006 hef- ur í raun lítið breyst í meginatriðum og frá þeim tíma hefur heimurinn breyst mjög mik- ið og félagið geng- ið í gegnum mikl- ar breytingar. Má nefna að stefna Icelandair hefur farið í gegnum þrjár meiriháttar breytingar á þessum tíma.“ Segir Gísli að oft gerist breytingar í þessum efnum hægt og rólega en þó megi nefna að flest flugfélögin sem Icelandair ber sig saman við hafi verið mun stórstíg- ari í þessum efnum. „Í okkar vinnu síðustu tvö árin höf- um við skoðað öll þau flugfélög sem við berum okkur saman við á mark- aðnum. Þau hafa flest gert meirihátt- ar breytingar á sínu vörumerki frá árinu 2006 og sum þeirra hafa gert það tvisvar.“ Gísli segir að auðvitað hafi ein- hverjar breytingar átt sér stað á tímabilinu en að vörumerkjahandbók (e. brand manual) félagsins hafi ekki verið uppfærð með tilliti til þess. „Eitt af því sem hefur breyst stór- kostlega er að frá árinu 2006 hafa samfélagsmiðlarnir komið til sög- unnar, facebook, twitter og youtube svo dæmi sé tekið. Vörumerkið hefur í grunninn ekki tekið mið af þessum breytta veruleika og heldur ekki því að markaðssetning byggist í meira mæli núna á efni á hreyfingu en áður. Á samfélagsmiðlum, í vefborðum á netinu og slíkt.“ Gísli kom til starfa hjá Icelandair árið 2019 og tók strax að vinna að endurskoðun vörumerkisins í sam- ráði við samstarfsfólk. „Við ákváðum að leggja áherslu á að spyrja út í eitt og leita álits sem víðast. Við kölluðum um 600 starfs- menn Icelandair t.d. til ráðgjafar á stórum fundum. Þar fengum við fjölda hugmynda til að vinna úr og þar komu einnig fram viðhorf til þess hvar við vorum stödd í þessu. Við höfðum lagt upp ákveðnar hugmynd- ir um breytingar sem við vildum gera en það kom í raun á óvart að sam- starfsfólk okkar vildi ganga lengra í breytingum en þær hugmyndir gerðu ráð fyrir.“ Leituðu til fjölda fólks Þá leitaði fyrirtækið einnig eftir áliti viðskiptavina og í heildina náðist snerting við 16.000 viðskiptavini vítt og breitt um heiminn sem gerði markaðsfólkinu betur kleift að skil- greina hver markhópur þess væri. „Við höfðum auðvitað hugmyndir um það hverjir það væru en þarna fengum við mun skýrari mynd af því. Áherslan var á að ná til fólks sem er að ferðast yfir hafið og þá sem hafa áhuga á Íslandi.“ Niðurstaða þessar- ar vinnu felur í sér miklar breytingar á ytri ásýnd félagsins sem Gísli segir að endurspegli bæði breytta tíma og einnig hvað Icelandair stendur í raun og veru fyrir. „Við skiptum t.d. út gyllta litnum sem er mjög „royal“. Það er ekki það sem fyrirtækið er í dag. Það er mun jarðbundnara, rétt eins og stað- reyndin er með flugstarfsemi í heim- inum heilt yfir. Áður fyrr klæddi fólk sig upp á til að fara í flug en það er liðin tíð.“ Af þeim sökum hefur félagið tekið upp nýtt litakort sem hefur að geyma óvænt stílbrigði, grænan, bleikan, svo dæmi sé tekið. „Við sækjum þessa liti í íslenska náttúru, ekki síst norðurljósin með öll sín tilbrigði. Þetta endurspeglar Ísland og Íslendinga, fjölbreytileik- ann í náttúrunni og samfélaginu.“ Segir Gísli að þessi fjölbreytta lita- notkun gefi félaginu tækifæri til að skera sig úr í bransa sem er að mestu blár og rauður. Leita þurfi frumlegra leiða til þess að vekja athygli. Ekki líkt Finnair Við fyrstu kynni af nýju útliti spyr blaðamaður hvort nálgunin sé ekki talsvert lík því sem uppi er á ten- ingnum hjá Finnair, ekki síst þegar litið er til nafns félagsins á flugvéla- skrokkunum. „Þú nefnir þetta og það hefur ver- ið spurt um þetta. Við höfum borið þetta saman á milli félaganna. Niðurstaðan er sú að litirnir eru hin- ir sömu en þá er það u.þ.b. upp talið. Nálgun fyrirtækjanna er að öðru leyti mjög ólík.“ Gísli segir að félag- ið hafi breytt nálgun sinni á að rann- saka stöðu vörumerkisins Icelanda- ir á markaðnum miðað við það sem áður var. „Við vorum alltaf að mæla vitund fólks um vörumerkið. Nú göngum við lengra og skoðum hvort fólk þekki merkið og hversu líklegt það sé til þess að vilja fljúga með okkur í samanburði við samkeppnisaðilana. Þessi mæling virkar vel því við sjáum hana breytast þegar við erum í aðgerðum á markaðnum. Og þegar við höldum að okkur höndum þá dregur úr vitund fólks. Það er í sjálfu sér jákvætt því þá vitum við að það hefur áhrif að láta vita af sér.“ Icelandair hefur um langan aldur lagt mikla áherslu á íslenska náttúru í sinni markaðssetningu. Gísli segir að hún muni áfram skipta miklu máli en að íslenskt samfélag, þjóðin sem landið byggir, muni nú fá meiri sess. „Yfirskriftin á markaðssetning- unni erlendis er We bring the spirit of Iceland to the world (ísl. við sýn- um heiminum anda Íslands). Við setjum fókus á náttúruna, fólkið, menninguna. Allt sem gerir okkur að þjóð.“ Leggja áherslu á landkynningu Icelandair mun að sögn Gísla halda áfram að styðja við menningu og listir og ýta undir umfjöllun um Ísland þar sem því verður við komið. „Við lögðum t.d. til flutning á öllu starfsfólkinu sem kom að tökum Bachelor-þáttanna sem sýndir voru nýlega á besta tíma og milljónir manna í Bandaríkjunum fylgdust með. Við látum því víða til okkar taka,“ segir Gísli og brosir þegar hann nefnir þetta nýjasta framtak. „Markaðsféð sem við höfum úr að spila er um 3 milljarðar á ári. Það er mikið í íslenskum samanburði en lít- ið í alþjóðlegum. Við viljum því nýta peningana vel.“ Segir hann að félagið hafi að undanförnu kynnt starfsfólki sínu hina nýju stefnu. Þessum breyting- um sé afar vel tekið og að það ríki til- hlökkun að taka verkefnið lengra. Taka muni allt að tvö ár að leiða breytingarnar allar til lykta. Félagið mætir breyttum tíma - Mikil vinna að baki breyttum áherslum með vörumerki Icelandair - Höfða nú betur til markhópsins 24 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig aukin áhersla á heiti flugfélags- ins birtist í markaðsefni þess. Stafirnir í merkinu hafa verið stækkaðir um 70% að sögn Gísla. Það er m.a. gert á grundvelli rannsóknar sem leiddi í ljós að neytendur í Bandaríkjunum þekktu vel til merkis Icelandair en þegar þeir voru beðn- ir um að tengja það við heiti þess félags sem ætti merkið, kom í ljós að mörgum fataðist flugið, mun fleirum en þegar merki annarra flugfélaga voru undir í spurningum. Samhliða breyttum áherslum sem tengjast því að setja kastljósið á nafn félagsins hefur leturgerðin einnig verið einfölduð til muna og segir Gísli að það sé ekki síst gert til þess að merkið henti til notkunar í ólíkum miðlum, rafrænt og á prenti svo dæmi sé tekið. Aukin áhersla á heiti félagsins í merkinu frá því sem áður var STÆRÐIN SKIPTIR MÁLIBAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í haust sem leið tóku glöggir fylgj- endur Icelandair á samfélagsmiðlum eftir því að eitthvað hafði breyst. Merki félagsins, sem er greypt í huga flestra sem ímynd flugstarfsemi í landinu, var orðið nokkuð einfaldara en áður. Réð þar mestu að gyllti lit- urinn var horfinn úr merkinu og þess í stað stóðu vængbörðin tvö í hvítum lit á hinum klassíska, dökkbláa fleti. Þótt margir hafi rekið augun í breytinguna hafa sjálfsagt fáir gert sér grein fyrir hversu mikil vinna lá að baki þeirri ákvörðun sem leiddi til þessarar uppfærslu á klassísku merki og enn færri hafa áttað sig á að Gísli S. Brynjólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.