Morgunblaðið - 18.12.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.12.2021, Qupperneq 26
26 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 Kenningar um norræna menn sem fyrstu ábúendur Færeyja á 9. öld riða til falls eftir að rannsakendur á veg- um Columbia-háskólans í New York, með dr. William D’Andrea og dr. Lorelei Curtin í broddi fylkingar, birtu niðurstöður rannsókna sinna á jarðvegssýnum frá Austurey í grein í tímaritinu Communications Earth & Environment í fyrradag. Eftir því sem þau D’Andrea og Curtin komast næst finnast mann- vistarleifar frá árinu 500 eða þar um bil í sýnunum, sem þau fjalla um, þótt þar sé reyndar um erfðaefni úr sauðfé að ræða, eldfornar leifar af úr- gangi dýranna, en útilokað er vitan- lega að sauðfé hafi ratað til Færeyja hjálparlaust og kveður Curtin upp- götvunina „nagla í líkkistu“ kenninga um að Færeyjar hafi fyrst verið numdar á 9. öld. Eyja hinna blessuðu „Við vitum enn sem komið er ekki hvaða fólk þarna var á ferð eða hvers vegna það kaus að fara til Færeyja. Margs konar upplýsingar hníga þó í þá átt að þarna hafi verið á ferð fólk frá Bretlandseyjum,“ segir D’Andrea í samtali við breska ríkisútvarpið BBC. Upplýsingarnar, sem hann nefnir, eru meðal annars keltnesk ör- nefni auk sagna af írska dýrlingnum Brendan sæfara, Bréanainn de Clon- fert á frumtungu Íra, sem á að hafa komið við í Færeyjum á 6. öld og gef- ið einhverri þeirra nafnið Eyja hinna blessuðu, sem talið hefur verið benda til þess, að Brendan hafi hitt þar fyrir munka eða annað trúfólk. Þá er saga landa hans, munksins Dicuilusar, einnig þekkt, en eftir hann liggur landfræðiritið De mens- ura orbis terrae frá fyrri hluta 9. ald- ar, þar sem segir að Færeyjar hafi verið í ábúð í 100 ár hið minnsta. Séu niðurstöður D’Andrea og Curtin áreiðanlegar má þó gera því skóna að fólk hafi verið í Færeyjum mun fyrr en hingað til hefur verið tal- ið, hvort sem þar voru á ferð írskir munkar eða aðrir sæfarar. Fólk í Færeyj- um árið 500? - Erfðaefni sauðfjár ný vísbending Morgunblaðið/Ómar Færeyjar Tinganes í Þórshöfn. Voru eyjarnar numdar árið 500? Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Margt bendir til þess að þróun nýsmita í Sví- þjóð vegna Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunn- ar nálgist ástandið í Danmörku á næstu vikum. Þetta segir Magnus Gisslén, prófessor í smit- sjúkdómafræðum við Háskólann í Gautaborg og yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Sahl- grenska-háskólasjúkrahússins, við sænska ríkisútvarpið SVT. Nýsmit í Svíþjóð eru enn töluvert færri en hjá nágrannaþjóðinni Dönum, voru 4.022 á miðvikudaginn með 2.957 smit sem sjö daga meðaltal samanborið við 9.999 sama dag í Dan- mörku með sjö daga meðaltalið 7.583, en smit- um fjölgaði í Danmörku verulega milli daga og urðu þau 11.194 í fyrradag. Dreifir sér á ógnarhraða Spáir Gisslén því, að Svíar muni sjá „veru- lega fjölgun smita“ á næstunni, Ómíkron-af- brigðið dreifi sér á ógnarhraða í samfélaginu og þær hertu sóttvarnareglur, sem sænsk stjórnvöld boðuðu fyrr í mánuðinum, hafi ein- faldlega ekki mikið að segja. „Smitdreifingin eykst hröðum skrefum með nýja afbrigðinu og hluti þeirra, sem smitast, kemur til með að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús,“ segir prófessorinn. Úrslitatilraun til að hemja faraldurinn Bendir hann einnig á stöðuna í nágranna- löndunum Danmörku og Noregi, en stjórnvöld hvorra tveggju hafa nú brugðið á það ráð að loka stórum hlutum samfélagsins einu sinni enn í úrslitatilraun til að hemja faraldur er brátt hefur geisað í tvö ár. SVT sagði enn fremur frá því í gær, að grein- ing á frárennslisvatni, sem Konunglegi tækniháskólinn, KTH, og Landbúnaðarháskóli Svíþjóðar, SLU, hefði staðið fyrir í tólf sænsk- um sveitarfélögum, sýndi að magn veiru í frá- rennslisvatninu hefði aukist síðan um miðjan nóvember. Í síðustu viku var aukningin mest í Stokkhólmi og Malmö, en sjónarmun minni í þessari viku þótt kúrfan fyrir alla mælingar- staði sé að meðaltali á uppleið. Boðar svipaða þróun og í Danmörku - Magnus Gisslén, prófessor og yfirlæknir í Svíþjóð, telur sænskar sóttvarnareglur stoða lítt Pílagrímar á Kúbu votta dýrlingnum Lazarusi, eða Babalu Aye eins og hann heitir samkvæmt þeirra trúarbókstaf, virð- ingu sína við El Rincon-kirkjuna í einu úthverfa Havana í fyrradag, en athöfnin er árlegur viðburður um miðjan desem- ber og sækja hana jafnan tugir þúsunda. Átrúendur koma þá til kirkjunnar með hestvögnum frá bænum Santiago de las Vegas og uppfylla loforð, sem þeir hafa gefið dýrlingnum. Þessi hefur kannski lofað að hætta í vindlunum en orðið hált á því svellinu. AFP Flykkjast til El Rincon-kirkjunnar á Kúbu - heimili, hönnun, tíska og samkvæmislífið Lífstílsvefurinn okkar - fylgt landsmönnum í 10 ár SMARTLAND MÖRTUMARÍU Vertu með á nótunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.