Morgunblaðið - 18.12.2021, Síða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021
Markaðs- og sölu-
starf er lykilþáttur í
íslenskum sjávar-
útvegi í dag. Sjávar-
útvegurinn hefur í
raun færst frá til þess
að gera frumstæðu
veiðisamfélagi í sér-
hæfða matvælafram-
leiðendur sem lofa að
afhenda gæðavöru á
fyrirframákveðnum
tíma. Allt byggist það
á því að geta afhent ferska vöru
með tryggum hætti eins og samn-
ingar segja til um. Öll íslensk sjáv-
arútvegsfyrirtæki vita þetta og
hafa byggt upp starfsemi sína til að
geta uppfyllt skilyrði sem nútíma-
matvælamarkaðir kalla á. Allt sem
truflar þetta færiband, upp úr sjó
og ofan í maga neytanda, hefur
áhrif á verð og afkomu. Fyrirsjáan-
leiki og stöðugleiki er lykilþáttur í
þessu ferli og kvótakerfið tryggir
það. Skipstjóri sem siglir út á miðin
í dag hefur „innkaupa-
seðil“ útgerðarinnar
undir höndum og hefur
um það bil tvo sólar-
hringa til að koma með
vöruna og ætlast er til
að litlu skeiki milli teg-
unda. Þetta er veru-
leiki sem margir hafa
ekki náð að setja sig
inn í. Í landi bíður há-
gæðavinnsla sem vinn-
ur og flokkar fiskinn
og pakkar honum í
neytendaumbúðir.
Nokkrum tímum eftir
að fiskurinn kemur inn í vinnsluna
er hann lagður af stað til neytenda.
Kæling, ferskleiki, hraði og áreið-
anleiki skiptir öllu.
Rómantíska kerfið
Fyrir utan þetta kerfi er annað
kerfi sem lýtur eigin lögmálum.
Það kerfi er umlukt ákveðinni róm-
antík og er afrakstur pólitískra
hrossakaupa, miklu fremur en
hinnar vísindalegu og hagrænu
uppbyggingar sem er grunnur
kvótakerfisins. Smábátakerfið er í
raun andstaða við þau sjónarmið að
stunda ábyrgar veiðar með há-
mörkun arðsemi að leiðarljósi en
nýtur þrátt fyrir það hylli margra.
Það er í raun andstaða við allt það
sem var nefnt hér að framan þar
sem það tryggir aðeins hráefni þeg-
ar auðveldast er að sækja sjó og
hefur því beinlínis áhrif til lækk-
unar hráefnisverðs. Auðvitað væri
hægt að veiða allan þorskkvótann á
smábátum yfir sumarið en hvaða
áhrif myndi það hafa á útflutnings-
tekjur landsmanna? Jú, markaður-
inn myndi drukkna í hráefni á
stuttum tíma, sem myndi þýða
verðfall, og stöðug fiskvinnsla allt
árið væri liðin tíð. Um leið myndi
hagkvæmni þess að veiða aðrar
tegundir en þorsk hverfa þar sem
veiðar þeirra byggjast á því að vera
sóttar með þorskinum. Með slíkum
veiðum væri forsendum kippt und-
an fiskvinnslu eins og við þekkjum
hana í dag.
Hafa verður í huga að aflamark
er tvenns konar, þ.e. almennt afla-
mark, sem nýta má með veiðum
með öllum leyfilegum veiðarfærum,
og krókaaflamark, sem einungis er
heimilt að nýta með krókaveið-
arfærum (handfæri og línu). Bátar
sem stunda veiðar á grundvelli
krókaaflamarks þurfa að vera
minni en 15 brúttótonn og er þeim
einungis heimilt að stunda veiðar
með línu og/eða handfærum. Þetta
er kjarninn í aðskilnaði smábáta-
kerfisins/krókaveiða frá „stóra
kerfinu“.
Draumsýn og veruleiki
En draumsýn og veruleiki er sitt
hvað. Margir í smábátakerfinu hafa
teygt sig langt, skuldsett sig með
kvótakaupum og þurfa að sækja
sjóinn í vályndum veðrum. Það er
allt í lagi að hafa allt þetta í huga
þegar við ræðum veiðar smábáta
en það er rík tilhneiging til þess að
færa þeim anga sjávarútvegsins
stærri og stærri aflahlutdeild. Þeg-
ar sú hlutdeild er sótt rýrnar hlut-
ur annarra. Á milli þessara tveggja
kerfa – hins vísindalega og hins
rómantíska – er stöðugur núningur
því annar aðilinn hefur keypt sínar
veiðiheimildir en hinn reynir stöð-
ugt að sækja sér stærri hlut með
pólitískum þrýstingi. Í dag er
óheimilt að flytja aflaheimildir úr
krókaaflamarkskerfi í aflamarks-
kerfi en hinir rómantísku smábáta-
menn eiga þá draumsýn helsta að
komast inn í „stóra kerfið“ til þess
eins að geta síðan selt sig út úr því.
Er ekki tímabært að skoða í alvöru
hvort kerfið hentar betur hags-
munum þjóðarinnar allrar?
Krókaaflamark og rómantík í sjávarútvegi
Eftir Svan
Guðmundsson
Svanur
Guðmundsson
»Krókaaflamark er
kerfi umlukt ákveð-
inni rómantík og er af-
rakstur pólitískra
hrossakaupa, miklu
fremur en hinnar vís-
indalegu og hagrænu
uppbyggingar.
Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa
hagkerfisins ehf. og sjávarútvegs-
fræðingur.
Það er þekkt á öll-
um tímum að þegar
heilagir menn tala í
eyru manna vísdóms-
orð Krists eru það
ekki eins og venjuleg
orð sem falla til jarð-
ar og gleymast, held-
ur hafa þau áhrif á líf
manna og breyta
þeim.
Þeir sem mæla
þessi orð Guðs eru oft
menn sem lifa aðskildir og biðja
daglangt, og sumir þeirra eru for-
vitrar og sjá það sem mun gerast,
eins og tíminn hafi aðra uppröðun í
vitund þeirra.
Í rétttrúnaðarkristni hafa þeir
verið margir og enn í dag er al-
gengt að menn geri sér ferð til
þeirra til að fá innblástur, beri upp
vandamál og ráðfæri sig um mik-
ilvægar ákvarðanir.
Þessi inngangur er skrifaður
vegna þess að í Ólafs sögu
Tryggvasonar er sagt frá atburð-
um af þessu tagi sem höfðu afger-
andi áhrif á kristnisögu okkar Ís-
lendinga og kristnitökuna árið
1000.
Það gerðist með þeim hætti að
Ólafur konungur mætti einsetu-
manni á eynni Syllingum sem er
beint í vestur frá Cornwall á Eng-
landi. Það breytti lífi hans. Ólafur
prófar raunar þennan kristna
speking og sendir annan mann til
hans í sinn stað sem segist vera
konungurinn og fær óvænt svar
sem sannfærir hann. Við skulum
líta á frásögnina, en hún endar
með því að Ólafur ákveður að taka
skírn og vígja líf sitt Kristi.
Ólafur Tryggvason var fjóra vet-
ur í hernaði en sigldi síðan til eyj-
arinnar sem á nútímakortum ber
nafnið Scilly, þannig er frásögnin:
„Ólafur Tryggvason,
þá er hann lá í Syll-
ingum, spurði hann að
þar í eyjunni var spá-
maður nokkur, sá er
sagði fyrir óorðna
hluti, og þótti mörgum
mönnum það mjög eft-
ir ganga. Gerðist Ólafi
forvitni á að reyna
spádóm manns þess.
Hann sendi þann af
mönnum sínum er
fríðastur var og mest-
ur og bjó hann sem
veglegast og bað hann
segja að hann væri konungur því
að Ólafur var þá frægur orðinn af
því um öll lönd, að hann var fríðari
og göfuglegri og meiri en allir
menn aðrir.“ Það er skemmst frá
því að segja öldungurinn segir
hann ekki vera konung, heldur
fara heim og vera trúr konungi
sínum. Fór sendimaður aftur og
segir Ólafi. Fór þá Ólafur á hans
fund og átti tal við hann og spurði
eftir hvað spámaður segði Ólafi og
hvernig honum mundi ganga til
ríkis eða annarrar hamingju.
Einsetumaðurinn svaraði með
helgum spádómi: „Þú munt verða
ágætur konungur og ágæt verk
vinna. Þú munt mörgum mönnum
til trúar koma og skírnar. Muntu
bæði þér hjálpa í því og mörgum
öðrum.“ En aðalefni hins forna
texta er frásögn af áhrifum hins
kristna einsetumanns á Ólaf, en
þar segir:
„Ólafur fór öðru sinni að finna
þenna mann, talaði þá mart við
hann, spurði þá vendilega hvaðan
honum kom sú speki er hann sagði
fyrir óorðna hluti. Einsetumaður
segir að sjálfur guð kristinna
manna lét hann vita allt það er
hann forvitnaðist og segir þá Ólafi
mörg stórmerki guðs. Og af þeim
fortölum játti Ólafur að taka skírn
og svo var að Ólafur var skírður
þar og allt föruneyti hans. Dvaldist
hann þar mjög lengi og nam rétta
trú og hafði þaðan með sér presta
og aðra lærða menn.“
Lesa má úr textanum að hann
tók ekki bara skírn heldur nam
hann trúna, var í læri hjá þessum
manni og dvaldi þar lengi. Tók síð-
an með sér lærða menn til Norður-
landa til að kristna þjóðirnar. Ólaf-
ur var allvel undirbúinn því að
unglingsárin ólst hann upp í
Kænugarði. „Ólafur var níu vetra
er hann kom í Garðaríki en dvald-
ist þar með Valdimar konungi aðra
níu vetur.“ Hann fór þaðan 18 ára.
Í Kænugarði kynntist hann
réttri trú við hirð hins kristna
Valdimars konungs sem sjálfur
breyttist úr óvægum harðstjóra í
friðarkonung fyrir áhrif trúarinnar
og kristnaði Rússa. Örlög Ólafs
urðu í raun ekki ósvipuð.
Eftir skírnina á Syllingseyjum
finnur Ólafur sér konu og kristnar
Víkina, Hörðaland, Rogaland, Firð-
ina, Raumdæli og Þrándheim. Síðan
velur hann saxneskan prest nokk-
urn, Þangbrand að nafni (Theo-
brand í erlendum ritum) til að fara
til Íslands að boða rétta trú. Hafa
verður í huga að sú trú sem Þang-
brandur boðar hafði ríkt í þúsund
ár fyrir klofningu kirkjunnar sem
gerist nokkru síðar, árið 1054. Sag-
an um kristniboð Ólafs heldur
áfram með þessum hætti í 81.-82.
kafla sögunnar er segir frá Íslend-
ingum og venslum þeirra við kon-
ung því það er að miklu leyti í
gegnum kristnar fjölskyldur sem
siðurinn breiðist út á Íslandi: „Þá
komu og af Íslandi göfgir menn er
kristni höfðu tekið af Þangbrandi,
Gissur hvíti sonur Teits Ketilbjarn-
arsonar sem rak ættir sínar til
Ástríðar, móður Ólafs konungs.“ Þá
segir af Hjalta Skeggjasyni: „Hann
átti Vilborgu dóttur Gissurar hvíta.
Hjalti var og kristinn og tók Ólafur
konungur feginsamlega við þeim
mágum, Gissuri og Hjalta, og voru
þeir með honum …“
Þetta verða mennirnir sem
ásamt Halli á Síðu og fjölskyldu
hans koma á kristnum sið á Íslandi
og verða aðalmenn í flokki krist-
inna við kristnitökuna árið 1000.
Spekingurinn nafnlausi í Syll-
ingum lagði fræ Guðs, sem eftir
orðum Ritningarinnar fara sína
leið um heiminn, þangað til þau
rætast. Ekkert fær stöðvað fram-
rás þeirra. Og af því þau láta lítið
yfir sér getur maðurinn ekki skilið
styrk þeirra. En sé það látið niður
í frjóa mold og það vökvað, vaxa af
því tré og stundum skógur.
Skírn Ólafs Tryggvasonar
og kristnun Íslands
Eftir Guðmund
Pálsson »Kristni spekingurinn
í Syllingum lagði
fræ í huga konungsins.
Það fór sína leið um
heiminn og rættist með
kristnitökunni árið
1000.
Guðmundur
Pálsson
Höfundur er heimilislæknir.
gudmundur.palsson@gmail.com
Þegar búið var að meðtaka blaðamannafund stjórnarinnar á Kjarvalsstöðum
virtist óhætt fyrir þjóðina að slaka á. Slíkur samhljómur var hjá formönn-
unum að aðdáun vakti. Ekki kvint af sjálfsupphafningu eða afbrýðisemi held-
ur vinskapur, virðing og vilji til góðra verka.
Tilfærslur milli ráðuneyta virtust skynsamlegar og ekki gerðar út í bláinn
heldur með yfirlegu. Eins var með ráðherrakapalinn, hann gekk upp.
Svo leið þessi dagur í ljúfum draumi og það leit út fyrir lýðveldisstofn-
unarsamstöðu og allt í gúddí, en nei, stjórnarandstaðan átti eftir að segja sitt
og RÚV átti eftir að spyrja spurninga um „ekki rétta“ ráðherra og ómögu-
lega aðstoðarmenn.
Nú hefur þingið hafið störf og hin annars nauðsynlega stjórnarandstaða er
búin að margsegja okkur að stjórnin sé bæði afkastalítil og ósamstæð og
stefnuskráin innihaldslaus.
Svo bæta þeir við að endurskipulagning ráðuneyta sé ómarkviss og fokdýr.
Ætli við verðum ekki að halda áfram með svefnpillurnar!
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Resept upp á svefnpillur
Er ekki allt í sóma á Alþingi?
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
SMARTLAND
MÖRTUMARÍU