Morgunblaðið - 18.12.2021, Page 35

Morgunblaðið - 18.12.2021, Page 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 ✝ Sveinn Þór- arinsson fædd- ist í Krossdal 29. september 1938. Hést á Sjúkrahús- inu á Húsavík 4. desember 2021. Hann var sonur hjónanna Ingveld- ar Guðnýjar Þór- arinsdóttur frá Kílakoti í sömu sveit og Þórarins Jóhannessonar, óðalsbónda í Krossdal. Sveinn var yngstur fimm al- systkina; Jóhannes Hrafn, fæddur 1928, dáinn 1994, Sig- ríður, fædd 1929, dáin 1997, Ingveldur Vilborg, fædd 1930, dáin 1992, Þórarinn, fæddur 1932, dáinn 1988, og kjör- systir Þórdís, fædd 1956. Sveinn ólst upp við hefð- bundin sveitastörf á mann- mörgu heimili þar sem faðir hans var einn af fyrstu land- græðsluvörðum Íslands og móðir hans sá um kostgang starfsmanna og annarra í tengslum við það. Sveinn naut hefðbundinnar heima- og far- kennslu þess tíma og snemma beygðist krókurinn til veiði- mennsku og útiveru. Strax á fermingarárinu veiddi hann minningar úr Landgræðslunni undir handleiðslu Sveins. Krossdalsheimilið var alltaf fullt af áhugafólki og starfs- mönnum Landgræðslunnar á sumrin, bæði í tengslum við girðingavinnu, áburðarflug, melskurð og sáningar og hafði Helga atvinnu af matseld og gistisölu á vegum stofnunar- innar. Börn Sveins og Helgu eru: 1) Ólöf matráður, búsett í Sví- þjóð, f. 24.10. 1962, gift Matt- híasi Guðmundssyni rafvirkja. Börn: Sveinn Björnsson, lát- inn, Guðný Jónsdóttir, Sal- björg og Björgvin. 2) Ingveld- ur Guðný, grunnskólakennari í Fljótshlíð, f. 7.9. 1965, gift Þorsteini Guðjónssyni bónda. Börn: Guðjón, Helgi, Sveinn Víkingur, Þórný, Guðný Ósk, Jade Jóhanna og Ísabella Ósk. 3) Þórarinn búfræðingur, bú- settur í Krossdal, f. 8.8. 1969, kvæntur Regina Bailing Sveinsson. Börn: Úlfur Sarap- hat og Sveinn Saraphat. Sveinn var mikill fjölskyldu- maður og átti einkar gott með að umgangast alla aldurshópa, hann var frændrækinn og var alltaf margt um manninn á sumrin í Krossdal þegar ætt- ingjar og vinir komu saman. Útför Sveins fer fram frá Garðskirkju í Kelduhverfi í dag, 18. desember 2021, klukkan 14. Streymt er frá at- höfninni á facebook-síðu kirkj- unnar. https://www.mbl.is/andlat rjúpur og þá svo mikið að hann gat keypt sér sófasett fyrir andvirðið. Sveinn var sér- lega fengsæll og heppinn veiðimað- ur. Hinn 4. júlí 1964 kvæntist Sveinn Helgu Kristjönu Ólafs- dóttur frá Húsa- vík, f. 9. desember 1944, d. 9. janúar 2017. Helga var dóttir hjónanna Ásgerðar Júl- íusdóttur og Ólafs Jóns Að- alsteinssonar hafnarvarðar á Húsavík. Sveinn og Helga hófu búskap í Krossdal ásamt foreldrum Sveins og byggðu sitt hús í Krossdal ári síðar. Krossdalur er mikil hlunn- indajörð með silungsá og miklu fuglalífi og reyndist veiðimennskan því vel við að draga björg í bú. Þau Helga bjuggu alla sína tíð í Krossdal með sauðfé og Sveinn tók síð- an við Landgræðsluvarð- arstarfinu af föður sínum og var hans aðalatvinna alla tíð. Hann naut sín vel í girðing- arvinnu og uppgræðslu með vinnuflokk og er óhætt að segja að margir eigi góðar Sveinn í Krossdal er geng- inn og við kveðjum einstakan vin, samstarfsmann og félaga, en bjartar minningar um ynd- islegan mann munu lifa áfram í huga okkar Oddnýjar. Margs er að minnast þegar litið er yf- ir farinn veg, sextíu ára sam- skipta við þau sómahjón Svein og Helgu. Þau hjónin voru ein- staklega gestrisin og höfðingj- ar heim að sækja. Ég minnist þeirra samverustunda og sam- starfs með virðingu og gleði. Sveinn var gæddur miklum mannkostum, góðum gáfum, velviljaður og vinfastur, hug- sjónamaður og sannur Íslend- ingur. Hann kom til dyranna nákvæmlega eins og hann var klæddur og tjáði skoðanir sín- ar umbúðalaust. Hann hafði ríka réttlætiskennd og var samur við háa sem lága og frá honum stafaði innri hlýja. Kjarkur og orka geislaði af honum. Líf og störf Sveins tengdust landgræðslu með af- gerandi hætti. Leiðir okkar lágu fyrst saman sumarið 1959 er ég dvaldi í Krossdal sem vikapiltur við mælingar sand- græðslugirðinga. Hann var þá löngu byrjaður að vinna við sandgræðsluna með föður sín- um. Mér hefur verið sagt að nafni minn hafi verið afar bráðger og einhverjum árum áður þegar Sandgræðslan átti gamlan Chevrolet-hertrukk, er var notaður við verkefnin á söndunum, þá hafi sveitungar vitað hver var á ferðinni þegar þeir mættu trukknum og eng- inn sást við stýrið þótt nafni stæði þar og stýrði honum eins og herforingi. Það hefur löngum verið gæfa Landgræðslunnar að hafa í þjónustu sinni ósérhlífna starfsmenn. Þar hefur verið að verki sú framvarðasveit sem ótrauð axlaði erfiði og baráttu við óblíð náttúruöfl og lagði grunn að betra og fegurra Ís- landi. Í þessum hópi var Sveinn meðal hinna fremstu. Það var mikið lán fyrir land- græðslustarfið í Þingeyjar- sýslum þegar Sveinn var ráð- inn landgræðsluvörður árið 1970. Þar sem áður voru stór sandsvæði og sandbyljir tíðir eru nú víða gróskumikil og glæsilegustu landgræðslusvæði landsins. Vinnuafköst hans við að reisa girðingar voru með ólíkindum og störf hans ein- kenndust af framsýni og vinnu- gleði. Hann var sannur land- græðslumaður. Sveinn missti Helgu konu sína árið 2017, en hún lést langt um aldur fram. Nafni átti við erfið veikindi að stríða að undanförnu og börnin hans Ólöf, Ingveldur og Þórarinn sinntu honum og hjúkruðu af fórnfýsi og alúð. Einhverju sinni, þegar hann var orðinn langt leiddur, heyrði Ólöf hann segja stundarhátt: „Ha, máttu ekki vera að því að taka á móti mér Helga mín?“ Það bráði síðan af kappanum í nokkra daga, áður en hann kvaddi. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir áralanga vináttu og heilladrjúgt sam- starf og samskipti sem aldrei bar skugga á. Sveinn var einn minnisstæðasti persónuleiki sem ég hef kynnst. Mér var heiður að fá að starfa með hon- um og eiga við hann samskipti um áratugaskeið. Öll voru þau á einn veg, hann var traustur félagi og vinur, hreinn og beinn. Börn, fjölskyldur, ættingjar og vinir kveðja nú mikilhæfan mann. Ég bið þeim Guðs bless- unar og votta þeim mína dýpstu samúð. Megi almættið, sem leiðir okkur og alla þá er hjarta þitt sló fyrir, leiða þig í sólina kæri vinur. Sveinn Runólfsson, fyrr- verandi landgræðslustjóri. Ég vil minnast Sveins föð- urbróður míns í nokkrum orð- um. Hann bjó alla tíð í Kross- dal svo að ég kynntist honum vel og frá fyrstu tíð í heim- sóknum til afa og ömmu var hann mikill uppáhaldsfrændi. Eftir að afi, Þórarinn Jóhann- esson, féll frá árið 1970, gerð- ist Sveinn hægri hönd Guð- nýjar ömmu og var mjög kært með þeim mæðginum. Sveinn var skapgóður og hláturmild- ur. Hann hafði gaman af skemmtilegum sögum og var sjálfur frábær sögumaður og sauð oft smitandi hláturinn niðri í honum þegar hann sagði frá. Okkur krökkunum þótti gaman þegar hann stríddi okk- ur því hann gerði það góðlát- lega og væntumþykjan skein í gegn. Það var beinlínis eftir- sóknarvert að fá athygli frá Sveini. Alltaf tóku Helga og Sveinn vel á móti mér og fjöl- skyldu minni og eftir að Helga dó taldi Sveinn ekki eftir sér að steikja handa okkur silung sem bragðaðist alveg ljómandi vel eins og hann hefði orðað það. Blessuð sé minning elsku frænda. Guðný Þórarinsdóttir. Frændi minn góður, Sveinn föðurbróðir í Krossdal, er fall- inn frá. Heiðursmaðurinn Sveinn tókst á við krabba- meinsdrauginn í nokkur ár og lét í minni pokann í byrjun desember. Hann var næst- yngstur sex systkina, barna Ingveldar Guðnýjar Þórarins- dóttur og Þórarins Jóhannes- sonar í Krossdal. Aðeins Þór- dís lifir systkini sín. Sveinn var landgræðsluvörð- ur í Kelduhverfi stóran hluta og bóndi í Krossdal alla starfs- ævi sína. Þar bjó hann ásamt eiginkonu sinni Helgu Ólafs- dóttur og ólu þau þar upp börnin sín þrjú Ólöfu, Ingveldi Guðnýju og Þórarin. Þar steig Sveinn sín fyrstu skref, ól manninn og var ófáanlegur þaðan undir lokin, þó ljóst væri að mun meiri þjónustu væri að fá í veikindunum á Húsavík. Þangað fór hann ekki fyrr en innan viku áður en hann skildi við og talaði um það daginn áður hvort ekki væri kominn tími til að fara aftur austur í Krossdal. Þar leið honum best. Sveinn var glaðlyndur mað- ur, þó ekki skaplaus. Það gat fokið í hann, en jafnan stóð það ekki lengi yfir. Hann var flug- greindur og hlýr dugnaðar- forkur. Frændrækinn, mann- blendinn, áhugasamur um þjóðmál og stjórnmál. Sveinn var einstakur frásagnarmaður og hafði afar gott skopskyn. Það var unun að hlusta á Svein segja sögur hvort sem var af ættingjum okkar eða veiðiæv- intýrum. Segja sögur af hund- um eða náttúruundrum í Hverfinu. Frásagnir hans ein- kenndust af ákveðnum and- stæðum, þar kenndi jafnan bæði úrdráttar og ýkna. Eins og Keldhverfinga var háttur, var bæði bætt í og dregið úr. Stundum jafnvel bætt í með því að draga úr. Ekki sagt ósatt, þetta var bara hluti af frásagnarlistinni. Frásagnirn- ar voru lifandi, fullar af til- finningum og innlifun, og þannig sagt frá staðháttum að á stundum var sem maður væri staddur með honum í að- stæðunum. Ætíð var stutt í skopskynið, sem einkenndist af hinu sama. Úrdrætti og ýkj- um. Oft fólst það líka í að gera grín að sjálfum sér eða sínum. Sveinn hafði einstök tök á ís- lenskri tungu og óvenju ríkan orðaforða sem gerðu frásagn- irnar enn áheyrilegri. Oft not- aði hann orð sem maður heyrir vart lengur. Hann talaði auð- vitað norðlensku eins og hún er fegurst. Upp koma minn- ingar af mörgum frásögnum, nú síðast er ég fyrir örfáum árum lagði leið mína heim í Krossdal til að sækja góð ráð um hvernig best væri að veiða Litlá, sem í Kelduhverfi nefn- ist Stórá, enda hafði ég ekki dýft færi í hana í mörg herr- ans ár. Ekki stóð á góðum ráð- um og skemmtilegum veiðisög- um af Sveini, Þórarni föður mínum, Þórarni afa og fleir- um. Þannig fór hálfur veiði- dagurinn, enda var miklu skemmtilegra að hlusta á Svein yfir kaffibollum en að veiða. Sveinn var veiðimaður af guðs náð. Ekki skemmdi fyrir að hann þekkti veiðislóðir Hverfisins eins og lófa sinn. Sveinn þurfti ekki annað en að tölta niður að á í tíu mínútur á yngri árum til að ná í silung í soðið. Hann veiddi bæði fugl, silung, fisk í sjó og jafnvel sel í Jökulsá á Fjöllum. Þeir pabbi stunduðu rjúpna- og gæsa- veiðar af kappi og réru til fiskjar í Öxarfirði á bátnum Nóa sem þeir áttu hlut í. Þá veiddu þeir bæði fisk og sjó- fugl. Ég er ekki í nokkrum vafa um að mikil samkeppni var á milli þeirra bræðra er að veiðimennskunni kom. Ég sé fyrir mér að það hafi verið drifkrafturinn, sem gerði þá að þeim miklu veiðimönnum sem þeir voru. Eins og faðir hans á undan honum, starfaði Sveinn við að hemja víðáttumikla svarta sanda sem einkenndu Keldu- hverfi norðan hraunbrúnarinn- ar áður fyrr. Nú eru þeir að miklu leyti orðnir grónir. Að stuðla að sjálfbærri náttúru var ekki einungis starf Sveins. Hann var náttúruunnandi, náttúrubarn. Hann fylgdist vel með náttúrunni, bæði flóru og fánu. Og tók eftir öllum breyt- ingum sem urðu og ræddi þær. Þannig rifjast upp fyrir mér þegar Sveinn sagði mér að vor eitt hefði hann heyrt í fugli sem hann áttaði sig ekki á hver væri. Hann kannaðist við hljóðið, en náði í fyrstu ekki að tengja það við fuglategund. Þangað til að hann áttaði sig á að hann þekkti hljóðið frá því í æsku sinni. Hljóðið í keldu- svíni, fugli sem dó út í Hverf- inu áratugum áður, en dúkkaði nú upp að nýju, líklega flæk- ingsfuglar frá Noregi. Í dag fylgjum við Sveini til grafar í Garðskirkju. Ferðirn- ar í Kelduhverfi verða fátæk- legri hér eftir. Þórður Þórarinsson. Sveinn Þórarinsson Hjörtur Einarsson ✝ Hjörtur Ein- arsson fæddist í Reykjavík 20. september 1965. Hann lést af slysförum 10. nóvember 2021. Útför hans fór fram 7. des- ember 2021. Meira á www.mbl.is/andlat Minningar á mbl.is Elsku mamma okkar, tengdamamma og amma, BJARNDÍS HARÐARDÓTTIR, Boðagranda 2A, Reykjavík, lést 10. desember á líknardeildinni í Kópavogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Eva Hrönn Steindórsdóttir Fríða Dóra Steindórsdóttir Birkir Hólm Guðnason Snorri Valur Steindórsson Margrét Óda Ingimarsdóttir Huginn, Ísold Arna, Hildur Hólm, Nína Bjarndís, Viktor Már, Jason Máni, Ísabella Kara, Kaía Margrét Ástkær móðir okkar, ELÍN HALLDÓRA LÚÐVÍKSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Sauðárkróki, lést 15. desember. Útförin verður auglýst síðar. Sigurbjörg, Anna Jóna, Pétur, Elín Berglind og Birkir Lúðvík Guðmundarbörn og fjölskyldur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA BJÖRNSDÓTTIR, hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, þriðjudaginn 14. desember. Útför hennar fer fram með nánustu fjölskyldu og vinum miðvikudaginn 22. desember klukkan 10.30. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Björn Kjartansson Anna Ellertsdóttir Guðjón Kjartansson Klara Hreggviðsdóttir Kjartan Kjartansson Björk Elva Jónasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ERNA SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR, Skálagerði 13, Sóltúni, lést 9. desember á B5 á Landspítalanum í Fossvogi. Útför verður auglýst síðar. Erna Dagbjört Stefánsdóttir Dagbjört H. Guðm. Manzone Rodolfo Manzone Björg Lárusdóttir Sigurður Þorbjörnsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Okkar ástkæra MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur og leikkona, lést þriðjudaginn 14. desember, útförin auglýst síðar. Dóra Wild Árni Árnason Pétur Hauksson Sylvía Ingibergsdóttir Þórður Hauksson Kristjana Fenger Magnús Hauksson Hrafnhildur Guðmundsdóttir Gerður Sif Hauksdóttir og fjölskyldur þeirra Okkar ástkæra HELENA MARÍA ÁGÚSTSDÓTTIR, Stillholti 2, Akranesi, lést á heimili sínu miðvikudaginn 15. desember. Útförin verður auglýst síðar. Hildur María Sævarsdóttir Ágúst Ingi Sævarsson Ingvar Ágústsson Heiður Sigurðardóttir Ágúst Guðmundsson Erna K. Þorkelsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.