Morgunblaðið - 18.12.2021, Qupperneq 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021
✝
Jóhanna
Bjarnadóttir
fæddist í Skólahús-
inu við Sveinsstaði
12. febrúar 1929.
Hún lést á HSN
Blönduósi 2. des-
ember 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Jenný Re-
bekka Jónsdóttir, f.
26. júlí 1898, d. 1.
janúar 1991, og
Bjarni Guðmann Jónasson, f. 8.
mars 1896, d. 22. desember
1981, bændur á Eyjólfsstöðum í
Vatnsdal. Foreldrar hennar
voru fyrstu búskaparár sín
leiguliðar á nokkrum jörðum
þar til að þau fluttu á jörðina
Kvennaskólinn á Blönduósi vet-
urinn 1950 til 1951.
Þótt Hanna ætti lengst af
heima á Eyjólfsstöðum og
stundaði þar búskap með for-
eldrum sínum sótti hún vinnu
utan heimilis, sérstaklega á vet-
urna. Má þar nefna Héraðsskól-
ann á Reykjum í Hrútafirði,
Hótel Blönduós, Laugar í Sæ-
lingsdal og á Húnavöllum.
Hanna var ávallt boðin og búin
til að aðstoða heimili í sveitinni
þegar erfiðleikar steðjuðu að.
Árið 1995 flytur Hanna að Mýr-
arbraut 33 á Blönduósi og hélt
þar heimili með systur sinni og
mági. Síðustu æviárin dvaldi
hún á HSN Blönduósi.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Blönduóskirkju í dag, 18. des-
ember 2021, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Streymt verður á facebook-
síðu Blönduóskirkju.
Hlekk má nálgast:
https://www.mbl.is/andlat
Eyjólfsstaði árið
1938, sem þau
festu kaup á fjór-
um árum síðar og
bjuggu á til ævi-
loka. Systkini Jó-
hönnu voru Ingi-
björg húsfreyja á
Eyjólfsstöðum, f.
1923, og Jón bóndi
á Bakka sem er
næsti bær við Eyj-
ólfsstaði, f. 1925.
Þau eru bæði látin. Jóhanna
eða Hanna, eins og hún var oft-
ast kölluð, ólst upp við almenn
sveitastörf með systkinum sín-
um.
Skólaganga Hönnu var far-
skóli sveitarinnar og síðar
Það er miðsumar og sól í
heiði þennan dag, aflíðandi
hálsarnir í vestri teygja sig upp
á skáhallan topp Undirfells sem
ber við Víðidalsfjall en lækka
er norðar dregur í landinu að
Hnjúki við mynni Vatnsdals og
hólaröðinni við Flóðið. Bíll
rennur hljóðlega niður ný-
slegna slóðina innan nátthaga
Kornsár meðfram girðingu á
milli Nautabús að ánni sem lið-
ast með þungum straumi til
sjávar. Andspænis er reislulegt
hvítt húsið á Eyjólfsstöðum
undir brattri fjallshlíð, með
snúnum rimlum í tröppum og
lituðu gleri í gluggum, öll tún
slegin og ilmandi græn sætin í
skipulegum röðum. Maður
kemur gangandi frá bænum og
fetar sig niður háan bakkann,
leysir bát sem hann ýtir úr vör,
sest á þóftu og grípur árarnar,
rær fumlausum tökum út fyrir
hylinn upp í flauminn en tekur
svo stefnuna yfir og stýrir
bátnum inn í ofurlitla vík og
skorðar hann þar. Fólkið í bíln-
um stígur um borð og ferðin til
baka yfir fljótið hefst. Drengur
í hópnum lætur aðra höndina
síga í tært vatnið sem hríslast
um fingur og hann sér silung
elta hann með opin munnvik.
Þetta er sú minning sem
flögrar að þegar frænka mín og
vinkona, Jóhanna Bjarnadóttir,
hverfur frá inn í óminni sem við
þekkjum ekki en teljum nokkuð
víst að boði okkur mikinn fögn-
uð samkvæmt guðspjalli, og að
þar sé hún í hávegum höfð
meðal ættingja og vina í blóm-
prýddum hvammi við söng og
gleði. Hún var sú kona sem
aldrei gleymist þeim er henni
kynntust, fögur sál, glaðvær og
gjafmild eins og hún ætti allt til
að gefa, án eftirsjár, glæsileg,
björt á hörund með hýrubros í
augum. Umlykjandi nálægð
hennar var eins og faðmur
endalausrar hlýju og kærleiks
gagnvart sköpunarverkinu í
þeirri fegurð sem aldrei fölnar.
Rödd hennar bar með sér dauf-
an snert af harmi, að heyra
ekki nógu vel það sem talað var
og fór fram í kringum hana,
viðskila við lágvær hljóð og ná-
lægan fuglasöng eða skrjáf í
lauftrjám, en fann þeim mun
betur fyrir titringi og andblæ,
las í svip og skynjaði strax ef
eitthvað bjátaði á og brást við
svo eftir var tekið. Í geði henn-
ar var allt það skíragull sem
þykir eftirsóknarvert í andleg-
um skilningi, auðmýkt gagnvart
hinu æðsta í tilverunni og tiltrú
á hið smæsta sem dregur and-
ann. Hún lifði í þeirri gnægð
sem er innborin í gæsku hjart-
ans, að gefa og miðla, vaka yfir
á meðan aðrir sofa, sjá lífið sem
heild í náttúrunni, umvafið
gróðri minninganna, að efla
vináttuna og rifja upp góðar
stundir til að tengja saman hið
liðna og það sem kemur að
vörmu spori til þess eins að
leysast upp í fyllingu tímans.
Nú þegar kallið kemur er eins
og menn vakni af værum blundi
í þeirri hugljóman að hafa án
vitundar unað með engli og
Jóhanna
Bjarnadóttir
heyra daufan ómgust af væng-
slætti í eyrum og undrast slík
tíðindi. En vatnsmikil áin renn-
ur áfram til hafs í sveigju tím-
ans og silfurbjartur lax líður
áreynslulaust eftir botninum að
tína smádýr í gin og grugga
slóð sína örlítið með sporðinum
í kveðjuskyni en mjúkt og
bylgjað kjölfar ferjubátsins er
horfið sjónum.
Níels Hafstein.
Hún Hanna frænka mín frá
Eyjólfsstöðum er látin og með
henni hvarf síðasta tengingin
við samtíðarfólk mömmu í
Vatnsdalnum. Hanna og
mamma voru systradætur en
líka öðrum þræði uppeldissyst-
ur því mamma ólst upp hjá
ömmu sinni og afa, Ingibjörgu
Kristmundsdóttur og Jóni
Baldvinssyni, sem héldu lengst
af heimili með yngstu dóttur
sinni Jenný Rebekku og manni
hennar Bjarna Jónassyni, fyrst
í Hvammi og svo á Eyjólfs-
stöðum í Vatnsdal. Mamma ólst
því upp með börnum Jennýjar
og Bjarna, þeim Ingibjörgu
(Lillý), Jóni og Hönnu, og var
alltaf einstaklega kært með
þeim. Held ég að mömmu hafi
þótt vænna um þær mæðgur,
Jenný, Lillý og Hönnu, en flest
annað fólk. Að einhverju leyti á
það rót sína að rekja til þess að
mamma var mjög ósátt við að
vera tekin úr stórum systkina-
hópi og sett í fóstur hjá gömlu
hjónunum og henni þótti aldrei
sérstaklega vænt um Ingi-
björgu ömmu sína sem var
skaphörð kona enda örugglega
aldrei sátt við sín örlög. Jenný
var andstæða hennar, blíð og
umhyggjusöm, og þannig voru
þær líka dætur hennar, Lillý og
Hanna, og mamma átti alltaf
athvarf hjá þeim þegar gamla
kona geisaði.
Hanna frænka giftist ekki og
bjó lengst af með Lillý systur
sinni og Ingvari manni hennar,
fyrst á Eyjólfsstöðum og svo á
Blönduósi. Hún var falleg kona,
ævinlega vel tilhöfð, glaðsinna
og hafði einstaklega gaman af
fallegum fötum. Hún hafði sér-
stakan talanda og fólk sem ekki
þekkti hana hélt stundum að
hún væri ekki íslensk en ástæð-
an fyrir málheltinni var sú að
hún heyrði mjög illa strax sem
barn. Þetta háði henni örugg-
lega alla tíð þó að hún léti aldr-
ei á því bera.
Það var alltaf mikið tilhlökk-
unarefni að fara með mömmu
og pabba í heimsókn í Vatns-
dalinn og gista hjá frænkum
mínum á Eyjólfsstöðum. Á Eyj-
ólfsstöðum var myndarbú og
þar stóð gamalt og reisulegt
íbúðarhús með mörgum vistar-
verum. Þar var allt í röð og
reglu en samt mátti ég valsa
um og jafnvel sofa með kett-
linga uppi í hjá mér. Hanna
frænka með sinn bjarta og
blíða svip var einstaklega góð
við mig og í hvert skipti sem
hún talaði við mig fannst mér
eins og hún stryki mér blítt um
vangann.
Ég sá Hönnu síðast fyrir
rúmum áratug þegar ég heim-
sótti hana á Héraðshælið á
Blönduósi skömmu áður en ég
fór til starfa erlendis. Hún tók
mér fagnandi eins og áður fyrr
þó að tengslin væru auðvitað
farin að rofna. Nú þegar komið
er að leiðarlokum sé ég hana
ljóslifandi fyrir hugskotssjón-
um mínum blíða og bjarta sem
fyrr og heyri sérstaka og milda
röddina. Hafi hún þökk fyrir
allt sem hún var mömmu, mér
og öllu okkar fólki.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Elsku Hanna frænka hefur
kvatt okkur og er sameinuð
sínu fólki sem henni þótti svo
vænt um. Kærleikur hennar
umvafði alla sem að henni stóðu
og mátti hún ekkert aumt sjá.
Eigum við systkinin kærleiks-
ríkar minningar af þríeykinu
góða, ömmu, afa og Hönnu
frænku, á Eyjólfsstöðum og
síðar Mýrarbraut 33 á Blöndu-
ósi. Það var ætíð einstök upp-
lifun að koma í heimsókn í Eyj-
ólfsstaði. Húsið var
ævintýraheimur og systurnar
Hanna og amma (Lillý) voru í
minningunni alltaf á þönum
með góðgerðir.
Hanna var systur sinni og
mági (afa Doja) stoð og stytta í
heimilishaldinu og búskapnum
og sá einnig um foreldra sína
heima á Eyjólfsstöðum. Segja
má að hún hafi að miklu leyti
helgað líf sitt því að hugsa um
aðra og vera til stuðnings. Allt-
af var Hanna að, hvort sem var
innandyra eða utan. Garðurinn
á Eyjólfsstöðum var vel hirtur
og strax kemur upp minning af
þeim systrum, ömmu og
Hönnu, að vinna í honum. Þær
eru með garðhanska, klóru og
garðkönnu, sólin skín og léttur
andvarinn leikur við hárið. Bros
á andlitum þeirra og hlátur sem
berst langar leiðir í kyrrðinni.
Þetta lýsir einhvern veginn
þeirra sambandi, góðar vinkon-
ur og samhentar í flestu.
Þegar kom að því að bregða
búi á Eyjólfsstöðum fluttu þau
þrjú á Mýrarbrautina á Blöndu-
ósi og bjuggu sér yndislegt
heimili. Þar var mikill gesta-
gangur líkt og heima á Eyjólfs-
stöðum og gestrisnin engu lík.
Á seinni árum var Hanna ið-
in við allskonar handverk og
eigum við og okkar afkomendur
t.d. púða, málað postulín, háls-
festar og fleira sem Hanna
gerði af miklu listfengi og okk-
ur þykir vænt um. Ætíð var
notalegt að koma í heimsókn til
hennar á Mýrarbrautina og
seinna á dvalardeildina á HSN
á Blönduósi og spjalla um dag-
inn og veginn, skoða myndaal-
búmin og fá fréttir af ættingj-
um. Jafnvel að kíkja í
afmælisdagabókina góðu og at-
huga hvaða ár þessi og hinn
væri fæddur. Þótti henni ein-
staklega gaman um jól þegar
börn komu í heimsókn að draga
fram jólasveininn á sleðanum
sem þeysti um gólfið og upp-
skar hlátur og kátínu allra við-
staddra.
Við kveðjum Hönnu með
söknuði en einnig með gleði og
yl minninganna, þakklát fyrir
þá skilyrðislausu umhyggju og
ástúð sem hún veitti okkur.
Systkinin frá Hólabaki,
Magnús, Ingvar,
Björn Huldar og
Ingibjörg Hanna (nafna)
og fjölskyldur.
Elsku yndislega Hanna vin-
kona okkar, okkur langar að
þakka þér fyrir allt sem þú hef-
ur gert fyrir okkur systur, eins
og að koma í afmæliskaffi til
okkar. Það var mjög gaman að
heimsækja þig, Lillý og Doja á
Mýrarbrautina og þig á sjúkra-
húsið.
Okkur langar að kveðja þig
með þessu versi:
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Elsku Heiða, Jenný, Stein-
grímur, Bjarni og stórfjölskyld-
an öll, Lárus, Bjarni, Kobbi,
Svenni og Jonni og fjölskyldur,
innilegar samúðarkveðjur. Guð
geymi ykkur öll.
Ykkar
Alda og Bára.
Við systkinin á Eyjólfsstöð-
um vorum svo lánsöm að fá að
alast þar upp með foreldrum
okkar, afa og ömmu og Hönnu
móðursystur okkar. Hanna hef-
ur því verið órjúfanlegur hluti
af lífi okkar og minnumst við
hennar með sérstöku þakklæti
og hlýhug.
Hanna fæddist mjög heyrn-
arskert en lét það ekki aftra
sér í lífinu. Hún hafði þeim
mun betri sjón og tilfinningu
fyrir umhverfinu. Þegar við
vorum lítil var oft handagangur
í öskjunni, við hlaupandi upp og
niður snarbratta stigana á Eyj-
ólfsstöðum og stukkum út um
allt bæði innan húss og utan.
Hanna hafði þá auga með okk-
ur og passaði að við færum
okkur ekki að voða og var þá
eins og hún hefði augun alls
staðar. Hún var einstaklega
umhyggjusöm og góð við okkur
systkinin og síðar maka okkar
og börn. Minnast þau hennar
sem einstaklega góðrar mann-
eskju sem vildi allt fyrir þau
gera.
Á sínum yngri árum vann
Hanna utan heimilisins, þá að-
allega á veturna þegar minna
var að gera heima á Eyjólfs-
stöðum. Á sumrin vann hún
heima á Eyjólfsstöðum og gekk
þar bæði í inni- og útiverkin.
Að vera í heyskap þótti henni
einna skemmtilegast. Þá var
hún með hrífuna á lofti að raka
rökin eða dreifina því ekkert
mátti verða eftir, allt þurfti að
nýta og ekki þótti það búmann-
legt né snyrtilegt að skilja eftir
heyflygsur út um allt tún. Þeg-
ar spáð var rigningu var eins
og hún færi á tvöföldum hraða
um túnin við raksturinn, svo
mikill var áhuginn að koma
heyinu í hlöðu. Eftir að vélar
yfirtóku hrífuna á Eyjólfsstöð-
um vann Hanna nokkur sumur
á Hótel Eddu á Húnavöllum.
Meðal eftirlætisverka hennar
innanhúss var að baka og nut-
um við systkinin góðs af því.
Snyrtimennska var henni í blóð
borin og var Eyjólfsstaðaheim-
ilið annálað fyrir snyrti-
mennsku, myndarskap og gest-
risni.
Hanna var félagslynd og
hafði gaman af að hitta fólk og
skemmta sér í góðra vina hópi.
Að dansa þótti henni sérstak-
lega gaman en hún fann taktinn
í gegnum titringinn í gólfinu.
Hún var einstaklega hjálp-
söm og var ávallt boðin og búin
til að aðstoða heimili í sveitinni
þegar á þurfti að halda. Hún
eignaðist marga og góða vini í
gegnum tíðina og þau vináttu-
bönd héldust til æviloka. Þegar
foreldrar hennar eltust og
þurftu á aðstoð að halda tók
Hanna að sér umönnun þeirra
heima á Eyjólfsstöðum.
Hanna flutti á Blönduós árið
1995 og hélt þar heimili með
foreldrum okkar. Myndarskap-
urinn og gestrisnin fluttist með
þeim yfir á Mýrarbrautina og
mætti þar öllum sem þangað
komu. Þegar gesti bar að garði
voru bornar fram kökur, tertur
og annað góðgæti til að gera
sem mest og best við gesti og
gangandi.
Eftir fráfall foreldra okkar
flutti Hanna á HSN á Blöndu-
ósi og dvaldi þar síðustu æviár-
in við góðan aðbúnað og viljum
við þakka starfsfólki fyrir góð-
vild og hlýhug í hennar garð.
Nú hefur Hanna frænka kvatt
þessa tilveru og minnumst við
systkinin hennar með sérstök-
um hlýhug og þakklæti fyrir
allt sem hún gerði fyrir okkur
og fjölskyldur okkar, um-
hyggjusemi hennar, vináttu og
góðvild í okkar garð alla tíð.
Heiða, Jenný, Steingrímur,
Bjarni og fjölskyldur.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURJÓN HELGASON
verktaki,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 14. desember.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 21. desember
klukkan 13. Allir sem vilja fylgja honum eru velkomnir en vegna
sóttvarna þarf að sýna neikvætt Covid-19-hraðpróf við
innganginn, tekið af viðurkenndum aðila og ekki eldra en
48 tíma.
Blóm og kransar er vinsamlegast afþakkað, en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Svandís Ríkharðsdóttir
Guðlaugur H. Sigurjónsson Anna María Sigurðardóttir
Kristinn Þór Sigurjónsson Jóhanna Bogadóttir
Sævar Sigurjónsson Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
Ríkharður Óskar Guðnason Valdís Unnarsdóttir
Elvar Þór Sigurjónsson Árný Inda Indriðadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLL SKÚLASON
frá Hnífsdal,
Furugrund 15, Akranesi,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Land-
spítalanum þriðjudaginn 14. desember.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn
22. desember klukkan 14. Kirkjugestir þurfa að framvísa
neikvæðu hraðprófi sem er ekki eldra en 48 klst. gamalt.
Streymt verður frá útförinni á vef www.kvikborg.is
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Kívanisklúbb Akraness.
Jóhanna Einarsdóttir
Helga Pálsdóttir Valur Þór Einarsson
Einar Árni Pálsson Sigrún Sveinsdóttir
Elísabet Ösp Pálsdóttir Sólberg Ásgeirsson
og afabörn