Morgunblaðið - 18.12.2021, Side 38

Morgunblaðið - 18.12.2021, Side 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 ✝ Bjarndís Harð- ardóttir fædd- ist á Seyðisfirði 16. nóvember 1948. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 10. desember 2021. Foreldrar henn- ar voru Hörður Hjartarson, loft- skeytamaður og framkvæmdastjóri, f. 11. nóvember 1927 á Ísafirði, d. 14. september 2014, og Sigfríð Hallgrímsdóttir húsmóðir, f. 14. júní 1927 á Skálanesi við Seyð- isfjörð, d. 1. febrúar 2021. Systkini Bjarndísar eru Inga Þórarinsdóttir, f. 14. nóvember 1946, Valur Harðarson, f. 11. mars 1954, d. 24. október 2018, Hjörtur Harðarson, f. 23. októ- ber 1955, Hallgrímur Harðar- son, f. 4. júlí 1958, og Helena Harðardóttir, f. 19. apríl 1964. Bjarndís giftist Steindóri Guð- mundssyni, verkfræðingi og for- 2000, og Jason Máni, f. 17. sept- ember 2003, 3) Snorri Valur við- skiptafræðingur, f. 10. júlí 1981, m. Margrét Óda Ingimarsdóttir, f. 10. febrúar 1983, dætur þeirra eru Ísabella Kara, f. 17. ágúst 2014, og Kaía Margrét, f. 21. nóvember 2018. Bjarndís ólst upp á Seyðisfirði í stórri og samheldinni fjöl- skyldu og hélt mikilli tryggð við heimabyggðina og Seyðfirðinga alla tíð. Hún fór ung til Reykja- víkur til náms. Hún útskrifaðist síðar sem snyrtifræðingur og starfaði við það fag bæði á snyrtistofu og við verslunarstörf sem tengdust faginu. Hún og Steindór bjuggu ásamt börnum sínum lengst af í Reykjavík en á námsárum Steindórs í Skotlandi og síðar á Grænlandi um skeið. Bjarndís starfaði jafnframt við skrifstofustörf, á yngri árum hjá Sjóvá og síðar hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og mennta- málaráðuneytinu þar til að hún lét af störfum vegna aldurs. Mesta rækt lagði Bjarndís við það sem henni var kærast, að sinna uppeldi barna sinna og síð- ar að hlúa að barnabörnunum. Útför Bjarndísar Harðardóttur fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. stjóra, þann 25. des- ember 1970. Steindór var fædd- ur í Reykjavík 8. júní 1947, foreldrar hans voru Guð- mundur Pétursson símritari, f. 10. september 1904, d. 29. febrúar 1972, og Ingibjörg Jón- asdóttir húsmóðir, f. 27. ágúst 1906, d. 14. júní 1980. Steindór lést 15. febrúar 2000. Börn Bjarndísar og Steindórs eru 1) Eva Hrönn viðskiptafræð- ingur, f. 13. júlí 1971, börn henn- ar eru Huginn Daði, f. 17. nóv- ember 2003, og Ísold Arna, f. 15. febrúar 2006, 2) Fríða Dóra hjúkrunarfræðingur, f. 27. ágúst 1974, m. Birkir Hólm Guðnason forstjóri, f. 6. maí 1974, dætur þeirra eru Hildur Hólm, f. 2. apr- íl 2006, og Nína Bjarndís, f. 7. febrúar 2010. Synir Birkis eru þeir Viktor Már, f. 19. september Elsku mamma mín. Ég trúi ekki að þú sért farin en loksins hefur þú fengið friðinn. Langri og hetjulegri baráttu þinni við meinið er lokið. Ég fer yfir árin í huganum og fyrsta sem kemur upp er þakklæti. Ég átti bestu mömmu sem hugsast getur, hvers manns hugljúfi og vel liðin hvar sem hún var. Mamma var vinmörg og leituðu margir til hennar enda hafði ein- staklega góða nærveru. Mamma var líka sérlega þolinmóð og gaf sér tíma til að hlusta á fólk. Við töluðum saman á hverjum degi og hún var til staðar fyrir mig í blíðu og stríðu. Börnin hennar og barnabörn voru henni allt og hún setti okkur ávallt í fyrsta sæti, að mínu mati oft á eigin kostnað. Í nóvember 2019 greindist mamma með fjórða stigs krabba- mein í lunga sem hafði dreift sér upp í höfuð. Þá tók við erfið bar- átta sem hún tókst á við af miklu æðruleysi. Í gegnum veikindi sín var alltaf stutt í brosið og já- kvæðnina þrátt fyrir að heilsunni hrakaði hratt. Elsku mamma, ég man svo vel þegar pabbi dó fyrir 21 ári, þá sagðistu ætla að verða gömul. Þú stóðst við það að hluta en ég var ekki tilbúinn að missa þig. Al- mættið ætlaði þér annað og stærra hlutverk í sumarlandinu. Elsku mamma, ég á eftir sakna þín svo mikið. Ömmustelp- urnar þínar, Ísabella Kara og Kaía Margrét, sakna ömmu sinn- ar og spyrja um þig. Ég mun heiðra minningu þína eins vel og ég get og er þakklátur að þú sért loks sameinuð pabba, sem þú misstir alltof snemma. Ég mun hitta þig seinna og taka utan um þig. Þinn elskandi sonur, Snorri Valur. Ég horfi á hana munda tusk- una yfir eldhúsborðinu eftir kvöldmatinn. Slettur hér og þar sem hún strýkur yfir og ef ein- hverjar matarslettur hafa harðn- að á borðinu beitir hún nöglinni á vísifingri og eins og hendi sé veifað eru þær horfnar. Magnað finnst mér, sex ára, sem fylgist ábúðarfull með. Þannig var mamma, hún gerði allt betra. Hún var öryggið og skjólið sem öll börn þrá. Mamma var þungamiðjan í mínu lífi. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en veikindi hennar ágerðust. Hún hafði alltaf verið þarna og ég þekkti ekkert annað. Missirinn er því mikill, klettur- inn minn, besta vinkonan farin. Ég þakka þér elsku mamma fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig – og þá sérstaklega fyrir öll samtölin þar sem þú róaðir mig niður og fullvissaðir mig um að allt færi vel. Þú varst besta mamman og amma elsku barnanna minna. Þú ert mín fyrirmynd og ég er hepp- in að hafa átt þig að. Mín einlæga ósk er að þú sért sátt við líf þitt hér á jörðu og að þú hittir elsku pabba aftur, hann var án efa þín stóra ást. Þín dóttir, Eva Hrönn Steindórsdóttir. Þegar ég var unglingur og mamma mín var heimavinnandi öfundaði ég oft vinkonur mínar sem áttu mömmur sem voru úti- vinnandi og því ekki alltaf við þegar þær komu heim úr skóla. Mér fannst það öfundsvert að koma heim með fullt af vinkon- um og geta haft hlutina eftir minni hentisemi. Síðar meir átt- aði ég mig á hvað það var ein- stakt að eiga mömmu sem var iðulega heima og kunni að meta það. Mamma var nefnilega þann- ig, hún var alltaf til staðar fyrir okkur systkinin, frá því að við vorum börn og líka þegar við vorum orðin fullorðin og flutt að heiman. Mamma hringdi í okkur systk- inin, svo til alla daga. Oft bara að heyra hvernig okkur hefði geng- ið að koma börnunum í leikskóla eða skóla. En hún hafði líka áhuga á öllu öðru sem viðkom okkar daglega lífi. Spurði mig t.d. reglulega um bestu vinkonur mínar og vildi vita hvað væri að frétta af þeim. Stundum fannst mér hún spyrja of mikið um allt mögulegt og þá sagði ég henni að ég gæti ekki yfirheyrslu í þetta sinn og hún hló að mér. Sér- staklega átti ég til að segja henni að takmarka spurningar ef ég var nývöknuð eftir næturvakt. Hún hafði stundum áhyggjur af mér. Það var ekki auðvelt að fara í gegnum erfitt háskólanám, starfandi þá sem flugfreyja og með stórt heimili og eiginmann sem vann langa vinnudaga. Hún var alltaf til staðar fyrir mig, hvatti mig áfram og hjálpaði okkur Birki mikið. Henni fannst ég stundum taka að mér of mörg og erfið verkefni en um leið var hún líka alltaf að segja hve stolt hún væri af stelpunni sinni. Þegar mamma greindist með krabbamein fyrir tveimur árum tók hún því af æðruleysi en um leið bjartsýni. Ég sjálf, kannski vegna menntunar minnar og reynslu, var raunsærri í vænt- ingum mínum. Við fengum eitt mjög gott ár með henni þar sem meðferð skilaði góðum árangri en um síðustu áramót fór að halla undan fæti og sjúkdómur- inn varð illviðráðanlegri. Þrátt fyrir þetta erfiða ár þá náðum við fjölskyldan að búa til mikið af minningum með mömmu, bæði heima hjá henni og á líknardeild- inni. Síðasta samvera okkar allra saman, barnanna hennar og ömmubarna, var á afmælisdag- inn hennar 16. nóvember sl. þeg- ar hún kom heim í leyfi og við áttum saman dýrmætan tíma. Ég fylgdi mömmu til Þýska- lands í læknismeðferð í mars á þessu ári. Í ferðinni sagði hún við mig að hún vissi ekki hvað hún myndi gera ef hún hefði mig ekki til að aðstoða sig í þessu verkefni. Ég svaraði til baka að ég væri ekki sú manneskja sem ég er í dag ef ég hefði ekki átt hana. Ég var frá greiningu og til dagsins sem hún lést ákveðin í að fylgja henni í gegnum þetta ferli og gera það vel. Mamma lét vel af sér síðustu vikurnar sem hún lifði, kvartaði aldrei og iðulega var stutt í bros- ið. Hún varð einu sinni mjög sorgmædd og sagði að sér fynd- ist að þetta væri mjög erfitt fyrir dætur mínar og börn Evu syst- ur, þar sem hún væri eina amma þeirra á lífi og báðir afarnir líka látnir. Ég svaraði til baka: „En þú varst góð amma“ og það er ekki sjálfgefið. Ömmubörnin hennar voru líf hennar og yndi. Heilbrigðiskerfið, sem oft sit- ur undir gagnrýni, reyndist mömmu og okkur vel. Ég vil því fyrir hönd systkina minna þakka Örvari Gunnarssyni krabba- meinslækni, HERU heimahjúkr- un og starfsfólki líknardeildar- innar innilega fyrir allt sem þau gerðu fyrir hana og okkur sem fjölskyldu. Ég vil líka þakka Mæju frænku okkar. Hún og mamma voru systradætur og samband þeirra var afskaplega náið og fallegt. Mæja hefur verið klettur okkar systkinanna og stuðningur hennar við mömmu okkar ómetanlegur. Ég kveð elsku mömmu mína með mikilli sorg og söknuði en þó fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa átt hana sem mömmu. Hún var einstök manneskja. Fríða Dóra. Margar minningar koma upp í hugann þegar ég kveð tengda- móður mína Bjarndísi. Hún var heilsteyptur persónuleiki sem vildi öllum vel, umhyggjusöm og hafði svo jákvæð áhrif á fólkið í kringum sig. Hún var einhver besta manneskja sem ég hef kynnst. Það er erfitt að hugsa til þess að hún sé ekki lengur hjá okkur. Þegar ég hitti hana fyrst tók hún mér opnum örmum og náð- um við vel saman alla tíð. Það sem einkenndi Bjarndísi var sú mikla hlýja og áhugi sem hún sýndi öllum, það þótti öllum svo vænt um hana. Hún hafði alla tíð mikinn áhuga á því hvernig gengi hjá manni og var alltaf tilbúin að aðstoða okkur ef þess þurfti. Hún var kærleiksrík og vildi allt fyrir börn og barna- börnin sín gera. Það var gott að geta leitað til hennar. Fórnfýsi hennar fyrir börn og fjölskyldu var einstök og setti hún börn sín og barnabörn alltaf í fyrsta sæti. Hún var ávallt svo stolt af fjöl- skyldunni sinni og sínum æsku- slóðum. Bjarndís kom oft og heimsótti okkur Fríðu hér heima og þegar við bjuggum erlendis og þær mæðgur töluðu saman daglega í símann, en hún var líka dugleg að hringja í tengdasoninn og fá fréttir. Hún kom oft í mat og yf- irleitt var ég búinn að vaska upp þegar hún kláraði loksins að borða enda ekki þekkt fyrir að flýta sér. Hún kenndi mér mikið í þeim efnum. Hún hafði mikil og góð áhrif á líf mitt og fjölskyldunnar. Hún vildi alltaf hlusta og tók mikið inn á sig erfiðleika annarra. Það sýndi mikla samkennd og rétt- sýni. Ég hefði ekki getað óskað mér betri tengdamóður. Bjarndís var yndisleg amma og söknuður barnabarnanna er mikill. Þeim fannst yndislegt að koma til hennar og fá að vera ein þar og gista. Börnin minnast ömmu sinnar með miklum hlý- hug og allra góðu stundanna. Minningin um yndislega tengdamóður, móður og ömmu mun lifa með okkur fjölskyldunni um ókomna tíð og söknuður okk- ar er mikill. Takk fyrir alla hjálpina, væntumþykju og stuðn- inginn, fyrir það er ég þakklátur. Hvíl í friði, elsku Bjarndís. Birkir Hólm. Elsku amma, þú varst uppá- halds manneskjan mín. Ég mun aldrei gleyma deginum sem ég sat hjá þér og fann að þú værir farin frá mer. Þetta var erfiðasti dagur lífs míns. Þú varst ein af mínum bestu vinkonum. Ég gat sagt þér allt, hvort sem það var lítið eða stórt. Þú stóðst með mér í gegnum allt. Þú hjálpaðir mér í gegnum erfiða tíma og ég veit ekki hvar ég væri í dag án þín. Ég gleymi því ekki þegar ég talaði við þig í síðasta sinn. Þú varst svo stolt af mér fyrir að fá fyrstu vinnuna mína. Ég vissi að það var erfitt fyrir þig að tala en ég var svo glöð að þú værir stolt af mér. Það var í miklu uppá- haldi hjá mér að koma að gista hjá þér um helgar þegar ég var lítil og ég held ennþá upp á þess- ar minningar. Elsku amma mín, þú varst svo klár, fyndin, falleg og góðhjört- uð. Ég vildi að þú hefðir verið lengur í lífi mínu. En ég veit líka hversu erfið þessi veikindi voru. Þú munt alltaf lifa i hjarta mínu elsku amma. Þín ömmustelpa, Ísold Arna. Það var enginn eins og amma okkar. Hún var góðhjörtuð og hugs- aði um að öllum liði vel. Hlut- verkið að vera amma er ekki auðvelt en hún gerði það alveg eins og hetja. Okkur finnst erfitt að lýsa því hversu mikið við elsk- uðum ömmu okkar og við mun- um sakna hennar mikið. Það verður erfitt að sætta sig við að hún sé farin frá okkur. Þó að hún hafi farið allt of snemma, þá er- um við svo þakklátar fyrir að hafa átt elsku bestu ömmu og all- ir þeir sem þekktu hana eru glaðir að hafa fengið að kynnast þessari yndislegu konu. Hildur Hólm og Nína Bjarndís. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Mín elskulega frænka og besta vinkona, Bjarndís Harðar- dóttir, Baddý, kvaddi þetta jarð- líf á fögrum vetrardegi. Hæfði einstaklega ljúfri og fallegri manneskju að kveðja á slíkum degi. Baddý sýndi aðdáunarvert æðruleysi í veikindum sínum, jók enn á álagið að vera að berjast við erfið veikindi á tímum lang- varandi einangrunar og sam- komutakmarkana. Hún mætti örlögum sínum af mikilli reisn. Baddý var mér mikil fyrir- mynd þegar við vorum að alast upp. Hún var eldri en ég og var hún alla tíð hluti af mínu lífi. Minningarnar frá ljúfum æsku- árunum á Seyðisfirði eru dýr- mætar. Seyðisfjörður var henni afar kær. Baddý var einstaklega fallegt og skemmtilegt barn, margar skemmtilegar sögur af bernsku- árum hennar lifa. Ein af þeim er að hún gerði sér iðulega ferð á milli þeirra systra, mömmu sinn- ar, Stennu og Möggu, já og jafn- vel út í Járnhús til Mönnu til að fá að þurrka af. Kom þar fljótt í ljós að hún vildi hafa hlutina í röð og reglu. Hvar sem hún og þau Steindór bjuggu bjó hún þeim einstaklega fallegt heimili, hlúði vel að því og því mikilvæg- asta í hennar lífi, börnunum og síðar barnabörnunum. Hún var vandvirk í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði gam- an af handavinnu og þá helst prjónaskap, var handbragð hennar þar alveg einstakt. Oft rifjuðum við upp uppvaxt- arárin okkar í Lönguhlíðinni sem okkur þótti báðum afar vænt um en þar deildum við herbergi í mörg ár. Hún var þá komin á Glaumbæjarárin sín, eins og við kölluðum það, þá tók nú oft góð- an tíma í að undirbúa sig fyrir kvöldið, baðherbergið gat verið ansi lengi upptekið við það. Hún var alltaf með langflottustu málninguna, en á þessum árum var í tísku að vera mikið málaður um augun, þetta var algjört lista- verk í hvert skipti og ég og vin- konur mínar fylgdumst með af mikilli aðdáun. Baddý var vinmörg og vel lið- in af öllum, það kom auðvitað til af því að hún var ljúfur og skemmtilegur einstaklingur sem gott var að vera með og eiga að. Hún var trygg vinum sínum og hélt tryggð við þá umfram það sem oft er. Sem dæmi um það er að hún hitti barnæskuvinkonurn- ar frá Seyðisfirði reglulega, sömuleiðis vinkonuhópinn frá því á lýðháskólasumrinu í Dan- mörku 1965 og Edinborgar- klúbbinn frá námsárum Stein- dórs í Edinborg. Sama var með stórfjölskylduna, henni var afar annt um bræður sína, systur og þeirra afkomendur alla. Eins sinnti hún foreldrum sínum þeim Herði og Fríðu af mikilli kost- gæfni, ekki síst þegar halla tók undan fæti hjá þeim. Mikið gæfi ég fyrir að þú hefð- ir fengið lengri tíma, mín kæra, en því fáum við ekki breytt. Ég er óendanlega þakklát fyrir stundirnar okkar og samfylgdina í gegnum lífið. Takk fyrir allt, far þú í friði, mín kærasta kæra. Við Tryggvi vottum Evu, Fríðu, Snorra, Bigga og Mar- gréti, fallega barnabarnahópnum og systkinum Baddýjar og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Halla María Árnadóttir. Þegar Baddý eignaðist árið 2003 sitt fyrsta barnabarn, Hug- in Daða, var hún eina móður- og föðurforeldri hans. Steindór var látinn og báðir foreldrar mínir. Bjarndís tók þetta hlutverk mjög alvarlega og hafði stundum orð á því hvað henni þætti vænt um hlutverkið. Hún stóð sig frábær- lega í þessu hlutverki. Huginn Daði og Ísold Arna áttu griðastað hjá ömmu sinni allt frá fyrsta degi og öruggt skjól. Hún bar þau á höndum sér, alltaf til í að leigja sömu geisladiskana aftur og aftur, og hún keypti besta ruslfæðið. Ég veit að öll ömmubörnin hennar áttu hjá henni athvarf. Takk, elsku Baddý, fyrir að vera alltaf til staðar fyrir þau. Við stöndum öll í stórri þakk- arskuld við þig. Hjörtur Grétarsson. Sárt er að kveðja Bjarndísi, okkar kæru vinkonu í Edinborg- arsaumaklúbbnum, aðeins þrem- ur mánuðum eftir að við kvödd- um aðra vinkonu úr sama hópi. Bjarndís eða Baddý eins og hún var gjarnan kölluð var falleg kona, brosmild, ljúf og traust. Hún var mikill fagurkeri eins og hún og heimili hennar bar ávallt vitni um. Baddý lét sér mjög annt um börnin sín og barnabörn en einnig börn annarra svo eftir var tekið. Í saumaklúbbnum höfum við lengst af verið þrettán konur sem áttu það sameiginlegt að hafa dvalið í Edinborg á áttunda áratugnum ýmist sem náms- menn og eða makar námsmanna. Klúbburinn varð til í Edinborg haustið 1973, ekki síst fyrir til- stilli Baddýjar sem þangað kom ásamt Steindóri Guðmundssyni manni sínum haustið 1972 og dótturinni Evu Hrönn, þá eins árs. Steindór hafði lokið námi í tæknifræði á Íslandi og fór í tveggja ára nám í verkfræði í Edinborg. Ruddi hann brautina fyrir tvo aðra félaga úr tækni- fræðinni sem komu sömu erinda árið eftir einnig með fjölskyldur. Smám saman fjölgaði konum í klúbbnum og varð samgangur milli heimila mikill og samveran í þessum félagsskap ómetanleg. Þar kom fljótt fram hvað öll handavinna lá vel fyrir Baddý, hvort sem var útsaumur, prjón eða annað. Seinni veturinn í Ed- inborg gekk Baddý með yngri dótturina, Fríðu Dóru, sem fæddist 1974 eftir heimkomu. Sonurinn Snorri Valur fæddist síðan árið 1981. Eftir að heim kom var þráður saumaklúbbsins tekinn upp og hefur hópurinn hist reglulega síðan. Er margs að minnast frá liðnum árum. Bjarndís Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.