Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 39
Eitt sinn bauð Baddý hópnum í fallega sumarhúsið í Grímsnesi sem þau Steindór byggðu og var notið gestrisni hennar þar. Farið var einnig í eftirminnilega fjöl- skylduferð með mökum og börn- um að Flúðum. Árið 2007 fórum við vinkon- urnar saman til Kaupmanna- hafnar og heimsóttum m.a. Sig- rúnu Gísla vinkonu okkar sem þar bjó um tíma og sýndi okkur borgina. Var ferðin mjög skemmtileg og Baddý hrókur alls fagnaðar. Baddý var Seyðfirðingur í húð og hár og talaði oft um æsku- stöðvarnar og heimsótti þær reglulega. Hún hugsaði alla tíð vel um foreldra sína. Margt reyndi á Baddý um æv- ina. Steindór varð bráðkvaddur árið 2000 aðeins 52 ára. Það var mikið áfall og erfitt fyrir hana og fjölskylduna. En eftir fráfall hans hefur það verið gæfa þeirra að standa þétt saman og hlúa hvert að öðru. Baddý lærði snyrtifræði og vann sem snyrtifræðingur um tíma. Eftir lát Steindórs tók það á að fara út að vinna á ný. En þegar henni bauðst að gerast skólaliði í Flataskóla tók hún því feginshendi, átti vel við Baddý að vinna með börnum. Síðustu starfsárin vann hún í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins og greiddi þar götu fólks með sínu ljúfa og glaðlega viðmóti. Við saumaklúbbssystur og makar kveðjum kæra vinkonu með hlýhug og þakklæti og send- um fjölskyldu Bjarndísar og öðr- um ástvinum einlægar samúðar- kveðjur. Anna, Ásta, Edda, Eva, Fríður, Herborg, Sigríður H., Sigríður V., Steinunn, Valgerður A. og Valgerður B. Þegar ég hitti Bjarndísi Harð- ardóttur fyrst voru hún og Stein- dór tiltölulega nýflutt heim eftir námsárin í Edinborg. Hún var sérstaklega glæsileg, fínleg og falleg, með sítt dökkt hár, tign- arleg og hlýleg. Mér varð star- sýnt á hana við kvöldverðarborð- ið á heimili þeirra, hin fyrsta af óteljandi samverustundum. Eva Hrönn var nokkurra ára og Fríða Dóra nýfædd. Yndislegar báðar tvær og sú síðarnefnda var eins og mamma hennar með mik- inn dökkan makka og stærri og dekkri augu en ég hafði áður séð á barni. Ég hugsaði töluvert um svipmót þeirra og útlit og stund- um var minnst á að vera kynni að franskt blóð hefði blandast því sem ríkjandi var á Vestfjörðum á þeim tíma sem duggur lögðu títt að bryggju á Ísafirði. Hörður afi var Ísfirðingur og það var oft tal- að um franska yfirbragðið sem hann og fleiri í fjölskyldunni þóttu hafa. Það var ekkert til að skammast sín fyrir þótt aldrei væri reynt að sanna tilgátuna eða rekja upprunann. Áföll og ótímabær missir urðu Bjarndísi mjög þungbær og hún jafnaði sig aldrei fyllilega á því reiðarslagi að missa Steindór snögglega, langt um aldur fram, og ári síðar kæra bróðurdóttur sína voveiflega. Hún syrgði þau sárt þau tæpu tuttugu ár sem lið- in eru frá þessum erfiða tíma, og þegar ég horfi til baka þá sé ég að hún varð aldrei söm. Hún naut þess að eiga góð börn og barnabörn sem hún lagði rækt við og góða fjölskyldu. Bjarndísi var tekið opnum örmum á heimili Stennu móðursystur sinnar þeg- ar hún fluttist á unglingsárum suður til Reykjavíkur til þess að stunda gagnfræðaskólanám í Austurbæjarskóla. Það var ekki í kot vísað hjá Stennu og Árna og þeirra börnum. Halla Maja var yngst og ég held að í gegnum ár- in hafi ekki liðið sá dagur að þær töluðust ekki við eða hittust. Halla Maja var stoð og stytta Bjarndísar í veikindum hennar á undanförnum árum ásamt börn- um hennar, vinkonum og ætt- ingjum. Við Bjarndís vorum nánar frá fyrstu tíð og væntumþykja henn- ar í minn garð og minna var mér mikils virði. Væntumþykjan var gagnkvæm. Ég sat hjá henni langa stund daginn fyrir andlátið og við töluðum um lífið og dauð- ann, fegurð hafs og himins sem blasti við út um gluggann hennar á líknardeildinni, frelsi fuglanna sem svifu tígulegir fyrir utan. Bjarndís hræddist ekki dauðann sagði hún og við urðum sammála um að trúa því að handan móð- unnar miklu biðu okkar ástvinir og endurfundir. Þótt Bjarndís þráði lífið og ætti framan af erf- itt með að sætta sig við að sjúk- dómurinn væri ósigrandi þá þráði hún líka endurfundina. Ég er þess fullviss að þar verði fagn- aðarfundir. Elsku Eva mín, Fríða og Snorri Valur og fjölskyldur, ég votta ykkur dýpstu samúð og öll- um þeim fjölmörgu sem þótti svo innilega vænt um Bjarndísi Harðardóttur. Kristín A. Árnadóttir. Ég man það svo vel þegar ég kynntist þér fyrst fyrir tæpum 50 árum. Þú og Steindór nýkom- in heim eftir námsár í Edinborg. Þið með Evu Hrönn litla, nýflutt í sama stigagang og við Einar, æskuvinur Steindórs. Steindóri lá á að kynna okkur, þú kasólétt að Fríðu Dóru og allir kassarnir óopnaðir. Síðan þá höfum við verið perluvinkonur. Við tóku ár barnauppeldis og húsbygginga hjá okkur báðum og þar sem við vorum heima- vinnandi á þessum tíma hittumst við oft með börnin, í afmælum eða vinahittingi, enda öll ung á þessum árum. Fyrst byggðuð þið í Flúðaseli og síðan í Klyfjaseli. Þið voruð bæði fagurkerar og Steindór listhneigður og báru heimili ykkar vitni um það. Enda sagði ég stundum að þú værir hefðarkona frá Seyðisfirði. Vegna vinnu Steindórs voruð þið um tíma bæði í Sigöldu og á Grænlandi og þá héldum við sambandi með bréfaskiptum, en áður en þið fóruð til Grænlands fæddist sonurinn Snorri Valur. Árið 2000 fellur Steindór óvænt frá. Það var mikið áfall fyrir þig og börnin. Þú hætt að vinna og ætlaðir að ferðast meira með Steindóri. Við tóku erfiðir tímar en vinabönd okkar treyst- ust enn meir. Eitt árið fórum við tvær til Tenerife í afslöppunarferð í tvær vikur, sóluðum okkur á morgn- ana og gengum eftir hádegi, oft- ast til Los Cristianos í einn bjór og tapas. Seinna fórum við svo til Barcelona og skoðuðum allt það markverðasta í borginni, fórum í búðir, sátum úti á kaffihúsum og enduðum svo oftast með að borða tapas í kvöldmat. Alltaf gott veður og yndisleg ferð. Venjan var svo að þú kæmir upp í sumarbústað til mín á sumrin í svokallaða „orlofsdvöl“. Þá máttir þú ekki lyfta litla- fingri, bara njóta, prjóna og spjalla eins og við vorum vanar að gera. Fyrir tveimur árum bar ský fyrir sólu, þú greinist með krabbamein sem fljótt sást að ekki varð ráðið við þrátt fyrir meðferðir. Og nú ert þú öll, elsku Baddý mín. Þú varst yndisleg vinkona og okkur þótti ofurvænt hvorri um aðra. Við gátum alltaf sagt hvor annarri hvað okkur lá á hjarta. Í gegnum veikindin sýndir þú ótrúlegan kjark og æðruleysi, hugsaðir aðeins um að allt væri í lagi með fjölskylduna, þeim mætti ekki líða illa. Nú kveð ég þig, elsku Baddý mín, með kökk í hjarta með orð- um sem við vorum vanar að nota þegar við kvöddumst: „Love you.“ Elsku Eva Hrönn, Fríða Dóra, Snorri Valur og fjölskyld- ur, við Einar biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á þessum erf- iðum tímum. Erla Indriðadóttir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlát- um og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningar- greinar Hægt er að lesa minningargreinar, skrifa minningargrein ogæviágrip. Þjónustu- skrá Listi yfir aðila og fyrirtæki sem aðstoða þegar andlát ber að höndum. Gagnlegar upplýsingar Upplýsingar og gátlisti fyrir aðstandendur við fráfall ástvina Minningarvefur á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.