Morgunblaðið - 18.12.2021, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 43
Vélstjóri – Starfsfólk í framleiðslu
Bewi Iceland óskar eftir að ráða til sín starfsfólk í nýja og glæsilega
umbúðaverksmiðju sem er að rísa við Gleðivík á Djúpavogi.
Stefnt er á að hefja framleiðslu í mars á næsta ári.
Vélstjóri/Tæknistjóri
Hefur m.a. umsjón með vélbúnaði, viðhaldi, viðgerðum, mótaskiptum o.fl.
Helstu hæfniskröfur:
• Vélstjórnar- eða tæknimenntun.
• Reynsla af umsjón og rekstri raf- og vélbúnaðar.
• Þekking á iðnstýringum er kostur.
• Reynsla í málmsmíði er kostur.
• Almenn tölvukunnátta og reynsla af viðhaldsforritum er kostur.
• Enskukunnátta.
• Stundvísi, samviskusemi og áreiðanleiki.
• Lyftararéttindi er kostur.
Starfsfólk í framleiðslu
Sér meðal annars um daglega framleiðslu, stjórnun véla, afgreiðslu o.fl.
Helstu hæfniskröfur:
• Stundvísi, samviskusemi og áreiðanleiki.
• Reynsla af störfum við vélbúnað er kostur.
• Áhugi á vélbúnaði og sjálfvirkni er kostur.
• Almenn tölvukunnátta.
• Enskukunnátta.
• Lyftararéttindi er kostur.
Bewi Iceland er nýtt fyrirtæki á Djúpavogi sem er að reisa 2800 m2 kassaverksmiðju.
Á Djúpavogi er mikill uppgangur í kjölfar uppbyggingar laxeldis á Austfjörðum. Djúpivogur er fjölskylduvænt samfélag með alla helstu þjónustu
s.s. leikskóla, grunnskóla, verslanir og veitingastaði og þar sem auðvelt er að njóta náttúru og menningar
Bent er á að þetta er reyklaus vinnustaður, þ.e. verksmiðjan sjálf og umráðasvæði hennar.
Umsækjendum er bent á að senda inn umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið jon@bewi.is fyrir 31.12.2021.
Nánari upplýsingar veitir
Jón Þór Jónsson verksmiðjustjóri,
jon@bewi.is.
Verkefnastjóri
á framkvæmdasviði
Nýr Landspítali ohf. óskar eftir að ráða reynslumikinn einstakling til að sinna verkefnastjórnun á sviði
verklegra framkvæmda, eftirlits og hönnunar.
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og
Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja
ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í
starfi. Allar umsóknir eru trúnaðarmál og verða nöfn umsækjenda ekki birt opinberlega.
• Verkefnastjórnun framkvæmdasamninga
• Áætlunar- og kostnaðareftirlit framkvæmdaverka
• Áhættugreiningu og áhættuvöktun framkvæmdaverka
• Hönnunarrýni verklýsinga og teikninga
• Verkeftirlit og úttektir einstakra verka
Við leitum að starfsmanni til að annast m.a:
Nýr Landspítali ohf. (NLSH) tekur m.a. þátt í verkefnastjórn á þróunar-, hönnunar- og framkvæmdaverkefnum vegna
húsnæðis Landspítala Háskólasjúkrahúss sem og uppbyggingu nýbygginga, gatnagerðar og lóðar við nýjan Landspítala
við Hringbraut. Félagið, sem er að fullu í eigu ríkisins, er í samstarfi við fjölmarga hagsmunaaðila m.a. stjórnvöld,
Landspítalann, Framkvæmdasýsluna-Ríkiseignir, Háskóla Íslands, sjúklingasamtök, Reykjavíkurborg og Ríkiskaup. Fjöldi
ráðgjafa starfar fyrir og með NLSH. Nánari upplýsingar um NLSH má finna á www.nlsh.is
• Menntun í verk- eða tæknifræði eða sambærilegri
menntun
• Minnst 10 ára reynslu á sviði verkefnastjórnunar
verklegra framkvæmda, eftirlits, hönnunar eða
sambærilegra verkefna sem NLSH vinnur að
• Reynslu af þátttöku í stærri framkvæmdaverkefnum
s.s. opinberum framkvæmdum ríkis- eða sveitarfélaga
• Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvæðu viðmóti
Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir: