Morgunblaðið - 18.12.2021, Page 53

Morgunblaðið - 18.12.2021, Page 53
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég hef venjulega litið til er- lendra og innlendra platna í þessum efnum en ég sleppi þessu síðarnefnda í ár. Ástæðan? Jú, það er engin íslensk jólaplata á útgáfulista þessa árs. Já, ég er jafn hissa og þú lesandi góður og ég man hreinlega ekki eftir því að þetta hafi gerst áður. Iðulega koma út ein til tvær plötur og í fyrra voru þær nokkrar. Stök lög vissulega á kreiki þetta árið og Guðmundur Jónsson og Jóhann Sigurðarson standa fyrir útgáfu á þremur nýjum frum- sömdum jólalögum þetta árið í gegnum verkefni sitt Jóladraumur. En, engin fullburða plata (sendið mér endilega póst ef eitthvað fór fram hjá mér). Horfum þá til útlanda en það verður að viðurkennast að fátt er um fína drætti þótt einhverjar séu plöturnar. Það sem stendur upp úr er klárlega plata Noruh Jones, I Dream of Christmas. Ég vissi að þetta yrði gott um leið og ég sá um- slagið. Svo greinilegt að hér yrði ekki hlaðið í ódýrar ábreiður til að elta peninginn heldur yrði eitthvert súbstans í þessu. Nóg er að líta til merks ferils Jones, sem hófst með áhlýðilegri „rauðvín við arineldinn“ plötu, en hefur síðan þá leitt okkar konu í alls konar spennandi króka og kima. Þess má þá líka geta að verkefni Noruh, Sasha Dobson og Catherine Popper, Puss n Boots, gaf út jólastuttskífu í hitteðfyrra (Dear Santa). Önnur jólaplata, allrar athygli Norah flott eins og furunálabað verð, er jólaplata Pistol Annies, Hell of a Holiday. Sveitin er ofur- tríó sem inniheld- ur þær Miröndu Lambert, Ashley Monroe og Angaleenu Presley, allt listakonur sem keyra eigin risaferla og eiga stóran þátt í feminísku bylt- ingunni í Nashville. Bylting kannski fullsterkt en áherslur þessara lista- kvenna og tónlist hefur sannarlega andað ferskum vindum um þessa höfuðborg sveitatónlistarinnar. Annað úr kántríranni er t.a.m. plata Amöndu Shires og svo Josh Turner. Bandaríkin eiga öfluga inn- komu eins og svo oft áður en ég ætla samt að tiltaka einn merkisgrip frá Bretlandi, jóla- plötu Gary Bar- low, The Dream of Christmas. Fyrrum sveitar- félagi hans í Take That, Robbie Williams, gaf út svona grip í hitteðfyrra og þar var hann trúr sjálfum sér. Prakkari, grallari, rokkari … tunga upp við tönn alla leið. Segja má að Barlow sé undir sömu sökina seldur, það er að vera trúr sjálfum sér, og ekkert kemur á óvart þannig lagað. Platan er snotur, notaleg en bara aðeins of passasöm fyrir minn smekk. Aðrar útgáfur eru eftir þessu og lognmollan talsverð. Rob Thom- as, söngvari Matchbox Twenty, er með plötu og ég sór þess dýran eið að reyna eftir kost- um að sleppa því að hlusta á hana fyrir þessi skrif. Kíkti svo á tvö lög og hefði betur sleppt því. Önnur „stór“ plata er önnur jólaplata Kelly Clarkson, ædol-stjörnunnar kunnu. Þá er Steve gamli Perry, söngvari Journey, með jólaplötu. Umslagið er hræðilegt en ég er svona aðeins búinn að smakka á innihaldinu og líkar ekki illa, en sem komið er. Eitt- hvað heimilislegt við þetta. Kat Edmonsson djasssöngkona setur þá hin ýmsu staðallög í djasshræru og já, þetta hljómar spennandi þótt ég sé ekki búinn að fullhlusta. Að endingu nefni ég tvær plöt- ur úr indígeiranum. Brian Fallon, leiðtogi The Gaslight Anthem, er með plötu og einnig Hiss Golden Messenger. Stórsigrar hafa verið unnir í gegnum tíðina hvað þennan samslátt varðar, ég nefni Low, Mark Kozelek og Sufjan Stevens sem dæmi. Fljótt á litið eða heyrt falla þeir félagarnir samt í giska algenga gryfju með þessar plötur. Mönnum er svo um- hugað að vera nógu svalir og hnyttnir og „ójólalegir“ að plöt- urnar gjalda fyrir það. Læt þetta duga. Algerlega að tékka á Noruh, þið verðið ekki svik- in þar. Annað ekkert óskaplega mikilvægt. Ég segi samt og hrópa með hárri raust reyndar: Gleðileg jól! » Ég vissi að þetta yrði gott, um leið og ég sá umslagið. Svo greinilegt að hér yrði ekki hlaðið í ódýrar ábreiður til að elta pen- inginn heldur yrði eitt- hvert súbstans í þessu. Hér ætla ég, eins og undanfarin ár, að stikla á stóru yfir nýút- komnar erlendar jóla- plötur. Reyndar er ekki sérstaklega gæfulegt um að litast þetta árið. Jólamær Norah Jones syngur inn jólin eins og henni einni er lagið. MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 Hin ástsæla söngkona Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða Diddú, heldur jólatónleika með blásarasextett sunnudaginn 19. desember kl. 16. Hópurinn kallar sig Diddú og drengirnir og hafa haldið aðventu- tónleika sem þessa um árabil. Tónleikarnir fara fram í heima- sveit Diddúar, í Mosfellskirkju í Mosfellsdal. Efnisskrá tónleikanna sam- anstendur að vanda af hátíðlegri jólatónlist af ýmsum toga. Morgunblaðið/Eggert Diddú Sigrún Hjálmtýsdóttir og félagar koma Mosfellingum í jólaskap. Jólatónleikar Diddú og drengja Aðventuhátíð og 50 ára vígsluaf- mæli Bústaða- kirkju fer fram á morgun, 19. des- ember, kl. 17. Kammerkór Bústaðakirkju syngur, Edda Austmann og Jó- hann Friðgeir Valdimarsson syngja einsöng og stjórnandi er Jónas Þórir. Þorsteinn Ingi Víg- lundsson formaður sóknarnefndar flytur ávarp. Séra Eva Björk Valdi- marsdóttir og séra Þorvaldur Víð- isson þjóna ásamt séra Kristjáni Björnssyni, vígslubiskupi í Skál- holti, og frú Agnesi M. Sigurðar- dóttur biskupi Íslands, sem flytur ávarp og leiðir bæn. Frú Eliza Reid flytur einnig ávarp en hún gaf nýverið út bókina Sprakkar þar sem fjallað er um margvísleg mál sem snúa að lífi og störfum kvenna á Íslandi. Aðventuhátíð og vígsluafmæli Eliza Reid forsetafrú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.