Morgunblaðið - 18.12.2021, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 18.12.2021, Qupperneq 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 N ei, ókei, er fyrsta platan með hljómsveitinni Dr. Gunna síðan Í sjoppu kom út árið 2015 en áður kom út Stóri hvellur 2003. Auk for- sprakkans Gunnars Lárusar Hjálm- arssonar skipa sveitina þeir Guð- mundur Birgir Halldórsson, Grímur Atlason og Kristján Freyr Hall- dórsson. Gunnar hefur á löngum ferli sínum sinnt tónlistar- gyðjunni með ýmsum hætti. Hjómsveitir á borð við S.H. Draum og Unun koma upp í hugann en einnig „Prumpulag- ið“ og „Glaðasti hundur í heimi“, hans langvinsælustu lög, að minnsta kosti á Spotify. Nei, ókei ber að ein- hverju leyti vott um þessa fjölbreytni því farið er úr einum stíl í annan, oft- ast með góðum árangri. Upphafslag Nei, ókei, „Aumingi með bónuspoka“, fjallar um náunga sem hefur orðið undir í lífinu. Text- inn er grátbroslegur og viðlagið gríp- andi, svo mikið er víst. Þetta er góður upphafspunktur, enda snúast textar plötunnar margir hverjir um hvers- dagsleikann og fólk sem er á ein- hvern hátt utangarðs og finnur sig ekki fyllilega í nútímanum. Dæmi um þetta má finna í „Mér finnst ég ætti að gráta meira“ og pönklaginu „Ég er í vinnunni“. Í því fyrrnefnda er sungið um náunga sem á erfitt með að tjá tilfinningar sínar í samfélagi þar sem fólk er orðið opnara en áður og ófeimnara við að tjá sig. „Allir eru alltaf að tala en enginn er bara að segja neitt. Hef ekkert að segja, hef ekkert að segja, stundum er best að þegja,“ syngur Gunnar í fínu lagi og hefur nokkuð til síns máls. Í því síð- ara er yrkisefnið náungi sem virðist alltaf vera í vinnunni, „þökk sé“ nýj- ustu tækni, og er gjörsamlega kom- inn með nóg. Kröftugt og skemmti- legt lag þar á ferð. „Nærbuxnamódel í tilvistar- kreppu, kreistir stýrið í umferðar- teppu“ og „Annarlegur póstmaður á útburðarvagni, gúffar í sig sveppum í talsverðu magni“ eru skondin texta- brot í laginu Marglyttur yfir Miklu- braut, ágætis Pixies-rokkara, og ekki annað hægt en að brosa í kampinn. Ekki er heldur hægt að fjalla um hversdaginn nema að minnast á átök- in eilífu við íslensku veðráttuna. „Dag eftir dag ég tel dagana, dag eft- ir dag ég tel að ég verð að þrauka fram á vor,“ syngur Gunnar í Ég verð að þrauka og kastar í púkkið súld og slabbi. En ekki hvað? Ýmis stílbrigði fá að njóta sín á plötunni. Lögin eru misjöfn að gæð- um en besta efninu er raðað fremst, eins og gengur og gerist. Þannig eru Aumingi með bónuspoka, Ég er í vinnunni og Mér finnst ég ætti að gráta meira best en Draumur í dós kemur síðan sterkt inn í lokin, ný- bylgjurokklag með lokakafla sem maður vill helst ekki að endi. Athygli vekur að Eiríkur Hauksson syngur ekki lagið Í Norður-Noregi, þrátt fyrir að vera nánast hálfur Norð- maður, heldur Engin mistök, gamal- dags rokklag, sem er aðeins úr takti við annað efni á plötunni. Eiríkur skilar sínu engu að síður prýðilega. Náttúran er ekki vinur þinn fjallar svo um hversu lítil við erum í sam- anburði við náttúruöflin þar sem kinkað er kolli til Fjöllin hafa vakað. Takturinn í viðlaginu er töff en lagið sjálft nær ekki að hrífa mann með sér. Það má hafa gaman af ádeilunni sem leynist víða í textunum á Nei, ókei þar sem varpað er ljósi á íslensk- an raunveruleika og hversu erfitt getur verið að finna sig í honum miðjum. Sprettirnir á plötunni eru margir hverjir góðir, gítarleikurinn oft skemmtilegur og ættu rokkunn- endur að minnsta kosti að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Hljómsveitin „Það má hafa gaman af ádeilunni sem leynist víða í textunum á Nei, ókei þar sem varpað er ljósi á íslenskan raunveruleika.“ Vínilplata Nei, ókei bbbmn Hljómplata Dr. Gunna. Lög og textar eftir Gunnar Lárus Hjálm- arsson. Flytjendur Gunnar Lárus Hjálm- arsson, Guðmundur Birgir Halldórsson, Grímur Atlason, Kristján Freyr Hall- dórsson og Eiríkur Hauksson. FREYR BJARNASON TÓNLIST Fólk sem á erfitt með að fóta sig M aðurinn hefur frá örófi alda fengist við að teikna upp heiminn í kringum sig, til þess að átta sig betur á umhverfinu, vísa öðrum veginn eða skrásetja. Lengi vel var kortagerð ófullkomin fræði, en gat verið mikil list. Menn lögðu mikið á sig til þess að gera nothæf kort, skreyttu þau oft ríkulega, enda voru þau miklar ger- semar hverj- um þeim, sem vildi rata um heiminn. Nú- orðið tökum við þau nánast sem sjálfsagðan hlut og höfum mestallan heiminn í vasanum í snjallsímum, þar sem kort netrisa á borð við Go- ogle og Apple verða æ fullkomnari og hjálpa okkur að rata fyrirhafn- arlaust, finna næsta bakarí eða áhugaverðar gönguleiðir. Saga kortanna er áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Hún veitir okk- ur innsýn í hvernig þekking manns- ins jókst, bæði hvað heiminn sjálfan varðar en einnig þau vísindi og tækni, sem notuð voru til korta- gerðar. Og jafnvel það sem menn vissu ekki gefur okkur innsæi í hugarheim þeirra sem á undan gengu, þegar hið óþekkta gat verið merkt sæskrímslum eða uppspuna. Reynir Finndal Grétarsson er sjálfsagt þekktastur úr atvinnulíf- inu, farsæll frumkvöðull og for- stjóri, en hann er líka kortasafnari af lífi og sál. Sá áhugi leynir sér ekki í bók hans Kortlagning heims- ins – frá Grikkjum til Google Maps. Þetta er falleg bók, nokkuð vold- ug, prentuð á vandaðan pappír í góðu bandi og sómir sér vel á sófa- borði eða á heiðursstað í bókaskáp. (Best fer þó auðvitað á því að hafa hana opna á borði fyrir framan fróðleiksfúsan lesanda!) Hún er ríkulega myndskreytt af kortum, eins og vera ber. Það er helst að finna megi að því að sum kortin séu ekki nógu stór, þó bókin sé ekki í smáu broti, en um það er lítt að fást; frumritin eru mörg flennistór og óhjákvæmilegt að kortin séu smækkuð í bók. Þó má nefna að sum eldri kort eru fulldökk eða móskuleg, svo þar hefði að ósekju mátt lýsa þau til þess að gera þau greinilegri. Þá kemur fyrir á stöku stað að upp- lausnin á myndunum er ekki nógu mikil, þannig að kortin eru ógreini- leg og textinn loðinn. Við því er svo sem ekki mikið að segja, það er miserfitt að nálgast góðar myndir af öllum þessum sæg korta, svo ein- hver þeirra hefur þurft að nálgast af netinu. Þau eru betri þannig en ef þeim hefði verið sleppt. Það eru þó ekki kortin ein sem prýða bókina, því hún er skrifuð af smitandi áhuga, jafnvel ákefð. Bókin er kaflaskipt, fyrst er þar fjallað um upphaf kortlagningar heimsins, en svo saga kortlagningar hverrar álfu heimsins fyrir sig, auk sérkafla um kortasögu Íslands. Hins vegar saknar ritdómari þess að undirfyrirsögnin sé almennilega botnuð í bókinni. Þar hefði vel mátt vera kafli um hin nytsömu snjall- kort netrisanna (sem hafa misjafnar áherslur í hönnun þeirra, gerð og gögnum), hvernig unnið er að þrí- víddarkortum með mannvirkjum, jafnvel kortlagningu annarra hnatta. Það er þá efni í aðra bók. Textinn er einkar lifandi og fjör- legur, stundum kumpánlegur en án alls yfirlætis, því þarna er ekki að- eins greint frá sögu, heldur sagðar sögur. Og nóg af þeim! Bókin er full af fróðleik sem er samofinn fram- vindu kortasögunnar, sumt skemmtileg smáatriði og útúrdúrar, en allt til þess að styðja hina stóru samfellu sögunnar. Samt þó þannig að það er auðvelt að grípa niður í bókina, nánast hvar sem er, og lesa sér til gagns og gamans, án þess að hafa lesið það sem kom á undan og hitt sem eftir fór. Sem fyrr segir er textinn líflegur og ekki alltaf hátíðlegur, en ávallt skýr og skiljanlegur. Fyrir vikið kann bókin að vera aðgengilegri fyrir börn og unglinga en ella, en þó ekki þannig að textinn vefjist fyrir hinum eldri. Það er allt í góðu jafnvægi. Áhugi höfundarins á efninu leynir sér ekki og hann kann að vekja áhuga lesandans á þessu eilítið fornlega efni. Það má finna nokkrar smávægilegar og meinlausar villur í þessum doðranti, en ekkert sem ástæða er til að tína til hér, enda biður höfundur lesendur um það í formála að hafa ekki áhyggjur af slíku. Sem er vel skiljanlegt, því Kort- lagning heimsins er ekki akadem- ískt fræðirit, heldur alþýðlegt yfir- litsrit – stútfullt af myndum, sögum og fróðleiksmolum – til þess gerð að vekja áhuga og athygli á fegurð landakorta og því hvernig þau lýsa heiminum og okkur. Morgunblaðið/Unnur Karen Reynir Finndal „Kortlagning heimsins er ekki akademískt fræðirit, heldur alþýðlegt yfirlitsrit – stútfullt af myndum, sögum og fróðleiksmolum.“ Falleg og fróðleg Alþýðlegt fræðirit Kortlagning heimsins bbbbn Eftir Reyni Finndal Grétarsson. Sögur útgáfa 2021, 346 bls. innb. ANDRÉS MAGNÚSSON BÆKUR vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is Eigum úrval af miðstöðvar- og handklæðaofnum hafðu það notalegt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.