Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Síða 8
VIÐTAL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.12. 2021 V orið 1932 er ys og þys utan við glugga íbúðarhúss við Berg- staðastíg í Reykjavík. Þetta er í miðri heimskreppunni. En innan veggja hússins ríkir mikil gleði. Hjónunum Fanný Egilson og Högna Halldórs- syni fæðist dóttir og fær hún nafnið Guðrún. Heitir í höfuðið á ömmu sinni. Fanný og Högni hafa margt á prjónunum. Innan tíðar eru þau flutt úr miðborginni og langleiðina upp að Elliðaám. Þar hefur Högni fest kaup á landi sem tilheyrði hjáleigunni Vík. Þau eru í raun flutt út í sveit þótt hin vaxandi Reykjavík sé í túnfætinum hjá þeim. Þar reisa þau sér glæsilegt einbýlishús, steinsteypt og í dag stendur það í miðri Reykjavík, nánar til- tekið við Langholtsveg 145. Á þessum árum sinnir Fanný heimilinu og einkadótturinni en Högni starfar hjá Mjólkur- búi Reykjavíkur. Þegar Guðrún er 9 ára brýst út heimsstyrjöld að nýju, aðeins 19 árum eftir hildarleikinn mikla sem mótaði Evrópu upp á nýtt. Herinn kemur til landsins, fyrst sá breski og síðan sá ameríski skömmu síðar. Í þeim um- svifum öllum sér Högni tækifæri. Eftirspurn eftir kjöti vex gríðarlega og á landi sínu kemur hann sér upp svínabúi og afurðir þaðan þjónuðu herliðinu næstu árin. Reksturinn tryggði þeim örugga efnhagslega stöðu og heimilið var glæsilegt á þess tíma mælikvarða. Guðrún gekk í Laugarnesskóla. Þar eignaðist hún góða vini og m.a. Elínu Óla- dóttur og átti sá vinskapur eftir að vara alla tíð og ferðast þær enn þá saman um heiminn. Héldu til náms í Lundúnum Og ævintýraþráin gerði vart við sig hjá þeim vinkonum. Það þurfti ekki miklar fortölur gagn- vart föður Guðrúnar og móður til þess að þau létu það eftir henni að halda til Lundúna þar sem hún og Elín fengu inni í enskuskóla. Þetta var árið 1949 og stóð námið í tæpt eitt og hálft ár. „Þetta var góður skóli fyrir bæði drengi og stúlkur. Við vorum á heimavist en drengirnir dvöldu utan skólans. Þetta var merkilegur skóli þar sem saman komu nemendur frá öllum mögulegum löndum.“ Guðrún rifjar þetta upp og er ekki laust við að hún verði nokkuð dreymin á svip, kannski vegna þess að ríflega 70 ár eru liðin frá þessum atburðum, en sennilega þó frekar vegna þess hvað sagan sjálf felur í sér. „Ég held hreinlega að þau hafi látið allt eftir mér,“ segir hún þegar hún minnist foreldra sinna. Hefur stúlkurnar, þá 17 ára, ekki órað fyrir því hvaða þráð örlögin myndu spinna Guðrúnu upp frá þessu. Á sama tíma og þær stöllur héldu til höf- uðborgar Bretlands lagði ungur maður, Belgi að uppruna, í ferð til eyjunnar í norðri. Hann stundaði þá viðskiptanám og stóð á tvítugu, fæddur 1928. Ferðalagið yfir Ermarsundið var í sama tilgangi og hjá íslensku vinkonunum, að ná tökum á tungumáli heimamanna. „Við fengum leyfi til að fara út á laugar- dögum og sunnudögum. Þá skemmtum við okk- ur og hittum aðra krakka. Guð hvað þetta var góður tími,“ lýsir Guðrún og segir að þessi tími hafi verið mjög skemmtilegur. Og þar hitti hún unga Belgann og þau tóku tal saman. Þar var kominn Charles Ansiau, sem búsettur var í Brussel ásamt foreldrum sínum en faðir hans hafði byggt upp stöndugt iðnfyr- irtæki með viðskiptatengsl um allan heim. Þau Guðrún og Charles urðu ástfangin. Þegar ég spyr hana hvort það hafi verið ást við fyrstu sýn leitar hugur hennar greinilega langt aftur til sumarsins 1949. Bar strax mikið traust til hans „Það er ég ekki viss um. En ég fann það strax að ég bar mjög mikið traust til hans.“ Áður en dvölinni lauk héldu vinkonurnar frá Reykjavík ásamt nokkrum vinum með flugi til suðurstrandar Frakklands og dvöldu nokkra daga í hafnarborginni Nice. Er það athyglis- verð tilviljun í ljósi þess að síðar átti Guðrún eft- ir að búa sér annað heimili þar í borginni – en meira um það síðar. Guðrún hélt heim um jólin 1950 en Charles var enn eitt ár í London við að klára sitt nám. Þau voru staðráðin í að halda sambandi. Hlut- irnir gerðust að mörgu leyti hægar í þá daga en nú, ekki síst sökum þeirra tæknibreytinga sem orðið hafa. Guðrún réð sig í skrifstofustarf hjá O. Johnson og Kaaber í Reykjavík og á sama tíma lenti Charles í mikilli svaðilför. Faðir hans kom á þessum dögum að umfangsmiklum námugreftri í Ísrael en þetta var skömmu eftir að frelsisstríðinu þar í landi lauk. Var Charles sendur til þess að stýra vinnuflokkum á svæð- inu og segir Guðrún að það hafi hálft í hvoru verið gert til þess að sýna að Pierre, faðir Char- les, væri reiðubúinn að hætta syni sínum á þess- ar slóðir, eins og öðrum starfsmönnum fyrir- tækisins. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því á þessum tíma hversu mikið hættuspil þetta verkefni var. Kannski sem betur fer. Ástandið þarna var mjög ótryggt og Charles var með öryggisvörð með sér hvert sem hann fór.“ Þau héldu góðum tengslum á þessum tíma. „Við skrifuðumst mikið á og ég fór að sækja frönskutíma hjá Melittu Grünbaum, eiginkonu Viktors Urbancic tónlistarfrömuðar. Hún var yndisleg kona en hún átti mjög bágt. Mér fannst hún alltaf eiga mjög erfitt með að vera á Íslandi, fjarri sínu gamla heimalandi. Og hún hafði misst mikið. Margt af hennar fólki hvarf í stríðinu,“ segir Guðrún og minnist aðstoðar Me- littu við frönskunámið af miklum hlýhug. Giftu sig í Reykjavík Liðu nú tæp þrjú ár og ákváðu Guðrún og Char- les að ganga í hjónaband. Reyndist það nokkur flækjufótur, ekki aðeins vegna þess að haf og lönd skildu að heldur einnig vegna þess að Charles tilheyrði kaþólsku kirkjunni í Belgíu en Guðrún þeirri lúthersku hér heima. Hún lýsti sig þó reiðubúna til að að ganga í kaþólsku kirkjuna og ala börnin, ef einhver yrðu, upp í kaþólskum sið. En líkt og fyrri daginn vissi Guðrún Högnadóttir Ansiau hefur búið í Brussel í nærri 70 ár. Ljósmynd/Patrice Mathieu Örlögin tóku í taumana í Lundúnum 1949 Lífið tekur oft óvænta stefnu þegar minnst varir. Guðrún Högnadóttir var 17 ára þegar hún ákvað að innritast í ensku- skóla í London. Rúmum þremur árum síðar giftist hún Charles Ansiau, ungum belgískum manni sem hún kynntist í borginni. Í sjö áratugi hefur hún búið í Brussel og unnið margt gott í þágu Íslands og Íslendinga. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is ’ Meðal þeirra sem dvöldu á heimili Guðrúnar og fjöl- skyldu var ungur bandarískur píanóleikari, Emanuel Ax að nafni. Þrátt fyrir augljósa hæfi- leika renndi gistifjölskylduna ekki í grun að þarna væri kom- inn listamaður sem ætti eftir að setja svip sinn á alþjóðlega tón- listarsenu á komandi áratugum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.