Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Blaðsíða 10
Guðrún einnig hvað hún vildi og var ákveðið að
brúðkaupið færi fram heima á Íslandi og fór at-
höfnin fram í Kristskirkju á Landakotshæð.
„Tengdafjölskylda mín kom til landsins með
áætlunarflugi í gegnum Lundúnir og við héld-
um veislu í garðinum á Langholtsvegi. Þetta
var 18. maí 1953.“
Guðrún segir að þótt vissulega hafi fjölskyld-
urnar verið ólíkar á margan hátt, og að eflaust
hafi það verið sérstakt fyrir Pierre og Hor-
tense, móður Charles, að sjá hann kvænast
ungri konu frá Íslandi, hafi þau alla tíð tekið
henni og reynst afar vel.
Degi eftir brúðkaupið héldu þau af landi
brott og lá leiðin þá til Parísar.
„Þar beið okkar gljáfægður svartur Austin.
Tengdaforeldrar mínir héldu áfram til Brussel
en við Charles í brúðkaupsferðina okkar. Við
fórum akandi niður til Ítalíu og ferðuðumst um
landið.“
Tíð ferðalög um heiminn
Að ferðinni lokinni tók alvara lífsins við, en ör-
lagadísirnar höguðu því þannig að lífshlaup
Guðrúnar hefur orðið með allt öðru móti en
hefði getað orðið, hefði hún ekki sótt enskuskól-
ann í Lundúnum árið 1949. Í hinu nýja heima-
landi biðu spennandi verkefni og lagði hún m.a.
stund á nám í listfræði.
„Við Charles eignuðumst svo þrjár dætur,
þær Christine, Catherine og Chantal, svo að við
höfðum alltaf meira en nóg við að vera. Störfum
Charles fylgdu einnig mikil ferðalög alla tíð og
þegar faðir hans fékk hjartaáfall þá tók hann
við rekstrinum, löngu áður en við gerðum ráð
fyrir að til þess kæmi.“
Og starfsemin dró þau víða um heim og út-
gerðin var umsvifamikil. Þegar mest lét var
fyrirtæki Charles með 15 skipapramma í förum
á ánum Rín og Maas í Hollandi en þeir fluttu
einkum efnavörur ýmiss konar sem fyrirtækið
seldi fyrirtækjum á borð við Rio Tinto.
Eitt þessara skipa fékk nafnið Guðrún og á
heimili þeirra hjóna er fagurlega smíðað líkan
af því sem heldur minningu þessara miklu um-
svifa á lofti.
„Við fengum líka tækifæri til þess að kynnast
framandi menningu í Kína og Japan og þar var
Charles í miklum viðskiptum með stál.“
Viðskiptatengsl á Íslandi
Og þessi umsvif rötuðu einnig til Íslands. Þann-
ig kom Charles að sölu vélbúnaðar í Sig-
ölduvirkjun sem Landsvirkjun reisti á áttunda
áratug síðustu aldar og þá seldi hann Loftleið-
um einnig klæðningu og glugga sem í áratugi
prýddu Hótel Loftleiðir í Vatnsmýri.
„Í þessum viðskiptum kynntumst við yndis-
legu fólki og Charles átti góða vináttu manna
eins og Jóhannesar Einarssonar, sem síðar var
lykilmaður hjá Cargolux, og einnig Eiríks
Briem hjá Landsvirkjun. Þeir urðu miklir mát-
ar, höfðu báðir gaman af því að yrkja og sendu
hvor öðrum ljóð. Eins hafði hann náið samband
við Má Maríusson, aðstoðarforstjóra fyrir-
tækisins.“
Oft hafa tilviljanir ráðið því að lífið hefur tek-
ið óvænta stefnu hjá Guðrúnu. Upp úr veik-
indum tengdaföður hennar hófst nýr kafli í lífi
fjölskyldunnar sem enn stendur og er hann í
raun með miklum ólíkindum.
„Pierre hafði aldrei hlustað á tónlist. Eftir að
hann fékk hjartaáfall og var rúmliggjandi fékk
hann hins vegar áhuga á henni og hlustaði mik-
ið. Dætur okkar lærðu á píanó. Það var keypt
hefðbundið hljóðfæri á heimilið en Pierre fannst
það ekki nógu gott þannig að hann keypti for-
láta flygil frá Steinway og Christine dóttir okk-
ar var duglegust í tónlistarnáminu. Hann gaf
henni flygilinn. Hljóðfærið er enn á heimili
hennar og báðir synir hennar spila mikið. Árið
1972 var haldin mikil tónlistarkeppni í borginni
og í útvarpinu var auglýst eftir fólki sem ætti pí-
anó og gæti hýst keppendur sem kæmu erlend-
is frá til keppninnar. Catherine dóttir okkar
lagði til að við myndum bjóða keppendur vel-
komna þar sem við hefðum aðstöðu til þess.“
Tengsl við þekkta listamenn
Meðal þeirra sem dvöldu á heimili Guðrúnar og
fjölskyldu var ungur bandarískur píanóleikari,
Emanuel Ax að nafni. Þrátt fyrir augljósa hæfi-
leika renndi gistifjölskylduna ekki í grun að
þarna væri kominn listamaður sem ætti eftir að
setja svip sinn á alþjóðlega
tónlistarsenu á komandi
áratugum en Ax er í hópi
virtustu einleikara heims,
hefur unnið til Grammy-
verðlauna og fyllir stærstu
tónlistarhús heimsins þar sem hann spilar. Um
langt árabil hefur hann verið prófessor við hinn
virta Juilliard-háskóla í New York.
„Þar lagði vinur minn, Víkingur Heiðar
Ólafsson, stund á nám á sínum tíma. Emanuel
hefur sagt mér að hann hafi mikið álit á hon-
um.“
Á keppnisdögunum í upphafi áttunda áratug-
arins mynduðust vinatengsl sem hafa haldið æ
síðan og Guðrún ferðast vítt og breitt um heim-
inn, einkum þó Evrópu til þess að hlýða á Ax.
„Það sama á við um hina tónlistarmennina
tvo. Annar þeirra er þó því miður látinn en við
höfum haldið tengslum við fjölskyldu hans. Það
hefur veitt okkur svo mikla, mikla gleði að
fylgja þessum listamönnum eftir og njóta þess
sem þeir hafa gefið okkur og öðrum unnendum
klassískrar tónlistar. Við álítum okkur afar
heppin að hafa kynnst þessum hæfileikaríku
ungu listamönnum þegar þeir voru að stíga sín
fyrstu skref á listabrautinni.“
Guðrún hefur alla tíð haft góðar tengingar
við íslenskt lista- og menningarlíf, ekki síst það
sem borist hefur út fyrir
landsteinana. Í hópi góðra
vina er t.d. Rut Ingólfs-
dóttir sem nam fiðluleik í
Brussel, löngu áður en
stórt Íslendingasamfélag
byggðist upp í borginni.
„Þá langar mig einnig að nefna Pál Skúlason,
fyrrum rektor Háskóla Íslands. Hann var okk-
ur einnig mjög kær. Hann nam heimspeki í Lö-
ven, m.a. hjá Paul Ricæur, rétt eins og núver-
andi forseti Frakklands, Emanuel Macron.
Charles hafði mikið yndi af því að ræða heim-
speki við Pál.“
Sæmd fálkaorðunni 1978
Guðrún gerir í hógværð sinni lítið úr aðstoð
sinni við þá samlanda hennar sem áttu leið um
borgina og Belgíu á þessum árum. Fálkaorða
sem hún var sæmd árið 1978 í þágu Íslands og
Íslendinga vitnar þó um að þar hefur hún lagt
drjúgan skerf af mörkum.
„Ég gerði í raun ekki neitt. Þegar fólk bank-
aði upp á þá opnaði ég en annað var það ekki.“
Fjölmargir vinir Guðrúnar frá þessum tíma og
sennilega allir sendiherrar sem þjónað hafa ís-
lenskum hagsmunum í Brussel hafa þó öllu
meiri sögu um framlag hennar að segja (sjá
rammagrein).
Menningaráhuginn hefur dregið Guðrúnu vítt
og breitt um heiminn en af samtölum við hana
má ráða að tvennt sé henni afar ofarlega í huga,
auk tónlistarinnar sem skipar heiðurssess af
augljósum ástæðum. Það er menning Rússlands
og gyðingdómurinn. En hvaðan kemur þessi
áhugi? Og ég spyr fyrst út í áhugann á stórveld-
inu í austri.
„Ég veit það ekki almennilega en mig grunar
að það tengist æsku minni. Þegar ég var barn
höfðum við mikil tengsl við Vífilsstaði og berkla-
spítalann sem þar var starfræktur. Eiginmaður
frænku minnar, Ólafur Geirsson, var læknir þar.
Sumir sjúklingarnir sem höfðu fótaferð komu
gjarnan með strætó inn í bæ og gengu uppeftir
til okkar á Langholtsveginn og litu við í kaffi.
Þar var einn maður mjög eftirminnilegur sem
ræddi mikið við foreldra mína um Rússland og
allt sem rússneskt var. Þar hefur þessi áhugi
sennilega kviknað.“
En gyðingdómurinn?
„Það er sömu sögu að segja. Ég veit það ekki
almennilega en sennilega tengist það fyrr-
nefndum áhrifum frá Melittu sem ég minntist á
áður og öðrum gyðingum sem ég kynntist sem
barn og ung kona. Ég hef kynnst mörgum gyð-
ingum í gegnum árin sem hafa merka sögu að
segja og þetta hefur allt vakið mikinn áhuga hjá
mér.“
Og þannig er það með Guðrúnu að þegar hún
fær áhuga á einhverju þá fylgir hún því eftir.
Hefur hún t.d. viðað að sér miklu gagnasafni um
Melittu og Viktor Urbancic og dregur nú fram
nýlegt ættartré sem tengir fjölskylduna sem
festi rætur á Íslandi við stóran ættboga erlendis.
Á slóðum Grimaldi og
Sveinbjarnar Egilssonar
Nýverið var greint frá fyrirlestri í Morgun-
blaðinu sem Sigrún Magnúsdóttir var í þann
mund að flytja um Þuríði Þorbjarnadóttur úr
garðhúsum sem giftist markgreifa af Grimaldi--
ættinni. Í viðtali við Sigrúnu bar nafn Guðrúnar
fyrir augu enda hefur hún kynnt sér sögu Þur-
íðar í þaula og grafið upp áður óþekkt gögn sem
tengjast stuttu lífshlaupi hennar. Lagðist Guð-
rún meira að segja í rannsóknarvinnu til að hafa
uppi á leiði Þuríðar og fann eftir talsverða leit.
Blaðamaður hefur kynnst þessari elju og eðli-
legri forvitni Guðrúnar á eigin skinni. Þegar
eldri sonur minn fæddist 17. nóvember 2016
hafði hún samband og fagnaði dagsetningunni
sérstaklega. Benti mér á að sameiginlegur for-
faðir okkar, Sveinbjörn Egilsson, rektor, skáld
og þýðandi, hefði verið sæmdur heiðursdokt-
orsnafnbót við háskólann í Breslau þennan dag
árið 1848. Kom þekkingin á þessu tiltekna atriði
undirrituðum mjög á óvart.
„Ég hef lengi heillast af Sveinbirni og fyrir
nokkrum árum fór ég til Wroclaw í Póllandi,
sem áður hét Breslau, heimsótti háskólann og
skoðaði gögnin sem tengjast þessari viður-
kenningu sem hann hlaut. Það var mikið ævin-
týri.“
Skömmu áður en kórónufaraldurinn skall á
hafði Guðrún lokið ríflega viku langri heimsókn
til Armeníu þar sem hún í góðum hópi kynnti sér
m.a. sögu gyðinga þar í landi. Og það er á Guð-
rúnu að heyra að hún er með margt á prjón-
unum.
„Ég hef alltaf haft gaman af að ferðast í góðra
vina hópi og einnig að taka á móti gestum. Ég
ætla að halda því áfram á meðan heilsan leyfir,“
segir hún glöð í bragði. Guðrún verður níræð á
nýju ári og það er ekki að sjá að aldurinn bíti
nokkuð á henni. Það er eins og var með Fanný
móður hennar sem bjó heima hjá sér á Lang-
holtsveginum langt fram á tíræðisaldur en hún
lést árið 1999.
Margir vinir og kunningjar hafa kynnst
rausnarskap og gestrisni þeirra hjóna í gegnum
áratugina. Lengi áttu þau sitt annað heimili í fal-
legu húsi niðri við höfnina í Nice við suðurströnd
Frakklands. Þar áttu þau einnig lystisnekkju
sem þau höfðu gaman af að bjóða vinum á þegar
þannig stóð á.
„Við seldum hana fyrir löngu síðan. Okkur
þótti mikil binding í því og þegar skipstjórinn
sem hafði umsjón með bátnum lést þá þótti okk-
ur gott að setja punktinn aftan við þá sögu.“
En verkefnin eru enn til staðar og þegar
blaðamaður kveður Guðrúnu í rigningunni í
Brussel er þétt dagskrá fram undan þar sem
ævintýrin bíða handan við hornið.
Charles Ansiau og Guðrún Högnadóttir kynntust í Lundúnum árið 1949. Þau voru gift í 65 ár en
Charles lést árið 2018. Þau eignuðust þrjár dætur sem allar eru búsettar í Brussel. Barnabörnin eru 2.
’
...„Ég held hreinlega að
þau hafi látið allt eftir
mér,“ segir hún þegar hún
minnist foreldra sinna.
Haustið 1966 fékk Rut Ingólfs-
dóttir boð um að hún gæti þreytt
inntökupróf við Tónlistar-
háskólann í Brussel hjá heims-
þekktum fiðluleikara, André
Gertler að nafni. Hún hélt út en í
millitíðinni hafði faðir Rutar, Ing-
ólfur Guðbrandsson, samband við
gamlan nemanda sinn úr Laug-
arnesskóla sem hann vissi að bjó í
höfuðborg Belgíu.
„Ég flaug til Lúxemborgar og
tók lestina þaðan til Brussel. Á
brautarstöðinni tók Charles á
móti mér og tók mig með heim-
.Næstu árin varð heimili þeirra
eins og mitt annað heimili. Ég var
hjá þeim alla fimmtudaga og oftast á sunnudögum einnig.“
Fyrstu dagana í borginni dvaldi Rut á heimili þeirra hjóna og Guðrún aðstoðaði hana
við að finna herbergi til leigu. Þetta var gott fyrirkomulag að öllu leyti nema því að eitt
sinn þegar Rut var á leið til Guðrúnar varð hún fyrir slysi.
„Ég dett illa og mjaðmarbrotna. Ég komst með einhverjum hætti inn í strætó og svo í
verslun þar sem ég gat hringt í Guðrúnu. Hún kom strax og fylgdi mér á slysavarðstofu.
Það var ljóst að ég gæti ekki búið í herberginu næstu mánuði enda 98 tröppur þangað
upp. Þau hjónin bjuggu um mig í stofunni heima hjá sér.“
Þegar leið á tímann sem Rut notaði til að ná sér dvaldi hún einnig á heimilum sendi-
ráðsstarfsmanna sem þá voru nýlega komnir til starfa í nýju sendiráði Íslands í borginni.
„Guðrún og Charles hafa alla tíð sýnt námi mínu og starfi mikinn áhuga. Þegar ég
sótti eitt sinn sem oftar námskeið og tíma í borginni slógu þau upp tónleikum heima hjá
sér, buðu fjölda gesta og með glæsilegum veitingum. Þarna fékk ég tækifæri til þess að
prufukeyra prógrammið sem ég flutti á Myrkum músíkdögum nokkrum vikum síðar.“
Þær eru margar tengingarnar milli þeirra Rutar og Guðrúnar, allt frá námsárum Guð-
rúnar hjá Ingólfi í Laugarnesskólanum og til áranna í Brussel.
„Þegar við Björn giftum okkur og fluttum í okkar fyrstu íbúð þá var það leiguíbúð á
Bergstaðastræti. Í því húsi fæddist Guðrún árið 1932.“
Það fór vel á með Rut, Charles og Guðrúnu þegar þau
hittust. Þessi mynd var tekin í Brussel árið 2011.
„Eins og mitt annað heimili“
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.12. 2021