Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Page 19
Byrjið á því að harðsjóða tvö egg.
Takið utan af eggjunum og brytjið
í sundur með gaffli.
Hellið vökvanum af niðursoðnu
baununum og gulrótunum og setj-
ið helminginn í skál.
Blandið majónesinu og sýrða
rjómanum saman við ásamt harð-
soðnu eggjunum. Smakkið til með
salti og pipar.
Skerið hangikjötið niður í grófa
bita og blandið vandlega saman við.
Sneiðið ástarpungana í tvennt
og smyrjið með þykku lagi af
hangikjötssalati.
Sneiðið tvíreykta hangikjötið í
þunnar sneiðar og raðið ofan á.
Skreytið með pækluðum rauð-
lauk og gulrótum í þunnum sneið-
um.
Hellið ísköldum bjór í glas og
njótið!
Fyrir 3-4
Einhverjir hafa sopið hveljur við
að heyra af þessum rétti á mat-
seðli mínum – ástarpungar með
hangikjötssalati – hversu fárán-
legt!
En ég hef nú snúið mörgu efa-
semdafólkinu.
3 ástarpungar
4 msk. majónes
2 msk. 18% sýrður rjómi
3 harðsoðin egg
4 þykkar sneiðar hangikjöt
½ dós af niðursoðnum baunum og
gulrótum
salt og pipar
nokkrar þunnar sneiðar af tvíreyktu
hangikjöti
nokkrar sneiðar af pækluðum rauð-
lauk og gulrótum
1-2 ískaldir lagerbjórar
Ástarpungar með
hangikjötssalati
19.12. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
VEFVERSLUN
www.betrabak.is
OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN
STORMUR
HEILSUINNISKÓR
9.900 kr.
TEMPRAKON ZONE SÆNG
Sæng með innbyggðri hitastýringu.
Fylling: Gæsadúnn og fjaðrir.
135x200 cm. Verð 59.900 kr.
47.920 kr. JÓLAVERÐ
TEMPRAKON ERGOMAGIC
Koddi með memory foam svampi og
innbyggðri hitastýringu. Verð 26.900 kr.
21.520 kr. JÓLAVERÐ
AFSLÁTTUR
20%
Heilsuinniskór með NÍU
svæða nuddinnleggi.
Dregur úr spennu og
örvar blóðflæði.
Heilsuinniskórnir eru
fallegir, hlýir,
einstaklega þægilegir og
fást í nokkrum litum.
„Mér finnst langskemmtilegast
að elta árstíðirnar. Ég reyni að
gera sumarlegan mat á sumrin, ég
nýti uppskeruna á haustin og geri
vetrarkássur á veturna. Svo léttir
yfir manni þegar fer að vora og ég
elda fisk og pasta og ríf svo fram
grillið um leið og sést í sólar-
glætu,“ segir Ragnar og segist
ganga í gegnum tímabil varðandi
hvaða eldhús er í uppáhaldi.
„Ég byrjaði eins og margir
áhugakokkar í ítalska eldhúsinu.
Þaðan fór ég inn í franska,
spænska og
norðurafríska
eldhúsið en síð-
ustu tvö árin
hef ég verið
hrifinn af mat-
argerð frá Suð-
ur-Kóreu. Eftir
að hafa nánast
lagt pasta á
hilluna í fimm
ár varð ég aftur
ástfanginn af ítalskri matargerð.
Ég fer í hringi,“ segir Ragnar og
segist ekki þræða Michelin-staði
þegar hann ferðast erlendis.
„Ég hef lítinn áhuga á þannig
matargerð. Ég hef meiri áhuga á
heimilismat og einnig að fara á
veitingastaði sem heimamenn
sækja. Ef ég sé troðfulla veit-
ingastaði þá langar mig þangað
inn og oft lendir maður þar í ein-
hverju frábæru,“ segir hann.
Ragnar grúskar mikið á netinu
og les um mat, nú eða flettir í
matreiðslubókum sem hann á nóg
af.
„Ég er með söfnunaráráttu þeg-
ar kemur að matreiðslubókum, en
ég á um 650 bækur. Ég les og
blaða í þeim mér til afþreyingar.“
Ólöglega mikið smjör
Nú heitir nýja bókin Heima hjá
lækninum í eldhúsinu. Er eitt-
hvert þema í bókinni?
„Já, það má eiginlega segja að
þetta sé þemað. Síðustu átján
mánuðir hafa verið ansi sérstakir
og ég hef verið rosalega mikið
heima hjá mér og þá er tilvalið að
lyfta sér upp með góðum mat.
Ekki ferðaðist maður mikið þann-
ig að kannski getur maður ferðast
á bragðlaukunum í staðinn. Það er
engin stefna í bókinni önnur en sú
að búa til besta matinn sem ég gat
á þeirri stundu. Ég er með í bók-
inni aftur spagettí bolognese og
fólk gæti spurt: „Hvernig vogar
maðurinn sér að vera með spa-
gettí bolognese í enn einni bók-
inni?“ En í þessum uppskriftum
reyni ég að lyfta ákveðnum bragð-
tónum enn hærra,“ segir hann.
„Þarna er til dæmis osta-
samloka sem er sjúklega góð. Hún
er með þremur tegundum af osti,
örlitlu sætu sinnepi og timían. Og
ólöglega miklu magni af smjöri.“
Sprengir bragðlaukana
Hvaða jólamatarhefðir ertu alinn
upp við?
„Ég er alinn upp í mikilli íhalds-
semi þegar kemur að jólahaldi.
Við höfum
haldið í hefðir
og verið með
svínahamborg-
arhrygg á að-
fangadag og
kalkún á jóla-
dag. Svo þegar
ég gifti mig
bættust rjúpur
í hópinn og yf-
irleitt er þetta
allt eldað á þremur jóladögunum.
Í ár verður aðeins breytt út af
venju og kalkúnninn fluttur á að-
fangadag og á jóladag verðum við
með forréttaveislu. Við eigum öll
okkar uppáhaldsforrétti og útbú-
um þá alla og svo eftirrétt. Lengst
af hef ég verið með heimagerðan
ís í eftirmat sem mamma kenndi
mér að gera. Svo hef ég farið
meira í ris a la mande sem ég hef
reynt að hefja upp með alls konar
sósum, eins og toffee-sósu. Í þess-
ari bók er uppskrift að súkku-
laðibúðingi sem ljósmyndari bók-
arinnar, Karl Petersson, kenndi
mér að gera og ég gerði svo mína
útgáfu af með marengstoppum og
hindberja-coulis. Kannski verð ég
á þeim nótum í ár,“ segir hann og
segist venjulega vera með ein-
hverja útgáfu af beef Wellington
um áramótin, oft með villibráð í
stað nautakjöts.
„Í ár verð ég með hins vegar
með nautalund með rauðvínssósu
sem ég gerði fyrir þessa bók.
Þessi sósa sprengir bragðlauk-
ana!“ segir Ragnar og mælir með
að fólk prófi þá uppskrift.
Hvað á fólk að elda á jólunum
sem hefur ekki mikinn tíma eða er
of þreytt fyrir flókna matargerð?
„Hamborgarhryggur klikkar
ekki. Það þarf einbeittan brota-
vilja til að klúðra honum.“
Við látum þetta verða lokaorðin
frá Berlín, en fyrst valdi Ragnar
fyrir lesendur nokkrar frábærar
uppskriftir sem tilvalið er að prófa
yfir hátíðirnar.Ljósmyndir/Karl Petersson
’
Þetta var frábær
mánuður! Það má
segja að þetta hafi verið
mín slökun. Að elda er
eins frábrugðið lækna-
starfinu og hugsast getur
þannig að þetta var
atorkumikil afslöppun.