Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.12.2021, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.12. 2021 BÆKUR F yrir fimm árum kom Reynir Finndal Grétarsson að skoða hús Ólafs heitins Ragnars- sonar bókaútgefanda í því augnamiði að kaupa það af ekkju hans, Elínu Bergs. Í bókasafnsherbergi var einn veggur þakinn landakortum sem fönguðu áhuga Reynis og hann spurði beint út hvort hann mætti kaupa þau og bækurnar með húsinu. Svarið var nei við kortunum, en bæk- urnar fylgdu með kaupunum. Þetta var hins vegar ást við fyrstu sýn og Reynir hófst þegar í stað handa við að koma sér upp sínu eigin Íslands- og heimskortasafni sem aftur varð kveikjan að bókunum Kortlagningu Íslands, sem kom út fyrir fjórum ár- um, og Kortlagningu heimsins, sem kemur út núna fyrir jólin hjá Sögum útgáfu. Reynir segir nýju bókina rökrétt framhald af þeirri fyrri enda hefur hann varið dágóðum tíma í grúsk seinustu fimm árin, samhliða korta- söfnun sinni. „Þegar ég byrjaði að safna heimskortum fannst mér vanta bók þar sem skipulega er haldið utan um heiminn okkar og eftirfarandi spurningu svarað: Hvernig varð heimskortið til?“ segir hann. Safn Reynis telur nú um 400 kort. Minnst af því hefur hann fengið hér heima en þó kemur fyrir að áhuga- verð Íslandskort komi inn á uppboð hjá Gallerí Fold. „Ég komst fljótt að því að þetta er heill heimur út af fyrir sig, það er sérhæfðir kortasafnarar og uppboð á gömlum kortum. Sitt- hvað er líka að finna í fornbókabúð- um ytra. Bestu kortin fær maður á uppboðum hjá Sotheby’s og slíkum fyrirtækjum en ég hef líka keypt tals- vert af bókum með kortum í.“ Fegurðin í fyrirrúmi Enda þótt undirtitill nýju bókarinnar sé Frá Grikkjum til Google Maps þá safnar Reynir nær eingöngu kortum sem gerð voru fyrir 1850. „Eftir það er barnið orðið fullorðið og kortin ekki eins spennandi enda fóru opin- berar stofnanir að sjá um landmæl- ingar og upplýsingagildið að skipta öllu máli. Fegurðin og listræna gildið höfða á hinn bóginn meira til mín. Eftir að Gutenberg kom fram með prentlistina á 15. öld urðu kort mjög vinsæl enda vildi fólk upp frá því hafa sínar bækur með myndum en ekki bara texta. Til að byrja með var mest um englamyndir en fljótlega urðu landakort vinsælt myndefni enda mörg hver ákaflega falleg,“ segir Reynir og bætir við að það hafi ábyggilega verið mikil upplifun fyrir fólk að sjá heimskort í fyrsta sinn. Landafræðin var auðvitað mun frumstæðari en við þekkjum í dag en það kom ekki að sök, að sögn Reynis. „Listrænt gildi kortsins skipti miklu meira máli; það varð að vera fallegt, samanber Íslandskortið fræga með skrímslunum allt í kring,“ segir Reynir en tvenns konar aðferðum var aðallega beitt, tréskurði og kop- arstungum, og listfengið réð ríkjum. Hann segir erfitt að skilja hvernig menn fóru að því að gera þetta svona vel en bestu kortin frá þessum tíma líta út fyrir að hafa verið gerð fyrir örfáum árum. Liturinn fölnar ekki. „Það var virkilega vel í þetta lagt, sem heillaði mig ekki síður.“ Reynir kveðst alltaf hafa haft gam- an af landakortum og rekist hann á slíkan grip á förnum vegi gefi hann sér iðulega tíma til að skoða. „Mín kynslóð og þeir sem eldri eru vita hvar Ísland er, efst upp, vinstra meg- in við miðju. Það var þó alls ekkert sjálfgefið enda hefði suður alveg eins getað verið upp en ekki niður og var það á mörgum kortum áður. Börnin okkar nota hins vegar Google Maps, þau eru alltaf punkturinn í miðjunni og fá fyrir vikið ekki sömu tilfinn- inguna fyrir kortunum. Þú getur ímyndað þér hvaða áhrif það hefur á heimsmyndina.“ Hvar er ég? – Hvað er svona heillandi við heims- kortið? „Tilvera okkar er um margt óskilj- anleg. Við vitum í reynd afskaplega lítið um hana. Kortlagningin er hins vegar tól sem hjálpar okkur að skýra efnisheiminn sem við búum í og setja hann í samhengi. Hvar er ég? Það hjálpar okkur að koma böndum á óreiðuna í heiminum og skilja hann aðeins betur. Eða jafnvel bjagar hana. Afríka er í reynd sirka 14 sinn- um stærri en Grænland. Það eru tvær eldfjallaeyjur milli Evrópu og Ameríku, Ísland og Japan.“ Reynir kveðst hafa lært margt af skrifunum enda saga kortlagningar um leið saga landkönnunar í heim- inum. „Margt vissi maður lítið um, eins og til dæmis hvernig Asía varð hluti af heimi Evrópumanna. Alex- ander mikli kom til Asíu á sinni tíð og viðskipti voru stunduð gegnum ald- irnar. Síðan kom íslam með tilheyr- andi hindrunum og Silkileiðin lok- aðist. Evrópumenn reyndu mikið að komast til Asíu og Kólumbus trúði því til að mynda að hann hefði fundið álfuna. Þar misreiknaði hann sig, hélt að heimurinn væri 25 þúsund km en ekki 40 þúsund. Afríka var lengi hindrun og Ameríka lengst af líka; menn reyndu að fara framhjá henni. Það voru loðskinnin sem fengu menn til að nema þar land, eins og gerðist með Síberíu áður.“ Fyrir þá sem ekki kannast við Reyni þá stofnaði hann og rak fyrir- tækið Creditinfo í tvo áratugi en hef- ur helgað sig skrifum og almennu grúski undanfarin ár. „Ég var líka í fjárfestingum en það er ekkert sér- staklega skemmtilegt, þannig að þeg- ar mér bauðst starf forstjóra SaltPay, sem áður hét Borgun, þá tók ég það að mér. Það er dagvinnan mín núna.“ Fyrri bókin kom einnig út á ensku og Reynir er nú að leggja lokahönd á enska útgáfu nýju bókarinnar. „Hún kemur út á næsta ári og mögulega er meiri markaður fyrir hana erlendis. Það kemur í ljós. Í öllu falli er ekki til svona bók, að mér vitandi. Það eru til bækur skrifaðar af einhverjum pró- fessorum með allt aðra og línulegri tímaröð; sjálfum finnst mér skemmtilegra að fylgja svæðunum en tímanum.“ Kettir, geitur og Iron Maiden Hann varast líka að taka sig of hátíð- lega og biður lesendur í formála um að hafa ekki áhyggjur af því ef ein- hverjar villur slæðast með. „Ég er ekki fræðimaður en skrifa bókina eins og ég vil lesa hana. Tónninn er ekkert alltof alvarlegur. Þetta er um- fram allt samansafn af sögum um það hvernig við kynntumst heiminum okkar og settum hann niður á tví- víðan flöt. Inn á milli eru svo sögur af landkönnuðum og öðrum mikil- mennum og langi mig að hafa sögu af ketti eða geit þá leyfi ég henni bara að fljóta með. Uppáhaldshljómsveit- ina mína, Iron Maiden, ber meira að segja á góma. Ég er með öðrum orð- um að reyna að gera þetta faglega en án þess að vera leiðinlegur. Vonandi hefur það tekist.“ Nokkrir lásu textann yfir, þeirra á meðal Grétar Víðir, sonur Reynis, og Illugi Jökulsson. „Ég hringdi í Illuga og tjáði honum að ég vildi fá besta al- þýðusagnfræðing landsins til að lesa yfir. Það er að segja Veru, dóttur hans, en þar sem ég næði ekki í hana yrði ég að láta hann duga.“ Illugi tók verkið glaður að sér. Nú þegar Ísland og heimurinn eru að baki blasir við að spyrja Reyni hvort hann stefni skónum næst út í geim. „Það er kafli í nýju bókinni um kortlagningu himinsins en ætli ég láti það ekki duga. Ég er samt ekki hætt- ur að skrifa, meðan einhver nennir að lesa þá held ég áfram. Ég átti alls ekki von á því að skrifa þessar korta- bækur og ómögulegt er að segja hvar mig ber niður næst.“ Að koma böndum á óreiðuna Reynir Finndal Grétarsson hefur sent frá sér bókina Kortlagning heimsins – frá Grikkjum til Google Maps. Hún er afrakstur brennandi áhuga höfundar á landakortum, einkum frá fyrri öldum þegar listfengið og fegurðin réðu för en ekki upplýsingagildið. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Reynir Finndal Grétarsson hefur safnað Íslands- og heimskortum af miklum móð undanfarin fimm ár. Morgunblaðið/Unnur Karen ’ Tilvera okkar er um margt óskiljanleg. Við vitum í reynd afskaplega lítið um hana. Kortlagn- ingin er hins vegar tól sem hjálpar okkur að skýra efnisheiminn sem við búum í og setja hann í samhengi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.