Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Síða 7
Klifur
reiðslu og bakstur. En allt þetta jók á
samheldni og áhuga félaganna.
En það voru sköpuð fleiri tæki-
færi til kynningar og samveru. Efnt
var til sumarferða, sem fljótlega
hlutu nafnið Ágústnætur. Oftast var
reynt að finna staði sem voru í svip-
aðri fjarlægð fyrir alla. Ágústnætur
voru til dæmis aldrei haldnar á Suð-
urlandi. Einu sinni hittist hópurinn á
Hveravöllum. Raunin varð þó sú að
Vestfirðingarnir áttu jafnan lengstu
leiðina á mótsstað.
Ágústnætur eru mörgum enn í
fersku minni vegna þeirrar miklu
gleði sem þar ríkti jafnan. Fastur lið-
ur í þessum ferðum var kvöldvaka,
sem skipulögð var fyrirfram og þar
komu oft í ljós fjölbreyttir hæfileik-
ar félagsmanna. Þá var kynslóðabil-
ið ekki fyrir hendi.
Auk þessara ferða þá efndu félög-
in innbyrðis til sumarferða fyrir fé-
laga sína. Heimsóknir til annarra fé-
laga voru tíðar og þá mest milli
þeirra félaga sem næst lágu hvert
öðru. Það var til dæmis árlegur við-
burður um nokkurra ára skeið að
Reykvíkingar færu í heimsókn til fé-
lagsins á Akranesi. Þá var oft glatt á
hjalla í Rein.
Því miður hefur dregið mikið úr
þessum þætti í starfsemi félaganna.
Margt kemur til. Það eru ólíkt fleiri
tækifæri sem Sjálfsbjargarfélagar
hafa til almennrar félagsþátttöku og
ferðalaga nú og síðan er það trúlega
hin almenna félagsdeyfð sem ríkir.
Það er brýnt verkefni Sjálfsbjargar
að endurvekja þá samstöðu, sem all-
ar framfarir byggja á.
Félagsheimili og vinnustofur
Alls staðar ríkti mikill áhugi á því að
koma upp félagsheimilum og vinnu-
stofum, því mikið atvinnuleysi var
meðal hreyfihamlaðs fólks. Akur-
eyri reið á vaðið og reisti félags-
heimili og vinnustofu á undra-
skömmum tíma, eða tíu mánuðum.
Það hlaut nafnið Bjarg. Þarna var
annað ársþing samtakanna haldið
dagana 8.-10. júní 1960. Þetta lýsti
vel þeim kjarki og dugnaði sem ein-
kenndi allt frumherjastarfið. Isa-
fjörður fylgdi í kjölfarið og kom á
fót prjónaframleiðslu, Siglufjörður
Árið 1973 varfyrsti áfangi Sjálfsbjargarhússins tekinn í notkun, Vinnu- og dval-
arheimili Sjálfsbjargar, eins og það nefndist lengi vel. Þetta varfyrsta heimili sinn-
ar tegundar á Islandi og langþráð.
Arið 1981, á ári fatlaðra, var sundlaugin í Sjálfsbjargarhúsinu vígð. Þetta var
mikill hátíðisdagur enda síðasti áfangi Sjálfsbjargarhússins. Nú var loksins komin
sundlaug sem sniðin var að þörfum hreyfihamlaðra.
framleiddi vinnuvettlinga, í Reykja-
vík voru það kvenundirföt og síðan
plastframleiðsla og á Húsavík
myndaðist einnig vísir að vinnu-
stofu. Sjálfsbjörg í Vestmannaeyjum
átti þátt í undirbúningi að stofnun
verndaðs vinnustaðar, kertaverk-
smiðjunnar Heimaeyjar sem enn er
starfrækt þar.
Sjálfsbjörg átti lengi fulltrúa í
stjórn verksmiðjunnar.
Meirihluti þessara vinnustaða var
stofnaður löngu áður en lög um end-
urhæfingu tóku gildi sem var árið
1970. Reksturinn reyndist yfirleitt
erfiður vegna lítils stuðnings opin-
berra aðila og erfiðrar samkeppnis-
aðstöðu, eins og áður segir. Sá eini
sem haldið hefur velli er Plastiðjan
Bjarg á Akureyri.
7