Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Blaðsíða 13
Klifur
Afmæliskveðja til Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra
n
Um aldir bjuggu sjúkir og
slasaðir og þeir sem báru af-
leiðingar sjúkdóma eða
slysa við hörmuleg kjör hér á landi
eins og víðast hvar annars staðar í
heiminum. Þeir sem þannig voru á
sig komnir, skertir á einn hátt eða
annan til líkama eða sálar eða hvoru
tveggja, voru almennt í hópi svokall-
aðra niðursetninga. Niðursetningar
voru boðnir upp og afhentir þeim
sem buðu lægstu meðgjöfina. Þetta
raunalega kerfi var við lýði hér á Is-
landi eins og víðar allt fram á fyrri
hluta þessarar aldar. Ástandið lagað-
ist vissulega umtalsvert með tilkomu
almannatrygg- ----------------------
inga og nútíma-
legrar sveita-
stjórnarlöggjaf-
ar. En eftir sem
áður var margur
öryrkinn eins-
konar niðursetn-
ingur, sviptur
sjálfstæði og
sjálfsvirðingu,
háður duttlung-
um húsbænda
sinna.
Þegar leið á
öldina, öldina
okkar sem senn
er á enda, fóru hópar öryrkja að taka
sig saman um stofnun félaga til
hagsbóta fyrir öryrkja og einnig
voru stofnuð styrktarfélög. Dæmi
um félagsskap af þessu tagi hér á
landi voru Sjálfsbjargarfélögin. í
framhaldi af stofnun þeirra seint á
sjötta áratugnum var Sjálfsbjörg
landssamband fatlaðra stofnað og
hefur nú náð þeim huggulega aldri
að vera orðið 40 ára. Um það leyti
sem landssambandið var stofnað
voru til a.m.k. tvö önnur öryrkjafé-
lög hér á landi, Blindrafélagið og
SIBS, en auk þess þrjú styrktarfélög;
Á ferli sínum hefur
Sjálfsbjörg landssam-
bandið komið að fjölda
mála sem varða hag og
lífskjör fatlaðra og hefur
án efa unnið að uppbygg-
ingu á öllum sviðum mál-
efna fatlaðra. Fyrir það á
landssambandið heiður
skilið og þakkir allra ör-
yrkja í landinu.“
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra,
Styrktarfélag vangefinna og
Blindravinafélagið. Umræða var í
gangi um samvinnu þessara félaga á
ákveðnum sviðum og við tiltekin
verkefni. Þessi umræða leiddi til
þess að komið var á fót samvinnu-
nefnd þriggja þessara félaga sem
voru Sjálfsbjörg landssambandið,
SÍBS og Blindrafélagið. Fyrir tilvilj-
un hef ég undir höndum afrit af
fundargerðum þessarar samvinnu-
nefndar. Fyrsti fundurinn var hald-
inn 26. nóvember 1959 að tilhlutan
Sjálfsbjargar landssambandsins og
það var Ólöf Ríkarðsdóttir sem boð-
________________ aði til þessa
fyrsta fundar. í
samvinnunefnd-
inni voru rædd
ýmis mál, m.a.
var skipuð und-
irnefnd til að
gera tillögur að
stofnun öryrkja-
bandalags. Síð-
asti fundur sam-
vinnunefndar
öryrkjafélag-
anna var haldinn
22. febrúar 1961
þar sem sam-
þykkt var að
boða til stofnfundar Öryrkjabanda-
lags Islands sem var svo haldinn 5.
maí það ár. Þessir sögulegu punktar
Haukur Þórðarson, formaður
Öryrkjabandalags Islands.
sýna að Sjálfsbjörg landssambandið
hefur verið einn af aðal drifkröftum
fyrir stofnun Öryrkjabandalagsins.
Á ferli sínum hefur Sjálfsbjörg
landssambandið komið að fjölda
mála sem varða hag og lífskjör fatl-
aðra og hefur án efa unnið að upp-
byggingu á öllum sviðum málefna
fatlaðra. Fyrir það á landssambandið
heiður skilið og þakkir allra öryrkja
í landinu. Öryrkjabandalag íslands
óskar Sjálfsbjörg landssambandinu
til hamingju með 40 ára afmælið og
biður því velfarnaðar í starfi um
ókomin ár.
13