Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Blaðsíða 17

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Blaðsíða 17
Klifur Styrkleiki samtakanna er kominn undir áhuga hvers einstaks félaga og starfi hans! / tímamótum er oft staldrað við og litið yfir farinn veg. Það kann að vera hin ágæt- asta iðja, ef jafnframt er horft til framtíðar og á þær breytingar sem almennt hafa orðið á þjóðfélagsað- stæðum á öllum mögulegum sviðum og þær teknar með í reikninginn. Aðstæður hreyfihamlaðra eru gjörólíkar og mun betri en voru fyr- ir 25 árum, hvað þá ef litið er enn aftar í tímann, eins og fyrir 40 árum þegar Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra var stofnað af fimm félög- um fatlaðra. Það voru kröftugir og framsæknir einstaklingar sem stofn- uðu landssambandið árið 1959. Þeir fundu þörf fyrir sameiginlegt afl til frekari uppbyggingar á markmiðum þeim sem sett voru í upphafi með stofnun fyrstu fimm félaganna. Markmiðsgrein Sjálfsbjargar sem samþykkt var á fyrsta þingi samtak- anna og afgreidd sem lagagrein, er enn í fullu gildi, þar segir m.a: „Hlutverk sam- bandsins er að hafa forystu í bar- áttu fatlaðs fólks fyrir auknum rétt- indum og bættri aðstöðu í þjóðfé- laginu.“ I tímans rás hefur greinin breyst nokkuð en markmiðið er það sama. Þetta mark- mið trúi ég að eigi eftir að standast til framtíðar. Þegar gluggað er í gamlar sam- Guðríður Olafsdóttir, félagsmálafulltrúi ÖBI ogfyrrum formaður Sjálfsbjargar, Isf. þykktir eru þær furðu líkar þeim sem samþykktar eru í dag. Baráttumálin eru svo keimlík að manni verður á að spyrja, hefur árangur ekki náðst? Nú hélt ég því fram hér að fram- an að aðstæður fatlaðra væru gjörbreyttar og betri en áður og efalaust á Sjálfs- björg þar drjúgan þátt. Skyldi það hafa hvarflað að Sigursveini D. Kristinssyni og Eggerti Theódórs- syni, þegar þeir stóðu á tröppunum að Gránugötu 14 á Siglufirði, og „Aðstæður hreyfíhaml- aðra eru gjörólíkar og mun betri en voru fyrir 25 árum, hvað þá ef litið er enn aftar í tímann, eins og fyrir 40 árum þegar Sjálfsbjörg, lands- samband fatlaðra var stofnað af fímm félögum fatlaðra.“ ræddu stofnun fyrsta félagsins, að samtökin ættu eftir að verða eitt af forystuöflum fyrir bættum hag fatl- aðra í landinu? Ætli það hafi hvarfl- að að þeim þegar Sjálfsbjörg sendi sína fyrstu fulltrúa á erlenda grund til að kynna sér málefni sambæri- legra samtaka á Norðurlöndum, að þeir fulltrúar myndu bera heim með sér mikla þekkingu og nýja sýn í málefnum fatlaðra? í fyrsta lagi var það uppbygging heimilis fyrir mikið fatlaða einstaklinga en úrræði voru fá hjá okkur á þeim tíma a.m.k. fyrir hjólastólanotendur. Helst kom til greina fyrir ungt fatlað fólk að eiga sinn samastað á elliheimilum eða sjúkrahúsum. í öðru lagi var það hugmynd að stofnun regnhlífarsam- taka til að sameina afl félaga fatl- aðra. I þriðja lagi tók Sjálfsbjörg fljótlega að sér það hlutverk að vera leiðandi afl í aðgengis- og ferlimál- um. Það væri hægt að telja upp ótal önnur málefni þar sem Sjálfsbjörg hefur komið við sögu í gegnum árin, en hér læt ég staðar numið. Ég tel það mikla gæfu fyrir mig og aðra fatlaða að þessir tveir menn komu saman til að ræða um stofnun félags fatlaðra. Ég tel það sömuleið- is gæfu að hafa um stundarbil fengið að vera sporgöngumaður þessarra manna. Samt sem áður tel ég að samtökin verði að huga að breyttum aðstæð- um. Það eru hreyfihamlaðir einstak- lingar í þjóðfélaginu sem Sjálfsbjörg nær ekki til, fólk sem er í basli dag- legs lífs. Vel gerðir einstaklingar sem full þörf er að ná til, samtökun- um og hreyfihömluðum í landinu til framdráttar. Megi Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra, vera það forystuafl sem það hefur hingað til verið. Ég óska sam- tökunum alls góðs í framtíðinni. EIMSKIP 17

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.