Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.1999, Side 18
Klifur
Nýtt Bosníuverkefni
utanríkisráðuneytisins og
Össurar hf.
Sprengja grandaði báðum fótleggjum Senad Terovics.
Utanríkisráðherra undir-
ritar samning við Össur
hf, um nýja stoðtækjagjöf
til Bosníu að verðmæti 30
milljónir króna.
Halldór Ásgrímsson, utanrík-
isráðherra, undirritaði 8.
mars sl. fyrir hönd ríkis-
stjórnar Islands samning við Össur
hf, um kaup á 400 gervifótum sem
gefa á fólki í Bosníu-Hersegóvínu.
Með samningi þessum er gjöf Is-
lendinga til íbúa þessa stríðshrjáða
lands alls orðin 1.000 gervifætur af
fullkomnustu gerð, en áður hafði
verið gerður samningur um 600 ein-
tök. Upphæð samningsins nú er tæp-
ar 30 milljónir íslenskra króna og
nemur því heildarverðmæti þessarar
aðstoðar Islendinga um 70 milljón-
um. Hluti af fyrri samningi var þjálf-
un starfsmanna stoðtækjaverkstæða
í borgunum Sarajevo, Mostar og
Tuzla og nú bætast við borgirnar
Zenica og Livno.
íslendingar þykja sýna skilning
á aðstœðum
Að sögn Halldórs Ásgrímssonar er
ástæða áframhaldandi stuðnings á
þessu sviði almenn ánægja með
fyrra framlag íslendinga sem þótt
hefur skila góðum árangri. „Ég hef
heyrt það frá ýmsum sem til þekkja
að það sé einkar vel til fundið hjá Is-
lendingum að bjóða stærstan hluta
aðstoðar sinnar til fatlaðra. Við þykj-
um með öðrum orðum sýna skilning
á mannlegum og samfélagslegum
aðstæðum þarna. Auk þess er tryggt
að aðstoð íslendinga nýtist beint og
með afdráttarlausum hætti.“
Áætlað er að fjöldi þeirra sem
þurfa gervifætur í landinu sé um
4.500 manns. Að
sögn Halldórs hafa
um 70% af þeim, eða
rösklega 3.100, misst
fót fyrir neðan hné og
það er einmitt þessi
hópur sem hjálp Is-
lendinga beinist að.
Verkefnið er í sam-
vinnu við Alþjóða-
bankann að frumkvæði ráðuneytis-
ins. Nefnir Halldór þetta sem dæmi
um gott samstarf ráðuneytisins við
bankann, íslenskt atvinnulíf og er-
lend stjórnvöld.
Hágœðalausnir í stað skamm-
tímalausna
Margir eiga um sárt að binda í Bosn-
íu-Hersegóvínu. Fátækt er mikil og
þörfin fyrir aðstoð gífurleg. Beinist
aðstoðin mest að aldurshópnum frá
20-40 ára, þ.e. fólki í blóma lífsins.
Þorri þeirra sem
missti fætur í
stríðinu er ungt
fólk, sérstaklega
ungir karlar á aldr-
inum 18-35 ára.
Þetta unga fólk,
sem misst hefur
fót fyrir neðan
hné, er yfirleitt vel
á sig komið líkamlega að öðru leyti.
Því er ljóst að fullkomnasta stoð-
tækni sem völ er á gerbreytir lífi
þess og afkomumöguleikum. í stað
þess að þurfa að lifa við mjög tak-
markaða hreyfigetu, kemst það allra
sinna ferða. Það hefur að sjálfsögðu
einnig áhrif á andlega líðan þess og
gefur þeim tækifæri til að snúa aftur
Þorri þeirra sem
missti fætur í stríðinu
er ungt fólk, sérstak-
lega ungir karlar á
aldrinum 18-35 ára.
18