Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.2004, Síða 17
Klifur
Sauðárkrókur:
„Litlir þröskuldar geta orðið að
gríðarlegum fjöllum/'
s
-segir sveitarstjórinn Arsæll Guðmundsson eftir að hafa verið í hjólastól í einn dag.
Arsœll Guðmundsson, sveitarstjóri á Sauðárkróki, reynir að komast um
í hjólastólnum. Með honum á myndinni er Anna Þórðardóttir, gjaldkeri
Sjálfsbjargar í Skagafirði. Mynd/Feykir/Þórhallur.
au hjá Sjálfsbjörg í Skagafirði
höfðu samband við mig og
spurðu hvort ég væri til í að
leggja þeim lið og vera í hjólastól í
einn dag. Þá gæti ég bæði kannað
aðgengi fyrir fatlaða og lagt mitt af
mörkum til að vekja athygli á mál-
inu. Það var sjálfsagt mál,“ segir
Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri
á Sauðárkróki. Uppákoman var lið-
ur í Sjálfsbjargardögum sem Sjálfs-
björg í Skagafirði stóð fyrir í nóv-
ember sl. í tilefni af Evrópuári fatl-
aðra.
Að sögn Ársæls var það skrítin
upplifun að eyða degi í hjólastól og
mun erfiðara en hann hafði búist
við. „Mér fannst þetta erfitt þó að
ég sé fullhraustur. Þessir litlu
þröskuldar sem maður veitir ekki at-
hygli dagsdaglega urðu afskaplega
erfiðir. Smáir þröskuldar fyrir
venjulegan mann geta orðið að gríð-
arlegum fjöllum fyrir fólk í hjóla-
stól. Við fórum á þessa helstu staði
sem fólk á erindi til, t.d. bankann,
grunnskólann, ráðhúsið, endurhæf-
ingarstöðina, apótekið, ÁTVR og
bakaríið. í ljós koma að víða er
pottur brotinn í þessum málum hér á
staðnum. Þar sem aðgengið er
slæmt er oftast um að ræða eldri
byggingar. Ég lenti í ýmsum
hremmingum, festi mig m.a. í einni
skólastofunni í grunnskólanum þeg-
ar ég ætlaði að snúa mér við. Hjá
ÁTVR er skábraut en þar átti ég í
miklu basli. Skábrautin er steypt og
það brött að erfitt er að komast þar
upp. Svo þegar ég var loksins kom-
inn upp þá tók við þröskuldur. Að-
„Fólk ætti e.t.v. að tala
meira saman og miðla af
sinni þekkingu og reynslu í
þessum málum."
gengismálin í Safnahúsinu, sem er
eldra hús, eru ekki í góðu lagi en til
stendur að laga húsið töluvert og
verður þá tillit tekið til þessara mála.
Aðgengi í Landsbankanum, sem er í
tiltölulega nýrri byggingu, var til
fyrirmyndar. En meira að segja í
endurhæfingarstöðinni, sem er alveg
ný hjá okkur, þá er hurðarhnappur-
inn það Iangt í burtu að ég þurfti að
hafa mig allan við til að hafa tíma til
að komast út. Aðgengismálin eru
sem betur fer í ágætis lagi í ráðhús-
inu.“
Ársæll segir alla hafa verið boðna
og búna til að hjálpa sér og auk þess
hafi fylgdarlið frá Sjálfsbjörg í
Skagafirði fylgt honum allan dag-
inn. „Ég hafði alltaf einhvern til að
hjálpa mér þegar ég lenti í vanda, en
tilgangurinn með þessu var ekki að
reiða sig á náungann, svo ég reyndi
að gera allt sjálfur sem best ég gat.
Þetta var mjög fróðlegt og góð
reynsla fyrir mig. Reynsla sem tók
verulega á líkamlega, ég var ekki
bara með harðsperrur eftir daginn
heldur var ég lrka aumur víða um
skrokkinn."
Að sögn Ársæls var borin upp til-
laga í sveitarstjórn í kjölfar Sjálfs-
bjargardaga um að gerð yrði úttekt á
ferlimálum fatlaðra í Sveitarfélaginu
Skagafirði. „Félags- og tómstunda-
nefnd stýrir þessari úttekt og í fram-
17