Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.2004, Side 21

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.2004, Side 21
Klifur og ég er alveg sammála því að við ættum að koma hingað sem oftast. Það sem e.t.v. stendur upp úr er að það þarf viðhorfsbreytingu, líta þarf á aðgengismál og lífeyrismál ör- yrkja sem mannréttindamál og ég held að það sé mjög mikilvægt að við sem erum að hefja okkar stjórn- málaferil gerum þetta að okkar máli.“ Dagný Jónsdóttir sagðist vona að ákveðin viðhorfsbreyting fylgdi hennar kynslóð. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir sagði að Sjálfsbjörg ætti næst að bjóða ráðherrum á fund og taka þá í kennslustund um hvemig líf fatlaðra og öryrkja er í raun og veru. Þeir hefðu gott af því að heyra reynslu- sögur þeirra. Björgvin G. Sigurðsson, þingmað- ur Samfylkingar, sagði að í stað þess að stjórnmálamenn rifust um söguna eða einstaka þætti ættu þeir að fylgja eftir þeirri viðhorfsbreytingu sem sé að eiga sér stað í samfélag- inu, að fólk vildi bæta hag og kjör öryrkja og fatlaðra. Björgvin sagði fundinn hafa verið mjög upplýsandi fyrir sig, persónulega hefði hann t.d. ekki haft hugmynd um málið er varðar bílastæði fatlaðra á einkalóð. „Þetta er verðugt mál fyrir okkur til að taka upp og ræða á vettvangi Al- þingis þegar fram líða stundir." Þá sagðist Björgvin vera hlynntur laga- setningu sem bannar mismunun og að hann myndi glaður vinna að henni og framgangi hennar. Hann sagðist að lokum hlakka til að vinna með fötluðum og öryrkjum að þeirra málum. Margir fundargestir höfðu á orði að fundurinn hefði einkennst af samstöðu á milli framsögumanna, lítið sem ekkert hefði verið um „gamla skítkastið“ sem oft ein- kenndi þá sem lengur hefðu verið í pólitík. Unga fólkið hefði verið sammála um að mikilvægt væri að hefja brýn þjóðfélagsmál eins og málefni fatlaðra og öryrkja upp fyrir skotgrafir stjórnmálaflokkanna. Þá hefðu þeir allir lýst yfir áhuga á að sækja fleiri fundi hjá Sjálfsbjörg. Texti: Kristrún M. Heiðberg. Sérhver viðskiptavinur og allt, sem tengist fjármálum hans, hefur meira vægi hjá SPV en hjá stórum fjármála- stofnunum. Þjónusta SPV er alhliða og fagleg og byggir á persónulegri þekkingu á óskum og þörfum hvers viðskiptavinar. Við stöndum þétt við bakið á við- skiptavinum okkar því velgengni þeirra skiptir okkur öllu máli. Styrkur okkar er traust og örugg f jármálaþjónusta sem þú getur nýtt þér til vaxtar. Verið velkomin í afgreiðslustaði okkar í Borgartúni 18, Hraunbæ 119 og Síðumúla i,eða fáið upplýsingar í síma 5754100 og á heimasíðu okkar, sem er www.spv.is * spv Sparisjóður vélstjóra www.spv.is 21

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.