Strandapósturinn - 01.06.2018, Síða 71
69
23 Sjá fróðleiksmola um Hamar í Fellslandi.
24 Fell var þá í eigu séra Jóns Brandssonar á Kollafjarðarnesi.
25 „Sin“: Typpið á selnum.
26 Rétt er að taka það fram að á þessum tíma voru engir ísskápar til, svo fólk varð
að nota önnur ráð til varðveislu á nýmeti.
27 Mórinn var stunginn upp úr mýrinni með stunguskóflu.
28 Samkomuhúsið stendur nú, 2016, í algjörri niðurníðslu á hlaðinu á Víðdalsá,
hörmung á að líta. Samkomuhúsið var bæði félagsheimili, skóli og mikilvæg fé-
lagsleg menningarstofnun samfélagsins, þar mættist fólk til skemmtunar og skrafs
og ráðagerða.
29 Heimasíða Héraðsbókasafn Strandasýslu: Lestrarfélag Tröllatungu- og Fellssafn-
aða. Lestrarfélagið var stofnað formlega 3. janúar 1846, en yfirleitt er þó stofn-
dagurinn og afmæli félagsins miðað við 13. desember árið áður, 1845. Þá sam-
mæltust menn um að stofna félagið í erfidrykkju Einars Jónssonar á
Kollafjarðarnesi. Félagið starfaði kröftuglega fram undir 1861 og af stofni þess
spruttu til dæmis jarðabótafélag og bindindisfélag. Fyrst voru útlán bundin við
þessar tvær sóknir en árið 1849 var lögum breytt þannig að utansveitarmenn gátu
líka orðið félagar og fengið bækur. Árið eftir voru félagsmenn flestir, eða um 50,
og þar af voru tveir Dalamenn. Hluti safnsins var jafnan lánaður norður á Gjögur
um vertíðina og má það kallast allmerkilegt. Eins var unnið að endurbyggingu
Tröllatungukirkju á vegum félagsins á fyrstu starfsárunum. Lestrarfélög voru á
þessum árum hálfgerðir húsbændaklúbbar og bókakaup og útlánum var stjórnað
af þeim. Kona varð aldrei félagsmaður. Upp úr 1861 dofnaði mjög yfir starf-
seminni og lognaðist félagið endanlega út af 1867 þegar Ásgeir Einarsson,
bókavörður á Kollafjarðarnesi, flutti frá Ströndum. Félagið var síðan endurvakið
1886 og skipt í tvö félög árið 1890. Lestrarfélag Fellshrepps varð til 1890, þegar
nýlega endurvöktu Lestrarfélagi Tröllatungu- og Fellssafnaða var skipt í tvær
deildir. (Heimild: www.strandir.is)
30 Undraland var auglýst í Búnaðarritinu Frey. Ég hef ekki fundið auglýsinguna en
Páll bróðir sagði mér að svo hefði verið.
31 Sýslumaðurinn á Hólmavík; Lb. N. Nr. 161. Björgvin Bjarnarson var skipaður
sýslumaður í Strandasýslu 1958.
32 Páll bróðir fór þetta sumar í síld á Raufarhöfn, en ég var þetta sumar sumarvinnu-
maður hjá Þórði og Fríðu í Stóra-Fjarðarhorni.
33 Í jarðamati frá 1957 er ábúandi í Þrúðardal sagður Guðmundur Andrésson, en
það er rangt. Guðmundur Andrésson bjó í Þrúðardal 1930–1951, þegar hann
flytur í Skagafjörð. Þá sest á jörðina Þórður Sigurðsson og Hallfríður Jónsdóttir til
1955 að þau flytja að Stóra-Fjarðarhorni og er Þrúðardalur í eyði upp frá því.
34 1957 er jörðin farin í eyði og árin á undan var lítið sem ekkert gert til viðhalds
hvorki jörð né húsum. Túnið er nýtt lengi eftir að jörðin sjálf fellur úr ábúð, enda
gott og grasgefið.
35 Sóknarmannatal Kollafjarðarnessóknar.
36 Þórður var föðurbróðir minn og Fríða var dóttir Jóns Brynjólfssonar, bróður
ömmu Þorsteinsínu.
37 Sveinbjörn Egilsson 1791–1852.